Morgunblaðið - 10.11.2007, Page 16

Morgunblaðið - 10.11.2007, Page 16
16 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT RÍKISSTJÓRNIN í Finnlandi hyggst herða lög um byssueign eft- ir að átján ára nemi, Pekka-Eric Auvinen, varð átta manns að bana í skotárás í skóla í bænum Tuusula á miðvikudaginn var. Stjórnin hyggst beita sér fyrir því að ungmennum undir átján ára aldri verði bannað að kaupa byssur en leyft að nota þær undir eftirliti fullorðinna. Samkvæmt núgildandi lögum geta fimmtán ára unglingar keypt byssur í Finnlandi ef foreldrar þeirra leyfa það. Skotfimi og skot- veiðar njóta mikilla vinsælda í land- inu og finnsk stjórnvöld hafa hing- að til verið treg til að taka upp sömu reglur um byssueign og gilda í öðrum aðild- arlöndum Evr- ópusambandsins, að því er fram kom á fréttavef BBC. Finnland er í þriðja sæti á eftir Bandaríkjunum og Jemen á lista yfir lönd þar sem byssueign er hlutfallslega mest, samkvæmt alþjóðlegri skýrslu. Um 56 af hverjum 100 Finnum eiga byssur. Skotárásir eru þó tiltölulega sjaldgæfar í Finnlandi og byssur eru notaðar í 14% morða sem fram- in eru í landinu. Finnska ríkisstjórnin hyggst herða lög um byssueign Auvinen 59 BÖRN og fimm kennarar þeirra biðu bana í sjálfsvígsárásinni í Afg- anistan á þriðjudaginn var, að sögn afganska menntamálaráðuneytisins í gær. Alls létu 75 manns lífið í árás- inni, þeirra á meðal sex þingmenn og fimm lífverðir þeirra. Nær hundrað börn særðust. Börn- in höfðu safnast saman til að fagna þingmönnunum sem voru í skoð- unarferð um sykurverksmiðju. Afganskir talibanar neituðu því að þeir hefðu staðið fyrir tilræðinu en sögðust ætla að herða árásir sín- ar í norðurhluta landsins þar sem norskur hermaður beið bana í sprengju- tilræði uppreisnarmanna í fyrradag. Sorg Frá útför eins fórnarlamba sprengjutilræðisins í Afganistan. AP Nær 60 börn létu lífið í sprengjutilræði í Afganistan AUNG San Suu Kyi, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Búrma, átti fund með fjórum flokksbræðrum sínum í gær og er þetta í fyrsta skipti í þrjú ár sem herforingjastjórnin heimilar að hún ræði við flokksfélaga sína. Suu Kyi er mjög bjartsýn á gang viðræðna Sameinuðu þjóðanna og herforingjastjórnarinnar í Búrma, að sögn talsmanns flokks hennar. Herforingjastjórnin heimilaði fundinn degi eftir að sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Ibrahim Gambari, lauk sex daga heimsókn til Búrma. Hann vinnur að því að koma á viðræðum milli herforingja- stjórnarinnar og Suu Kyi. Leyft að ræða við flokksfélaga Reuters Heilsast Suu Kyi og Ibrahim Gambari. BERNARD Kerik, fyrrverandi lögreglustjóri í New York, var í gær form- lega ákærður fyrir spillingu, undanskot á skatti og rangan framburð. Ker- ik lýsti sig saklausan af öllum ákærum er hann kom fyrir dómara. Grannt er fylgst með máli Keriks því talið er hugsanlegt að það geti skaðað for- setaframboð Rudys Giuliani en það var Giuliani sem skipaði Kerik lög- reglustjóra er hann var borgarstjóri í New York. Það var einnig Giuliani sem hvatti George W. Bush Bandaríkjaforseta til að útnefna Kerik ráð- herra heimavarnarmála árið 2004 en Kerik varð fljótlega að draga sig í hlé þegar upp komst að hann hafði gerst brotlegur við skattalög. Kerik lýsir sig saklausan Íslamabad. AP, AFP. | Lögreglan í Pakistan setti Benazir Bhutto, fyrr- verandi forsætisráðherra landsins, í stofufangelsi og kom upp gaddavírs- girðingu í kringum hús hennar í Ísl- amabad í gær til að koma í veg fyrir að hún gæti tekið þátt í mótmælum gegn neyðarlögum sem Pervez Mus- harraf forseti setti. Fregnir hermdu að lögreglan hefði handtekið þús- undir stuðningsmanna Bhutto og annarra stjórnarandstæðinga til að hindra fjöldamótmæli. Bhutto reyndi tvisvar sinnum að komast framhjá tugum lögreglu- manna sem umkringdu hús hennar. „Leggið ekki hendur á konu. Þið er- uð múslímar. Þetta samræmist ekki íslam,“ sagði Bhutto en lög- reglumennirnir svöruðu með því að leggja brynvörðum bíl fyrir framan bifreið hennar. Bhutto hafði ætlað að efna til mótmæla í nálægri borg, Rawalpindi, þrátt fyrir bann Mus- harrafs við fjöldasamkomum. Um 6.000 lögreglumenn voru á götum Rawalpindi til að koma í veg fyrir mótmælin og beittu táragasi og kylf- um til að flæma burt hundruð stuðn- ingsmanna Bhutto. Seint í gærkvöldi tilkynnti innan- ríkisráðherra Pakistans, Kamal Shah, hins vegar að Bhutto