Morgunblaðið - 15.11.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.11.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 312. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Leikhúsin í landinu Komdu í leikhús >> 48ÞRIÐJA KYNSLÓÐ ÁRNI MATTHÍASSON GERIR ÚTTEKT Á NÝJUSTU SÍMATÆKNINNI >> VIÐSKIPTI FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is EF fram fer sem horfir verða öll heimili í land- inu komin með háhraðanetteng- ingu fyrir lok næsta árs. Hjá Fjarskiptasjóði er nú verið að leggja lokahönd á útboðsgögn fyrir þau svæði þar sem talinn er markaðsbrestur, þ.e. þar sem fjarskiptafyrirtæki á mark- aði sjá sér ekki hag í eða fært að veita þjónustu. Samkvæmt upplýs- ingum blaðamanns er stefnt að því að auglýsa útboðið upp úr næstu mánaðamótum. Ekki liggur enn ljóst fyrir hversu stór útboðssvæðin verða, þ.e. hvort boðin verða út færri og stærri svæði eða fleiri og minni. Samkvæmt markmiðum fjar- skiptaáætlunar samgönguráðherra 2005-2010, sem samþykkt var á Al- þingi árið 2005 var gert ráð fyrir að allir landsmenn ættu að njóta há- hraðatengingar og stefnt að því að þeir sem óskuðu fengju aðgang fyrir lok þessa árs. Eftir því sem blaða- maður kemst næst hefur þetta hins vegar tafist sökum þess að meiri vinna reyndist að kortleggja þjón- ustuþörfina en ráð hafði verið fyrir gert, en sú vinna er m.a. unnin í nánu samstarfi við sveitarfélögin í landinu. Um milljarður eftir af Símapen- ingunum til háhraðaverkefnis Að sögn Jóhannesar Tómassonar, upplýsingafulltrúa samgöngu- ráðuneytisins, eru á bilinu 10-12 fjar- skiptafyrirtæki hérlendis sem þjóna vilja háhraðaóskum landsmanna á markaðsforsendum. Segir hann þessi fyrirtæki hafa áform um að þjónusta um 99% heimila í landinu, en 1% heimila eða alls um þúsund heimili, heyra undir svæði þar sem talinn er markaðsbrestur og þar kemur Fjarskiptasjóður inn í mynd- ina. Eins og kunnugt er ákvað rík- isstjórnin haustið 2005 að verja 2,5 milljörðum króna af söluverði Sím- ans til þess að byggja upp far- símakerfi og háhraðatengingar á landsbyggðinni auk þess að koma á stafrænu sjón- og hljóðvarpi. Miðað við þau verkefni sem Fjarskiptasjóð- ur er þegar búinn að kosta á sviði farsímakerfisins og dreifingu út- varps- og sjónvarpssendinga um gervihnött er þegar búið að nota eða eyrnamerkja 1,5 milljarða króna af Símapeningunum, þannig að gera má ráð fyrir að um milljarður sé eftir til að kosta háhraðaútboðið. Háhraða- net fyrir alla 2008 Fjarskiptasjóður er að leggja lokahönd á útboðsgögnin Háhraðanet Fyrir alla landsmenn. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ERLEND lántaka heimilanna í landinu hefur færst gríðarlega í vöxt á undanförnum þremur ár- um og var í september komin í 108 milljarða króna en aukningin á fyrstu níu mánuðum ársins nam 57,6%. Af þessum 108 milljörðum fóru 25,2 millj- arðar til íbúðalána. Skýringin á áhuga heimilanna á erlendum lánum er einföld: þessi lán bera lægri vexti en innlendu lánin. Erlendu lánin eru óverðtryggð en nær öll lán sem fólk tekur til fasteignakaupa hér á landi eru verðtryggð. Sá sem tekur erlent lán til íbúðakaupa greiðir í dag 4-5,5% nafnvexti, en sá sem tekur venjulegt íbúðalán hjá bönkunum greiðir hins veg- ar um 12% vexti þegar tekið hefur verið tillit til vaxta og verðtryggingar. Athyglisvert er að skoða samanburð á óverð- tryggðum erlendum húsnæðislánum sem Glitnir er að bjóða. Ef þetta lán er tekið í íslenskum krón- um ber það 15,75% vexti. Ef lánið er hins vegar tekið í erlendri mynt er það með 5,67% vöxtum. Hafa ber hins vegar í huga í þessu samhengi að talsverð gengisáhætta fylgir erlendu lánunum. Sveiflur á gengi krónunnar