Morgunblaðið - 10.11.2007, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Girnileg nýjung með 2 í pakka.
Fæst í næstu verslun.
Meistara- flokkssúpur
Masterklass
Nýjung
NORÐURSIGLING, sem er hvalaskoðunarfyrirtæki á
Húsavík, fékk í gær Nýsköpunarverðlaun SAF – Sam-
taka ferðaþjónustunnar. Kristján Möller samgöngu-
ráðherra afhenti Herði Sigurbjarnarsyni, fram-
kvæmdastjóra Norðursiglingar, verðlaunin við
hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica.
Í rökstuðningi dómnefndar segir að þrennt hafi eink-
um orðið til þess að Norðursigling fékk verðlaunin.
Fyrirtækið hafi frá upphafi staðið fyrir samfelldri ný-
sköpun og vöruþróun í þeirri viðleitni að gera hvala-
skoðun að eftirsóknarverðri afþreyingu. Einnig skipti
máli virðing fyrirtækisins fyrir sögu strandmenningar
og hvernig því hafi tekist að skapa Húsavík þá ímynd
að ferðamönnum sé nauðsyn að heimsækja hana.
Morgunblaðið/Frikki
Norðursigling verðlaunuð
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
PÁLL Magnússon, stjórnarformaður Landsvirkj-
unar, segir að einhugur hafi ríkt innan stjórnar-
innar um þá ákvörðun að hefja viðræður um raf-
orkusölu við fyrirtæki sem hyggjast byggja upp
netþjónabú á Íslandi og fyrirtæki á sviði kísil-
hreinsunar fyrir sólarrafala, fremur en ganga til
samningaviðræðna við fyrirtæki sem hyggja á
byggingu nýrra álvera á Suður- eða Vesturlandi.
Hann vill ekki kannast við að ímyndarsjónarmið
hafi legið til grundvallar, þ.e. að menn vilji bæta
ímynd Landsvirkjunar og þannig mögulega auka
líkur á því að leyfi fáist fyrir virkjun Þjórsár.
„Fyrir þessari ákvörðun liggja viðskiptalegar
forsendur. Það þjónar einfaldlega hagsmunum
fyrirtækisins að leita eftir sem bestu verði við raf-
orkusöluna og síðan höfum við viljað auka fjöl-
breytni viðskiptavina og þar með dreifa áhætt-
unni, þannig að við séum ekki bara háð einni
atvinnugrein í þessum hópi stórnotenda.“
Páll bætir því við að hitt sé annað mál að þetta sé
í fyrsta sinn sem Landsvirkjun hafi úr fjölda
áhugasamra kaupenda að velja. Ljóst sé að eft-
irspurnin eftir orku sé langt umfram framboð.
Hann vill ekki tjá sig um hverjir mögulegir kaup-
endur orkunnar eru en segir að viðræður hafi farið
fram við þrettán aðila um fimmtán verkefni og nið-
urstaðan sem nú liggi fyrir hafi verið tekin á
grundvelli þeirra viðræðna.
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrsti
þingmaður Suðurkjördæmis, segist ekki efast um
að ákvörðun Landsvirkjunar sé skynsamleg. „Ég
sé ekki að þetta eigi að breyta nokkru um mögu-
leika Suðurkjördæmis til uppbyggingar á orku-
frekri starfsemi. Mér sýnist ennþá að það séu
verkefni í Þorlákshöfn sem eru ofarlega á lista hjá
þeim og hvað Helguvíkurframkvæmdina varðar
þá er þar um að ræða orku frá öðrum aðilum [Hita-
veitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur].“
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, tek-
ur í sama streng, þetta hafi ekki áhrif á áform um
nýtt álver í Helguvík og ánægjulegt sé að Lands-
virkjun ætli að hjálpa til við uppbyggingu annarra
áhugaverðra verkefna á svæðinu. | Miðopna
Rætt við þrettán aðila
Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis og bæjarstjóri Reykjanesbæjar telja ekki að
ákvörðun Landsvirkjunar komi til með að hafa neikvæð áhrif á atvinnumál á svæðinu
Árni
Sigfússon
Árni M.
Mathiesen
Í HNOTSKURN
»Í stjórn Landsvirkjunar sitja Ágúst Ein-arsson rektor, Jóna Jónsdóttir við-
skiptafræðingur, Páll Magnússon, bæj-
arritari í Kópavogi, Valdimar Hafsteinsson
framkvæmdastjóri og Valur Valsson, fyrr-
verandi bankastjóri.
»Landsvirkjun er ekki aðili að samn-ingum um orkusölu til Norðuráls vegna
fyrsta áfanga nýs álvers í Helguvík.
Páll
Magnússon
TILLAGA borg-
arstjóra um að
kanna möguleika
á þráðlausu há-
hraðaneti í
Reykjavík hefur
verið samþykkt í
borgarráði.
Í byrjun verð-
ur horft til mið-
borgarinnar, há-
skólasvæðisins
og svæðisins í kringum Vatnsmýri,
auk viðskiptahverfisins við Borg-
artún. Borgin vill á þennan hátt
kanna möguleika á bættri þjónustu
við borgarbúa á þessu sviði.
Tæknilegar útfærslur verða
skoðaðar auk hugsanlegrar sam-
þættingar við ljósleiðaranet Orku-
veitu Reykjavíkur eða annarra að-
ila, til að greiða fyrir
gagnaflutningum í borginni. Kanna
á áhuga háskóla, ríkis og fyr-
irtækja um samstarfsvilja við verk-
efnið.
Niðurstöðum athugunarinnar
skal skila til borgarráðs fyrir 15.
desember næstkomandi.
