Morgunblaðið - 15.11.2007, Síða 15

Morgunblaðið - 15.11.2007, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 15 ALÞINGI 0 1  2 -  2 3   4   & 2 1  2 -  2 3   4   & 3 1  2 -  2 3   4   & 1  2 -  2 3   4   &  #+! .,+. %%0+/ 1+! %%+0 %".+, $+% .+$ !$+. #+1 "+. !0+% ,-% )/" )/& (0& &*5 &./ &5- 5. -- "/ &&* &&& &/" .    /,$ /.$ /!$ /$$ !1$ !,$ !.$ !!$ !$$ & 5& !!$ !$$ %1$ %,$ %.$ %!$ %$$ 1$ ,$ %1$ %,$ %.$ %!$ %$$ 1$ ,$ .$ !$ %,$ %.$ %!$ %$$ 1$ ,$ .$ !$ $    1       6# 14  7    #$$ .#$ .$$ /#$ /$$ !#$ !$$ %#$ %$$ #$ $ *)' ' *5' '**' '*&' '*/' ' *(' ' *)' ' *5' '**' '*&' '*/' ' *(' ' 6 ' 7' 8) & 9 0 -  :  ;  2 -  :  ; -  :  ;  # 4# .$. /.% < < !1% < < /0% <  $ 51 6 ')78 4  )    %$/+! ) ' '& ( '& &  (   %!    :     /"! & 5& ( 9 !1% & 5& (  + ) /0% & 5& ( #  2&     =      0 #  51  '  4  )    %%"+$ ) ( '& &   .# & (   !$$" 8 ' )  %$1+, ) ' # ( %1/ & 5& ) %+% ) '  ( %.1 & 5&    *)' ' *5' '**' '*&' '*/' ' *(' '  14  14 .     14   84 HEILDARAFLINN í október var 98.263 tonn. Það er átta þúsund tonnum meiri afli en var í október 2006, þá var aflinn 90.278 tonn. Meiri afli í ár skýrist af tæplega 15 þúsund tonna aukningu síldarafla milli ára. Á móti kemur minni afli í þorski og kolmunna þannig að verðmæti aflans miðað við fast verð jókst ekki milli ára í sama mæli og aflinn. Botnfiskaflinn í október 2007 var 37.886 tonn en aflinn var 40.870 tonn í október í fyrra. Þorskaflinn var tæplega fjögur þúsund tonnum minni í nýliðnum október en í sama mánuði árið áður eða 11.716 tonn á móti 15.327 tonnum í fyrra. Afli ann- arra botnfisktegunda var áþekkur aflanum í október 2006 nema ýsuafli jókst í ár. Aflinn fór úr ríflega 8.000 tonnum í fyrra í rúmlega 11.000 tonn núna. Landað var rúmlega 34 þúsund tonnum af norskíslenskri síld í októ- ber 2007 en aflinn í október í fyrra var rúmlega 19 þúsund tonn. Afli Suðurlandssíldar var rúmlega 24 þúsund tonn í nýliðnum október sem er nánast sami afli og í október 2006. Heildarafli íslenskra skipa á árinu var orðinn 1.214 þúsund tonn í lok október 2007. Það er rúmlega 68 þúsund tonnum meiri afli en á sama tíma á síðasta ári þegar heildaraflinn janúar-október var 1.145 þúsund tonn. Aukning í afla milli ára stafar af meiri loðnu- og makrílafla í ár. – Afli fyrstu tveggja mánaða fisk- veiðiársins 2007/2008 var 149.247 tonn sem er 38 þúsund tonnum minni afli en fyrstu tvo mánuði síðasta fisk- veiðiárs. Mun minna hjá smábátum Þegar búnar eru 10 vikur af fisk- veiðiárinu er þorskafli krókaafla- marksbáta rúmum tvö þúsund tonn- um minni en á sama tímabili á sl. ári. Alls er þorskaflinn nú 2.718 tonn en var 4.912 tonn á sama tímabili í fyrra, hefur minnkað um 45%, sam- kvæmt úttekt á heimasíðu LS. Ýsuaflinn er nánast sá sami milli ára, var samkvæmt bráðabirgðatöl- um Fiskistofu kominn í 5,547 tonn sl. föstudag 9. nóvember, sem er 82 tonnum minna en í fyrra. Aflamarksskip önnur en togarar eru á svipuðu róli og krókaafla- marksbátarnir, þorskaflinn helmingi minni nú en á sama tíma í fyrra, en ýsuaflinn 420 tonnum meiri sem er aukning um 5% á milli ára. Þessar tölur eru töluvert frábrugðnar afla togara í sömu tegundum. Hjá þeim hefur þorskurinn minnkað um 28% en ýsuaflinn aukist um 86%, var kominn í 7.119 tonn þegar 10 vikur voru liðnar af fiskveiðiárinu. Meira af síld í október Þorskafli minnkaði mikið frá því í fyrra eða um 4.000 tonn /   9  ; <  7 = 011    6'  '!