Morgunblaðið - 15.11.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.11.2007, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 21 AKUREYRI Smáralind Sími 554 3960 Kringlan Sími 533 4533 Nýtt í Temp Majeur lúxuslínunni Teins Majeur er lúxusfarði frá Yves Saint Laurent. Teint Majeur inniheldur m.a sólvörn 18, ver húðina gegn áreiti, og gefur henni mikinn raka. Teint Majeur inniheldur einnig virk efni s.s. Gandoderma Lucidum sem viðheldur æsku húðarinnar og nostra við hana, við allar aðstæður. Teint Majeur þekur einstaklega vel. Hygea Smáralind Jólalitir Yves Saint Laurent innihalda: • 2 glæsilega nýja Rouge Pur Shine varaliti og naglalökk í stíl • 4 glitrandi augnskugga, jólapalettu, kinnalit, og hjartamen með einum varalit og einu glossi. Dagana 15.,16. og 17. nóvember mun ráðgjafi frá Yves Sant Laurent kynna í Hygeu Smáralind, nýja og glæsilega jólaliti, ásamt Teint Majeur lúxusfarða. M b l 9 35 96 5 Fimmtudagur 15. nóvember Samvera eldri borgara kl. 15.00 Gestur samverunnar er Balvin Kr. Baldvinsson söngvari. Undirleikari Valmar Valjaots. Kaffiveitingar, helgistund og spjall að venju. GLERÁRKIRKJA ENN hefur verið ákveðið að breyta fyrirhuguðu skipulagi á íþróttasvæði Þórs í Glerárhverfi, en þar á að koma upp aðstöðu til keppni í frjálsíþrótt- um fyrir Landsmót UMFÍ 2009 og keppnisvelli í knattspyrnu fyrir Þór. Samningar þar að lútandi hafa þegar verið undirritaðir en þegar til átti að taka þótti skipulagið ekki henta. Keppnisvellir vestast Málið hefur verið til skoðunar undanfarið hjá verkefnisliði sem skipað er fulltrúum Þórs, Ung- mennafélags Akureyrar, Íþrótta- bandalags Akureyrar og Akureyrar- bæjar. Í gær náðist samstaða um að breyta uppröðun mannvirkja frá því sem áður hafði verið ákveðið, skv. upplýsingum Hermanns Jóns Tóm- assonar, formanns bæjarráðs, en hann er fulltrúi Fasteigna Akureyr- arbæjar í verkefnisliðinu. Gert var ráð fyrir því að frjáls- íþróttavöllur yrði á austurhluta svæðisins en knattspyrnuvöllur að vestan og áhorfendastúka þar á milli. Skv. ákvörðun fundarins í gær verð- ur stúkan hins vegar vestast á svæð- inu, síðan kemur frjálsíþróttavöllur og innan hans keppnisvöllur í knatt- spyrnu og austast verður æfinga- svæði fyrir knattspyrnu. Hermann Jón segir að með þessu móti nýtist svæðið mun betur til knattspyrnuæfinga, aðkoma áhorf- enda batni og stúkan nýtist fyrir áhorfendur á keppni beggja félaga. „Það er ekki verið að tala um stærri stúku en gert er ráð fyrir í nú- verandi samningi, en áhersla verður lögð á að byggja hana þannig að hún nýtist sem best. Breytt uppröðun á ekki að þýða aukinn kostnað þó ein- hverjir fjármunir færist hugsanlega á milli kostnaðarliða,“ segir hann. Enn er skipu- laginu breytt Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Breyting Keppt verður á hægra grassvæðinu og áhorfendastúka verður í brekkunni lengst til hægri. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÞRÁTT fyrir að ljósleiðari Símans frá Akureyri og austur á land liggi í gegnum hús Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði, hefur skólinn ekki möguleika á að greiða fyrir ADSL- tengingu þaðan, heldur þarf hann að greiða kílómetragjald fyrir teng- inguna frá Akureyri. Það kostar um 60 þúsund krónur á mánuði. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að bóndi í Dæli, ekki langt frá Stórutjörnum, gafst upp á biðinni eftir góðri net- tengingu og er að leggja ljósleiðara að bænum fyrir eigin reikning. Sveitarfélagið Þingeyjarsveit kaupir tveggja megabita tengingu frá Akureyri, sem notuð er í Stóru- tjarnaskóla, Litlulaugaskóla og á skrifstofu sveitarfélagsins á Laug- um. Bandbreiddin er margfalt minni en nauðsyn krefur, að sögn kennara sem hefur umsjón með tölvukerfi skólanna. Í húsnæði Stórutjarnaskóla er stafræn símstöð af fullkomnustu gerð í eigu Símans. Þar er ljósleið- arinn og frá læstu herberginu, þar sem þær græjur er að finna, eru 7 metrar að tölvustofu skólans. Það er vegna samkeppnissjónarmiða, skv. þeim upplýsingum sem forráðamenn skólans fá, sem þeir verða að greiða fyrir tenginguna alla leið frá Akur- eyri. „Við fengum þau svör hjá Síman- um að Póst- og fjarskiptastofnun hefði neitað fyrirtækinu um að leyfa okkur að njóta þeirrar sérstöðu að ljósleiðarinn liggur hér í gegnum húsið. Síminn má ekki veita okkur afslátt, vegna samkeppnissjónar- miða,“ sagði Jónas Reynir Helgason, kennari og umsjónarmaður tölvu- mála, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir það ekki tæknilega stórt vandamál að auka bandbreidd- ina verulega, en kostnaðurinn við það færi upp úr öllu valdi miðað við núgildandi fyrirkomulag. Talsmönn- um skólans og sveitarfélagsins þykir nóg um nú þegar. Kílómetragjald tímaskekkja „Við getum farið inn á algengar vefsíður eins og mbl.is. Um daginn reyndi ég að sýna börnunum kennslumynd af vef Námsgagna- stofnunar en það gekk ekki vegna þess hve bandbreiddin er lítil. Mynd- in hökti og stoppaði svo. Við hefðum hugsanlega getað horft á myndina ef netið hefði hvorki verið í notkun í Litlulaugaskóla né á skrifstofu sveit- arfélagsins, en það er ekki gott að þurfa að treysta á það,“ sagði Jónas Reynir í gær. Ólafur Arngrímsson skólastjóri að Stórutjörnum og Jónas Reynir eru sammála um að hið svokallaða kíló- metragjald sé algjör tímaskekkja. „Ef við hugsum okkur nettenging- arnar eins og þjóðvegakerfið þá væru bara vegir á stöku stað á land- inu ef það væri sambærilegt. Ástandið er auðvitað algjörlega óvið- unandi. Dreifbýlið verður undir í baráttunni,“ segir Ólafur skólastjóri. Hann bætir við: „Frjálsræði í við- skiptum er vissulega ákveðinn afl- vaki í samfélaginu en arðsemissjón- armiðin gera upp á milli fólks. Arðsemishyggjan er afrakstur borg- arkjarna; hún gengur upp þar sem fjölmenni er mikið en ekki í fámenni. Þegar menn byggja upp samfélag verður ekkert jafnræði ef arðsemis- krafan verður ofaná.“ Ólafur og Jóns Reynir taka dæmi sem þeim þykir mjög lýsandi fyrir það óréttlæti sem þeim þykir við- gangast. „Það, að við skulum þurfa að borga svona mikið fyrir netteng- ingarnar, er eins og við þyrftum að greiða kílómetragjald þegar við fær- um suður til að eiga erindi við ein- hverja opinbera stofnun, en Reyk- víkingar þyrftu ekki að greiða það gjald vegna þess að þeir búa svo ná- lægt stofnuninni.“ Borga 60 þúsund fyrir 2 megabita tengingu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lok, lok og læs Jónas Reynir Helgason, kennari og tölvuumsjónarmaður í Stórutjarnaskóla. Á bak við þessar dyr er símstöð og ljósleiðarinn. Ljósleiðari við hlið tölvustofu en greitt er fyrir tuga km gagnaflutning Í HNOTSKURN »Markmið núgildandi sam-gönguáætlunar var að allir grunnskólar landsins yrðu í fyrra komnir með 10-100 megabita tengingu og árin 2007-2008 yrðu allir með 10-1.000 megabita tengingu. Bandbreiddin í Stórutjarna- skóla er nú 2 megabitar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.