Morgunblaðið - 10.11.2007, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 21
AKUREYRI
BÆJARSTJÓRANUM á Akureyri
voru í gær afhentir undirskriftalist-
ar með nöfnum rúmlega eitt þús-
und manns, sem mótmæla hug-
myndum um lækkun Akureyrar-
bæjar á niðurgreiðslu til foreldra
vegna dagvistunar. Í skjalinu eru
bæjaryfirvöld hvött til þess að stíga
varlega til jarðar í þessu máli. Sig-
rún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri
segir Akureyrarbæ bjóða bestu
þjónustu á landinu á þessu sviði og
svo verði áfram.
Það var Berglind Bergvinsdóttir
tvíburamóðir sem afhenti bæjar-
stjóranum undirskriftalistana í
Ráðhúsinu að viðstöddu nokkru
fjölmenni. Í fréttatilkynningu frá
þeim sem stóðu að söfnun undir-
skriftanna segir: „Hjá stjórnendum
Akureyrarbæjar hefur að undan-
förnu verið til umræðu að lækka
niðurgreiðslu til foreldra sem eru
með börn hjá dagforeldrum um
rúmlega 12.000 krónur á mánuði
miðað við 8 klst. dvöl á dag. Þetta
eru margir bæjarbúar ósáttir
við …“
Í tilkynningunni segir að einung-
is ár sé síðan ákveðið var að bærinn
niðurgreiddi dvöl barna hjá dagfor-
eldrum þannig að kostnaðurinn fyr-
ir foreldra væri sambærilegur við
kostnað af dvöl á leikskólum bæj-
arins. „Þessari ákvörðun var á sín-
um tíma fagnað mjög og varð hún
m.a. til þess að fleiri sáu sér fært að
taka þátt í atvinnulífinu. Það að
lækka niðurgreiðsluna svona mikið
í einu er of stór biti fyrir margar
fjölskyldur og fyrirsjáanlegt er að
einhverjir hafi ekki lengur efni á
þessari þjónustu.“
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæj-
arstjóri sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að vinna við fjár-
hagsáætlun næsta árs stæði yfir og
lyki síðari hluta nóvember „Akur-
eyri býður bestu þjónustu á Íslandi
í þessum málaflokki og við ætlum
okkur að gera það áfram,“ sagði
Sigrún Björk.
Of stór biti
fyrir marga
Í HNOTSKURN
»Í tilkynningu frá þeim semstóðu að söfnun undir-
skriftanna segir meðal annars:
„Með mótmælunum er skorað
á stjórnvöld Akureyrarbæjar
að stíga varlega til jarðar í
þessu máli og sýna staðfestu
með þeirri stefnumótandi
ákvörðun sem tekin var fyrir
ári síðan.“
Mótmæli Berglind Bergvinsdóttir
og Sigrún Björk Jabobsdóttir bæj-
arstjóri í Ráðhúsinu í gær.
„Akureyri ætlar
áfram að bjóða
bestu þjónustuna“
GEYSIGÓÐ stemning var á tón-
leikum Mugisons og hljómsveitar
hans á Græna hattinum í fyrra-
kvöld; félagarnir fimm rokkuðu af
krafti. Það sló bandið ekki út af lag-
inu þótt rafmagnið færi af sviðinu
um tíma – þá gripu þeir Mugison og
Pétur Ben kassagítarana, gengu út
á meðal fólksins og léku rólegt og
fallegt lag við góðar undirtektir.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Kostulegir
KONUR í Zontaklúbbi Akureyrar
hafa unnið sýningu um ævi og störf
Jón Sveinssonar – Nonna, í tilefni
þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu
hans 16. nóv nk. Sigrún Björk
Jakobsdóttir bæjarstjóri opnar sýn-
inguna í Amtsbókasafninu á Akur-
eyri í dag kl. 14.
Nonnasýning
MATTI og Kati Saarinen frá Finn-
landi koma fram á tónleikum í
Laugarborg á morgun, sunnudag,
kl. 15. Á fyrri hluta tónleikanna
flytur Matti ýmis verk fyrir klass-
ískan gítar. Í síðari hlutanum syng-
ur Kati dægurlög og blús við gít-
arundirleik Matti.
Finnar spila
SKÓLANEFND Akureyrar heldur
opinn fund um málefni leikskóla og
grunnskóla í Lundarhverfi í sal
Lundarskóla þriðjudaginn 13. nóv-
ember kl. 20. Fjallað verður m.a.
um stöðu skólanna og líklega þróun
næstu árin, umhverfi skólanna, að-
gengi, umferðarmál og fleira.
