Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 21 MENNING Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA eru allt saman ný verk og heljarinnar blanda, bæði málverk, vatnslitir, glerverk og skúlptúrar á gólfi úr áli. Ég ákvað að taka allt sem ég hef verið að skoða á vinnu- stofu minni síðasta árið og skella því saman á eina sýningu,“ segir Sig- urður Árni Sigurðsson myndlist- armaður, en sýning á verkum hans verður opnuð í Turpentine í Ingólfs- stræi kl. 17 í dag. „Í málverkunum eru hlutir sem fólk kannast við hjá mér frá fyrri tíð, en mótífin koma kannski líka fyrir í álinu og glerinu. Þar er viss tenging. Ég kalla glerið glerverk, en lít á þau sem málverk. Ég hef gert glerverk áður, en aldrei sýnt þau með málverkum. Nú er ég búinn að hafa þessi verk öll sam- hliða fyrir augunum á vinnustofunni minni, og mér þótti það spennandi að stilla þeim upp saman, því það eru mikil tengsl á milli þeirra þótt það sé langt bil á milli glersins, þessa harða, kalda efnis, og þess líf- ræna í olíunni.“ Þegar Sigurður Árni er spurður að því hvaða augum hann líti þá ólíku miðla sem hann vinnur í, hvort hugurinn og höndin séu að skapa eitthvað gjörólíkt í hverjum miðli, eða hvort hugmyndin sé ein og til- viljun eða eitthvað annað ráði hvernig hún sé útfærð, kemur á hann hik. „Það er röð af málverkum sem ég sýni hér, sem gætu allt eins flokkast sem skissur fyrir glerið eða álið, þó svo að hugsunin hafi ekki endilega verið sú til að byrja með. Ég stilli því samt upp þannig. Mér finnst það gaman, því málverkið hefur alltaf verið í öndvegi hjá mér. Ég lít fyrst og fremst á mig sem myndlistarmann og hver og ein hug- mynd kallar á sitt efni. Ég hef alltaf haft gaman af því að föndra, og á sinn hátt er þetta föndur. Það er skemmtilegur prósess í glervinnsl- unni, því ég blanda sjálfur litinn sem er settur í glerið, þótt það sé líka í því mjög tæknileg vinna sem ég vinn ekki. En ég bý heldur ekki strigann til. Álstrúktúrana lít ég á sem eins konar módel, ekki ósvipað þeim sem ég hef gert áður. Í þeim liggur ákveðin þörf mín til að smíða og strúktúrera eitthvað. Þetta kem- ur fram í sýningunni. Þar eru and- stæðurnar milli þess lífræna og ólíf- ræna, harða og mjúka.“ Sigurður Árni hlær þegar blaða- maður spyr hvort þessi „vinnustofu- tiltekt“ tákni einhver þáttaskil í list hans. „Nei, í raun og veru ekki. Það er tvennt í þessu. Annars vegar er það ögrandi og skemmtilegt fyrir mig að sýna verk sem ég hef aldrei raðað saman áður, hvort sem ég kemst að því síðar eða ekki, að þetta hafi ekki gengið upp. Hins vegar hugsa ég þetta sem skref áfram í einhverja átt, hver sem hún verð- ur.“ Andstæður úr vinnustofu Sigurðar Árna Morgunblaðið/Frikki Myndlistarmaðurinn Sigurður Árni við uppsetningu sýningar sinnar. BANDARÍSKIR söngleikjahöf- undar hafa verið óþrjótandi upp- spretta djassleikara allt til þessa og voru Gershwin, Porter og Rodgers kannski helstir. Fyrri Tíbrár- tónleikar Kristjönu, Kjartans Valdi- marssonar, Gunnars Hrafnssonar og Péturs Grétarssonar voru helgaðir lögum Rodgers við texta Harts og Hammersteins. Fyrsti söngdansinn var fyrsti smellur Rodgers og Harts, Manhattan, og þó að sveiflan væri dálítið brotgjörn lofaði flutningurinn góðu. Í kjölfarið fylgdu lög úr South Pacific, sem Hammerstein samdi með Rodgers, en lögin þeirra hafa ekki fallið jafn léttilega að djass- sveiflunni og lög Rodgers við texta Harts, enda svingtímanum að ljúka er fyrsti söngleikur þeirra, Okla- homa, var frumsýndur. Þaðan er þó Davis klassíkin, Surrey With The Fringe On Top, og fór Pétur jafnlét- tilega með hlutverk hestsins og glæsilegar kynningar sínar. Tvö önn- ur Rodgers/Hammerstein-lög hafa orðið djassklassík, It Might As Well Be Spring, sem Gunnar og Pétur hófu sem forleik að Rollinssömbu, og My Favorite Things úr Sound of Mu- sic, sem Coltrane fann djasslausnina á. Lög Rodgers við texta Harts heill- uðu