Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 45 veist hvað ég meina, við vorum búnar að segja svo margt við hvor aðra, sér- staklega síðustu mánuðina sem þú lifðir. Það eigum við einar. Þú gekkst mér í móðurstað alla mína ævi og ólst mig upp. Varst mér því í raun bæði foreldrar og amma. Betri ömmu og vin en þig er ekki hægt að hugsa sér. Ástarþakkir fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir mig og allar þær ljúfu og góðu stundir sem við áttum saman, amma mín. Ég er þakklát fyrir að ég gat verið hjá þér síðustu nóttina þína og þegar þú kvaddir þennan heim. Það er svo sárt til þess að hugsa að synir mínir, sem þú varst svo óendanlega kær, fái ekki að njóta nærveru þinnar lengur. En við varðveitum ljúfa minn- ingu um yndislega ömmu í hjörtum okkar. Við syrgjum þig svo sárt, ekk- ert verður eins án ömmu í Grundó. Hvíldu í friði, elsku amma, og megi algóður Guð vaka yfir þér. Hugur minn verður alltaf hjá þér. Mig langar að kveðja þig, amma mín, með fyrstu bæninni sem þú kenndir mér: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín, Silja. Amma í Grundó er dáin, mikið er það skrítin tilhugsun. Amma sem hef- ur verið svo stór partur af mínu lífi. Ég var svo heppin að fá að alast upp í mikilli nálægð við ömmu og þó svo að ég hafi flutt frá Dalvík fyrir nokkuð mörgum árum þá héldum við alltaf góðu sambandi. Ég flutti nú ekki nema til Akureyrar en það voru viðbrigði að geta ekki kíkt í eldhúsið til ömmu á hverjum degi, stundum oft á dag. Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér stundum eins og ég hafi verið skugginn af þér, ég fékk að vera svo mikið með þér. Ófá skiptin var ég bú- in að fá að fara með þér á Pósthúsið og skúra, ég held það hafi nú ekki ver- ið nein hjálp í því, ég var meira flögr- andi í kringum þig. Stundum sendirðu mig út að mála húsið, þá fékk ég vatn í fötu og pensil og ég málaði tröppurnar þínar. Fyrsta minning mín um þig er þeg- ar ég sagði þér að ég hefði fengið „tö rókur og en kol“,sem átti að vera tvær brækur og einn kjól. Þessi minning er mér svo ljóslifandi vegna þess að þú notaðir þessa setningu svo oft, það er ekki langt síðan ég heyrði þig segja þetta síðast. Þó söknuðurinn sé mikill þá hugsa ég til þess hvað við áttum góðar stundir með þér, þú varst alltaf svo hress, það var aldrei neitt að þér. Þú kvartaðir aldrei þó svo að maður sæi að þú fyndir til. En svo gastu haft miklar áhyggjur af öðrum. Ég man ekki að þú hafir hringt í okkur öðru vísi en að spyrja eftir heilsunni hjá Robba og af hverju í ósköpunum læknarnir fyndu ekki lækningu á þessum sjúkdómi. Svona varst þú, alltaf að hugsa um aðra. Hilmir sagði við mig núna eitt kvöldið að hann ætlaði sko að vera duglegur að segja Almari Erni sögur af ömmu í Grundó, já minningin mun lifa. Við eigum yndislegar minningar um þig, elsku amma, og munum ylja okkur við þær. Hvíl í friði. Karen, Róbert, Hilmir Már og Almar Örn. Jæja elsku amma. Þá ertu farin. Ég kom líklegast á nærri hverju sumri til Dalvíkur til að heimsækja þig með mömmu og pabba þegar ég var lítill snáði. Það brást varla að þú komst á móti okkur til að kyssa okkur og knúsa þegar við renndum í hlað. „Æ komdu nú ævinlega margbless- aður og sæll, elsku kallinn hennar ömmu sinnar“ sagðir þú með óvið- jafnanlegri væntumþykju í röddinni. Strákpjakk að sunnan þótti stundum faðmlögin standa heldur lengi en eftir því sem árin liðu var það nú líklegast ég sem fór að draga þau á langinn. Það jafnaðist fátt á við að koma til þín. Það var greinilega ekki bara ég sem var þeirrar skoðunar því Grund- argatan var alltaf eins og umferðar- miðstöð. Þarna gekk fólk út og inn all- an daginn. Það er ekkert skrýtið því hjá þér var gott að vera. Ég held líka