Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 285. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Má bjóða þér sæti? >> 48 Leikhúsin í landinu TÍSKAOGFÖRÐUN 40 SÍÐNA SÉRBLAÐ FYLGIR MORGUNBLAÐINU Í DAG FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is UM 80 kjarasamningar renna út 31. des- ember næstkomandi og um 200 kjarasamn- ingar eru lausir á næsta ári. Ársfundur Alþýðu- sambands Íslands var settur í gær og við það tækifæri sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, að stærsta einstaka verkefnið á allra næstu mánuðum væri und- irbúningur og gerð kjarasamninga, en í máli hans kom jafnframt fram að félög og landssambönd hefðu haldið þing og kjaramálaráðstefnur að undanförnu. Margir lausir endar Kjarasamningar ASÍ-félaga á almennum vinnumarkaði og samningar við Starfs- greinasambandið og Flóabandalagið svo- nefnda renna út um næstu áramót. Þá verða meðal annars lausir samningar við Flug- freyjufélag Íslands, Félag íslenskra atvinnu- flugmanna, Félag flugumsjónarmanna og Flugvirkjafélag Íslands. Einnig má nefna samninga við félagsmenn í Farmanna- og fiskimannasambandinu og samninga við fólk í fiskvinnslu. Ennfremur samninga við Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Póstmanna- félag Íslands og Íslandspóst. Á næsta ári eru margir samningar ASÍ lausir við aðra en Samtök atvinnulífsins, þ.e. við ríki, Reykjavíkurborg og sjálfseign- arstofnanir. Flestir samningar eru lausir í lok mars og lok apríl. 31. mars 2008 eru ýmsir samningar lausir við samninganefnd ríkisins. Þar má nefna samning Samiðnar og SNR, Eflingar, og ýmsa samninga verkalýðsfélaga. 30. apríl eru einnig margir samningar lausir. Þar má nefna samning Kennarasambands Íslands og SNR, samning Félags íslenskra náttúrufræðinga og SNR, samning Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga og Reykjavíkurborgar og ýmsa samninga SFR-stéttarfélags í almennri þjón- ustu. Samningur grunnskólakennara rennur út í lok maí sem og samningar við sjómenn á fiskiskipum. Samningur leikskólakennara og tónlistarskólakennara er laus 30. nóvember 2008. Í aðdraganda samninga er gerð viðræðu- áætlun. Þar er meðal annars tekið fram hve- nær stefnt sé að því að ljúka hinum ýmsu áföngum í undirbúningi að samningsgerðinni og samningnum sjálfum. Þar geta verið ákvæði um það hvenær gert sé ráð fyrir að vísa málinu til ríkissaksóknara, miði ekki til samkomulags eða viðræður gangi ekki sem skyldi. Undanfarin ár hafa viðsemjendur gjarnan haldið fundi í húsakynnum rík- issáttasemjara til að vera á hlutlausum stað og gerir Ásmundur Stefánsson rík- issáttasemjari ráð fyrir að þessir fundir verði vart áberandi fyrr en um miðjan nóv- ember. Hann segir að framvinda viðræðn- anna ráði því fyrst og fremst hvenær málum verði svo vísað til sín og gera megi því skóna að mikið verði umleikis í húsinu um áramót og næstu vikur þar á eftir. Um 80 samn- ingar lausir um áramót Um 200 kjarasamningar renna út á næsta ári Ásmundur Stefánsson AÐ MINNSTA kosti 126 manns létu lífið og um 370 særðust í sjálfsmorðsárás nálægt bíl sem flutti Ben- azir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakist- ans, um götur Karachi í gær þegar hún sneri heim úr átta ára útlegð. Bhutto slapp naumlega og særðist ekki, að sögn pakistanskra yfirvalda. Innanríkisráðherra Pakistans, Aftab Sherpao, sagði að hryðjuverkamenn hefðu verið að verki og reynt að ráða Bhutto af dögum til