Morgunblaðið - 15.11.2007, Page 31

Morgunblaðið - 15.11.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 31 TIL hvers er Jöfnunarsjóður sveitarfélaga? Flestir virðast álíta hann jöfnunartæki til að jafna að- stöðumun sveitarfélaga. Staða sveit- arfélaga í landinu er afar misjöfn. Sum hver eru rekin með miklum halla á meðan önnur skila góðum af- gangi. Niðurstaða ársreiknings seg- ir þó ekki alltaf alla söguna um rekstur sveitarfélaga. Mörg þeirra, sérstaklega þau minni, hafa ekki getað staðið undir hefðbundnu við- haldi fasteigna, gatna o.fl. Það er jafnvel þannig að skuldastaðan er viðunandi en tekjurnar fara allar í lögbundin verkefni og annað situr á hakanum. Um árabil hefur ríkið átt í viðræðum við sveitarfélög um tekju- stofna og flutning þeirra frá ríki til sveitarfélaga. Þessar viðræður hafa skilað litlu en þó hafa sérstök auka- framlög verið veitt í sjóðinn og yf- irlýst markmið að taka á vanda þeirra sveitarfélaga sem verst standa. Tilvist jöfnunarsjóðs skiptir þannig hluta sveitarfélaga og íbúa þeirra miklu máli. Í ár var þetta aukaframlag 1.400 m.kr. og hafði hækkað um 700 m.kr. á milli ára. Ráðgjafanefnd jöfn- unarsjóðsins og stjórn Sambands sveitarfélaga lögðu fram tillögur að reglum um það hvernig skipta ætti þessu framlagi sem félagsmálaráð- herra síðan staðfesti. Þessar reglur hafa lítið með jöfnun að gera. Þær jafna vissulega aðstöðumun sumra sveitarfélaga en alls ekki þeirra sem verst standa. Þannig fá sveit- arfélögin Tálknafjörður, Vest- urbyggð, Skagaströnd og Bolung- arvík minna framlag nú en á síðasta ári þrátt fyrir að helmingi meira sé til úthlutunar. Önnur stærri og sterkari sveitarfélög fá hins vegar verulega hækkun framlags. Hér er á ferðinni mikið óréttlæti. Sveitarfélög þar sem íbúum hefur fækkað undanfarin ár og út- svarsþróun hefur í besta falli staðið í stað fá minna í ár þegar framlagið er tvöfaldað. Rök um að önnur sveit- arfélög standi verr halda ekki því eins og áður kom fram eru það sterkari sveitarfélög sem fá mestu hækkunina. Sveitarfélög með fleiri en 1.000 íbúa fá öll hærra framlag í ár – nokkur þeirra fá verulega hækkun t.d. Ísafjarðarbær (139%), Skagafjörður (600%), Húnaþing vestra (252%) og Dalvíkurbyggð (119%). Íbúa- og útsvarsþróun í þessum sveitarfélögum er umtals- vert betri en hjá þeim sveit- arfélögum sem fengu lægri úthlutun í ár en í fyrra. Óhjákvæmilega vakna margar spurningar um verklag og ákvarð- anatöku. Hvort ekki hafi verið reikn- að hvaða áhrif þessi ákvörðun hefði á einstaka byggðir? Óréttlætið kallar á spurningar um hvort samsvörun sé á milli þeirra sveitarfélaga sem koma vel út úr ákvörðunartökunni og þeirra sem ákvörðun tóku. Nið- urstöðurnar eru þess eðlis að slíkar spurningar vakna – órökstuddar, kannski ósanngjarnar en áleitnar. Ef ekki væri búið að banna reyk- ingar í opinberum byggingum myndi klisjan um reykfyllt bakherbergi og ákvarðanatöku koma upp í hugann. Við umræðu um þá ákvörðun að verðlauna sérstaklega þau sveit- arfélög sem hafa sameinast frá 1984 hafa einnig vaknað spurningar um tilgang og markmið jöfnunarsjóðs- ins og Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Hefur einhvern tímann verið sett sú stefna að framfylgja skuli áhuga á samein- ingu sveitarfélaga með Jöfnunarsjóði? Eru ráðuneyti sveit- arstjórnarmála