Þráðlaust
háhraðanet í
Reykjavík
Möguleikar á neti í
miðborg kannaðir
Dagur B.
Eggertsson
ALLMÖRG mál hafa komið á borð
lögreglunnar undanfarið sem
vekja upp ýmsar spurningar um
hátterni fólks, að því er fram kem-
ur á lögregluvefnum. Þar eru rak-
in nokkur dæmi um framkomu
ökumanna.
Bíll var kyrrstæður á miðri götu
í Vogahverfinu. Ökumaður á öðr-
um bíl kom þar að og flautaði á
þann kyrrstæða. Ökumaður hans,
sem var að tala í síma, vatt sér þá
út og skyrpti á þann sem flautaði.
Á Vesturlandsvegi var ökumað-
ur sem flautaði á annan, eltur uppi
og hótað öllu illu.
Á gatnamótum Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar kom til
handalögmála þegar tveir öku-
menn biðu eftir grænu ljósi. Annar
þeirra hafði reykspólað heldur
hressilega að mati hins. Þegar sá
síðarnefndi vildi koma athugasemd
á framfæri fór allt í bál og brand.
Í Grafarholti ofbauð manni ofsa-
akstur í tiltekinni götu. Hann setti
kúst fyrir framan bíl glannans sem
reiddist því mjög og sló til þess
sem ætlaði að spyrna við frekari
háskaakstri.
Ótrúlegt
hátterni
NÝTT fæðing-
armet var slegið
á fæðingardeild
Sjúkrahússins á
Akranesi aðfara-
nótt 9. nóvember
sl. þegar lítill
drengur kom í
heiminn. Fæð-
ingar voru flest-
ar 238 talsins árið 2006 en eru nú
þegar komnar í 239.
Mikið annríki hefur verið á deild-
inni nánast allt árið og er flest sem
bendir til þess að svo verði áfram,
þar sem a.m.k. 30 konur eru skráð-
ar til áramóta. Konur koma af öllu
Vesturlandi og í auknum mæli af
höfuðborgarsvæðinu. Ein af ástæð-
um þess er sú að sjúkrahúsið getur
boðið upp á lengri sængurlegu en í
Reykjavík og margar konur vilja
gjarnan nýta sér það, ekki síst
frumbyrjurnar, segir í frétt frá
sjúkrahúsinu.
Nýtt met í
fæðingum
LÖGREGLUSTJÓRARNIR á Hvols-
velli og Eskifirði hittust í Freysnesi
í fyrradag og undirrituðu sam-
starfssamning, að því er fram kem-
ur á lögregluvefnum.
Markmið samningsins er að efla
og samhæfa almenna löggæslu og
auka hreyfanleika lögregluliðanna
á Eskifirði og Hvolsvelli.
Lögregluliðið í Vestur-Skafta-
fellssýslu sameinaðist lögreglunni á
Hvolsvelli um síðustu áramót. Lög-
reglan í Austur-Skaftafellssýslu
heyrir undir lögreglustjórann á
Eskifirði. Umdæmi þessara tveggja
lögregluembætta mætast því á
Skeiðarársandi.
Samstarf lög-
regluembætta
VIÐ lokun í gær höfðu Skipulags-
stofnun borist 615 tölvupóstar og
a.m.k. 25 bréf í hefðbundnum pósti
með athugasemdum við Bitruvirkj-
un sem OR hyggst reisa á Hellis-
heiði. Skilafrestur athugasemda
var til miðnættis í gær þannig að
tölvupóstur sendur fyrir þann tíma
sem og sendibréf sem póstlögð og
dagsett voru í gær verða tekin gild.
Endanlegar tölur um fjölda at-
hugasemda ættu því að liggja fyrir
á mánudag en ljóst er þegar að
fjöldi athugasemda hefur slegið öll
fyrri met.
640 athuga-
semdir borist
„ÉG TEL að það megi ekki bíða
lengur að allir eigendur Orkuveit-
unnar komi saman og ræði stöðuna,“
segir Bryndís Hlöðversdóttir,
stjórnarformaður Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) en stjórn OR
ákvað á fundi sínum í gær að boða til
eigendafundar föstudaginn 16. nóv-
ember nk. þar sem málefni Reykja-
vík Energy Invest (REI) verða til
umræðu. Eigendur OR eru sem
kunnugt eru Reykjavíkurborg,
Akraneskaupstaður og Borgar-
byggð.
Gunnar Sigurðsson, fulltrúi Akra-
neskaupstaðar í stjórn OR, lét í til-
efni umræðu um útrásarmál bóka að
hann væri sammála Degi B. Egg-
ertssyni borgarstjóra um það að
stefnan ætti að vera sú að Orkuveit-
an yrði áfram í útrásinni og að alls
ekki væri útilokað af hálfu aðaleig-
anda fyrirtækisins að af frekara
samstarfi kynni að verða við Geysir
Green Energy, líkt og nýleg ákvörð-
un um áframhaldandi verkefni á Fil-
ippseyjum sýndi, en þar vinna fyr-
irtækin saman sem og innan Enex.
Í samtali við Morgunblaðið sagð-
ist Kjartan Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks og stjórn-
armaður í OR, fagna því að
eigendafundur væri framundan,
enda væri gott að geta rætt málin og
farið yfir næstu skref.
Hafliði Helgason, talsmaður REI,
segist vonast til þess að fljótlega
komi niðurstaða í málinu og skýr
skilaboð, enda væri ekkert verra en
að vera í óvissu án þess að markvisst
skref væri tekið í aðra hvora áttina.
Þess má að lokum geta að boðað hef-
ur verið til hluthafafundar í REI
laugardaginn 17. nóvember.
Eigendafundur
OR boðaður
Allir vilja sjá niðurstöðu sem fyrst