að hindra fyr- irhugaðar þingkosningar í landinu. Fyrir heimför Bhutto höfðu hryðjuverkasamtökin al-Qaeda lýst því yfir að þau hygð- ust myrða Bhutto. Eiginmaður Bhutto, Asif Ali Zardari, fullyrti þó í gærkvöldi að pak- istanska leyniþjónustan hefði staðið fyrir tilræðinu. | 18 Á annað hundrað beið bana í árás Benazir Bhutto MINNINGARSÝNING um Magn- ús heitinn Kjartansson myndlist- armann verður opnuð í Graf- arvogskirkju á sunnudaginn kemur við guðsþjónustu kl. 11. Þar verða sýnd listaverk eftir Magnús, þeirra á meðal þrjú mál- verk sem flutt voru úr vinnustofu hans í Álafosshúsinu fyrr í þess- um mánuði. Séra Vigfús Þór Árnason, sókn- arprestur í Grafarvogskirkju, sagði að dr. Gunnar Kristjánsson prófastur mundi predika um list í kirkjunni á sunnudag. Að lokinni guðsþjónustunni mun Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur fjalla um líf og myndlist Magnúsar Kjart- anssonar. Vigfús sagði að meðal mynd- anna væri mjög áhrifaríkt mál- verk Magnúsar sem sýnir Krist bera krossinn á Kirkjusandi. Hægt verður að skoða sýninguna í Grafarvogskirkju en kirkjan er opin flesta daga frá 9-18. Morgunblaðið/Ómar Málverk Kogga, ekkja Magnúsar heitins Kjartanssonar myndlistarmanns, og Aðalsteinn Ingólfsson unnu að uppsetningu minningarsýningarinnar á verkum Magnúsar í gær, en sýningin verður opnuð á sunnudag. Minningar- sýning Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÞRÁTT fyrir að kaupmáttur launa- fólks hafi vaxið mikið að meðaltali á umliðnum áratug kemur í ljós ef rýnt er á bak við meðaltölin að kaupmáttur margra er að rýrna. Á árunum 2006 til 2007 fékk um það bil helmingur launafólks enga kaupmáttaraukningu vegna verð- bólgunnar. Þetta kom fram í máli Ólafs Darra Andrasonar, hagfræð- ings ASÍ, er hann fjallaði um efna- hagsspá ASÍ í haustskýrslu hag- deildar sambandsins á ársfundi ASÍ í gær. Ólafur Darri kynnti nýj- ar athuganir sem styðjast m.a. við gögn Hagstofunnar. Kemur í ljós þegar launaþróunin frá 2004 til 2007 er skoðuð að frá 2004 til 2005 jókst kaupmáttur 81% launþega en kaupmáttur 19% hópsins sem kannaður var rýrnaði á sama tíma. Laun eins af hverjum fimm héldu ekki í við verðbólguna „Þrátt fyrir að okkur vegni svona vel á þessum tíma, þá heldur einn af hverjum fimm ekki í við verð- bólguna, einfaldlega vegna þess að verðbólgan var allt of mikil,“ sagði hann. Á tímabilinu 2005-2006 nutu um 60% launþega kaupmáttar- aukningar en um 40% urðu fyrir kaupmáttarskerðingu vegna hraða verðbólgunnar á þessum tíma. Á árunum 2006-2007 mátti enn stærra hlutfall launafólks eða 45% þola kaupmáttarrýrnun en 55% bjuggu við kaupmáttaraukningu al- mennra launa sinna. „Að meðaltali er góð kaupmátt- araukning öll árin og að meðaltali er blússandi kaupmáttaraukning frá 2004 til 2007. En þegar við skoð- um tölur á bak við meðaltölin kem- ur í ljós að verðbólgan fer mjög misjafnlega með einstaklingana. Stórir hópar hafa mátt þola rýrnun kaupmáttar Í HNOTSKURN »Draga mun úr ójafnvægiog þótt hagvöxtur minnki verður hann viðunandi, skv. hagspá ASÍ. »Spáð er 4,7% verðbólgu ánæsta ári og 2,6% 2009. »Lágmarkslaun hafa hækk-að úr 55 þús. kr. 1996 í 130 þús kr. í dag eða um 138%. Kaupmáttur þeirra jókst um 84% á tímabilinu en hlutfall þeirra af meðallaunum hefur ekkert hækkað á sl. 10 árum. Lægstu laun hafa ekkert nálgast meðallaun í landinu á síðustu tíu árum  Lægstu laun | 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.