Morgunblaðið - 15.11.2007, Side 27

Morgunblaðið - 15.11.2007, Side 27
nota í kokkteilber og svipaðar vörur úr kirsuberjum og það í tak- mörkuðu magni. Einnig má nefna sorbitól, sem er leyft án takmark- ana í öll matvæli sem nota má auk- efni í, nema drykkjarvörur, að sögn Jónínu Þ. Stefánsdóttur, matvæla- fræðings hjá Umhverfisstofnun. Ítarlegt áhættumat á aukefnum En hvaða lögmálum lúta reglur um aukefni? „Oft heyrist því fleygt að aukefni séu hættuleg. Sannleik- urinn er hins vegar sá að öll auk- efni fara í gegnum ítarlegt áhættu- mat með tilliti til áhrifa á heilsu fólks. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna hafa frá árinu 1956 starfrækt sameig- inlega vísindanefnd sérfræðinga sem hefur það hlutverk að meta ör- yggi aukefna. Niðurstöður hennar eru síðan notaðar í hinum ýmsu löndum til að setja reglur og einnig í alþjóðlega staðla og leiðbeiningar. Evrópusambandið byggir sínar reglur um notkun aukefna á áhættumati Matvælaöryggisstofn- unar Evrópu. Ísland er, samkvæmt EES-samningnum, skuldbundið til að taka upp reglur Evrópusam- bandsins og gilda þær jafnt um inn- lend sem um innflutt matvæli,“ seg- ir Jónína. Öll aukefni fá E-númer Öll aukefni fá ákveðið númer og í Evrópusambandinu fá þau merk- inguna „E“ fyrir framan númerið. Reglur um merkingu aukefna á um- búðum matvæla eru þannig að í innihaldslýsingu skal geta allra þeirra efna sem varan inniheldur. Aukefnin eru merkt annaðhvort með flokksheiti ásamt númeri eða flokksheiti ásamt viðurkenndu heiti. Til eru 23 flokksheiti sem lýsa til- gangi með notkun efnis, til dæmis sýra, litarefni og rotvarnarefni, en númer eða viðurkennt heiti segir til um hvaða efni er um að ræða. Ef aukefni eru unnin úr þekktum of- næmisvöldum, til dæmis úr mjólk, soja eða hveiti, þarf ofnæmisvald- urinn að koma fram í umbúðamerk- ingu, að sögn Jónínu. „Ofnæmi og óþol gegn aukefnum og ýmsum mat er vandamál, sem hrjáir bæði unga og aldna, en þó er það aðeins lítill hluti fólks sem verður fyrir slíkum áhrifum. Eina leiðin til að forðast þetta er að velja vörur sem ekki innihalda efna- sambönd sem hafa þessi áhrif.“ Litarefni voru fyrstu aukefnin sem fengu E-númer og var það árið 1962 þegar ESB setti reglur um hvaða litarefni mætti nota í mat- vælaframleiðslu. Undanfarin ár hef- ur verið deilt um litarefni af flokki asólitarefna. Af þeim má nefna tar- trasín (E-102), sunset yellow (E-110), asórúbín (E-122), amarant (E-123), ponceau 4R (E-124) og all- úra-rautt (E-129). Endurmat á öllum litarefnum Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) vinnur nú að því að meta framkvæmd og niðurstöður rann- sóknar sem gerð var í Bretlandi ný- lega varðandi áhrif blöndu litarefna og rotvarnarefnis á hegðunar- mynstur barna. Niðurstöðu er að vænta frá EFSA í lok janúar, en EFSA er nú að endurmeta öll lit- arefni og hafa asólitarefnin verið sett í forgang. Eina ráðið fyrir neytendur, sem vilja varast slík efni, er að lesa innihaldslýsingu matvæla og velja vörur eftir því. join@mbl.is Þetta er tólfta greinin af nokkrum í greinaflokki, sem er samstarfs- verkefni matvælasviðs Umhverf- isstofnunar og Morgunblaðsins. www.ust.is Öll aukefni fara í gegn- um ítarlegt áhættumat með tilliti til áhrifa á heilsu fólks. úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 27 Vetur 2007 Glæsilegur kvenfatnaður Ný sending (í sama húsi og Bílaapótek og NC Næs Connection) Hæðasmára 4 · Kópavogur · 555 7355 Ný ver slun Síðumúla 3 · Reykjavík · 553 7355 Nýtt