og Samband íslenskra sveitarfélaga tilbúin að gefa út yfirlýsingu um þá stefnu svo íbú- ar viti að hverju þeir ganga þegar þeir taka þátt í lýðræðislegri kosningu um sameiningarmál? Líta fyrrgreindir aðilar svo á að verð- launafé til „hinna þóknanlegu“ sé stuðningur við lýðræðið? Eru ekki öll sveitarfélög jöfn fyrir stjórn- endum Sambands íslenskra sveitar- félaga hvort sem íbúar þar hafa ákveðið að hafna sameiningarkosn- ingum eða ekki? Á vettvangi sveitarstjórnarmála er um þessar mundir mikið rætt um fjármálareglur sveitarfélaga. Miðað við beiska reynslu minni sveitarfé- laga af ákvörðunum innan stjórnar Sambands sveitarfélaga er því miður ekki hægt að vera bjartsýn á að fjár- málareglur verði sanngjarnar þegar kemur að minni sveitarfélögum. Til- hneigingin virðist vera að miða allar ákvarðanir við sveitarfélög með íbúatölu á bilinu 1.000 til 5.000 íbúa. Með því verða ekki aðeins utanveltu lítil sveitarfélög heldur einnig þau stóru. Þessu verður að breyta. Rödd allra sveitarfélaga á landinu þarf að heyrast á vettvangi þeirra – svo ein- falt er það. Jöfnunarsjóður á villigötum? Grímur Atlason og Magnús B. Jónsson skrifa um úthlutanir úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga » Sveitarfélög, þarsem íbúum hefur fækkað undanfarin ár og útsvarsþróun hefur í besta falli staðið í stað, fá minna í ár þegar framlagið er tvöfaldað. Grímur Atlason Grímur Atlason er bæjarstjóri Bol- ungarvíkur en Magnús B. Jónsson sveitarstjóri Skagastrandar. Magnús B. Jónsson NÝR meirihluti hefur nú setið í Reykjavík í nokkrar vikur. Eftir því sem borgarstjóri lýsti yfir við myndun hans stendur hann fyrst og fremst vörð um almannahags- muni, en borgarstjóri sagði jafn- framt að málefnasamningur kæmi fram á næstu dögum. Stefna borgarstjórnar Reykja- víkur varðar okkur öll. Hver er hún? Hvar er þessi málefnasamn- ingur? Hver er stefna borgarinnar í samgöngumálum, t.d. hvað varðar staðsetningu Reykjavík- urflugvallar og nýtingu Vatns- mýrarinnar? Hver er stefna borgarinnar í málefnum leikskóla, sbr. yfirlýs- ingar flokkanna um gjaldfrjálsan leikskóla? Hver er stefna borgarinnar í auðlindanýtingu og orkusölu Orkuveitu Reykjavíkur? Borgarstjóri vill verða metinn af verkum sínum. Er það ekki hlutverk stjórnmálamanna að segja kjósendum fyrir hvað þeir standa? Hafa ekki allir stjórn- málamenn almannahagsmuni að leiðarljósi? Borgarstjóri er lagður af stað í leiðangur. Hvert er ferðinni heit- ið? Ólöf Nordal Hver er stefnan? Höfundur er alþingismaður. Í DAG mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenda Íslensku gæðaverðlaunin (ÍGV) fyrir árið 2007. Verðlaunin eru samstarfsverkefni Stjórnvísi, forsætisráðuneytisins, Háskóla Ís- lands og VR og eru nú veitt í ní- unda sinn. Markmið ÍGV er að veita fyrirtækjum og stofnunum viðurkenn- ingu fyrir stjórn- unarhætti sem ein- kennast af framúrskarandi ár- angri og gæðum þjón- ustu og að hvetja jafnframt til þess að sett séu skýr mark- mið og reglulegt mat lagt á árangur og gæði á öllum sviðum starfsemi þeirra. EFQM-líkanið ÍGV byggja á skipulegu mati með evrópska árangurslík- aninu sem kennt er við EFQM (The European Foundation for Quality Manage- ment). Félagið sem stendur að líkaninu var stofnað á níunda áratugnum af 14 leið- andi fyrirtækjum í Evrópu í því