Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI RÁÐHERRAR gætu heyrt sögunni til, en Steinunn Valdís Óskars- dóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur lagt fram þingsályktunar- tillögu á Alþingi þess efnis að rík- isstjórnin undirbúi breytingar á stjórnarskrá og lögum til að taka megi upp nýtt starfsheiti ráðherra sem bæði kynin geta borið. Stein- unn Valdís rökstyður málið m.a. með því að kona geti hreinlega ekki verið herra, á sama hátt og karl getur ekki verið frú. Í greinargerð með tillögunni er bent á að í hefð- bundnum kvennastéttum þar sem karlar hafa haslað sér völl hafi starfsheitum verið breytt þannig að bæði kyn geti borið þau. Þannig urðu hjúkrunarkonur að hjúkrun- arfræðingum og fóstrur að leik- skólakennarum. Morgunblaðið spurði nokkra þingmenn á göngum Alþingis hvort þeir hefðu einhverjar tillögur af kynhlutlausum orðum sem væri hægt að nota yfir ráðherra. Hvor- ugkynsorðið ráð kom nokkrum sinnum upp en einum þingmanni þótti þó hljóma ankannalega að ávarpa manneskju eins og um heilt ráð væri að ræða. Amma dreki Mörður Árnason, fyrrverandi þing- maður, stakk upp á gamla orðinu konferensráð og a.m.k tveir þing- menn nefndu kammerráð. Nýyrðið ráðvera kom líka upp í umræðum, eða hreinlega vera, þannig að „hæstvirtur sjávarút- vegsráðherra“ yrði „hæstvirt sjáv- arútvegsvera“. Kolbrún Halldórsdóttir minnti á hina ódauðlegu ömmu dreka úr barnabókum Guðrúnar Helgadótt- ur og að orðið erindreki gæti vel komið til greina. Forsætisráðherra yrði þá forsætiserindreki og líklega myndi þetta orð um leið mæta þeirri gagnrýni að orðið ráðherra sé óþarflega valdsmannslegt. Orðið Freyja var líka nefnt í sam- tölum í þinghúsinu í gær en þá yrði talað um ráðherra og ráðfreyju. Mögulegt væri að sækja fyrir- myndir til flugfélaganna og tala um ráðþjón og ráðfreyju, líkt og flug- þjón og flugfreyju. Þá stakk ónefndur þingmaður, með smá glotti, upp á því að nota orðið valdaskessa, en ekki fylgdi sögunni hvort það orð ætti að ná jafnt yfir karla sem konur. Ráðvera, kon- ferensráð eða erindreki? KYNJAJAFNRÉTTI og staða kvenna í stjórnmálum var rædd fram og aftur í umræðum um þings- ályktunartillögu Sivjar Friðleifs- dóttur og sex annarra þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi í gær. Í tillögunni er lagt til að Jafnrétt- isstofu verði falið að hrinda af stað aðgerðum í því skyni að efla hlut kvenna í sveitarstjórnum fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar sem verða árið 2010. Framan af umræðunum í gær voru einungis konur í þingsal, sem er óvenjulegt, en þegar leið á batn- aði kynjahlutfallið. „Staða kvenna og karla er að mörgu leyti mjög ósambærileg hér á Íslandi,“ sagði Siv í ræðu sinni og nefndi sem dæmi launamun, heimilisofbeldi og lítil áhrif kvenna í stjórnmálum, at- vinnulífinu og fjölmiðlum. Auður Lilja Erlingsdóttir, Vinstri grænum, tók í sama streng: „Það þarf að hvetja konur og aðstoða þær til að komast áfram í þessum heimi stjórnmálanna sem í dag er karllægur. Með því móti erum við ekki einungis að tala rétt kvenna til að sinna þessum störfum heldur er- um við sömuleiðis að tala um rétt samfélagsins til að njóta starfa kvenna,“ sagði Auður Lilja. Aðgerðir til að efla hlut kvenna í sveitarstjórnum Morgunblaðið/Kristinn Fleiri konur Jafnréttisstofa mun standa að aðgerðum til að efla hlut kvenna í sveitarstjórnum ef þingsályktunartillaga Sivjar nær í gegn. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ATVINNULEYFI verða gefin út til einstaklinga en ekki til atvinnurek- enda eins og nú er, ef frumvarp Pauls Nikolov, þingmanns Vinstri grænna, verður að lögum. Paul, sem er fyrsti innflytjandinn til að taka sæti á þingi, mælti fyrir frumvarpinu í gær en meðflutnings- menn eru fimm þingmenn úr öllum stjórnarandstöðuflokkunum. „Sem stendur er útlendingur með atvinnu- leyfi bundinn af því að vinna aðeins á einum stað, eða sækja aftur um at- vinnuleyfi ef hann vill vinna annars staðar. Svona umsóknarferli er bæði ósveigjanlegt og erfitt fyrir bæði umsækjendur og atvinnurekendur. Eigum við ekki frekar að veita er- lendum starfsmönnum frelsi til að vinna þar sem þeirra er þörf og þar sem þeir vilja sjálfir starfa?“ sagði Paul og lagði einnig áherslu á að með lagabreytingu yrði atvinnurekend- um veitt nauðsynlegt aðhald. At- vinnumarkaðurinn yrði sveigjan- legri sem aftur myndi bæta efnahag þjóðarinnar. „Þeir sem fara illa með starfsfólk sitt eiga þá á hættu að missa það, en hinir sem virða réttindi þess eiga auðveldara með að fá til sín gott starfsfólk.“ Í frumvarpinu er einnig lagt til að svonefnd 24 ára regla verði felld úr gildi en rökin fyrir henni voru m.a. að koma í veg fyrir málamynda hjónabönd. Paul sagði regluna hins vegar óþarfa enda væri ekki veitt dvalarleyfi ef rökstuddur grunur léki á að um slíkt væri að ræða. Atvinnuleyfi verði gefin út til einstaklinga Paul Nikolov flutti jómfrúræðu sína á Alþingi í gær Þrefað um húsnæðismál Slæm staða á húsnæðismarkaði var rædd á Alþingi annan daginn í röð í gær en Kristinn H. Gunn- arsson fór við tvö tækifæri upp í pontu til að ræða húsnæðisvand- ann. Fyrst beindi hann fyrirspurn til ráðherra um hve- nær stæði til að hækka lánshlut- fall almennra lána íbúðalána- sjóðs aftur upp í 90%. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra sagði að beðið væri eftir niðurstöðum nefndar sem er ætlað að móta tillögur að lausn- um. Kristinn var ekki sáttur við svörin og fór aftur upp í pontu undir liðn- um störf þings- ins og gagnrýndi aðgerðaleysi af hálfu stjórn- valda. Sagði hann félags- málaráðherra hafa talað í umræðum í fyrradag eins og „félagsmálaráðherra stjórnarandstöðunnar“. „En ráð- herra þarf að bera ábyrgð,“ sagði Kristinn. Stefna og stefnuleysi Í framhaldinu spunnust miklar um- ræður um stefnu og stefnuleysi einstakra flokka í húsnæðis- málum, og reyndar fleiri málum og segja má að ákveðinn galsi hafi gripið um sig í þingsal. Skotin gengu manna í milli og lítið var um að þingmenn kæmust í gegnum ræður sínar án þess að einhver kallaði fram í. Eins og venjulega vísaði samfylk- ingarfólk allri gagnrýni framsókn- armanna á bug á þeim forsendum að það væru syndir Framsókn- arflokksins sem gerðu það að verk- um hvernig staðan væri en fram- sóknarmenn vísuðu því aftur til föðurhúsanna. Dagskrá þingsins Næstu daga eru nefndardagar á Al- þingi og þingfundur verður því ekki fyrr en á þriðjudag. Kristinn H. Gunnarsson Jóhanna Sigurðardóttir ÚR VERINU Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÞETTA hefur verið ansi hressi- legt síðustu daga,“ segir Hafþór Þórðarson, skipstjóri