væri frjáls ferða sinna á ný. Fjórir féllu í tilræði Spennan í landinu magnaðist enn í gær þegar sjálfsvígsárás var gerð við hús ráðherra í borginni Peshaw- ar í norðvestanverðu landinu. Að minnsta kosti fjórir lágu í valnum. Talið er að íslamskir öfgamenn hafi staðið fyrir sprengjutilræðinu og öðru hryðjuverki sem kostaði 145 manns lífið og beindist að Benazir Bhutto þegar hún sneri heim úr átta ára útlegð í síðasta mánuði. Musharraf skírskotaði til hætt- unnar sem Pakistan stafaði af ísl- ömskum öfgamönnum þegar hann réttlætti þá ákvörðun sína að setja neyðarlög á laugardaginn var. Flest- ir þeirra sem hafa verið handteknir frá því að neyðarlögin voru sett eru þó úr röðum hófsamra stjórnarand- stæðinga og lýðræðissinna – lög- fræðinga og félaga í flokkum á borð við flokk Bhutto. Fjöldahandtök- urnar hafa því kynt undir gagnrýni á neyðarlögin og ásökunum um að for- setinn hafi sett þau í þeim tilgangi einum að reyna að halda völdunum. Harkalegar aðgerðir yfirvalda til að koma í veg fyrir mótmæli sýna að Musharraf hyggst hvergi hvika í baráttunni við pólitíska andstæðinga sína þótt hann hafi lýst því yfir dag- inn áður að þingkosningar ættu að fara fram fyrir 15. febrúar. Flokkur Bhutto sagði að 5.000 stuðningsmenn hans hefðu verið handteknir síðustu þrjá daga. Reuters Stöðvuð Benazir Bhutto ávarpar stuðningsmenn sína við gaddavír sem lögreglan setti upp við hús hennar í Ísl- amabad til að koma í veg fyrir að hún gæti tekið þátt í mótmælum sem hún hafði boðað í borginni Rawalpindi. Bhutto í stofufangelsi Pakistanska lögreglan sögð hafa handtekið þúsundir manna til að koma í veg fyrir fjölmenn götumótmæli Tbilisi. AFP, AP. | Stjórnmálaskýrend- ur telja að sú ákvörðun Mikhails Saakashvilis, forseta Georgíu, að flýta forsetakosningum auðveldi honum að verjast ásökunum um mannréttindabrot. Þeir segja að hann sé mjög líklegur til að ná end- urkjöri. Ákvörðunin kom mörgum á óvart og þótti í samræmi við upplag forset- ans, en hann hefur getið sér orð fyrir að taka oft áhættu og koma andstæð- ingum sínum í opna skjöldu. Áður en Saakashvili tilkynnti að kosningunum yrði flýtt setti hann neyðarlög til að kveða niður götu- mótmæli stjórnarandstæðinga sem saka hann um spillingu, einræðistil- burði og mannréttindabrot. Stjórn- málaskýrendur sögðu að harkalegar aðgerðir yfirvalda til að brjóta mót- mælin á bak aftur flekkuðu ímynd hans sem lýðræðissinna. Saakashvili tilkynnti síðan í sjón- varpsávarpi í fyrradag að forseta- kosningar, sem áttu að fara fram næsta haust, yrðu haldnar 5. janúar. Þar með varð hann við einni af kröf- um stjórnarandstöðunnar sem krafðist einnig þess að þingkosning- um yrði flýtt. Forsetinn boðaði þjóð- aratkvæðagreiðslu 5. janúar um hvort flýta bæri þingkosningunum og sagði að neyðarlögin yrðu afnum- in bráðlega. Sneri stöðunni sér í vil Stjórnarandstaðan í Georgíu, sem hafði skipulagt sex daga fjöldamót- mæli til að krefjast þess að Saakas- hvili léti af embætti, lýsti yfir sigri og spáði því að Saakashvili myndi bíða ósigur í kosningunum í janúar. Stjórnmálaskýrendur sögðu á hinn bóginn að með því að flýta kosn- ingunum hefði Saakashvili slegið vopnin úr höndum stjórnarandstöð- unnar og snúið vörn í sókn. Líklegt væri að kjósendur myndu líta á hann sem sanngjarnan stjórnmálamann eftir rimmuna við stjórnarandstöð- una. „Þetta var mjög snjall leikur. Hann sneri stöðunni sér í vil,“ sagði stjórnmálaskýrandinn Alexander Rondeli, sem var um tíma ráðgjafi Eduards Shevardnadze, fyrrverandi forseta Georgíu. „Ég tel að hann hafi sýnt að hann hræðist ekki andstæð- inga sína og sé viss um að ná endur- kjöri.“ Stjórnmálaskýrendurnir telja að stjórnarandstaðan hafi ekki burði til að veita Saakashvili mikla keppni í kosningunum. Sló vopnin úr hönd- um andstæðinganna Saakashvili tefldi á tvær hættur en er talinn mjög líklegur til að ná endurkjöri eftir að hafa flýtt kosningum í Georgíu AP Sigurstranglegur Mikhail Saakas- hvili, forseti Georgíu. Í HNOTSKURN » Saakashvili forseti sakaðiRússa um að hafa staðið fyrir mótmælunum í Georgíu og vék þremur rússneskum stjórnarer- indrekum úr landi. » Rússnesk stjórnvöld neituðuþessari ásökun og svöruðu í sömu mynt. » Stjórn Bandaríkjanna fagn-aði þeirri ákvörðun Saakas- hvilis að flýta kosningunum en hvatti hann til að aflétta neyð- arlögunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.