Morgunblaðið - 26.10.2007, Page 11

Morgunblaðið - 26.10.2007, Page 11
Íslenskir aðalverktakar óska Grand Hótel Reykjavík til hamingju með glæsilegan nýjan 14 hæða turn, með þakklæti fyrir samstarfið. Þann 23. september 2005 var fyrsta skóflustunga tekin og hófust framkvæmdir þegar í stað. Byggingin er rúmlega 14.000 fermetrar á fjórtán hæðum og samanstendur af kjallara, 12 heilum hæðum, inndreginni hæð og hæð sem skilur húsin í tvær einingar. Byggingin er háreist og tignarleg og hýsir turninn 209 rúmgóð herbergi auk þess sem gerður var nýr aðalinngangur með gestamóttöku sem tengist yfirbyggðum innigarði og þjónusturými í kjallara og á fyrstu hæð. Eldri hluti hótelsins er rúmlega 8.000 fermetrar og með viðbyggingunni er heildarflatarmál byggingarinnar því orðið rúmlega 22.000 fermetrar og herbergin 314 talsins. Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200 www.iav.is H V ÍT A H Ú SI Ð /S ÍA Til hamingju! H V ÍT A H Ú SI Ð /S ÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.