Morgunblaðið - 15.11.2007, Side 19

Morgunblaðið - 15.11.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 19 NORSKI ljósmyndarinn Ove Aalo fékk norskan styrk til dvalar á Skriðuklaustri árið 2006. Hann sýnir nú afrakstur dvalar sinnar í Nor- ræna húsinu en sýningin var einnig sett upp í Galleríi Klaustri á Skriðu- klaustri. Aalo er þekktastur heima fyrir sem portrettljósmyndari, nokk- uð sem einnig kemur fram á sýning- unni hér þótt í óvenjulegu formi sé. Aalo myndar íslenskt landslag líkt og fleiri gestir, hann tekur eftir óvenjulegum litbrigðum húsa og byggir myndir sínar markvisst upp. Viðfangsefnið er þekkt og erfitt að koma með nýtt sjónarhorn á t.d. Dyrhólaey, en yfir myndunum hvílir ákveðin dulúð sem bendir til að ljós- myndarinn hafi hrifist af viðfangs- efni sínu. Aðal sýningarinnar er þó frumleg og sterk myndröð af kind- um, hér stekkur portrettlistamaður- inn fram með fína takta, hann nær svipbrigðum og andlitsfalli kindanna á þann máta að loks um síðir fær maður skilið hvernig bændur geta þekkt hundruð kinda með nafni. Það er ánægjulegt að sjá óvænt sjónar- horn á það sem kunnuglegt er og hér tekst Ove Aalo ágætlega upp. Norræna húsið hefur staðið að ágætum sýningum á árinu þótt lítið fari fyrir þeim en ekki ríkti mikið líf í sýningarsalnum þegar ég skoðaði sýningu Aalo, það er spurning hvort hér mætti eitthvað lífga upp á starf og kynningu. Andlitsfall íslenskra kinda MYNDLIST Norræna húsið Til 25. nóvember. Opið þri. til sun. frá kl. 12-17. Aðgangur ókeypis. Ljósmyndir, Ove Aalo Ragna Sigurðardóttir Kind Ljósmyndar svipbrigði kinda. KRISTÍN Scheving er ef til vill þekktust hérlendis fyrir menningar- framtak sitt á Austurlandi þar sem hún rekur menningarsetrið Slátur- hús, en hefur einnig verið fram- kvæmdastjóri Menningarmiðstöðvar Austurlands og stjórnandi kvik- mynda- og myndbandahátíðar sömu- leiðis á Austurlandi. Hún er lærð í myndbandslist, hljóðlist og kvik- myndalist og hefur bæði sýnt verk sín og starfað sem sýningarstjóri og kennari. Í anddyri Norræna hússins hefur Kristín sett upp sýningu á ljósmynda- verkum, sett fram áprentuð í formi lít- illa málverka sem raðað er á vegginn í þyrpingum. Verkið býður upp á línu- legan lestur en einnig er hægt að nálgast það óskipulega. Hér koma saman nokkrir þræðir; bernskuleikir í ljósi og skugga, barnamálverk, gömul kona við störf í sveit, litir og ljós. Ung kona við tölvu eða í borgarumhverfi tekur á sig ímynd sögumanns en í sýn- ingarskrá skrifar Kristín um að í verkinu horfi hún til baka. Önnur mó- tíf eru ljós, birta og litir og síðan reipi og hringir, eins og til að undirstrika tengslin við upprunann sem aldrei rofna. Svarthvítt myndband undir- strikar margrætt eðli heimþrár, þar sem kona hleypur í snjó en reipi held- ur henni fastri svo hún hleypur í sömu sporum – römm er sú taug. Ljósmyndir Kristínar eru í frá- sagnarstíl og lestur verksins byggist á að skoða eina af annarri, þó í hvaða röð sem verða vill. Hver áhorfandi skapar sína sögu, en frásögn Krist- ínar nær að fanga mann líkt og kvik- mynd þar sem framvindan byggist á hinu ósagða og henni tekst ágætlega að skapa sammannlegan sannleik úr persónulegri reynslu. Frásögn í myndum MYNDLIST Anddyri Norræna hússins Til 30. nóv. Sýningar í anddyri opnar virka daga 8-17 og 12-17 um helgar. Aðgangur ókeypis. Rythmi – Kristín Scheving Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Ómar Frásögn „Ljósmyndir Kristínar eru í frásagnarstíl og lestur verksins bygg- ist á að skoða eina af annarri, þó í hvaða röð sem verða vill. “

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.