að þannig hafir þú viljað hafa það. Ég man eftir því þegar við vorum tvö ein í eldhúsinu og enginn hafði komið í nokkurn tíma. Ég er ekki frá því að ég hafi séð vott af eirðarleysi í þér þegar þú horfðir út um gluggann eins og til að gá hvort einhver væri nú ekki að koma. Allir voru velkomnir og til marks um það var alltaf opið upp á gátt hjá þér, jafnvel þegar þú brást þér frá. Einhvern tíma nefndi einhver við þig að það væri nú varla óhætt að hafa allt svona ólæst og upp frá því læstir þú útidyrunum samviskusam- lega en skildir þó lykilinn alltaf eftir í skránni til að fólk kæmist nú samt inn. En eins og oft vill verða fækkaði heimsóknunum þegar ég hætti að fara með foreldrum mínum norður. Við hittumst samt nokkrum sinnum eftir að ég stofnaði mína fjölskyldu og auðvitað hittir þú beint í mark hjá þeim öllum. Ég gleymi seint Fiski- deginum mikla 2006 þegar við feng- um að hafa tjaldvagn í garðinum hjá þér. Eftir að hafa hámað í okkur ósköpin öll af alls kyns fiskiréttum komum við heim til þín í eldhúsið. Þér fannst auðvitað alveg ótækt að bjóða okkur ekki upp á neitt þannig að þú snaraðir fram kökum og kleinum. Þarna stóðum við á blístri en allir vita að það stenst enginn þá freistingu sem kleinurnar þínar voru. Örstuttu seinna byrjaðir þú svo að elda fiski- bollur handa okkur því það var jú að koma kvöldmatur. Ég hefði aldrei trúað því að ég hefði getað borðað meira fiskmeti þann daginn, en þess- ar fiskibollur voru engu líkar, eins og þú. Óskaplega er ég feginn því að hafa farið norður á Dalvík til að kveðja þig í síðasta skiptið og vera hjá þér þegar þú lagðir þínar árar í bát. Það var auðvitað erfitt að sjá þig svona veika, konuna sem alltaf var svo hress og glaðleg, en þó að þú værir veik fannst mér ég sjá einhverja ró færast yfir eftir því sem nær leið kveðjustund- inni. Núna sit ég hér og sé eftir að hafa ekki komið oftar til þín eða í það minnsta hringt oftar í þig. En því breyti ég ekki úr þessu og mun í stað- inn gæta minningana sem ég á um þig. Elsku amma, takk fyrir kleinurnar, takk fyrir allt. Þinn, Stefán Freyr. Elsku amma okkar. Þær eru ófáar minningarnar sem við frændurnir eigum saman með þér og þá er efst í huga kakó og kleinur. Amma hafði ánægju af því að gefa öllum að borða og það kom oft til þess að við frænd- urnir vildum ekki sama hlutinn, Bjarmi vildi kleinur með kúmeni en Aron ekki. Þá fór amma einfaldlega inn í búr og innan skamms var hún búin að gera báðar tegundirnar. Undanfarnir dagar hafa verið tóm- legir án ömmu og sú tilfinning á ekki eftir að hverfa í bráð en það róar okk- ur öll að hún er á betri stað þar sem hún hefur Gvendu sína og þar sem amma í Björk er hjá henni. Sá tími sem við fengum með ömmu Þórlaugu er ómetanlegur og er mjög sárt að hugsa til þess að tíminn verði ekki lengri, amma Þórlaug var besta amma í heimi og gerði hún allt fyrir okkur frændurna og fyrir það erum við henni ævarandi þakklátir. Elsku amma, þó að þú sért farin þá vitum við að hvað sem framtíðin býr í skauti sér þá munt þú alltaf verða hjá okkur til þess að leiða okkur áfram. Strákarnir þínir, Bjarmi Fannar og Aron Freyr. Í dag kveð ég elsku langömmu mína sem ég hélt svo mikið upp á. Ég man þegar ég var lítil og kom í eld- húsið hennar og fékk fiskibollur, pönnukökur og kleinur. Ég man þeg- ar ég sat í fínu stofunni hennar að skoða gamlar myndir, ég fékk aldrei leiða á því. Ég man eftir þegar ég var að leika mér á háaloftinu hjá henni með Aroni og Bjarma frændum mín- um. Allar þessar minningar og marg- ar fleiri eiga eftir að fylgja mér alltaf. Ég sakna ömmu minnar svo mikið. Hve undur hægt vaggast bátur þinn við landsteina eigin bernsku. Í mjúkum silkispegli, bak við langa ævi, horfist þú í augu