Morgunblaðið - 22.11.2007, Síða 2

Morgunblaðið - 22.11.2007, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is F Y R IR F Ó L K S E M G E R IR K R Ö F U R KRINGLUNNI / SMÁRALIND TILBOÐ samstarfsaðila íslensku orkufyrirtækj- anna, Geysir Green Energy og Reykjavík Energy Invest, First Gen Corp. á Filippseyjum, í filipps- eyskt orkufyrirtæki reyndist það sem hæst var og verulega hærra en næstu tilboð, en tilboð voru opn- uð í gær. Gert er ráð fyrir að liggja muni fyrir í dag hvaða tilboði verður tekið, en samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins eru líkur til þess að íslensku fyrirtækin dragi sig til baka, þar sem þeim þykir það verð sem boðið var of hátt. Tilboðið sem Geysir Green Energy (GGE) og Reykjavík Energy Invest (REI) stóðu að ásamt fil- ippseyska félaginu First Gen Corp. í filippseyska orkufélagið PNOC Energy Development var það hæsta sem barst, að sögn þarlendra stjórnvalda. Hljóðaði tilboðið, sem var í 60% hlut ríkissjóðs Fil- ippseyja, upp á 58,5 milljarða pesóa, jafnvirði tæp- lega 85 milljarða króna, en lágmarksverð ríkisins var rúmir 45 milljarðar pesóa. „Við höfum trú á þessu fyrirtæki,“ hefur blaðið Manila Times eftir Francis Giles Puno, aðstoðarforstjóra og fjármála- stjóra First Gen. „Við erum afar ánægðir með að hafa náð þessum áfanga.“ Að sögn fréttaveitunnar Thomson bárust þrjú önnur tilboð í orkufélagið. Næsthæsta tilboðið var frá FDC Geo-Energy Holdings Inc. sem fjárfest- ingarfélagið Filinvest Development Corp. fór fyrir. Það tilboð hljóðaði upp á 48,5 milljarða pesóa. Til- boð frá Panasia Energy hljóðaði upp á 39 milljarða pesóa en lægsta tilboðið barst frá Aboitiz Power Corp og Mighty River Power, 33,165 milljarðar pesóa. Tilboð First Gen Corp. og íslensku samstarfs- aðilanna var lagt fram undir nafninu Red Vulcan. First Gen er í eigu First Philippine Holdings Corp., eignarhaldsfélags fjölskyldu sem hefur fjár- fest í orkuvinnslu og byggingariðnaði og á einnig hlut í fjölmiðlum og orkudreifingarfyrirtæki. Thomson hefur eftir Antonio Cailao, forstjóra filippseyska ríkisolíufélagsins, móðurfélags PNOC-EDC, að tilkynnt verði í dag, fimmtudag, hvort tilboði Red Vulkan verði tekið eftir að farið hefur verið yfir tilboðsgögnin. Ekki hefur verið upplýst hver hlutur íslensku fyrirtækjanna er í til- boði Red Vulcan og hver hlutur First Gen Corp. er, né hver endanleg niðurstaða verður í þeim efnum og vörðust menn allra frétta af því í gær. Cailao segir við Manila Times að salan sé á heppilegum tíma fyrir stjórnvöld á Filippseyjum í ljósi mikils áhuga fjárfesta og ólíklegt sé að jafn- hátt verð myndi fást fyrir fyrirtækið síðar. Blaðið segir að PNOC-EDC sé annað stærsta fyrirtæki af þessu tagi í heimi og framleiðslugetan sé 1.150 megavött. Samstarfsaðili íslenskra orku- fyrirtækja með hæsta tilboðið Líkur á að íslensku orkufyrirtækin dragi sig til baka þar sem verðið þykir of hátt UMFERÐARDEILD lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu hefur áfram eftirlit með frágangi farms á flutn- ingabílum og segir nokkuð strembið að fá bílstjóra til að festa farm sinn. Skjólborð vanti gjarnan á pallana auk ýmissa stoða og styttna til að fyrirbyggja að hlöss- in detti af eða það sem verra væri, á nærliggjandi bíla. Segir lögregla nokkuð um að bílstjórar reyni að taka áhættuna og vanrækja vandaðan frágang samkvæmt reglugerðum. Farmur á flutningabílum má hvorki vera glannalega frágenginn né of þungur. Á bílnum sem myndaður var í gær eru ekki skjólborð eða bönd til öryggis. Bílstjórar taka mikla áhættu Morgunblaðið/Júlíus LAUNAVÍSITALAN sem Hagstofa Íslands reiknar út hækkaði um hálft prósent í október frá fyrra mánuði og hefur þá hækkað um 8,1% á síð- ustu tólf mánuðum, þ.e.a.s. frá nóv- embermánuði í fyrra. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,5%. Launavísitalan hefur því hækkað nær tvöfalt á við það sem vísitala neysluverðs, sem mælir út- gjöld heimilanna í landinu, hefur hækkað og hefur því kaupmáttur aukist sem því nemur á þessu tíma- bili. Iðnaðarmenn hækkað minnst Þegar launaþróun einstakra laun- þegahópa er skoðuð kemur hins veg- ar í ljós að hún hefur verið nokkuð mismunandi á undanförnum rúmum tveimur árum. Þannig hafa laun iðn- aðarmanna hækkað minnst eða um 20% frá ársbyrjun 2005 til annars ársfjórðungs í ár, þrátt fyrir að á þessu tímabili hafi verið miklar framkvæmdir í landinu. Á sama tímabili hafa laun verkafólks og af- greiðslufólks hækkað um 24%, skrif- stofufólks um 26% og sérfræðinga um 27%. Fjármálaþjónusta mest Launaþróunina er einnig hægt að skoða eftir einstaka atvinnugreinum. Þegar hún er skoðuð kemur í ljós að laun í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóð- um og vátryggingum hafa hækkað mest á ofangreindu tímabili eða um 30%, sem er nær þriðjungi meiri hækkun en í þeirri atvinnugrein þar sem hækkunin er minnst sem er í iðnaði, en þar er hækkunin 20,7% á undanförnum tveimur og hálfu ári. Laun í samgöngum og flutningum hafa hækkað litlu minna eða um 29% að meðaltali á þessu tímabili. Hækk- unin í byggingarstarfsemi og mann- virkjaferð nemur 25,6% á tímabilinu og hækkun í verslun og viðgerða- þjónustu er talsvert minni, 21,7%. Laun hækka nær tvöfalt á við verðlag að meðaltali                              !" #$   !" " "  "!   HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands vestra hefur sakfellt tvo 19 ára pilta vegna ýmissa brota, þar á meðal eignaspjalla með því að sprengja skoteld í garði raðhúss á Skaga- strönd þar sem lögreglumaður býr. Þeir voru þó báðir sýknaðir af ákæru fyrir brot gegn valdstjórninni. Pilt- arnir voru dæmdir fyrir ýmis önnur brot en þar var annar þeirra stór- tækari. Hann var meðal annars fundinn sekur um líkamsárás, ítrek- aðan ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda. Óumdeilt þótti að hátt- semi ákærða gagnvart lögreglu- manninum beindist gegn honum þótt eignir lögreglumannsins væru ekki verndaðar af ákvæði lagagreinar um brot gegn valdstjórninni. Pilturinn var dæmdur í fimm mánaða fangelsi, þar af fjögurra mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Hinn pilturinn var dæmdur í 350 þúsund króna sekt. Dæmdir fyrir spjöll ♦♦♦ GRÍÐARLEGUR gufumökkur frá bilaðri hitavatnslögn í Borgarnes- kirkju fyllti kirkjuna í fyrrinótt svo slökkviliðsmenn sáu ekki handa sinna skil er þeir opnuðu kirkjudyrn- ar í gærmorgun. Gufan þéttist í lok- uðu rýminu og var komið 2 cm vatn í skírnarfontinn en hann hefði átt að vera tómur. Gærdagurinn fór í að þrífa og þurrka kirkjuna með sér- hæfðum búnaði. Bjarni Þorsteins- son, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi, segir að til bóta hafi verið niðurfall sem tók við sjálfu vatnsrennslinu í kjallara byggingarinnar þar sem lögnin sprakk en gufan fór um húsið. Hitalögn sprakk Gufa Borgarneskirkja var undir- lögð gufu er að var komið í gær. Í ATHUGUN er að flytja hluta af starfsemi Innheimtustofnunar sveit- arfélaga til Ísafjarðar og voru nið- urstöður starfshóps þar að lútandi til umræðu á síðasta fundi í stjórn Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Fram kemur að ekki sé skynsam- legt að flytja stofnunina í heild sinni frá Reykjavík, en það eigi að vera mögulegt að flytja hluta af starfsem- inni eða sem nemi sex til átta störf- um til Ísafjarðar. Stjórnin beinir því til stjórnar Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga að hún vinni að skipulagsbreytingum á stofnuninni með það að markmiði að hluti starfseminnar flytjist til Ísa- fjarðar. „Hvatt er til þess að þar um verði haft náið samstarf við bæjar- stjórn Ísafjarðarbæjar sem lýst hef- ur sig reiðubúna til aðstoðar svo að af flutningnum megi verða. Sérstak- lega verði hugað að því að nýta starfsmannaveltu stofnunarinnar í þessum tilgangi og jafnframt verði undirbúningi flutningsins stýrt í eins miklu samráði við starfsfólk stofn- unarinnar og mögulegt er.“ Sex til átta störf til Ísafjarðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.