# > 2!'!# <  23% +4 5 # ,)! &5')(" .'/*- -'"&( *'*-. -')&" (,"# (*'.&" &0'(/* *'0&0 '"  '!,))# &&'"&- &&'&(" -'"(" )'-)- *'-./ "(,#(( (*'/.- )*'"5) 5-* #!)  ! 6    1    # % !     ' ÚR VERINU YFIR hundrað manns nýttu sér boð Samtaka syk- ursjúkra um blóðsykursmælingu í Alþingishúsinu í gær. Þingmenn og ráðherrar röðuðu sér nokkuð snyrtilega á normalkúrfuna og voru hvorki með hærri né lægri blóðsykur en gengur og gerist. Nokkrir fengu þó viðvörun en sérfræðingarnir á staðnum sögðu að svo væri alltaf þegar mælingar eru gerðar á svo stórum hópi. Morgunblaðið/Sverrir Álíka sætir og venjulegt fólk Flutnings- jöfnunarstyrkir Björgvin G. Sig- urðsson iðnaðar- ráðherra ætlar að beita sér fyrir því að fleiri landshlut- ar en Vestfirðir eigi kost á tímabundn- um flutningsjöfn- unarstyrkjum. Þetta kom fram í svari hans við fyr- irspurn Birkis J. Jónssonar, Framsókn, á þingi í gær. Ráðherra sagði áætlanir um 150 milljóna króna framlag til Vestfjarða til jöfnunar flutningskostnaðar vera vísi að frekari flutningsjöfnunarstyrkj- um til landsbyggðarinnar og að kom- ið yrði á fót starfshópi til að fara yfir þau mál. Birkir Jón fékk einnig já- kvætt svar við annarri fyrirspurn sinni varðandi flutningssjóð olíuvara en Björgvin sló út af borðinu fyrirætl- anir um að leggja sjóðinn niður og sagði að fyrst þyrfti að fara fram heildstætt mat á áhrifum þess. Þungur fjölpóstur Endurvinnsla og sorp var rætt á Al- þingi í gær en Siv Friðleifsdóttir, Framsókn, vildi fá svör frá umhverf- isráðherra um mögulegar áætl- anir til að auka ábyrgð þeirra sem dreifa fjölpósti á kostnaði við söfn- un og förgun á pappír. Siv sagði 176 kíló af pappír hafa komið inn á hvert heimili árið 2006 og hafði jafnframt áhyggjur af því að Íslandspóstur byði ekki lengur upp á gula miða með ósk um að fá engan fjölpóst. Þórunn Sveinbjarnardóttir tók undir áhyggjur Sivjar og boðaði skipun starfshóps sem ætti að skoða heild- stætt hvernig væri hægt að standa að því að kalla til ábyrgðar þá sem standa að pappírsflóðinu. Þórunn gerði einnig athugasemdir við það fyrirkomulag að dýrara sé fyrir heim- ilin að endurvinna en að kasta öllu sorpi í eina tunnu. Grænu tunnurnar eru nefnilega dýrari en þær svörtu. