Morgunblaðið - 10.11.2007, Síða 8
SIÐANEFND Blaðamannafélags
Íslands hefur komist að þeirri nið-
urstöðu, að Trausti Hafsteinsson,
blaðamaður DV, hafi brotið með al-
varlegum hætti gegn siðareglum BÍ
með umfjöllun í ágúst sl. um for-
stöðumann meðferðarheimilis fyrir
unglinga.
Siðanefndin segir m.a. í niður-
stöðu sinni að umfjöllun DV þann
24. ágúst sl. hafi verið óvönduð og
víða pottur brotinn. Blaðið dragi
nokkuð í land með athugasemdum
sínum hinn 27. ágúst en þær dugi
hvergi nærri til þess að rétta hlut
kæranda. Auðveldlega hefði mátt
afla nákvæmari og réttari upplýs-
inga um þau mál sem fjallað var.
Alvarleg brot
blaðamanns DV
8 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SIÐANEFND Blaðamannafélags
Íslands hefur komist að þeirri nið-
urstöðu að Ríkisútvarpið hafi ekki
brotið gegn siðareglum félagsins í
umfjöllun um mótmæli Saving Ice-
land hér á landi í sumar. Samtökin
kærðu bæði fréttaflutning í kvöld-
fréttum og umræður í Kastljósi
Sjónvarpsins. Í kvöldfréttum kom
m.a. fram að félagar í Saving Ice-
land fengju greiðslur ef þeir væru
handteknir af lögreglu vegna mót-
mæla en því hafa samtökin vísað á
bug. Í niðurstöðu sinni segist siða-
nefnd BÍ ekki fjalla um umræður í
Kastljósi þar sem skoðanir ein-
staklinga komi fram. Hvað frétta-
flutninginn varðar er það mat siða-
nefndar að sjónarmið samtakanna
hafi komið nægilega vel fram í um-
fjöllun fréttastofunnar.
Morgunblaðið/Frikki
Mótmæli Frá mótmælum Saving
Iceland á Austurvelli.
Ekki brotlegt
BRESKA sendiráðið heldur minn-
ingarathöfn um þá hermenn, er
létu lífið í heimsstyrjöldunum
tveimur, í hermannagrafreitnum í
Fossvogskirkjugarði, sunnudaginn
11. nóvember klukkan 10.45.
Athöfnina leiðir sendiherra Bret-
lands á Íslandi, Alp Mehmet.
Fulltrúar annarra þjóða taka
einnig þátt í athöfninni. Séra Arn-
grímur Jónsson stjórnar minning-
arathöfninni og eru allir velkomnir,
Minningarathöfn
BJÖRN Bjarna-
son dómsmála-
ráðherra sat ráð-
herrafund
Schengen-
ríkjanna í Bruss-
el 8. nóvember sl.
Hann ræddi m.a.
við Franco Fratt-
ini, varaforseta
framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins og
framkvæmdastjóra innanríkis- og
dómsmála hjá framkvæmdastjórn-
inni.
Í byrjun næsta árs stefna ráð-
herrann og framkvæmdastjórinn
að því að hittast til að ræða um
stöðu Íslands í Evrópusamstarfinu
hvað varðar lög- og réttargæslu í
ljósi hins nýja stofnsamnings ESB,
sem kenndur er við Lissabon. Þá
verður einnig rætt um aðild Íslands
að framkvæmd tillagna um nýjar
aðgerðir í baráttunni gegn hryðju-
verkjum, sem Frattini kynnti á
fundinum, auk þess aðild Íslands að
samstarfi evrópskra lögregluliða.
Ræða
lögreglumál
Björn Bjarnason
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks í
borgarstjórn Reykjavíkur sóttu hart
að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra
síðastliðinn þriðjudag. Fremst í
flokki fór Hanna Birna Kristjáns-
dóttir sem þráspurði borgarstjóra
hvenær málefnasamningur meiri-
hlutans yrði kynntur. Dagur svaraði
því til að honum þætti það ekki lyk-
ilatriði að gerður yrði slíkur samn-
ingur.
„Að meirihluti sem er búinn að
vera hér við völd í dálítinn tíma skuli
ekki hafa gefið sér eina helgi eða
nokkrar kvöldstundir í það að fara yf-
ir þessi mál og semja einhvern mál-
efnasamning er náttúrlega óviðun-
andi og forkastanlegt,“ sagði Hanna
Birna eftir að fulltrúar meirihlutans
höfðu komið upp í pontu til að skýra
frá sýn sinni á hvern málaflokk.
