Morgunblaðið - 10.11.2007, Side 18

Morgunblaðið - 10.11.2007, Side 18
18 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING BARNA- og unglingageðdeild Landspítalans hefur eignast óvænt- an stuðningsaðila. Íslandsvinkonan, óperusöngkonan heimskunna, Dame Kiri Te Kanawa, syngur á styrktar- tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands og BUGL með Garðari Thór Cortes föstudaginn 7. desember. Tónleikarnir bera yfirskriftina: Lífið kallar! en fjárfestingafélagið FL Group stendur að tónleikunum með Sinfóníuhljómsveitinni. Kiri Te Kanawa er einhver dáð- asta söngkona heims og hefur sung- ið við öll helstu óperuhús veraldar. Hún hefur sungið inn á fjölmargar hljómplötur hjá EMI-útgáfunni, hún söng við brúðkaup Díönu prinsessu og Karls bretaprins og hefur verið öðluð af bresku krúnunni. Hún hefur verið gestur á öllum helstu tónlistar- hátíðum heims. Óspör á tíma sinn Dame Kiri er Íslendingum að góðu kunn. Hún hefur verið tíður gestur á Íslandi síðustu ár. Hún kom fyrst til landsins 2002 til tónleika- halds en síðan hefur hún komið margsinnis til veiða og afþreyingar. Hún verið rausnarleg og meðal ann- ars tekið söngvara frá Söngskól- anum í Reykjavík á einkanámskeið án þess að þiggja krónu fyrir. Garðar Thór Cortes er tvímæla- laust ein bjartasta von Íslendinga á tónlistarsviðinu. Hann gaf út hljóm- plötu sína, Cortes, í Bretlandi í vor, og fór hún beint í fyrsta sæti Klass- íska sölulistans. Eftir tónleikana 7. desember heldur Garðar til Bret- lands og syngur við sjósetningu skipsins Queen Victoria að við- staddri bresku konungsfjölskyld- unni. Þetta er í annað skipti sem Garðar og Kiri Te Kanawa syngja saman en þau sungu saman í haust á fjáröfl- unartónleikum á Jersey, eyju milli Frakklands og Englands. Miðasala hefst á mánudag. Dame Kiri kemur á ný Syngur með Garðari Thór á styrktar- tónleikum BUGL Góð Dame Kiri te Kanawa. ANNAÐ kvöld, þann 11. nóv- ember kl. 20 mun kammerkór- inn Schola cantorum flytja kirkjuleg kórverk í Hallgríms- kirkju. Tónleikarnir bera yf- irskriftina A cappella – frá end- urreisn til samtíma . Flutt verður evrópsk kórtónlist, en kórinn flutti þessa efnisskrá nýverið í Þýskalandi. Þangað var honum boðið til þátttöku í alþjóðlegu a cappella hátíðinni í Ruhr. Kammerkórinn Schola cantorum var stofnaður 1996 af stjórnanda kórsins, Herði Ás- kelssyni og hefur hann verið tilnefndur til Tónlist- arverðlauna Norðurlandaráðs 2007. Tónlist Perlur evrópskrar kórtónlistar Hörður Áskelsson Í ÞRIÐJA sinn á skömmum tíma hefur útgáfufélagið Bjart- ur undiritað útgáfusamning fyrir hönd Jóns Kalmans Stef- ánssonar. Að þessu sinni er það sænska spútnikútgáfan Svante Weyler forlagið sem kaupir út- gáfurétt á nýrri bók Jón Kal- man, Himnaríki og helvíti sem hefur hlotið góða dóma. Auk þess hyggst forlagið gefa út tvær aðrar bækur eftir hann, Sumarljós og svo kemur nóttin, sem hlaut Ís- lensku bókmenntaverðlaunin 2005 og Ýmislegt um risafurur og tímann, sem var tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlanda. Bókmenntir Bækur Jóns Kalmans í Svíþjóð Jón Kalman Stefánsson GUNNAR Kvaran sellóleikari og Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari munu í dag halda tónleika í Hömrum og hefjast þeir kl.15. Gunnar leikur eina af sellósvítum Bachs og Anna Áslaug leikur Ítalskan konsert. En saman munu þau leika til- brigði Beethovens um stef úr Töfraflautunni og sónötu í e- moll eftir Brahms. Tónleikarn- ir eru 2. áskriftartónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar og áskriftarkort gilda. Einnig verða seldir miðar við innganginn á kr. 1.500, lífeyrisþegar greiða kr. 1.000, en skólanem- endur 20 ára og yngri fá ókeypis aðgang Tónlist Sellósvítur og konsertar á Ísafirði Hamrar. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is BJÖRGÓLFUR Guðmundsson og RÚV munu í sameiningu leggja 200 til 300 milljónir í framleiðslu á ís- lensku leiknu dagskrárefni á næstu þremur árum, samkvæmt samningi sem undirritaður var í gær. Vinna er þegar hafin við gerð tveggja þátta- raða sem byggjast íslenskum saka- málasögum. Efnið verður framleitt af einkafyrirtækjum, en verkefnaval verður í höndum dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins. Björgólfur sagði við undirritunina að sjónvarpið væri mesti áhrifavald- urinn í menningarlífi þjóðarinnar og bætti við: „Ég er bæði að hugsa um menninguna í sjónvarpinu og að tryggja og efla þá atvinnu sem er í kringum það.“ „Þetta er kannski sú listgrein sem hefur orðið hvað mest útundan,“ sagði Páll Magnússon. Hann benti á að hver mínúta af leiknu íslensku efni væri mjög kostnaðarsöm, en með samningnum væri sú upphæð tvöfölduð sem varið yrði til þess á tímabilinu. Mannaveiðar og Svartir englar Alls er ráðgert að fjórar til sex þáttaraðir verði framleiddar á þeim þremur árum sem samningurinn tekur til og leggja báðir aðilar til jafn mikið fé. „Stefnan er sú að sjón- varpsáhorfendur sjái eina til tvær þáttaraðir á hverjum vetri.“ segir Þórhallur Gunnarsson dagskrár- stjóri RÚV. Tvö verkefni sem njóta góðs af samstarfinu eru þegar komin í vinnslu. Sakamálaþættirnir Manna- veiðar í leikstjórn Björns Brynjúlfs Björnssonar verða teknir til sýninga eftir áramótin, en handrit þeirra er gert eftir bókinni Aftureldingu eftir Viktor Arnar Ingólfsson. Hin þátta- röðin sækir efnið líka í glæpasögurn- ar, en þar verða Svartir englar eftir Ævar Örn Jósepsson færðir á skjá- inn í leikstjórn Óskars Jónassonar. Þó að tökur hefjist ekki fyrr en eftir ármót, er þegar búið að ganga frá sölu þeirra til sænska ríkissjónvarps- ins. „Þetta eru fyrstu leiðirnar til þess að tryggja okkur peninga,“ segir Þórhallur. „En við verðum að hafa aðgang að peningum til þess að ýta verkefnum úr vör, áður en við getum farið að sannfæra aðra um gæði þeirra.“ Hann segir sölu þáttanna til Svíþjóðar ekki skila miklum tekjum í sjálfu sér, en hún veiti aðgang að norrænum sjóðum og öðrum mögu- leikum á fjármagni í verkefnið. Efnið ekki framleitt af RÚV Ríkissjónvarpið framleiðir ekkert af því efni sem peningum verður var- ið til í gegnum þetta samkomulag, heldur verður leitað til fyrirtækja og einstaklinga í kvikmyndaiðnaðinum um samstarf. „Kvikmyndagerðin er í miklum blóma og mikið af hæfileika- fólki í kvikmyndabransanum, segir Þórhallur. „Þau eru að koma með hugmyndir að handritum til okkar og við erum að leita til þeirra. Mér finnst að við verðum að plægja þann akur.“ Björgólfur segir margt kvik- myndagerðarfólk hafa leitað til sín í vandræðum við að koma hugmynd- um sínum í framkvæmd. „Ég hef líka kynnst því hvað það eru margir sem hafa lagt upp í langt og strangt nám og það þarf að tryggja að þeir hafi viðeigandi aðstöðu til þess að gera eitthvað. Þetta getur orðið ágætis at- vinnugrein hér. Ég er ungur maður sem hef gaman af því að sjá hlutina gerast.“ „Er það ekki fyrirtækið mitt eins og allra hinna?“ Björgólfur segist hafa ákveðið að beina fjármagninu í gegnum RÚV vegna þess að þar sé mikilvæg kunn- átta til staðar og sambönd við aðila um allan heim sem nýtist vel í mark- aðssetningu. „Þetta er stofnun sem stendur á gömlum merg og það er mikil þekking þarna inni. En hún á ekki að framkvæma þetta sjálf.