Morgunblaðið - 15.11.2007, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 15.11.2007, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 49 Bara að vera saman skiptir máli þótt við séum ekki að gera neitt sérstakt, það þarf ekki að vera neitt skipulagt. www.midi.is/www.hhh.is Miðasölusími: 555 2222 K V E N F É L A G I Ð G A R P U R O G H A F N A R F J A R Ð A R L E I K H Ú S I Ð K Y N N A Sýning á morgun - Síðasta sýning! Ath. Sýningin er ekki ætluð börnum yngri en 14 ára Ekki er hleypt inn í sal eftir að sýningin hefst Þrennir útgáfutónleikar  Í eina tíð héldu hljómsveitir út- gáfutónleika en fóru svo í kjölfar- ið í tónleikaferðalag um landið. Nú til dags halda hljómsveitirnar marga útgáfutónleika víðsvegar um landið. Ein slík er hljómsveitin Bloodgroup sem sigraði Airwa- ves-hátíðina í ár ef svo asnalega má að orði komast, og landaði samningi við AWAL-fyrirtækið um útgáfu á plötunni Sticky Situa- tions á iTunes. Hinn efnislegi gripur er hins vegar kominn út hér á landi og heldur sveitin af því tilefni þrenna útgáfutónleika; Á Organ í Reykjavík í kvöld. Á Græna hattinum á Akureyri annað kvöld og þriðju tónleikarnir fara fram á Herðubreið á Seyðisfirði á laugardaginn. Allir tónleikarnir hefjast kl. 22 og miðaverð er 1.000 krónur. Forsala miða er á midi.is Hollendingurinn fljúgandi  Hollendingar virðast af ein- hverjum sökum vera mjög fram- arlega í danstónlistinni og nú á föstudag er væntanlegur hingað til lands Thijs de Vlieger úr dans- tónlistarsveitinni Noisia. Vlieger kemur fram á Breakbeat.is-kvöldi á Organ og má fastlega búast við mikilli dansveislu. Noisia er lík- lega þekktust fyrir að hafa endur- hljóðblandað Robbie Williams og Pendulum en sveitin hefur á und- anförnum misserum spilað jafn- hendis „drum & bass“, „breakz“ og „house“-tónlist. Ásamt Noisia munu fastasnúðar Breakbeat.is, Kalli og Gunni Ewok, manna plötuspilarana á Organ og halda uppi stuðinu. Aðgangseyrir: 1.000 kr. fyrir kl. 01. 500 kr. eftir kl. 01. Kl. 10 segir Bó, gó!  MasterCard-forsala á tvenna aukatónleika Björgvins Halldórs- sonar helgina 8. og 9. desember, hófst með miklum látum klukkan 10 í gærmorgun. Samkvæmt til- kynningu seldust þeir 1.500 miðar sem í boði voru, upp á 10 mínútum og því ljóst margir vilja hringja inn jólin með Bó. Í dag kl. 10 hefst almenn sala á hvora tveggju aukatónleikana. Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki er neinn möguleiki á að bæta við fleiri aukatónleikum, þannig að í dag er um að ræða allra síð- asta tækifæri fólks til að tryggja sér miða. Miðasala fer fram á midi.is, í verslunum Skífunnar í Reykjavík og verslunum BT á landsbyggðinni. Aðeins er selt í númeruð sæti. TÓNLISTARMOLAR» AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.