mig mest á tónleikunum, ekki síst vegna þess hve útsetningar fjór- menninganna voru ferskar, eins og blúsaða útgáfan af Blue Moon sem Kristjana söng meistaralega. Kjart- an Valdimarsson kemur manni sífellt á óvart; hér í Garnerskotnum forleik að Do It The Hard Way og Peterson- lituðum sólóum í I Didn’t Know What Time It Was og When My Heart Stood Still. Toppur tónleikanna var túlkun fjórmenninganna á It Never Entered My Mind. Þar var sveiflan klassísk og ég hvet alla sem áhuga hafa á söngdönsum í djasstúlkun til að taka frá laugardagskvöldið 8. mars. Þá mæta þau aftur til leiks í salnum; að þessu sinni með söng- dansa Cole Porters. Söngdansar Richards Rodgers TÓNLIST Salurinn  Kristjana Stefánsdóttir og félagar. Sunnudagskvöldið 14.10. 2007. Sígild sönglög Vernharður Linnet MYNDLIST Listasafn Íslands Sequences/Drasl til sölu – Curver Thor- oddsen Til 21. október 2007. Opið þri.-su. kl. 11- 17. Aðgangur ókeypis. HRIST hefur verið upp í venju- bundinni aðkomu að Listasafni Ís- lands: við innganginn stendur bif- reið sem komin er til ára sinna og á framrúðunni sést skærlitur verð- miði. „Afhelgunin“ á rými safnsins nær einnig til anddyrisins: þar blasir við alls kyns gamalt dót sem raðað hefur verið upp og merkt til sölu líkt og á basar enda er hér um raunverulega kompusölu að ræða – en undir listrænum formerkjum. Listamaðurinn Curver Thoroddsen er hér á ferðinni með raunveru- leikagjörninginn „Drasl til sölu“ sem viðburð á Sequences- listahátíðinni. Tilgangurinn er að selja ýmislegt dót sem hann hefur eignast í gegnum tíðina og safna þannig fyrir námskostnaði erlendis. Gjörningur Curvers tengist vangaveltum popplistamanna og annarra á 7. áratug 20. aldar um listina í samhengi hversdagslífsins og sem hluta af neyslusamfélaginu, og um listrænar afurðir sem hluta af venjulegum markaðsvarningi. Flóamarkaður Curvers gengur út á að selja „drasl“ en með staðsetn- ingunni í anddyri Listasafns Ís- lands er þó listsamhengið undir- strikað. Utan fjöldaframleidds varnings, eru til sölu á tilboðsverði tvö málverk í eigu Curvers eftir ís- lenska listamenn og eru þau þannig sett í vafasamt og býsna tvírætt samhengi. Curver selur þó ekki listrænan varning sem hann hefur sjálfur framleitt, heldur undir- strikar hann sjálfsmynd neytand- ans (og raunar einnig safnarans: hér er til sölu safn innan veggja safnsins), neytanda þess sem þegar hefur verið framleitt, gjarnan í tengslum við lífsstíl. Kompusala Curvers er listræn innsetning en um leið skírskotar hann til mik- ilvægis fagurfræðinnar í neyslu- menningu samtímans með því að setja draslið í sjónrænt grípandi og söluvænan búning. Með samvinnu við Rás 2 undir- strikar Curver eiginleika viðburð- arins sem „raunveruleikagjörnings“ sem á sér stað í „beinni útsend- ingu“ því útvarpsstöðin fylgist dag- lega með framvindu kompusöl- unnar. Jafnframt er vísað til miðlægni og áhrifamáttar fjölmiðla og auglýsingaiðnaðarins í neyslu- menningu samtímans. Curver hefur áður m.a. fjallað á gagnrýnan hátt um tengsl siðferðis og raunveru- leikasjónvarps. Í gjörningum sínum hefur hann markvisst sett fram áleitnar spurningar um neyslu- samfélagið – sem hann er sjálfur þátttakandi í – í tengslum við list- hugtakið. Þessi viðburður er þar engin undantekning og ögrar kannski meir en aðrir gjörningar Curvers til þessa. Hér er kald- hæðnin við völd: listamaðurinn gagnrýnir neysluhyggju og kaup- mang með því troða sjálfur upp í senn sem neytandi og sem raun- verulegur sölumaður þess varnings sem hann hefur sankað að sér. Og þetta gerir hann innan veggja einn- ar helstu liststofnunar landsins. Anna Jóa Listræn sölumennska? MorgunblaðiðRAX Neytandinn „Í gjörningum sínum hefur hann markvisst sett fram áleitnar spurningar um neyslusamfélagið – sem hann er sjálfur þátttakandi í,“ seg- ir gagnrýnandi um Curver Thoroddsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.