Morgunblaðið - 15.11.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 15.11.2007, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Gísla Árnason gisliar@mbl.is JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í gær úrbætur á lög- um um málefni langveikra barna, sem sett voru árið 2006. Úrbótunum er ætlað að koma betur til móts við aðstæður foreldra langveikra barna, en meðal breytinga er tekjutenging greiðslna til foreldra á vinnumarkaði og að foreldrar lang- veikra barna geti fengið aðstoð óháð atvinnu- þátttöku. Jóhanna sagði að eftir að lögin voru sett á síð- asta ári hefðu komið í ljós ýmsir gallar á þeim. Hópi langveikra bauðst ekki fjárhagsaðstoð, m.a. foreldrum barna sem greindust með langvinnan sjúkdóm áður en lögin voru sett. Greiðslur þóttu lágar, 95.700 krónur á mánuði, og takmörk voru á því hve lengi foreldrar áttu rétt á þeim. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir tvískiptu kerfi, annars vegar vinnumarkaðstengdu og svo fé- lagslegu. Vinnumarkaðstengda kerfið er hannað með hliðsjón af lögum um fæðingarorlof og nema greiðslur 80% af launum en hámarksfjárhæð er 648.250 krónur. Foreldri sem verið hefur á vinnumarkaði í þrjá mánuði á rétt á tekjutengd- um greiðslum í þrjá mánuði og er sá tími fram- lengjanlegur um þrjá mánuði í alvarlegum til- fellum. Í félagslega hluta kerfisins er lagt til að greiðslur til fólks sem ekki hefur af einhverjum ástæðum tekið þátt í atvinnulífinu verði hækk- aðar, og verða afnumin takmörk á því hve lengi foreldrar langveikra barna geta fengið greiðslur. Gert er ráð fyrir að grunngreiðslur hækki úr 95.700 í 130.000 krónur á mánuði en við bætast greiðslur vegna barna yngri en átján ára og sér- stakar barnagreiðslur fyrir einstæða foreldra. Þannig getur einstætt foreldri langveiks barns með þrjú börn á framfæri undir átján ára aldri átt rétt á allt að 198.698 krónum á mánuði. Sigur fyrir fjölskyldur langveikra barna Ragna Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Um- hyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, sagðist á blaðamannafundinum fagna frumvarp- inu og það væri mikill sigur fyrir fjölskyldur langveikra barna sem margar hverjar lentu í fjárhagsvandræðum þegar launaumslögin hættu að berast. Sagði hún breytingarnar marka tíma- mót í tíu ára baráttu félagsins fyrir réttindum. Litið er á greiðslurnar sem ígildi atvinnutekna og eru þær því skattskyldar. Þær koma hins veg- ar til viðbótar öðrum greiðslum sem fjölskyldur langveikra barna fá, t.d. frá stéttarfélögum og úr sjúkrasjóði og skerðast ekki þótt foreldri fái aðr- ar greiðslur vegna veikindanna. Úrbætur vegna gallaðra laga Komið til móts við aðstæður foreldra langveikra barna Morgunblaðið/Árni Sæberg Veik Mörg langveik börn og fjölskyldur þeirra þurfa að dveljast á Barnaspítala Hringsins. Morgunblaðið/Ómar Útför Guðmundar Jónssonar ÚTFÖR Guðmundar Jónssonar söngvara var gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í gær. Séra Cecil Har- aldsson jarðsöng, Óperukórinn söng sem og Karlakór Reykjavíkur en Diddú söng einsöng með honum og Jón Stefánsson lék undir. Þá lék Gunnar Kvaran á selló. Kistuna báru úr kirkju Haraldur og Jón Þór Þorvarðarsynir, Jón Axel Pét- ursson, Njörður P. Njarðvík, Guð- laugur Kristinn Óttarsson, Björg- ólfur Þorsteinsson, Guðmundur Kristjánsson og Loftur Erlingsson. LÖGREGLURANNSÓKN er hafin á heimasíðunni skapari.com þar sem rekinn er áróður fyrir kynþáttastefnu og vegið að æru nafngreinds