Morgunblaðið - 10.11.2007, Page 32

Morgunblaðið - 10.11.2007, Page 32
32 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DÝRAR YFIRTÖKUR Útrás íslenzkra fyrirtækja á síð-ustu fimm árum eða svo hefurekki sízt verið fólgin í yfirtök- um á öðrum fyrirtækjum bæði í Bret- landi og á öðrum Norðurlöndum og jafnvel víðar. Yfirtökur fyrirtækja á öðrum fyrirtækjum hafa verið mjög algengar á undanförnum árum m.a. vegna þess að peningar hafa verið ódýrir og aðgengi að fjármagni til- tölulega auðvelt. Ekki fer á milli mála að í mörgum tilvikum hefur verið um ábatasöm viðskipti að ræða fyrir ís- lenzku fyrirtækin, sem hafa selt eign- ir út úr hinum yfirteknu fyrirtækjum og hagrætt verulega í rekstri þeirra. Í öðrum tilvikum hefur verið um að ræða fjárfestingar í fyrirtækjum á markaði, sem hafa verið tiltölulega lágt metin en fjárfestingar íslenzku fyrirtækjanna hafa í mörgum tilvik- um leitt til hækkunar á hlutabréfa- verði, sem hafa að lokum leitt til þess, að íslenzku fjárfestarnir hafa selt hluti sína á mun hærra verði með verulegum hagnaði. Nú er ýmislegt sem bendir til að þetta tímabil hagnaðar af yfirtökum sé að renna sitt skeið á enda. Þegar húsnæðislánakreppan kom upp í Bandaríkjunum síðla sumars má segja að peningalindirnar hafi þornað upp. Og nú fyrir nokkrum dögum féllu væntanlegir kaupendur að stórri verzlunarkeðju í Bretlandi frá fyrir- hugaðri yfirtöku. Þar var um að ræða Sainsbury, verzlunarkeðjuna. Ástæð- an fyrir því að þeir aðilar, sem hugð- ust yfirtaka keðjuna, féllu frá þeim áformum var einföld. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að fjármagnið, sem til þurfti, væri orðið of dýrt og af þeim sökum væri yfirtakan ekki lengur arð- vænleg. Ef mið er tekið af þeim umræðum, sem nú fara fram á Vesturlöndum, má gera ráð fyrir að slíkum tilvikum fjölgi. Kaupsýslumenn, sem stundað hafa yfirtökur á fyrirtækjum, komist að þeirri niðurstöðu að hagnaðarvon- in sé ekki nægilega mikil eftir að pen- ingarnir urðu dýrari, ef þeir á annað borð eru þá til reiðu. Líklegt verður að telja að sömu lög- mál gildi um íslenzku fyrirtækin, sem stundað hafa yfirtökur ekki síður en erlend fyrirtæki, sem starfað hafa á sama sviði viðskipta. Þess vegna er ekki ólíklegt að ís- lenzku útrásarfyrirtækin þurfi að finna kröftum sínum og fjármagni nýjan farveg og verður fróðlegt að sjá hvar þau muni bera niður. Ekki fer á milli mála að á undan- förnum árum hefur orðið til mikil þekking á sviði fjármála og í rekstri fyrirtækja bæði hjá íslenzku bönkun- um og stóru fjárfestingarfélögunum, sem muni nýtast þeim vel á komandi árum við aðrar aðstæður. Sérfræðingar á fjármálasviðinu segja stundum að þeir kunni að starfa í uppsveiflu á mörkuðum og að þeir kunni að fást við niðursveiflu en þeir lendi í erfiðleikum þegar markaðir ganga upp og niður frá degi til dags eins og nú virðist orðin regla. HÆKKUN Í STAÐ NIÐURFELLINGAR LEIKSKÓLAGJALDA Þegar Vinstri grænir viðruðufyrstir manna hugmyndir um gjaldfrjálsan leikskóla lýsti Morgun- blaðið stuðningi við þau áform. For- sendan var sú að ekki væri hægt ann- að en að líta á leikskóla sem fyrsta stigið í skólakerfi íslenskra barna. Flestöll íslensk börn ganga í leik- skóla og foreldrar gera að sjálfsögðu þá kröfu að litið sé á leikskóla sem fyrsta stig skólakerfisins þar sem börnin eru að feta sín fyrstu skref ut- an heimilisins á þroskabraut til mennta. Þar við bætist að leikskóla- kerfið er í raun og veru ein grunnstoð samfélagsins þar sem atvinnuþátt- taka foreldra á Íslandi er mjög mikil. Gott og öflugt leikskólakerfi sem rek- ið er sem fyrsta stig menntakerfisins er því einnig tæki til þess að jafna stöðu kynjanna í samfélaginu. R-listinn tók þetta mál upp og gerði að sínu og fór vel á því. Það skýtur því skökku við núna þegar sömu flokkar og stóðu að R-listanum eru komnir í bandalag við stjórn