Morgunblaðið - 15.11.2007, Side 50

Morgunblaðið - 15.11.2007, Side 50
50 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MATT Damon reyndi að hafna titl- inum Kynþokkafyllsti núlifandi karl- maðurinn sem bandaríska tímaritið People magazin kaus að veita hon- um. Þegar hann hafnaði heiðrinum efldust menn í trúnni og sögðu tals- menn blaðsins að það væri einmitt auðmýkt leikarans úr Bourne- kvikmyndaþríleiknum sem gerði hann svona aðlað- andi. „Þið hafið aukið stórlega við sjálfsálitið hjá öldr- uðum úthverfa- pabba,“ sagði hinn 37 ára gamli Dam- on um titilinn. Damon hefur ómótstæðilega kímnigáfu og auð- mýkt sem bræðir hjörtu, sagði í um- fjöllun People um málið. Damon er giftur og á árs gamla dóttur, Isabellu, með konu sinni, Lu- ciönu Bozan og hann er stjúpfaðir 9 ára stúlku. Vinir Damons, George Clooney, Brad Pitt og Ben Affleck, hafa allir hlotið þennan titil.Matt Damon Damon er kynþokkafyllstur HEIMSKAUTALÖNDIN mán- uðinn í kringum vetrarsólstöður eru gósentími fyrir blóðsugur og önnur illfygli sem þola ekki dagsbirtuna. Augljós staðreynd sem er nýtt í fyrsta skipti í vampírumyndinni 30 Days of Night, sem beðið var með nokkrum spenningi á þessum bæ, þar sem handritshöfundarnir eru ekki af verri endanum; David Niles (28 Days Later) og Stuart Beattie (Pirates of the Caribbean). Leik- stjórinn hefur einnig gert athygl- isverða hluti, á m.a. að baki Hard Candy (2006), áhrifaríka mynd um glæpafól sem eru á hvers manns vörum, barnaníðinga sem nota mögu- leika netsins til að komast í tæri við fórnarlömbin. 30 Days of Night gerist í smábæn- um Burrow í Alaska, sem á að vera nokkuð norðan við heimskautsbaug. Heimskautanóttin er að leggjast yfir með öllum sínum drunga og hinum skelfilegustu afleiðingum því um leið og sólin tekur sér mánaðarlangt vetr- arfrí fer á stjá ófögnuður hinn versti af vampírutoga. Lögreglustjórinn í plássinu Eben Oleson (Hartnett), á í nægu basli með Stellu konu sína (George), þegar við bætist dríslaher sem sest um íbúana, drepur og étur. Það er enginn stíll yfir blóðsug- unum hans Niles og Slade hefur skapað skrítna mynd um fyr- irbrigðið, subbulega og sundurslitna líkt og fórnarlömb innrásarinnar. Mánuður nátta er fyndin í aðra rönd- ina (sérstaklega Huston í hlutverki vampírunnar Marlows, sem Eben tekst að koma undir mannahendur), en tætingsleg og lítið að gerast á milli átakaatriðanna. Sá ágæti mann- skapur sem kemur að verkinu veldur nokkrum vonbrigðum en leikararnir eru fjallbrattir og óhætt að mæla með þessu undarlega afbrigði blóð- sugugreinarinnar þó hún standi 28 Days Later langt að baki þó grunn- hugmyndin sé snjöll. Sól, sól, viltu skína á mig sem fyrst KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: David Slade. Aðalleikarar: Josh Hartnett, Melissa George, Danny Huston, Ben Foster. 90 mín. Nýja Sjá- land/Bandaríkin 2007. 30 Days of Night  Sæbjörn Valdimarsson Mánuður nátta „30 Days of Night gerist í smábænum Burrow í Alaska, sem á að vera nokkuð norðan við heimskautsbaug,“ segir í m.a í dómnum. - Kauptu bíómiðann á netinu - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Lions for Lambs kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára Lions for Lambs kl. 5:45 - 8 - 10:15 LÚXUS Balls of Fury kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára Dark is Rising kl. 3:45 - 5:50 B.i. 7 ára Heartbreak Kid kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 4 - 6 Good Luck Chuck kl. 8 B.i. 14 ára Resident Evil kl. 10:10 B.i. 16 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 4 Mr. Woodcock kl. 6 - 8 - 10 Síðasta sýn. Balls of Fury kl. 8 - 10 B.i. 7 ára Ævintýraeyja IBBA kl. 6 m/ísl. tali Sími 564 0000Sími 462 3500 Lions for Lambs kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára This is England kl. 6 - 8 - 10 Rouge Assassin kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára Superbad kl. 5:30 - 10:40 B.i. 12 ára Good Luck Chuck kl. 5:40 B.i. 14 ára * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Ver ð aðeins 600 kr. Ve rð a ðeins 600 kr . Með íslensku tali Gríðarstór gamanmynd með litlum kúlum! „...prýðileg skemmtun sem ætti að gleðja gáskafull bíógesti...!“ Dóri DNA - DV Stórkostleg ævintýra- mynd í anda Eragon. eeee - H.J. Mbl. eeee - T.S.K., 24 Stundir BÚÐU ÞIG UNDIR STRÍÐ SVAKALEG SPENNA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA Hættulega fyndin grínmynd! Sannkölluð stórmynd með mögnuðum leikurum. HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" www.forlagid.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.