á Erling KE 140, skipi Saltvers hf. í Keflavík. Skipið hefur fengið 170 tonn af ufsa á sjö dögum. Erlingur er á netaveiðum á Kötlugrunni og sækjast skipverjar eftir ufsa. Síðustu daga hafa þeir fyllt bátinn á tveimur dögum. Landað er á fiskmarkað í Þorláks- höfn, 55 til 60 tonnum í róðri, og þangað er 8 til 9 tíma stím. „Á meðan svona vel veiðist förum við ekki fyrr en öll ker eru orðin full,“ segir Hörður. Sýnishorn af öðrum tegundum Sex trossur eru í sjó og eru að fást frá einu og upp í sjö tonn á trossu við hverja vitjun. Nánast hreinn ufsi. Hörður segir að þorskur og ýsa sjáist ekki en ein- hver sýnishorn af löngu, keilu og karfa, eins og hann tekur til orða. „Þetta svæði hefur lítið verið stundað undanfarin ár, það er að segja í ufsa. Þetta kom okkur dá- lítið á óvart,“ segir skipstjórinn. „Þetta er mjög fínt. Við ætluðum okkur að taka 700 tonn af ufsa í vetur. Það gengur framar vonum að ná því.“ Það hefur líka hjálpað til að gott veður hefur verið á mið- unum undanfarna daga. Hörður er 28 ára. Hann hefur verið með Erling frá því á síðasta ári en áður var hann háseti og stýrimaður á Happasæl og gerði út eigin trillu sem hann á enn. Segir að gott sé að geta róið sjálf- ur á sumrin því það hafi aðeins tekið þá fimm mánuði að veiða upp í kvóta Erlings í fyrravetur. Saltver keypti viðbótarkvóta og hugsuðu skipverjar því gott til glóðarinnar fyrir þetta fiskveiðiár. En við skerðingu þorskkvótans í haust hvarf öll viðbótin og Erling var komin í sömu stöðu og fyrr. Þeir juku hins vegar við ufsakvót- ann, til að reyna að drýgja kvót- ann, og eru sérstaklega að sækja í hann um þessar mundir með þess- um góða árangri. Þegar rætt var við Hörð skömmu eftir hádegið í gær voru skipverjar nýkomnir á miðin, eftir löndun í Þorlákshöfn, og voru að draga aðra trossuna. Útlitið var gott því fyrsta trossan gaf tvö og hálft tonn og sú næsta var ekki síðri. Ufsinn er smár og það eru ansi mörg handtök við hvert tonn. Fiskurinn er slægður og raðað með ís í ker. HB Grandi hefur keypt mikinn af aflanum. Hressilegur ufsaafli hjá Erling Afli Mokveiði hefur verið á netin hjá Erlingi KE á Kötlugrunni. Veðrið hef- ur líka verið betra en þegar þessi mynd var tekin. ÞING Norræna vélstjórasambands- ins (NMF) fordæmir fækkun vél- stjóra um borð í íslenskum fiskiskip- um án þess að breytingar séu gerðar á vaktstöðu þar sem með því sé verið að rýra öryggi bæði skips og áhafn- ar. Í ályktun sem samþykkt var á þinginu er vakin sérstök athygli á því að á íslenska fiskiskipaflotanum hafi komið upp nokkur tilvik þar sem út- gerðarmenn hafi fækkað vélstjórum á grundvelli heimildar um tímabund- ið mannlaust vélarrúm en áfram lát- ið vélstjórana standa vakt allan sól- arhringinn. Af því tilefni tekur þingið skýrt fram að heimildin ein og sér sé ekki forsenda þess að fækka vélstjórum, þess í stað verði að reka vélarrúmið án vaktar í allt að tólf klukkustundir á sólarhring til þess að tilætlaður ávinningur náist. Á þinginu sem haldið var í Åbo í Finnlandi kom fram að mikill skort- ur er á vélstjórum og þörf á nýliðun í stéttinni í framtíðinni. Hvatt var til kynningar á stéttinni og að vakinn verði áhugi á starfinu hjá ungu fólki. Fordæma fækkun vélstjóra ÞETTA HELST …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.