Reykjavíkurborgar – að vísu ekki undir formerkjum R-listans lengur – að leikskólagjöld eigi að hækka um 2,5%. Og það einungis örfáum vikum eftir að þessi nýi meirihluti tók við. Í frétt í Morgunblaðinu í gær segir Sigrún Elsa Smáradóttir, formaður leikskólaráðs, um gjaldfrjálsan leik- skóla að „það sé vissulega draumur manna að það [gjaldfrjáls leikskóli, innsk. Mbl.] geti orðið. Ekki sé hins vegar raunhæft að ætla að sá meiri- hluti sem nú sé tekinn við geti náð því markmiði á þeim tveimur og hálfa ári sem hann hafi til stefnu til kosninga“. Vel má vera að nýjum borgarmeiri- hluta finnist ekki raunhæft að ná slíku markmiði á tveimur og hálfu ári – en er samt sem áður nauðsynlegt að hækka leikskólagjöldin á meðan ver- ið er að bíða þess að slík áform verði raunhæf? Svona gjörðir eru ekki trúverðugar í eyrum þeirra kjósenda sem vilja veg félagshyggjunnar sem mestan, veg menntakerfisins sem mestan og lang- ar auk þess að stuðla að jafnrétti í landinu. Hefði ekki verið eðlilegra að hefja ferlið við að lækka leikskóla- gjöldin í áföngum í stað þess að hækka þau? Vinda ofan af þessum kostnaði foreldra ungra barna í stað þess að auka hann? Það að „líklegt“ sé að foreldrar verði ekki látnir taka á sig fæðis- gjaldshækkun, eins og haft er eftir Sigrúnu Elsu, hljómar ankannalega í þessu samhengi og er ekki til þess fallið að deyfa höggið af þessari at- lögu að hugmyndum um gjaldfrjálsan leikskóla. Þvert á mót er eins og verið sé að friða fólk með því að telja því í trú um að hugsanlega hefði það þurft að borga meira. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Landsvirkjun hefur ákveð-ið að hefja viðræður umraforkusölu við fyrirtækisem hyggjast byggja upp netþjónabú á Íslandi og und- irbúa viðræður við fyrirtæki á sviði kísilhreinsunar fyrir sól- arrafala. Fyrirtækið mun hins vegar ekki ganga til samn- ingaviðræðna að sinni við fyr- irtæki sem hyggja á bygg- ingu nýrra ál- vera á Suður- eða Vesturlandi. Friðrik Soph- usson, forstjóri Landsvirkjunar, leggur áherslu á að ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar, sem kynnt var í gær, um að ganga ekki til viðræðna um raforkusölu við fyrirtæki sem hyggja á byggingu nýrra álvera á Suður- eða Vest- urlandi, eigi eingöngu við ef um ný álver er að ræða. Hún útiloki ekki að raforku verði ráðstafað til stækkunar álvera sem fyrir eru. „Þessi ákvörðun okkar byggist fyrst og fremst á okkar eigin hagsmunum og fjárhag og við- horfum til að styrkja efnahag fyr- irtækisins og jafna áhættuna. Hún miðast við nýtingu virkjunarkost- anna í neðanverðri Þjórsá. Aðra kosti höfum við ekki handbæra á Suður- og Vesturlandi þar sem eftirspurnin er mest,“ segir Frið- rik. Mikilvægt að fá sem hæst verð fyrir raforkuna Landsvirkjun sendi frá sér til- kynningu í gær þar sem greint var frá þessari ákvörðun stjórnar fyr- irtækisins. Þar segir að Lands- virkjun hafi í haust átt könn- unarviðræður við fjölmörg fyrirtæki sem vilja byggja upp starfsemi á Suður- og Vesturlandi og hafa áhuga á raforkukaupum úr virkjunum þeim sem fyrirhugaðar eru í neðri hluta Þjórsár. „Ljóst er að eftirspurnin eftir orku er langt umfram framboð, þannig að ekki verður hægt að mæta óskum allra,“ segir í frétta- tilkynningu Landsvirkjunar. „Raforkukaupendurnir sem rætt hefur verið við stunda fjölbreytta starfsemi, svo sem álvinnslu, kís- ilvinnslu, hreinsun kísils fyrir sól- arrafala og rekstur netþjónabúa. Stjórn Landsvirkjunar telur mikilsvert að fyrirtækið fái sem hæst verð fyrir raforkuna, dreifi áhættu og auki fjölbreytni við- skiptavina sinna. Landsvirkjun hefur því ákveðið að hefja við- ræður um raforkusölu við fyr- irtæki sem hyggjast byggja upp netþjónabú á Íslandi. Einn undirbúningi viðræður við irtæki á sviði kísilhreinsun sólarrafala. Ekki er enn h greina frá því hver þessi f eru. Líkleg staðsetning þe starfsemi verður á Suðurla Reykjanesi. Áhersla Landsvirkjunar Ekki samið um o álvera sunnan- og Landsvirkjun í viðræðum um sölu raforku úr Þjórsá ti » „Áhersla Landvirkjunar á net þjónabú og sólark byggist á því að væ má hærra raforku í þeim viðskiptum við aðra stórkaup- endur.