Morgunblaðið - 15.11.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 15.11.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 17 Don Meyer frá Seattle í Bandaríkjunum mun á morgun halda námskeið um systkini fatlaðra og langveikra barna í Skriðu, Kennaraháskóla Íslands. Námskeiðið er á vegum Umhyggju í samstarfi við Systkinasmiðjuna, Kennaraháskóla Íslands, Barnaspítala Hringsins og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Dagskrá: 08.30 - 09.00 Móttaka og skráning þátttakenda. 09.00 - 10.30 Sérstaða og tækifæri systkina frá sjónarhóli fagfólks. 10.30 - 10.50 Kaffihlé 10.50 - 12.00 Sérstaða og tækifæri systkina frá sjónarhóli fagfólks. 12.00 - 12.30 Hádegishlé 12.30 - 13.00 Móttaka og skráning þátttakenda. 13.00 - 14.30 Sérstaða og tækifæri systkina frá sjónarhóli foreldra og annarra aðstandenda. 14.30 - 14.50 Kaffihlé 14.50 - 16.00 Sérstaða og tækifæri systkina frá sjónarhóli foreldra og annarra aðstandenda. Námskeiðsgjald er aðeins 1.500 kr. Don Meyer er stofnandi og stjórnandi The Siblings Support Project í Seattle, sem nær yfir öll ríki Bandaríkjanna. Hann stjórnar fræðslusmiðjum um málefni systkina langveikra og fatlaðra barna fyrir foreldra og fagfólk í Bandaríkjunum og Kanada og hefur gefið út margar bækur um þetta málefni og haldið fyrirlestra og námskeið víða um heim. Systkini fatlaðra og langveikra barna Háaleitisbraut 13 • 108 Reykjavík • Sími 552 4242 • www.umhyggja.is Spennandi og fróðlegt námskeið á morgun, föstudag A R G U S 0 7 -0 7 5 8 HAGVAXTARTÖLUR í ríkjum Afríku, sunnan Sahara, nálgast nú meðaltal annarra ríkja en þær hafa undanfarna þrjá áratugi verið mun lakari. Þetta vekur vonir um sigur í baráttunni við fátækt og sjúkdóma. Afríka á uppleið VÍSINDAMENN hafa klónað fóst- urvísi úr apa í fyrsta sinn en það markar tímamót enda gefur það vísbendingu um að hægt verði að gera hið sama með mannsfrumur og nota við læknisrannsóknir. Tímamót í klónun HUGO Chavez, forseti Venesúela, lýsti því yfir í gær að hann hefði fyrirskipað allsherjar úttekt á sam- skiptum við Spán – í kjölfar þess að Jóhann Karl Spánarkonungur sagði Chavez að „halda kjafti“ á fundi í Chile um sl. helgi. AP Chavez Gleymir ekki svo glatt. Versnar enn MIKIÐ öngþveiti ríkti í sam- göngum Frakka í gær eftir að sam- tök lestarstarfsmanna efndu til verkfalls vegna áforma Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta um um- bætur á lífeyriskerfinu. Minna en fjórðungur lesta landsins gekk og aðeins 90 af 700 hraðlestum, svo- nefndum TGV-lestum. Fólk átti því erfitt með að komast leiðar sinnar. AP Lestarlaus Þessi sýndi þolinmæði. Samgöngur lamaðar RANNSÓKN bandarísku alríkislög- reglunnar (FBI) á framgöngu mála- liða hjá Blackwater í Bagdad í sept- ember bendir ekki til að þeir hafi haft nokkurt tilefni er þeir skutu fjórtán Íraka til bana. Ekkert tilefni Lahore. AFP. | Pakistanska lögreglan hand- tók í gær frægasta krikketspilara landsins fyrr og síðar, Imran Khan, og ákærði fyrir brot á lögum um varnir gegn hryðjuverk- um. Khan, sem fór fyrir landsliði Pakistans í krikket er það vann heimsmeistaratitil árið 1992, hafði verið í felum eftir að hann krafðist þess að Pervez Musharraf, forseti Pakistans, yrði hengdur eftir að hann setti neyðarlög í landinu, 3. nóvember sl. Khan, sem fer fyrir litlum stjórnmálaflokki, var handtekinn eftir að hann tók þátt í mót- mælaaðgerðum námsmanna í Lahore. „Ég kom hingað í háskólann til að fara fyrir námsmönnum sem hafa skömm á ólögleg- um gjörðum einræðisherrans Musharrafs,“ sagði Khan er hann var dreginn á brott. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa með yfirlýsingum sínum hvatt fólk til að grípa til vopna og fyrir að útbreiða hatur. Reuters Þjóðhetja Imran Khan (t.v.) ásamt námsmönnum við háskólann í Lahore áður en hann var handtekinn í gær og leiddur á brott. Þjóðhetja handtekin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.