við litla telpu, slegið hár hverfist í leik smárra fiska, í sólskini fljúga þeir á gullnum vængjum inn í laufgrænan skóg. (Jón úr Vör.) Elsku pabbi og amma Kristín, megi góður guð styrkja ykkur sem og alla aðra í fjölskyldunni á þessari stundu. Kristín Sif. Þetta er aðeins örstutt leið, ekki svipstund milli dauðans og lífsins, en gjarna hefði ég viljað fylgjast með þér þann spöl. (Þorgeir Sveinbjarnarson) Elsku Kristín mín og elsku Silja mín, ég votta ykkur, fjölskyldum ykk- ar og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Sigríður L. Lúðvíksdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra SIGURDÓRS JÓHANNSSONAR rafvirkjameistara, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks E-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir hlý samskipti og góða umönnun. Sigríður Eyjólfsdóttir, Sigrún Sigurdórsdóttir, Sæmundur Guðmundsson, Bragi Þór Sigurdórsson, Sigríður E. Hauksdóttir, Jóhann S. Sigurdórsson, Jónína Björk Óskarsdóttir, Hlynur Sigurdórsson, Jónína Herdís Sigurðardóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju vegna fráfalls okkar ástkæra MAGNÚSAR JÓNSSONAR. Guðrún Dagný Pétursdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Jón Tryggvason, Auður Jónsdóttir, Víðir Pálsson, Petra Jónsdóttir, Kristjana Þórdís Jónsdóttir, Jóhannes Karl Sveinsson, Jón Tryggvi Jónsson, Svala Arnardóttir. ✝ Innilegar kveðjur og þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR húsmóður, Gunnarsstöðum, Þistilfirði. Lifið heil. Kristín Sigfúsdóttir, Ólafur H. Oddsson, Jóhannes Sigfússon, Fjóla Runólfsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Bergný Marvinsdóttir, Árni Sigfússon, Hanne Matre, Ragnar Már Sigfússon, Ásta Laufey Þórarinsdóttir, Aðalbjörg Þuríður Sigfúsdóttir, Jón Hallur Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR KARLSSON fv. bóndi og húsasmíðameistari, Bræðraborgarstíg 37, andaðist þann 30. október á Landspítalanum í Fossvogi. Innilegar þakkir færum við yndislegu starfsliði á B2 sem annaðist Harald í veikindum hans og veitti okkur ómetanlegan stuðning. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda. Karl Þórhalli Haraldsson, Hallfríður Ólöf Haraldsdóttir, Pétur Ottósson, Sigrún Ásta Haraldsdóttir, Þórður Adolfsson, Hjálmar Haraldsson, Svanhvít Ástvaldsdóttir, Óskar Vikar Haraldsson, Somsri Yurasit, Jónas Haraldsson, Sigrún Sigurðardóttir, Kristbjörn Haraldsson, Sigríður Haraldsdóttir, Magnús B. Baldursson, Ásgeir Haraldsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Sigurjón Haraldsson, Anna Rúnarsdóttir, Þorbjörn Haraldsson, Helga Hafsteinsdóttir, Hallgrímur Haraldsson, Ásdís Gunnarsdóttir, Þórhalli Haraldsson, Turid Rós Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn ✝ Þökkum hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengda- föður og afa, ÁRNA FRIÐFINNSSONAR bókara, Herjólfsgötu 10, Hafnarfirði. Elín Eggerz Stefánsson, Elín Árnadóttir, Stefán Hákonarson, Vilborg Þórey Styrkársdóttir, Árni Reynir Styrkársson, Viðar Pétur Styrkársson, Rakel Stefánsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR frá Refstað, sem lést 2. nóvember, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hildur, Sigrún og Rannveig Káradætur. ✝ Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN GÍSLASON, lést á Sólvangi fimmtudaginn 1. nóvember (áður til heimilis að Reykjavíkurvegi 4, Hafnarfirði). Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til starfsfólks Sólvangs og annara fyrir samkennd og hlýhug. Erla Guðjónsdóttir, Eiður Friðriksson, Gígja Hrönn Eiðsdóttir, Bergsveinn S. Bergsveinsson, Guðjón Freyr Eiðsson, Kristbjörg Eiðsdóttir, Ólafur Óskar Kristinsson, og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.