“ Friðrik Sophusson Orkuöflun Ákvörðun Landsvirkjunar miðast að sögn Friðriks So ÖSSUR Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra segir að kaflaskipti hafi orðið með stefnumarkandi ákvörðun Lands- virkjunar. „Hún gengur í þessum efnum algerlega í takt við yf- irlýsta stefnu rík- isstjórnarinnar um að það verði að skapa rými fyrir fjölbreytt- ari iðnað en bara þann sem lýtur að stóriðju og framleiðslu á áli. Ég hef ekki dregið dul á þá skoðun mína að það væri miklu skynsamlegra frá efnahags- legu sjónarmiði og minni áhætta í því fólgin að selja okkar grænu orku til fyrirtækja sem koma úr fleiri áttum,“ segir Össur. ,,Ég er sannfærður eftir til- tölulega skamman tíma í embætti iðnaðarráðherra að það er veruleg- ur og vaxandi áhugi margvíslegra fyrirtækja sem byggjast á hátækni á að skjóta rótum á Íslandi. Þarna er um að ræða fyrirtæki á borð við gagnaver og ýmis fyrirtæki á sviði kísiliðju og þau þurfa orku. Þau menga nánast ekkert, sérstaklega gagnaverin og þess vegna hjálpar þetta líka við að ná fram loftslags- stefnu ríkisstjórnarinnar. Hér er um fyrirtæki að ræða eins og net- þjónabú og fyrirtæki sem framleiða íhluti eða fullbúnar sólarrafhlöður og þarna er um töluvert fleiri störf að ræða í sumum tilvikum miðað við hvert megavatt. Þetta er hátækni- framleiðsla sem skapar í tilviki sumra kísiltengdu fyrirtækjanna störf fyrir mjög margt ungt há- skólamenntað fólk, auk starfa fyrir ófaglært fólk. Þessi starfsemi skilur eftir mikinn virðisauka í landinu og meiri en álverin. Sömuleiðis sýnir reynslan að ná- býlið við fyrirtæki af þessum toga leiðir oft af sér margvíslega klasa hátæknifyrirtækja. Ég hef áður sagt að ég berst af miklum krafti fyrir fjölbreyttari flóru sprotafyr- irtækja og vil þeirra viðgang sem mestan. Ég held að tilkoma fyr- irtækja af þessu tagi muni líka hafa önnur og óvænt áhrif sem leiði til mikils stuðnings fyrir þessi litlu há- tæknifyrirtæki sem enn eru á sprotastiginu. Ég sé því ekkert nema jákvætt við þetta,“ segir Öss- ur. Mikill áhugi á að festa rætur á Íslandi Aðspurður segir Össur alveg ljóst að auðvelt sé að fá álver til að starfa á Íslandi „en ég tel að það sé áhættusamt fyrir íslenskt samfélag að setja svona mikinn þunga á ál- verin. Þau sem fyrir eru hafa öll áform um stækkanir og er líklegt að ef öll þau áform ganga eftir verðum við Íslendingar farnir að framleiða von bráðar fast að tveim- ur milljónum tonna. Ég tel hins vegar, af viðræðum sem ég hef átt við bæði forsvars- menn netþjónabúa og þr irtækja sem tengjast kís sólarrafhlöðum, að þar áhugi á því að festa rætu Báðar þessar tegundir f líta á það sem verulegt m forskot að geta selt sína þeim grunni að hún sé u grænnar orku. Ég dreg þá ályktun, o hafa bókstaflega sagt þa að ef hægt er að útvega þau festa hér rætur. Reynsla mín sem iðna herra eftir þetta sumar eru margir sem vilja tal í fullri alvöru en það ver ast alveg eins og er að s fyrirtækja hafa komið h leið á fund iðnaðarráðh sínar farir ekki sléttar. til þessa reynst erfitt að ar yfirlýsingar um orku irtækin hafa að mínu ma fullmikilli bjartsýni um er til reiðu. Íslendingar mennt það framboð á or líklegt að verði til staða Össur og bætir við: „Þes hafa bæði ég og forsæti lýst því skýrt yfir að ork hafi siðferðilega skyldu landsmönnum að sjá til skapist rými fyrir fyrirt um greinum til þess að s breyttari stoðum undir vinnulíf. Það er að gera því felast kaflaskiptin o dráttarlausa stefnumör virkjunar,“ segir Össur Sé ekkert nema jákvætt við þetta Össur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.