Hanna Birna sagðist enga pólitík
hafa merkt af ræðum fulltrúanna,
skautað hefði verið framhjá stóru
málunum og pólitísku spurningun-
um.
Segir borgarstjóra
kunna alla frasana
Dagur B. sagði Hönnu Birnu gera
furðulítið úr kynningu fulltrúanna
sem hefði verið út frá haldbestu
gögnum sem beitt er við stjórn borg-
arinnar, þ.e. starfs- og fjárhagsáætl-
un. „Pólitík hins nýja meirihluta er
pólitík hins daglega lífs. Það er póli-
tíkin sem gengur út á það að manna
leikskólana, standa með leikskóla-
kennurum í þeirra störfum, umönn-
unarstéttunum, það er pólitíkin sem
vill framúrskarandi skóla. Það er
pólitíkin sem mun hrinda í verk bú-
setuúrræðum fyrir aldraða, fá öfluga
þjónustu inn á heimilið þannig að fólk
þurfi ekki að búa við öryggisleysi.
Þetta er pólitík hins daglega lífs.
Þetta er líka pólitík hinnar blómlegu
borgar,“ sagði Dagur en uppskar litla
aðdáun Hönnu Birnu fyrir. Hún
sagði borgarstjóra hafa farið með alla
þá frasa sem oft hefðu heyrst áður.
Hanna Birna spurði því aftur út í
málefnasamninginn, nú í ljósi þess að
allt lægi svo klárt og skýrt fyrir hjá
borgarstjóra. Dagur sagði þá að
meirihlutinn vildi vera dæmdur af
verkum sínum og fyrst og fremst yrði
talað í gegnum verkin.
„Það vekur að sjálfsögðu furðu
vegna þess að öll fórum við hingað
inn í þennan sal, múruð og með í okk-
ar huga ákveðna sýn og ákveðna póli-
tíska stefnumótun og öll hljótum við
að þurfa að setja það niður á blað og
segja kjósendum nákvæmlega hvað
við ætlum að gera,“ sagði Hanna
Birna og spurði enn og aftur: „Stend-
ur ekki til að byggja þetta samstarf á
neinum málefnasamningi?“
Dagur B. sagði þetta býsna þunnt
roð að hanga á fyrir minnihlutann og
það sem aðallega skipti máli væri að
meirihlutinn ynni að sínum hugsjón-
um og kæmi því að sem sagt var í
kosningabaráttunni. „Ég hef sagt
það alveg skýrt hér að mér finnst það
ekkert lykilatriði að við gerum svo-
kallaðan málefnasamning og kynnum
hann sérstaklega.“
Minnihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn gagnrýnir að
ekki sé enn kominn fram málefnasamningur meirihlutans
Pólitík meirihlutans er
„pólitík hins daglega lífs“
Dagur B.
Eggertsson
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Ráðhús Nýr meirihluti í borgarstjórn vill verða dæmdur af verkum sínum.
LEIKSKÓLARÁÐ og menntaráð
Reykjavíkur hafa samþykkt að
setja á laggirnar opinn umræðu-
og samráðsvettvang, svokallaða
Brú, til að fjalla um faglegt starf
á fyrstu skólastigunum. Þar mun
öllum sem láta sig skólamál
varða gefast tækifæri til að setja
fram hugmyndir, kynna verkefni
og ræða samstarf skóla og skóla-
stiga.
Í fréttatilkynningu segir að
leiðarljós í starfsemi Brúar sé að
nemandinn sé ávallt í brenni-
depli, að leik- og grunnskóli vinni
saman og að skólagangan sé sam-
felld og ánægjuleg. Markmið er
að skapa frjóan umræðuvettvang
fyrir stjórnmálamenn og skóla-
fólk sem tekur mið af báðum
skólastigum. Þannig verður í
Brúnni hægt að miðla þekkingu,
máta hugmyndir og undirbyggja
ákvarðanir beggja fagráða borg-
arinnar sem fara með mennta-
mál.
Aðgengilegar fyrir alla
Brú verður því eins konar þanka-
banki þar sem hugmyndir fæðast
og mótast áður en þeim er fylgt
eftir í fagráðunum. Fundargerðir
þessa samráðsvettvangs verða
lagðar fram í ráðunum og gerðar
aðgengilegar fyrir alla borg-
arbúa.
Fyrsti fundur Brúar verður 28.
þessa mánaðar, en gert er ráð
fyrir einum samráðsfundi í mán-
uði.
Brú – vett-
vangur um
skólastarf
Í forystu Sigrún Elsa Smáradóttir
og Oddný Sturludóttir.