skyni að styrkja evrópsk fyr- irtæki til aukinnar samkeppnisfærni. Ljóst er að fyrirtæki og stofnanir, óháð atvinnugrein, stærð eða upp- byggingu þurfa að búa yfir stjórn- skipulagi til þess að ná árangri. EFQM-líkanið hefur reynst vera áhrifaríkt verkfæri í því skyni og getur nýst: Sem verkfæri við sjálfsmat sem mælir hve langt á veg fyrirtæki eru komin til þess að teljast í fremstu röð, jafnframt því að meta styrkleika þeirra og leita lausna til þess að þróa starfsemina enn frek- ar. Sem verkfæri til að þróa framtíð- arsýn og markmið á mælanlegan og áþreifanlegan hátt. Til að greina grundvallaratriði í starfseminni og skilja tengsl þeirra. Til að skilgreina ferli sem auð- veldar forgangsröðun verkefna, ráðstöfun auðlinda og þróun áætl- ana. Mat með EFQM samanstendur af níu flokkum og er frammistaða metin út frá svonefndum fram- kvæmda- og árangursþáttum. Gefin er einkunn fyrir hvern þátt og hafa þeir mismunandi vægi. Fram- kvæmdaþættirnir eru fimm: For- ysta, stefnumörkun, starfs- mannastjórnun, samstarf og innri þættir og verkferlar. Í árangurs- þáttunum er litið til ánægju neyt- enda, ánægju starfsmanna og leit- ast við að meta samfélagslegan árangur ásamt rekstrarárangri. Ánægja neytenda er sá þáttur sem mest vægi hefur. Líkanið gefur þannig mynd af því hve árangursrík starfsemin er og veitir starfsmönnum dýrmæta vitneskju um hvar þurfi að end- urskipuleggja og ná betri árangri. Gert er ráð fyrir að starfsmenn taki ríkan þátt í öflun upplýsinga og greiningu þeirra til þess að upp- lýsingarnar séu sem raunhæfastar. Það stuðlar einnig að áhuga starfs- manna og árangri fyrirtækisins. EFQM-líkanið er notað víða um Evrópu og gerir þeim fyr- irtækjum sem nota það hér á landi kleift að bera sig saman með samræmdum hætti við erlend fyrirtæki og stofnanir. Matsferli ÍGV Notkun EFQM- líkansins er í raun sjálfsmat stjórnenda og annars starfsfólks fyrirtækis eða stofn- unar í því skyni að gaumgæfa ofangreinda þætti með fyrirfram skilgreindum hætti. Matið er ekki byggt á tilviljanakenndu hug- lægu mati heldur á skipulegum aðferðum sem hvíla á fræði- legum grunni og ára- langri reynslu. EFQM- líkanið er notað sem grundvöllur einkunn- argjafar til ÍGV. Matsferli ÍGV stendur að jafnaði frá vori fram í byrjun vetrar. Fyrirtæki og stofnanir geta sótt um að taka þátt í því og er áhersla lögð á fjöl- breytni umsækjenda. Ferlið er lær- dómsríkt og gefandi og veitir þeim sem í hlut eiga dýrmætt tækifæri til að meta stöðu sína. Til að koma til álita til verðlauna þurfa fyrirtæki að leggja fram nið- urstöður úr sjálfsmati samkvæmt EFQM-líkaninu. Sérþjálfaðir mats- menn sannreyna síðan niðurstöður sjálfsmats þeirra sem komast í lokaáfangann. Að lokum velur stjórn ÍGV verðlaunahafa sam- kvæmt niðurstöðum matsnefnda. Merki ÍGV eykur veg og virð- ingu þeirra er þau hljóta og gefur þeim þannig færi á að bæta enn frekar ásýnd sína og efla starfsemi sína eða viðskipti. Mannauðsþing Í dag kl. 13.00 stendur Stjórnvísi fyrir mannauðsþingi þar sem at- hyglinni er beint að þeim þáttum sem ráða för þegar fólk leitar sér vinnu, sem og hvað hefur áhrif á starfsaldur lykilstarfsmanna í fyr- irtækjum og stofnunum. Leitast verður við að svara spurningum um þær kröfur sem lykilstarfs- menn gera, hvernig hægt er að laða þá til starfa og