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 10:30 í dag og m.a. verða til umræðu skýrslur Um- boðsmanns Alþingis og Ríkisend- urskoðunar. Björgvin G. Sigurðsson Siv Friðleifsdóttir ÁRNI Johnsen hefur ásamt þing- mönnum fjögurra flokka lagt fram þingsályktunar- tillögu þess efnis að Háskóli Ís- lands stofni pró- fessorsembætti kennt við Jónas Hallgrímsson með vörn og sókn fyrir íslenska tungu og ljóðrækt að meginmark- miði. „Um þessar mundir á íslensk tunga undir högg að sækja og rót- grónar stofnanir á Íslandi hafa meira að segja látið sér detta í hug að setja erlenda tungu í fremstu víg- línu tungutaks Íslendinga við hlið ís- lenskunnar. Við slíku verður að sporna af lífs og sálar kröftum því sjálfstæði Íslands kann að vera í húfi,“ segir í greinargerð þar sem Jónas er sagður sá maður sem hvað fegurst hefur ritað á íslenska tungu. Jónasar prófessors- embætti Sá sem fegurst hefur ritað á íslensku Árni Johnsen Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is LÖG varðandi nettælingu og notkun tálbeita í baráttu gegn barnaníðing- um þurfa að vera skýrari, að mati Ágústs Ólafs Ágústssonar, þing- manns Samfylkingarinnar. Hann lagði tvær fyrirspurnir varðandi þessi mál fyrir dómsmálaráðherra á Alþingi í gær og vísaði til þess að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði ekki talið gögn úr fréttaskýringar- þættinum Kompási næga sönnun fyrir ásetningi um að fremja kyn- ferðisbrot. Mennirnir sem voru ákærðir höfðu mælt sér mót við þáttagerðarmennina og héldu að um þrettán ára gamla stúlku væri að ræða. Ágúst Ólafur sagði greinilega leika vafa á því hvort tilraunar- ákvæði almennra hegningarlaga næði yfir nettælingu og að þá þyrfti að breyta lögunum. Hann velti því einnig upp hvort heimildir lögreglu til að nota tálbeit- ur í baráttunni gegn barnaníðingum væru nógu rúmar. „Með því að heim- ila notkun tálbeitna í þessum til- tekna málaflokki værum við að auka rétttarvernd barna til muna,“ sagði Ágúst Ólafur en áréttaði að það ætti að vera lögreglan sem notaði tálbeit- ur en ekki fjölmiðlar. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sagðist telja rétt að bíða nið- urstöðu Hæstaréttar í Kompásmál- inu og benti á að ríkissaksóknari hefði með því að gefa út ákæru talið unnt að bregðast við nettælingu á grundvelli núgildandi laga. „En ef það kemur í ljós að svo er ekki þá er nauðsynlegt fyrir okkur […] að taka upp í okkar lög ákvæði sem gera slíkt athæfi refsivert.“ Björn sagði Ríkissaksóknara gefa út fyrirmæli um notkun tálbeitna og að í væntanlegu frumvarpi til laga um meðferð sakamála væri gert ráð fyrir að þannig yrði það áfram. Ágúst Ólafur vildi hins vegar ganga lengra og fá ákvæði um notkun tál- beitna í þessum málaflokki í lög. Vill skýrari lög í baráttunni gegn barnaníðingum Í HNOTSKURN » Dómsmálaráðherra sagðií grein í Morgunblaðinu 5. júlí sl. að kæmust dómstólar að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að refsa fyrir net- tælingu á grundvelli 20. gr. al- mennra hegningarlaga væri nauðsynlegt að bregðast við með nýju lagaákvæði. »Héraðsdómur Reykjavíkurhefur sýknað þrjá menn fyrir tilraun til kynferðisbrots í svonefndu Kompásmáli en því hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. ÞETTA HELST …

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.