geta vissulega leitt til þess að höfuðstóll lánsins lækki, en þær geta einn- ig leitt til hækkunar á höfuðstól og þar með þyngri greiðslubyrðar. Til dæmis má nefna að gengi krónunnar var mjög sterkt í lok árs 2005 en nokkr- um vikum síðar fór það að falla og féll á tveimur mánuðum um 28%. | 14 Erlend lán heimilanna eru komin í 108 milljarða króna Heildarupphæð erlendra lána hækkaði um 57,6% á fyrstu níu mánuðum ársins EINBEITINGIN skín úr hreyf- ingum Bríetar, Helgu Bjarkar og Heiðbjartar þegar þær æfa sig af kappi á ísnum. Enda mikið í húfi þar sem Norðurlandamót í list- hlaupi á skautum verður haldið á Íslandi í febrúar á næsta ári. Stelp- urnar eru í Skautafélagi Reykjavík- ur og keppa í Novice-flokki, sem er flokkur unglinga upp í 14 ára, og eiga allar möguleika á að keppa á Norðurlandamótinu. Íslendingar geta sent þrjá skautara í þessum flokki og er keppnin hörð þar sem fjórtán stúlkur keppa um þau sæti. Þarna eru sannkallaðar prins- essur á ferð og af tilburðunum að dæma er viðbúið að þær séu skauta- drottningar framtíðarinnar. Morgunblaðið/Ómar Fagleg tilþrif á ísnum Glæsilegar prinsessurnar eru skautadrottningar framtíðarinnar Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is NÝTT félag þriggja sveitarfélaga um orkuauðlindir á Suðurnesjum hefur verið í undirbúningi undanfar- ið og stofnun þess verður að öllum líkindum tilkynnt fyrir hádegi í dag. Það eru sveitarfélögin Grindavík, Hafnarfjörður og Vogar sem hafa átt í viðræðum en með stofnun félagsins má segja að þau séu að snúa bökum saman og slíðra sverðin í deilum sem hafa staðið yfir um jarðhitaréttindi. Vinnuheiti félagsins er Suðurlindir Nýtt félag um orkuauðlindir í undirbúningi á Suðurnesjum Ólafur stjórnvöld hafa gefið bæjar- félaginu langt nef en hann kynnti jafnframt mótvægisaðgerðir þar sem markaðssetningu verður beint að fyrirtækjum „sem þurfa orku og landsvæði“, en að hans mati koma ál- ver ekki til greina. M.ö.o. vill Grinda- víkurbær ráða því í hvað orka af svæði bæjarins fer. Nýja orkuauðlindafélagið getur styrkt stöðu Grindavíkurbæjar tölu- vert, sem og hinna sveitarfélaganna, og um leið munu orkufyrirtæki þurfa að ná samningum við nýja félagið um mögulegar framkvæmdir. og mun það ráða yfir meirihluta framtíðarvinnslusvæðis fyrir háhita á Suðurnesjum. Orkuauðlindirnar verða því alfarið í opinberri eigu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins nýtur félagið víðtæks, póli- tísks stuðnings í sveitarfélögunum, frá fulltrúum allra flokka. Orkufyrirtæki semji við félagið Talsverðar óánægju hefur gætt í Grindavík þar sem bæjarfélagið hafi orðið útundan í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar eftir niðurskurð þorskkvóta og kom það m.a. fram í máli Ólafs Ö. Ólafssonar, bæjar- stjóra Grindavíkurbæjar, á þingi Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum sl. laugardag. Í samtali við Víkurfréttir sagði Í HNOTSKURN » Sveitarfélögin Grindavík,Hafnarfjörður og Vogar hafa átt í viðræðum um stofn- un félagsins. » Með því snúa þau bökumsaman og slíðra sverðin í deilum. REIKNA má með því að á næstunni verði ein- hver lækkun á verði fasteigna „á erfiðari sölu- stöðum“, segir Jón Guðmundsson hjá Fast- eignamarkaðnum, en breytingar á íbúðalána- vöxtum og ummæli forsætisráðherra hafa orðið til þess að dregið hefur úr eftirspurn eftir fast- eignum. Talið er að erfiðast verði að selja íbúðir sem standa við ystu mörk byggðarlaga. „Menn spá því að þegar komið verður fram undir 2009 verði fasteignaverð í sömu krónutölu og í árs- byrjun 2007,“ segir Jón. | 4 Einhver lækkun á „erfiðum sölustöðum“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.