fólks. Íslensku forsetahjónin eru meðal þeirra sem síðuhaldari ræðst á með grófum hætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk nýlega tilkynningu um síðuna og hóf þá rannsókn. Er sjónum meðal annars beint að þeim sem bera ábyrgð á síðunni og vista hana. Verið er að rannsaka hvort efni síðunnar kunni að varða við hegningarlög þar sem fangelsisrefsing liggur við æru- meiðingum og því að smána fólk á grundvelli kynþáttar þess og lit- arháttar. Á umræddri síðu er hakakross nasista birtur ítrekað og honum skeytt inn á mynd af íslenska þjóðfánanum. Lögregla rannsakar vef kynþáttahatara Vegið að æru forsetahjónanna og fleiri HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt mann á þrítugsaldri í 9 mánaða fangelsi fyrir að hóta lögreglumanni líkamsmeiðingum og kýla hann. Fram kemur í dómn- um að maðurinn var árið 2005 dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og rauf hann skil- orð þess dóms með brotinu. Maðurinn var farþegi í bíl sem lögreglan stöðvaði við eftirlit í Reykjavík í ágúst 2005. Fram kem- ur í dómnum að ökumaður bílsins hafi verið mjög æstur og í ann- arlegu ástandi og því hafi lög- reglumennirnir ákveðið að færa hann í handjárn. Farþeginn hafi þá orðið enn æstari og farið út úr bílnum og að lögreglubílnum. Einn lög- reglumaður hafi reynt að róa manninn niður en án árangurs. Sannað þótti að ákærði hefði sleg- ið lögreglumanninn í vanga og eyra. Litið var til alvöru brotsins og þess að ákærði hafði áður verið sakfelldur af ákæru fyrir stór- fellda líkamsárás. Símon Sigvaldason héraðsdóm- ari dæmdi málið. Dæmdur fyrir ofbeldi gegn lögreglu GANGANDI vegfarandinn sem varð fyrir bíl á Nýbýlavegi á mánu- dagskvöld liggur mikið slasaður á gjörgæsludeild Landspíta að sögn læknis en er þó ekki hafður í önd- unarvél. Jeppi skall á manninum á mótum Valahjalla og Nýbýlavegar með þeim afleiðingum að maðurinn kastaðist tugi metra. Þá liggur annar maður enn á gjörgæsludeild eftir bílslys á Suð- urlandsvegi á laugardag. Hefur hann gengist undir aðgerðir á spít- alanum og er í öndunarvél. Líðan hans er óbreytt. Á gjörgæslu eftir bílslys GENGIÐ hefur verið frá nýju sam- komulagi um norsk-íslenzku síldina fyrir árið 2008 á fundi strandríkj- anna sem nú fer fram í London. Samkvæmt samkomulaginu verður heildarkvótinn 1.518.000 tonn, en í hlut Íslands munu koma 220.262 tonn. Eftir samkomulag aðild- arþjóðanna um veiðarnar hefur kvóti Íslands aldrei verið meiri. Þessi niðurstaða um heildarafla byggist á stofnmati Alþjóða- hafrannsóknaráðsins (ICES) og langtíma nýtingarstefnu sem strandríkin gerðu samkomulag um árið 1999. Norsk-íslenzki síld- arstofninn er í góðu ástandi og er áætlað að stærð hrygningarstofns sé um 12 milljónir tonna. Fisk- veiðiráðgjafarnefnd ICES skilaði ráðgjöf í október síðastliðnum og samkvæmt þeirri ráðgjöf hefði heildaraflinn orðið 1.266.000 tonn. Strandríkin funduðu síðar í mán- uðinum og skiptu með sér þessum ráðlagða afla. Síðar kom í ljós að útreikningarnir sem ráðgjöfin byggðist á voru rangir. Útreikning- arnir hafa nú verið leiðréttir og byggist samkomulagið á leiðréttu niðurstöðunni. Aukinn síldarkvóti JÓN Sen fiðluleikari lést að kvöldi 4. nóvem- ber síðastliðins á Vífils- stöðum, 83 ára að aldri. Jón fæddist á eyjunni Amoy í Kína 9. febrúar 1924 og ólst þar upp til þrettán ára aldurs. Hann er sonur Kwei- Ting Sen (1894-1949), rektors við háskólann í Amoy og síðar prófess- ors við háskólann í Shanghai, og Oddnýjar Erlendsdóttur Sen (1889-1963) frá Álftanesi, síðar kenn- ara í Reykjavík. Jón fluttist með móður sinni og systur til Íslands árið 1937 eftir inn- rás Japana í Kína og hóf nám við Menntaskólann í Reykjavík og Tón- listarskólann í Reykjavík, en þaðan útskrifaðist hann árið 1945. Hann vann fyrir sér með því að taka ljós- myndir og tók meðal annars myndir á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum ár- ið 1944. Hann fór í framhaldsnám í fiðluleik við The Royal Academy of Music í London og settist að í Reykjavík að loknu námi. Hann var í strengjakvartett Björns Ólafssonar fiðluleikara og síðar í Íslensk-amer- íska kvartettinum en með honum fór hann í tónleikaför um landið árið 1958. Ári síðar fór hann í tónleikaför ásamt kvartettinum til Bandaríkjanna. Jón spilaði í Út- varpshljómsveitinni sem síðar varð Sinfón- íuhljómsveit Íslands og starfaði þar allan sinn starfsaldur. Hann gegndi starfi konsert- meistara um tveggja ára skeið og var annar konsertmeist- ari þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1984. Hann kenndi jafnframt fiðluleik í Tónlistarskólan- um í Reykjavík um árabil. Jón starfaði sem rafeindavirki samhliða starfi sínu í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og framleiddi fyrstur Íslendinga þrjú þúsund sjónvarps- tæki sem nefndust SEN-tæki á ár- unum 1960-1970. Hann rak fyrirtæki með fjarskiptabúnað sem hét Raf- eindatæki til ársins 2002. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Björg Jónasdóttir. Þau eiga fjögur börn, Þóru Sen, Oddnýju Sen, Jónas Sen og Jón Hai Hwa Sen. Jón Sen Andlát SKIPULAGSRÁÐ Reykjavíkur- borgar samþykkti í gær breytingar á innra fyrirkomulagi hins nýja Apó- teks bars í Austurstræti 16 sem nú hefur verið breytt úr veitingastað í skemmtistað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulagsráði sátu hjá við afgreiðslu málsins og telja þá breytingu sem þarna er að eiga sér stað „á einu mik- ilvægasta horni miðborgarinnar ekki farsæla,“ segir í bókun þeirra. „Starf- semi og þjónusta sem hefði tryggt að húsið væri opið almenningi á daginn hefði verið mun æskilegri í þessu merka húsi í hjarta Reykjavíkur. Borgaryfirvöld virðast hins vegar ekki hafa lagalegar forsendur til að synja umsókn um rekstur nætur- klúbbs á þessum stað og í ljósi þess sitja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við afgreiðslu málsins.“ Lögreglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu bíður enn eftir umsögnum ýmissa lögbundinna umsagnaraðila vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir staðinn en Garðar Kjartansson, rekstraraðili Apóteks, segist samt vera með rekstrarleyfi. Það sé rekstr- arleyfið sem fylgdi staðnum þegar hann tók við honum. Greitt sé fyrir leyfi fyrir eitt ár í senn og verði eig- endaskipti á miðju tímabili, gangi nýr eigandi inn í gildandi rekstrarleyfi og sæki um nýtt þegar tími er kominn til. Staðurinn var opnaður um síðustu helgi og segir Garðar að fjarlægðar hafi verið filmur úr glugga að beiðni borgaryfirvalda. Apótek fær blessun borgar Í HNOTSKURN »Sjálfstæðismenn í skipulags-ráði eru ekki hrifnir af næt- urklúbbi þar sem áður var veit- ingastaðurinn Apótekið. Telja þeir að æskilegra væri að þar væri starfsemi sem opin væri al- menningi á daginn. »Húsið teiknaði Guðjón Sam-úelsson húsameistari og var það meðal fyrstu bygginga sem hann teiknaði hérlendis. Var það reist á árunum 1916-1917 og flutti Reykjavíkurapótek í það 1930.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.