Morgunblaðið - 19.10.2007, Side 17

Morgunblaðið - 19.10.2007, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 17 SMÁRATORG 3, 200 KÓPAVOGUR TLF.: 55 00 800 Á LAUGADAGINN Mættu snemma. Allar LEGO vörur á hálfvirði. Opið frá kl: 11-18. Á FÖSTUDAGINN Mun Teenage Muta nt Ninja Turtles koma til okka og heilsa upp á þig. Á FÖSTUDAGINN KL. 16.30 Íþróttaálfurinn kemu r í heimsókn í TOYS”R” US og sp jallar við krakkana og syngu r jafnvel nokkur lög. Það má enginn missa af þessu! Til bo ði ð gi ld ir til og m eð 2 0. 10 .2 00 7 og a ðe in s í S m ar at or g. B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r o g vö ru fra m bo ð. ÞAÐ ER ALLTAFOPIÐ LENGIVirkadaga 10-20Nema fimmtudaga 10-21laugadaga 11-18Sunnudaga 13-18 BJÖRGVIN Sigurðsson við- skiptaráðherra var gestur á morg- unfundi Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, í gær þar sem hann um leið opnaði endurbættan vef samtakanna, www.svth.is Fundurinn var haldinn í sam- vinnu við Rannsóknasetur versl- unarinnar og Háskólann í Bifröst. Auk þess að fara yfir helstu þing- mál á vegum viðskiptaráðuneyt- isins í vetur lýsti hann yfir vilja til efla nýsköpun og þróun í verslun og þjónustu. Taka þyrfti utan um þessa atvinnugrein í góðu samstarfi við hagsmunaaðila. Ljóst væri t.d. að verslun og þjónusta væri orðinn grundvöllur nýrrar sóknar bæði kjarna- og jaðarsvæða á lands- byggðinni. Umræða um atvinnulífið hefði til þessa einskorðast um of við stóriðjuframkvæmdir, landbúnað og sjávarútveg og verslun og þjón- ustugreinar orðið út undan. Yfirlýsingu Björgvins var fagnað á fundinum, en þar fór Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ, einnig yfir helstu baráttumál og verkefni samtakanna, s.s. útvistun opinberrar þjónustu, afnám vöru- og stimpilgjalda og niðurfellingu tolla af landbúnaðarafurðum. Hyggst efla nýsköpun og þróun í þjónustugreinum Morgunblaðið/Frikki Þjónusta Björgvin Sigurðsson ávarpar morgunfund SVÞ, í forgrunni eru Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri og Hrund Runólfsdóttir formaður. KNÚTUR Þórhallsson hefur ver- ið kjörinn stjórnarformaður hjá Deloitte. Hjá fyrirtækinu starfar Knútur sem end- urskoðandi auk þess sem hann er einn af eigendum fyrirtækisins. Knútur er löggilt- ur endurskoðandi og viðskiptafræð- ingur frá Háskóla Íslands. Hjá Deloitte hefur hann haft umsjón og verkefnastjórnun í tengslum við endurskoðun og reikningsskil, skatta- og félagarétt auk ýmissa sér- verkefna. Knútur hefur haldið ýmsa fyrirlestra og kynningar á ráð- stefnum og fundum sem Deloitte hefur staðið fyrir, jafnt fyrir við- skiptavini og starfsmenn. Knútur er kvæntur Berglindi Víð- isdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau fjögur börn. Stjórnarfor- maður Deloitte Knútur Þórhallsson SAP, einn stærsti hugbúnaðar- framleiðandi heims, hagnaðist um 408 milljónir evra á þriðja ársfjórð- ungi, jafnvirði um 35 milljarða króna, borið saman við 370 milljónir evra á sama tímabili í fyrra. Þetta er því aukning um 10% og er mun betri afkoma en greiningaraðilar höfðu reiknað með. Tekjur SAP jukust um 9% í fjórð- ungnum og námu 2,42 milljörðum evra samanborið við 2,21 milljarð evra í fyrra, eða um 190 milljarðar króna. Þrátt fyrir þessa bættu af- komu lækkuðu hlutabréf SAP í kauphöllinni Frankfurt í upphafi við- skipta í gær. Nýverið greindi SAP frá því að það ætlaði að kaupa franska hugbún- aðarfyrirtækið Business Objects á 6,8 milljarða evra. Þá var tilkynnt í gær um samning við Wal-Mart, stærstu verslanakeðju heims, sem ætlaði að kaupa hugbúnað frá SAP í verslanir sínar. Gróði SAP jókst um 10% SENDIRÁÐ Íslands í Japan efndi nýlega til viðskiptaþings þar í landi í samvinnu við japansk-íslenska versl- unarráðið í Japan, Glitni og Fjárfest- ingastofu Japans. Frá þessu greinir í Stiklum utanríkisráðuneytisins. Meðal fyrirlesara var Isao Na- kasu, forseti Samtaka japanskra fyr- irtækja í sjávarútvegi. Sagði hann japönsk fyrirtæki í auknum mæli ætla að fara með vörur framleiddar í Asíu á erlenda markaði, ekki síst til Evrópu og N-Ameríku. Auka þyrfti samstarf við erlend fyrirtæki og þar gætu Íslendingar komið sterklega til greina. Tilgangur viðskiptaþingsins var að kynna japönskum viðskiptaaðil- um tækifæri til aukinna samskipta við íslensk fyrirtæki, einkum hvað varðar sölu og markaðssetningu sjávarafurða á alþjóðavettvangi. Ennfremur var fjallað um viðskipta- umhverfið á Íslandi og beina erlenda fjárfestingu hér á landi og í Japan, en til þessa hefur ekki verið mikið um beinar fjárfestingar að ræða á milli landanna, að því er fram kemur í Stiklum. Aukin tæki- færi í Japan Morgunblaðið/Einar Falur ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.