halda þeim. Ígrundaðar verða forsendur mis- munandi fyrirtækja og stofnana sem starfa í einkageiranum og op- inbera geiranum til þessa viðfangs- efnis. Að loknum fyrirlestrum fá þátt- takendur á þinginu tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum í því skyni að dýpka skilning og efla um- ræður. Hér er því um afar áhuga- vert þing að ræða og hvet ég alla sem láta sig mannauðsmál varða til að koma og hlýða á og taka þátt í áhugaverðum umræðum. Að þinginu loknu eða um kl. 16.30 hefst athöfn þar sem mennta- málaráðherra mun afhenda Ís- lensku gæðaverðlaunin fyrir árið 2007. Að því búnu býður Stjórnvísi gestum þingsins ásamt öðrum sem láta sig þessi mál varða að njóta léttra veitinga. Íslensku gæða- verðlaunin 2007 Þór G. Þórarinsson skrifar í tilefni verðlauna- afhendingarinnar Þór G. Þórarinsson »MarkmiðÍGV er að veita fyrirtækj- um og stofn- unum við- urkenningu fyrir stjórn- unarhætti sem einkennast af framúrskarandi árangri og gæð- um þjónustu. Höfundur er formaður stjórnar Ís- lensku gæðaverðlaunanna. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞEGAR bankarnir hófu að lána til húsnæðiskaupa á lægri vöxtum en Íbúðalánasjóður gat boðið greip þjóðina kaupæði. Húsnæðisverð hækkað gífurlega á skömmum tíma, sérstaklega á höfuðborg- arsvæðinu og þéttbýlisstöðum í ná- grenni þess sem og á Akureyri. Bankarnir buðu ekki bara lægri vexti heldur líka 100% lán sem í fyrstu virtist koma kaupendum til góða a.m.k meðan íbúðaverð hækk- aði umfram vísitölu. Um hríð var allt í sóma, allir undu glaðir við sitt um stund, en síðan fór að síga á ógæfuhliðina. Til að gera langa sögu stutta þá fór verðbólgan langt umfram áætlanir Seðlabankans og hófst nú kapphlaup bankans við að hækka stýrivexti til að hægja á verðbólgunni. Þegar bankarnir sáu síðan að þeim tækist ekki markmið sín, þ.e. að koma Íbúðalánasjóði af markaðinum og sitja einir að kjöt- kötlunum fóru þeir að draga í land. Lægra lánshlutfall, hærri vextir, uppgreiðslugjald og svo mætti lengi telja. Nýjasta útspil bankanna er síðan að skilyrða yfirtöku kaupenda íbúða af lánum, sem eru fjár- mögnuð frá bönkunum, við að greiða vexti í samræmi við hvað bankarnir bjóða á hverjum tíma til íbúðakaupa og ef kaupandinn er ekki í viðskiptum við bankann, þá greiðir hann a.m.k 1% stigi hærri vexti en ella. Til að gæta sanngirni gagnvart bönkunum skal tekið fram að lántakanum, að upp- runalega láninu, er heimilt að flytja það milli eigna, en það er annar handleggur. Hinsvegar þykir mönnum það skjóta skökku við þegar horft er til þess að rökstuðn- ingur bankanna fyrir uppgreiðslu- gjaldi er m.a. sá að bankinn tæki langtímalán til að fjármagna íbúða- lánin og þyrfti sjálfur að greiða uppgreiðslugjald ef hann ætlaði að greiða upp fjármögnunarlán sitt fyrir gjalddaga, ef honum væri á annað borð heimilt að greiða lánið upp. Því spyr maður: Af hverju þarf bankinn 2% stigum hærri vexti af láni sem hann lánaði á 4,15% vöxtum í upphafi og hafði sjálfur tekið fjármögnunarlán fyrir á 3 til 3,5% vöxtum eða eitthvað svoleiðis? Af hverju er bankinn að ná sér í hærri vexti af lánum sem hann hefur ágætan vaxtamun af nú þegar? BENEDIKT GUÐMUNDSSON, Fögrusíðu 1a, 603 Akureyri Íbúðalán og bankarnir Frá Benedikt Guðmundssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.