Morgunblaðið - 10.11.2007, Side 27
mér og gat verið í eldhúsinu. Þar
stóð hún og smurði brauð í gríð og
erg allan daginn.“
Kolaeldavélin yljar
Eldhúsið er rúmgott miðað við
stærð hússins. Þar er kolaeldavél
sem heldur hita á íbúunum og á
henni er eldaður matur og hitað
vatn í kaffi, sem yljaði okkur á
köldum haustdegi þegar tækifæri
gafst til að skoða bústaðinn. Gengið
er út úr eldhúsinu og út á stétt
norðan við húsið. Þar segir Gréta
yndislegt að vera á sumarkvöldum,
grilla, og horfa á útsýnið því Snæ-
fellsjökull blasir hér við og allur
Faxaflóinn. Ekkert vatn er í húsinu
og heldur ekki rafmagn og verður
hvorugt lagt í það úr þessu því trú-
lega styttist í að Reykjavíkurborg
fari að sækjast eftir landinu, sem er
leiguland, og borgarbyggðin teygir
sig hratt í allar áttir.
„Hér áður fyrr þegar við vorum
hér öll sumur og Bragi vann í bæn-
um kom hann með tvo stóra brúsa,
fulla af vatni, á hverju kvöldi,“ seg-
ir Gréta, „en ég notaði rigning-
arvatn í þvotta. Það var heldur ekk-
ert klósett í þá daga.“ Nú er öldin
önnur því sonur hjónanna inn-
réttaði litla snyrtingu í hluta af
gamla húsinu. „Það er svo nota-
legt að vera kominn með snyrt-
inguna, því annars var bara úti-
kamarinn.“
Bragi segir að alltaf sé eitthvað
verið að dytta að húsinu. Lengi
vel var það klætt innan með
striga og maskínupappír en á vet-
urna bólgnaði þetta upp en
strekktist svo aftur þegar hlýnaði
á ný. „Ég ákvað að panelklæða
bústaðinn og við það varð hann
miklu hlýlegri. Reyndar er mask-
ínupappírinn enn á eldhúsveggj-
unum og minnir á gamla daga.
Framan af voru gólfin ferniseruð
og dökknuðu því mikið en nú eru
þau harðlökkuð,“ segir Bragi sem
getur verið stoltur af speg-
ilgljáandi gólfunum.
Bústöðunum hefur fækkað
Margir bústaðir voru á þessum
slóðum fyrr á árum en þeim hefur
fækkað mikið. Gamlir vegir segja
sögu um þéttari byggð. Víða liggja
vegarspottarnir að fallegum rjóðr-
um þar sem eitt sinn stóðu bústaðir
sem eru nú löngu horfnir. Að sögn
Braga var lengi vel brotist inn af og
til og stundum unnar nokkrar
skemmdir. Það stafaði m.a. af því
að óreglumenn höfðu tekið sér ból-
setu í húsum þarna nærri og var
það ein af ástæðum þess að mikið
dró úr því að hjónin dveldust næt-
urlangt í bústaðnum.
Eftir að Bragi hætti að vinna eru
þau flesta daga í sveitinni sinni og
ekki fækkaði ferðunum í veðurblíð-
unni í sumar og Bragi segir þau
hafa verið þarna nánast hvern ein-
asta dag í júní og júlí. Það er líka
margt að gera og mörgu að sinna
þótt heimilið sé ekki stórt. Til
dæmis þarf að setja niður kartöflur
og taka þær upp aftur að hausti og
koma þeim fyrir í kartöflugeymsl-
unni sem stendur við hliðina á bú-
staðnum. Svo þarf að mála og það
fer ekki fram hjá neinum sem kem-
ur í Lyngholt að viðhaldinu er sinnt
af mikilli natni.
Fennti í kafi
Í lokin spyr ég Grétu og Braga
hvort ekki sé vindasamt svona hátt
upp í hæðinni? „Stundum getur
blásið, en þá sest maður bara niður
í einhverja lautina og lætur fara vel
um sig.“ Bak við húsið er ein slík
laut og þar átti móðir Braga sína
holu eins og Gréta kemst að orði og
sat aldrei annars staðar en í henni.
Önnur laut inni á milli trjánna
dregur nafnið af systur Grétu og er
alltaf kölluð Huldulaut. Ástæðan er
sú að bæði börn og fullorðir
skemmtu sér gjarnan í sveitinni í
alls konar leikjum á góðviðr-
isdögum og Hulda notaði alltaf
tækifæri og skaust í lautina og faldi
sig þar.
Á meðan við sötrum heitt kaffið
sýna hjónin mér myndir af bú-
staðnum sem teknar voru í mars
1989. Þær eru ótrúlegar því bústað-
urinn er svo til algjörlega í kafi í
snjó.
Aðeins mænir og strompur sjást.
Það eru því ekki nema tæp 20 ár
síðan kuldaskeið ríkti á Íslandi og
hús gátu horfið í snjó meira að
segja þótt þau stæðu hátt upp í
hlíðum þar sem varla festir snjó
vegna hvassviðris.
Morgunblaðið/RAX
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 27
MIRALE
Síðumúla 33
108 Reykjavík
sími: 517 1020
Opið
mán.–föstud. 11–18
laugardag 11–16
sunnudag 13–16
www.mirale.is
TILBOÐ
laugardag og sunnudag
BOURGIE lampinn
frá Kartell
kr. 17.900,-
áður kr. 24.900,-
takmarkað magn