Morgunblaðið - 26.10.2007, Side 1

Morgunblaðið - 26.10.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 292. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is MUGIBOOGIE ÞROTLAUS VINNA Í HEILT ÁR OG ÞRIÐJA HLJÓÐVERSPLATA MUGISON ER KOMIN ÚT >> 46 Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÞAÐ er nokkur einföldun að segja að allir sem kunni að reikna séu eftirsóttir í banka, að mati Atla Atlasonar, framkvæmdastjóra starfsmannasviðs Landsbankans – þótt á hinn bóginn sé háskólamenntað fólk með hina fjölbreytilegustu menntun eftirsótt. Í bankanum er talsverður hópur fólks með raungreinamenntun. Forstjóri ISOR sagði í gær að fjármálageirinn hefði sogað til sín margt raungreinafólk og svo virtist sem all- ir sem kynnu að reikna væru eftirsóttir í banka. Bankamenn eru ekki alveg sammála Auknar kröfur um sérhæfingu „Við höfum ráðið til starfa mikið af fólki með raungreinamenntun undanfarin miss- eri enda er slík menntun mjög haldgóð og nýtist okkur vel,“ segir Atli. „Á það ber að líta að við höfum almennt ráðið mikið af há- skólamenntuðu fólki í störf og það er varla til sú háskólagrein sem ekki hefur nýst í starfsemi Landsbankans. Breytingar á bankastarfsemi undanfarin ár hafa stuðlað að þessari þróun, ekki síst verkefni á sviði fjárfestingarbankastarfsemi og útrásar- innar. Fjölbreytni í menntun starfsmanna bankans er því í takt við breyttar áherslur hans og auknar kröfur um sérhæfingu. Það er vissulega kostur að fólk kunni að reikna en vitaskuld þarf fólk að vera hæft á öðrum sviðum líka.“ Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Glitnis á Íslandi, segir að hjá bankanum sé kjarninn í háskólamenntun starfsmanna ennþá hefðbundin fjármálafræði. „Við höf- um verið að fjölga fólki með raungreina- menntun til að svara þörfum markaðarins. Fjárfestingarbankastarfsemi og áhættu- stýring er meðal þess sem krefst fjöl- breyttrar háskólamenntunar starfsfólksins. Það er ekki svo að við höfum verið að soga til okkar heilu flokkana af raungreinafólki en því hefur þó fjölgað í okkar röðum. Al- mennt hefur Glitnir leitað út fyrir fjármála- og viðskiptafræði, þegar kemur að manna- ráðningum, þótt eftir sem áður myndi fjár- málagreinar kjarnann í starfseminni. Fólk með menntun í hugvísindum hefur til dæm- is reynst okkur vel, sérstaklega í framlín- unni. Þetta er fólk með menntun í sálfræði, félagsfræði og stjórnmálafræði. Atvinnu- lífið á Íslandi er orðið flóknara en áður var og við því þurfa bankar að bregðast.“ Morgunblaðið/ÞÖK Viðskipti Fleiri sérfræðingar skipta banka máli en fjármálafræðingar. Ekki nóg að kunna að reikna Sál- og félagsfræð- ingar ráðast til banka Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is BYGGINGARHRAÐINN á Íslandi er kominn að þanmörkum eða jafn- vel upp fyrir þau. Það veldur því að gallamálum rignir inn til Húseig- endafélagsins og er jafnvel álitið að tvöföldun hafi orðið á gallamálum á undanförnum árum. „Í svona tíðarfari fáum við alltaf fyrirspurnir vegna leka og nú í seinni tíð tengist það helst nýbygg- ingum,“ segir Sigurður Helgi Guð- jónsson hjá Húseigendafélaginu. „Það er segin saga að þegar haust- rigningarnar byrja rignir hjá Hús- eigendafélaginu, nema að hingað rignir gallamálum,“ segir hann. Hann segir sína tilfinningu vera að tvöföldun hafi orðið á gallamál- um að undanförnu. „Það hefur í það minnsta orðið stórkostleg aukning; eftir því sem meira er byggt því fleiri og meiri gallar koma fram. Hraðinn er líka svo gegndarlaus að menn eru farnir að byggja nýtt hús áður en þeir eru búnir að klára ann- að. Þá verður eitthvað undan að láta.