Morgunblaðið - 15.11.2007, Page 55

Morgunblaðið - 15.11.2007, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 55 X E IN N IX 0 7 10 0 11 Þi´n vero¨ld Innrétting á mynd er Murano, sem kemur í móhvítu, aski og grábláu. ...þar sem þinn draumur verður að veruleika Inn X Innréttingar bjóða upp á stílhreinar og sérlega notendavænar ítalskar innréttingar. Þarlendir sérfræðingar, með eldheita ást á matargerð hafa náð fullkomnun í aðlögun eldhúsumhverfis að þörfum þeirra sem njóta þess að elda - og borða góðan mat. Gæðin eru ótvíræð, en þó er það verðið sem kemur mest á óvart. Komdu í glæsilegan sýningarsal okkar að Dalvegi 10-14 og leyfðu hönnuðum okkar að aðstoða þig við að setja saman draumaeldhúsið þitt. Þín veröld - veldu Inn X Innrettingar Dalvegi 10-14 • 200 Kópavogur Sími 577 1170 • Fax 533 1127 • www.innx.isSÖNGKONAN og lagahöfundurinn Shakira var virkilega flott þegar hún mætti á sýningu á myndinni Love in the Time of Cholera á AFI kvikmyndahátíðinni í Hollywood. Reuters Flott í tauinu Á dreglinum Dustin Hoffman mætti með konu sinni, Lisu Gottsegen. Leikarar Natalie Portman með meðleikara sínum Jason Bateman. Drottning Ungfrú alheimur frá Japan, Riyo Mori, fékk að fljóta með á frumsýningu. Reuters Flott Natalie Portman var máluð og geidd eins og stjörn- urnar í gamla daga. Stjörnur á frumsýningu ÞAÐ voru stórstjörnur sem mættu á frumsýningu myndarinnar Mr. Mag- orium’s Wonder Emporium í New York síðastliðinn sunnudag. HLJÓMSVEITIN The Verve er staðráðin í að vera eitt aðalnúmerið á Glastonbury tónlistarhátíðinni á næsta ári. Breska rokkbandið, sem tilkynnti í sumar að þeir væru að koma saman aftur eftir nokkurra ára hvíld, segir að þeir einir geti mögulega hrist almenni- lega upp í tón- leikahátíð- argestum með sönnu rokki og róli. „Það yrði sorglegt ef við fengjum ekki að vera aðal- númerið á Gla- stonbury,“ sagði aðalmað- urinn og söngvarinn í bandinu, Rich- ard Ashcroft. Ásamt honum skipa The Verve gítarleikarinn Nick McCabe, bassaleikarinn Simon Jon- es og trommarinn Pete Salisbury. Ashcroft segir hljómsveitina hafa snúið sér að þyngra rokki en áður í nýjustu lögunum. Bandmeðlimir segja að nýjasti diskur þeirra komi út um jólin. Þeir hefja sex daga tónleikatúr um Bret- land í Nottingham þann 11. desem- ber. Plata þeirra, Urban Hymns, sem kom út 1997 naut mikilla vin- sælda en á henni er að finna nokkur lög sem slógu í gegn, svo sem „Bit- ter Sweet Symphony“ og „The Drugs Don’t Work“. The Verve lagði upp laupana árið 1999 eftir að stirt samband band- meðlimanna Ashcroft og McCabes sprakk í loft upp. The Verve aftur af stað Hljómsveit The Verve á árum áður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.