“ Aðspurður segir Björgólfur ekki ástæðu til að tortryggja það þó að ríkisfyrirtæki leggi í samstarf með einkaaðilum á þennan hátt. „Hvað er ríkisfyrirtæki?“ spyr hann. „Er það ekki fyrirtækið mitt eins og allra hinna? Ég hef áhuga á því að vera þátttakandi í hópnum og ég vil hvetja hópinn og vera með. Þar sem ég hef komið að, til dæmis í bókaútgáfu, hef ég aldrei haft áhrif á það hvað yrði gefið út. Ég er frumkvöðull og hef áhuga á því að sjá hlutina gerast. Ég hef ekki endilega hæfileika til þess að velja hvað eigi að gera,“ segir Björgólfur og Þórhallur tekur í sama streng: „Það er mjög skýrt í þessum samningi að ég vel verkefnin og þeir leggja til fjármagn ásamt okkur. Þeir koma ekki að vali á verkefnum.“ 200-300 milljónir í leikið efni  Björgólfur Guðmundsson og RÚV leggja til jafnmikið fé  Tvær sakamála- seríur í undirbúningi  Verkefnaval í höndum RÚV, en efnið framleitt utanhúss Morgunblaðið/G.Rúnar Samningur Þórhallur Gunnarsson, Björgólfur Guðmundsson og Páll Magnússon í Iðnó í gær. úr þegar litið er til baka, og erfitt að nefna eitthvað eitt. „Sú hljómsveit sem mér hefur hins vegar þótt hvað vænst um, ef ég má orða það svo, er hljómsveitin Ham. Þetta er langur tími og ég hef eignast marga vini í gegnum þetta þannig að það er erfitt að ætla að pakka því öllu inn í eina setningu. En Ham á sérstakan stað í hjarta mínu.“ Þakkar eiginkonunni En hvaðan kemur þessi óbilandi áhugi á því að skrifa um tónlist? „Það var mikil tónlist á heimili mínu þar sem ég ólst upp. Sem krakki hafði ég til dæmis gríð- arlegan áhuga á Beethoven og lærði Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is BJARKARLAUFIÐ var afhent í fyrsta sinn á Degi íslenskrar tónlist- ar í gær, en afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn á Hótel Borg í há- deginu. Árni Matthíasson, tónlistar- blaðamaður á Morgunblaðinu, hlaut verðlaunin. „Tilfinningin er mjög góð og þetta er gott klapp á bakið,“ segir Árni sem fékk afhentan forláta verðlaunagrip sem Katrín Péturs- dóttir hannaði. Árni hefur skrifað þúsundir greina um íslenska tónlist í Morgun- blaðið á rúmlega 20 ára ferli, og hef- ur haft mikil áhrif á íslenskt tónlist- arlíf. Hann segir margt standa upp „Óðinn til gleðinnar“ eftir Schiller utan að, og söng með án þess að skilja orð í því sem ég var að syngja. Þá hef ég verið svona sjö eða átta ára gamall þannig að tónlistaráhug- inn hefur eiginlega fylgt mér alla tíð,“ segir Árni. „Ég fór hins vegar að skrifa um tónlist fyrir hálfgerða slysni. Ég byrjaði að skrifa um blús fyrir Moggann svona 1986, og þegar ég var byrjaður á því fannst mér svo súrt að ekkert skyldi vera skrifað um íslenska tónlist. Ég hafði lengi hlustað á hana og þekkti marga tón- listarmenn, og byrjaði þess vegna að skrifa um íslenska músík. Það hljómar kannski eins og einhver þjóðerniskennd, en það er nú svo að það sem sprottið er úr okkar menn- ingu, og okkar umhverfi, talar sterk- ar til okkar heldur en það sem kem- ur að utan.“ Árni segir að lokum að hann hefði aldrei fengið þessi verðlaun nema vegna eiginkonu sinnar, Bjargar Sveinsdóttur ljósmyndara. „Ég hefði nefnilega aldrei nennt að fara á alla þessa tónleika ef hún hefði ekki komið með mér,“ segir hann að lokum. Þykir hvað vænst um Ham Morgunblaðið/Ómar Tónlistarforsetinn Árni Matthías- son með Bjarkarlaufið um hálsinn. Í HNOTSKURN » Bjarkarlaufið var afhent ífyrsta sinn í gær, en verð- launin verða veitt árlega hér eftir. » Verðlaunin verða veitteinstaklingum sem styrkja íslenskt tónlistarlíf með einum eða öðrum hætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.