kortatímabil Enn gætir eftirvæntingar hjá akureyrskri kvenþjóð (les: eiginkonu minni og dætrum) hvaða verslanir bætast við þegar Glerártorg tvöfaldast að stærð á næsta ári. Því er rétt að upplýsa að síðan um málið var síðast fjallað á þessum vettvangi hafa fjórar bæst við; tískuvöruversl- anirnar Sparkz, Focus og Sisley, auk þess sem gjafa- vöruverslunin Pottur og prik, sem nú er til húsa við Strandgötu, flyst í verslunarmiðstöðina. Meira síðar…    Haraldur Ingi Haraldsson, sem á sínum tíma var fyrsti forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, hefur tekið við sem forstöðumaður Iðnaðarsafnsins af stofnanda þess, Jóni Arnórssyni.    Áhugamenn um draugasögur athugið: Þór Sigurðsson safnvörður á Minjasafninu (einnig titlaður bassi, vegna radddýptar!) flytur þjóðlegar draugasögur í Gamla bæn- um í Laufási í kvöld kl. 20. „Takmarkað ljós, fólk sitjandi á rúmum eftir að hafa gengið um löng göng milli bað- stofu og útidyra, andaktugt um leið og það leggur hlustir við það sem sögumaður segir,“ segir í tilkynningu.    Lið MA fór með sigur af hólmi í spunakeppninni Leiktu betur á Unglist í Austurbæ í Reykjavík á dögunum. Kvöldið áður lagði MA lið FS að velli í ræðukeppninni Morfís og svo skemmtilega vill til að þrír úr ræðuliðinu voru einnig í spunaliðinu; Gísli Björgvin Gíslason, Gréta Kristín Ómarsdóttir og Valur Sigurðarson, en auk þeirra var í liðinu Anna Hafþórsdóttir. Í ræðuliðinu var, ásamt þremenningunum, Steinunn Guðný Ágústsdóttir.    Haft er eftir Vilhjálmi Bergmann Bragasyni, formanni skólafélags MA, að sigurliðið fái að launum ferð til Vín- arborgar í maí í vor, en þar fer fram spunakeppni liða úr evrópskum skólum.    Íslensku dívurnar koma fram á tónleikum í Glerárkirkju 6. desember kl. 20.30. Uppselt varð á fáeinum klukku- stundum og nú hefur verið ákveðið að tvennir tónleikar verði þennan dag; aukatónleikarnir verða kl. 18. Dív- urnar eru Margrét Eir, Hera Björk, Heiða Ólafs og Reg- ína Ósk.    Staða kvennaíþrótta á Akureyri, vandi – vonir – vænt- ingar, er umfjöllunarefni á Súpufundi dagsins í Hamri, félagsheimili Þórs. Hann hefst að vanda kl. 12 og stendur til kl. 13 og frummælendur eru fulltrúar kvennaíþrótta í bænum. „Er jafnrétti í íþróttum? Eru konur betri en menn (í íþróttum)?“ er spurt í tilkynningu. Svör við því fást kannski á fundinum í dag...    Friðrik G. Olgeirsson les í dag upp úr nýrri bók sinni um skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi á Amtsbóka- safninu og hefst handa kl. 17.15. Bókin heitir Snert hörpu mína eftir upphafsorðum þekkts ljóðs skáldsins. Bókin kemur út um helgina þannig að þeir sem koma í dag fá forskot á sæluna. Það er vel við hæfi að fyrst sé lesið úr bókinni á þessum stað því Davíð var m.a. amts- bókavörður á Akureyri 1925–1951. Safnið var reyndar ekki á sama stað, en annað mál er það.    Bæjarfulltrúar VG hafa áhyggjur af fyrirhuguðum sam- runa Sparisjóðs Norðlendinga við BYR. Fulltrúarnir tveir, Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir, lögðu á bæjarstjórnarfundi í fyrradag fram tillögu að ályktun þar sem þeim áhyggjum er lýst en hún hlaut dræmar viðtökur. Tveir greiddu tillögunni atkvæði, fimm voru á móti en fjórir sátu hjá við afgreiðsluna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Best Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri er besta skíðakona Íslands; kannski besti skíðamaður landsins. Hana ber örugglega á góma á Súpufundinum. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.