“ Aukin hætta á göllum Gylfi Gíslason, framkvæmda- stjóri JÁ verks ehf., segir að menn séu almennt sammála um að bygg- ingarhraðinn sé orðinn algjörlega óraunhæfur. „Það verður til þess að auka hættu á göllum,“ segir hann. „Það gefur augaleið að byggingar- hraðinn er kominn að þanmörkum og í raun löngu kominn upp fyrir þau. Það er alltaf verið að ganga út á ystu nöf með að steypa sé orðin nógu hörð þegar hitt eða þetta er gert.“ Þetta segir Gylfi vera vegna krafna verkkaupa sem vilji með öll- um ráðum stytta byggingartímann. Sigurður Helgi segir ennfremur að margir gallar komi ekki fram fyrr en að mörgum árum liðnum. „Hraðinn veldur því að menn vanda sig ekki eins og það sem meira er er að fjöldi galla kemur ekki fram fyrr en eftir einhver ár og við eigum eftir að súpa seyðið af því á komandi ára- tugum.“ Nú er mikið í tísku að byggja glerhýsi, stór og smá, en viðmæl- endur Morgunblaðsins eru almennt sammála um að þau hús komi vel út. „Þó á eftir að koma í ljós á komandi árum hvernig þessi hús standast ís- lenskt veðurfar,“ segir Sigurður Helgi. Gylfi segist telja að glerhýsin komi ágætlega út. „Okkar reynsla er að glerið sé með betri utanhúss- klæðningum,“ segir hann. Gallamálum rignir inn  Byggingarhraðinn á Íslandi óraunhæfur og kominn að þanmörkum  Stórkostleg aukning hefur orðið í gallamálum á undanförnum árum Morgunblaðið/RAX Suðurland er gegnsósa eftir miklar rigningar Flóð færist í aukana Bændur í uppsveitum Ár- nessýslu urðu margir að forða fé og hrossum undan vatnsflóðum í gær og þótt dregið hafi úr rigningu síðdegis má búast við að flóðið í Hvítá færist enn í aukana í dag. Hvítár og síðan Ölfusár mun því enn hækka. Flóðið er þó mun minna en flóðið í fyrravetur. Vatnavaxtanna gætti einna helst við Auðsholt þar sem þessi mynd er tekin, en bændur þar urðu m.a. að smala 400 ám á öruggara svæði. Rennsli í Hvítá í gær nam um tvöföldu með- alrennsli. Mikið hafði bæst í ána á hálendinu og að sögn Odds Sigurðssonar, jarðfræðings hjá Orkustofnun, mun það vatnsmagn ekki skila sér til niður í byggð fyrr en í dag. Vatnsborð Í NÆSTA mánuði koma um 800 fornmunir til Ís- lands sem hafa verið í geymslu í Svíþjóð í yfir 120 ár. Margrét Hallgríms- dóttir þjóðminjavöruður segir að þarna séu margir merkilegir hlutir og sumt sem ekki sé til hér á landi. „Það verður mikill feng- ur að því að fá þetta til okkar og við gerum okkur vonir um að þetta opni leið til nýrrar þekkingarsköp- unar,“ segir Margrét. Gripirnir hafa ekki verið mikið rannsakaðir og hafa ekki verið til sýnis í Svíþjóð. Opnuð verð- ur sýning á mununum í vor í Þjóðminjasafninu á þjóðhátíðardegi Svía. | Miðopna Fornmunir á heimleið Skart Meðal muna sem koma heim frá Svíþjóð er búningaskart. Leikhúsin í landinu Það er gaman í leikhúsi. >> 48 SIGURÐUR Helgi Guðjónsson segir marga verktaka í vand- ræðum vegna mannahalds. „Fyrir um það bil mánuði kom til mín þekktur verktaki og var gráti nær. Hann sagði við mig: Hvernig á ég að byggja hús þegar ég er með tuttugu menn í vinnu og það eru allt krakkar og útlendingar sem skilja ekki neitt?“ Hann segir að af þessu megi ráða í ástand- ið víðast hvar. Fleira en hraði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.