Skólamál
Selfoss | Undirritaður hefur ver-
ið samningur á milli Sveitarfé-
lagsins Árborgar og Fræðslunets
Suðurlands um sí- og endur-
menntun starfsmanna sveitarfé-
lagsins.
Í tilkynningu sveitarfélagsins
segir: „Samningurinn felur í sér
að Árborg getur leitað til
Fræðslunetsins vegna fram-
kvæmda námskeiða, ráðstefna og
annarra námstilboða fyrir starfs-
fólk sitt. Sveitarfélagið væntir
mikils af þessu samstarfi sem er
liður í markvissri þekkingaröflun
starfsmanna, þeim og starfsemi
sveitarfélagsins til heilla.“
Það voru Ragnheiður Hergeirs-
dóttir bæjarstjóri og Ásmundur
Sverrir Pálsson framkvæmda-
stjóri Fræðslunetsins sem undir-
rituðu samninginn.
Tryggja markvissa
þekkingaröflun
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Jón H. Sigurmundsson
Þorlákshöfn | Unglingalandsmót
UMFÍ, það 11. í röðinni, verður
haldið í Þorlákshöfn dagana 1. til 3.
ágúst á næsta ári. Í gær voru und-
irritaðir samningar í Ráðhúsinu í
Þorlákshöfn annars vegar á milli
unglingalandsmótsnefndar og sveit-
arfélagsins Ölfuss og Ungmenna-
félags Íslands og Héraðssambands-
ins Skarphéðins hins vegar.
Mikil uppbygging á eftir að eiga
sér stað fyrir mótið, búið er að tyrfa
knattspyrnuvöllinn og byggja mön í
kringum hann. Mönin mun nýtast
sem áhorfendasvæði og gefa skjól á
vellinum. Malbikað verður undir
hlaupabrautina strax í vor og stefnt
að því að völlurinn verði tilbúinn
snemma sumars. Vinna við nýja
sundlaug gengur samkvæmt áætlun
og fram hefur komið áhugi að efla
keppni í hestaíþróttum á mótinu.
Á unglingalandsmótinu verður
keppt í frjálsum íþróttum, glímu,
golfi, hestaíþróttum, knattspyrnu,
körfuknattleik, skák og sundi. Í at-
hugun er að keppt verði einnig í
mótókrossi og jafnvel í fimleikum en
ákvörðun um það liggur fyrir síðar.
Spennandi tímar
Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar-
stjóri í Sveitarfélaginu Ölfusi, sagði
eftir undirritunina að sveitarfélagið
væri afar stolt með að hafa fengið
þetta verkefni sem unglingalands-
mótið er. „Þetta á eftir að þjappa
fólki saman og hvetja okkur sveit-
arstjórnarfólkið til dáða. Við fórum í
miklar framkvæmdir þó þær tengist
ekki allar beint mótinu sjálfu, en
það hvatti okkur eigi að síður að
ráðast í þær samhliða mótinu. Við
ætlum að standa okkur vel hvað
mótið sjálft varðar og ég held að það
eigi eftir að verða öllum til sóma,“
sagði Ólafur.
Ragnar Sigurðsson, formaður
unglingalandsmótsnefndar, sagði
það mikla áskorun að taka svona
mót að sér. Undirbúningur stæði yf-
ir af fullum krafti og allt ferlið gengi
samkvæmt áætlun. „Samfara þessu
móti á sér stað gríðarleg uppbygg-
ing. Það stóð ýmislegt til áður en
unglingalandsmótið kom til en þó
kom til þess að framkvæmdum var
flýtt á ýmsum sviðum. Við sjáum
fyrir okkur að mótið muni fara fram
við fyrsta flokks aðstæður í öllum
greinum. Það eru tvímælalaust
spennandi tímar framundan í Þor-
lákshöfn,“ sagði Ragnar.
Framkvæmdastjóri mótsins verð-
ur Ómar Bragi Stefánsson, starfs-
maður UMFÍ. Hann hefur verið
framkvæmdastjóri á undanförnum
unglingalandsmótum.
Undirbúningurinn
þjappar fólki saman
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Samtaka Ragnar Sigurðsson, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður
UMFÍ, Ólafur Áki Ragnarsson og Gísli Páll Pálsson, formaður HSK.
Í HNOTSKURN
»11. unglingalandsmótUMFÍ verður haldið í Þor-
lákshöfn um verslunarmanna-
helgina á næsta ári.
»Undirbúningur fyrir mótiðgengur vel, og verður öll
aðstaða hin besta og hlakka
Þorlákshafnarbúar til að taka
á móti mótsgestum.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111