Morgunblaðið - 22.11.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.11.2007, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is FAXAFLÓAHAFNIR SF. sam- þykktu nýverið að færa Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík núver- andi húsnæði þess að gjöf í tilefni af 90 ára afmæli Reykjavíkurhafna. Faxaflóahafnir keyptu fasteignina í upphafi sérstaklega með rekstur safnsins í huga og áttu því stóran þátt í opnun þess fyrir þremur árum síðan. Mikilla endurbóta þörf „Þetta er svo stór gjöf að manni verður orða vant,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, forstöðumaður Vík- urinnar – Sjóminjasafnsins í Reykja- vík. „Þetta eykur sjálfstæði stofnunar- innar tvímælalaust því safnið er sjálfseignarstofnun. Það er ljóst að húsið þarfnast talsverðra endurbóta að innan og munum við því veðsetja húsið í janúar til að taka lán sem not- að verður til að fjármagna end- urbæturnar. En þá verðum við kom- in með stórglæsilegt hús að innan sem utan, sem vonandi mun vekja eftirtekt,“ segir Sigrún ennfremur. Faxaflóahafnir munu ljúka við framkvæmdir á húsnæðinu að ut- anverðu á næsta ári samkvæmt skil- málum samþykktarinnar, en Sjó- minjasafnið stendur um þessar mundir að miklum endurbótum á innviðunum. Húsið var illa farið, neðri hæðin lá undir skemmdum þegar Sjóminja- safnið tók við því og hefur safnið nær eingöngu verið starfrækt á efri hæðinni. „Faxaflóahafnir hafa alltaf verið okkar aðalstyrktaraðili, eins og kaupin á húsnæðinu sýna, en til- lagan að safninu og undirbúningur var unninn af nefnd á vegum borg- arráðs, í samvinnu við hags- munaaðila. HB Grandi, Eimskip og Glitnir eru okkar aðalmáttarstólpar í rekstrinum ásamt borginni,“ segir Sigrún. Höfnin var miðstöð fólksins Húsnæðið í Grandagarði 8 er um 1.800 fermetrar á tveimur hæðum og hefur verið samtvinnað útgerð- arsögu Reykjavíkur í gegnum árin. Húsið var reist árið 1947 sem fisk- iðjuver ríkisins, en síðan kom í húsið Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) og þar var starfrækt hraðfrystihús til ársins 1985, þegar starfsemin var flutt annað. Þann 1. desember nk. verður opnuð á safninu viðamikil sýning sem nefnist „Lífæð lands og borgar“ og fjallar um 90 ára sögu Reykjavíkurhafnar. „Höfnin í Reykjavík var alltaf kölluð lífæð borgarinnar. Hún gjör- breytti öllu atvinnulífi þegar hún kom. Við vonumst til að nýja sýn- ingin veki upp þau hughrif sem urðu þegar komið var niður á bryggju. Þar hittust borgarbúar og spjölluðu saman, þar var miðstöð fólksins og þar fóru samskiptin fram,“ segir Sigrún. Þar sem safnið er sjálfseign- arstofnun er starfsemi og fjár- mögnun sýninga alfarið háð ut- anaðkomandi styrktaraðilum. Fjárhagsáætlun vegna nýju sýning- arinnar og endurbóta er upp á 30 milljónir króna og segir Sigrún að fjármögnun vegna hennar sé komin langt á veg. Björn Ingi Hrafnsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna sf., gerði grein fyrir samþykktinni um gjöf hússins þann 16. nóvember sl. og af- henti Sigrúnu Magnúsdóttur og Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni, varafor- manni stjórnar safnsins, yfirlýsingu þar að lútandi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur jafnframt greint frá því að borgarráð muni hækka rekstr- arstyrk borgarinnar til Sjóminja- safnsins um 7 milljónir króna. Víkin – Sjóminjasafnið fær húsnæði afhent til eignar Afhending Björn Ingi Hrafnsson, formaður Faxaflóahafna, afhenti húsnæðið að viðstöddum fjölda gesta. Þ.á m. voru Sigrún Magnúsdóttir forstöðumaður, Gísli Gíslason hafnarstjóri og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi. AKUREYRI UM þessar mundir er að hefjast vinna við heild- arskipulag svæðisins vest- an núverandi byggðar á Sel- tjarnarnesi, sem meðal annars nær yf- ir Gróttu, Suð- urnes og Vest- ursvæði. Markmiðið með skipulagsvinnunni er að móta heild- stæða framtíðarsýn sem byggir á stefnu þeirri sem sett er fram í Að- alskipulagi Seltjarnarness 2006- 2024. Af þessu tilefni hefur verið ákveðið að efna til hugmyndaþings sem haldið verður í Lyfjafræðisafn- inu við Neströð á Seltjarnarnesi milli kl. 10 og 12 laugardaginn 24. nóvember næstkomandi. Tilgangur þingsins er að kynna skipulagsvinnuna sem er að hefjast og kalla eftir hugmyndum íbúa um framtíðar skipulag umrædds svæð- is. Dagskrá þingsins verður sem hér segir: Kl. 10: Kynning á skipulagsvinn- unni og stefnu bæjaryfirvalda, er- indi um náttúrufar svæðisins og er- indi um sögu svæðisins Að loknu kaffihléi klukkan 11taka umræðuhópar til starfa og klukkan 12 verður þingi slitið. Seltirningar eru hvattir til að mæta og taka þátt í að móta skipu- lag Vestursvæðisins, segir í frétt frá Seltjarnarnesbæ. Þingað um skipulag vest- ursvæða á Seltjarnarnesi Dalvík | Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2008 verður rekstrarafgangur aðalsjóðs 158 milljónr króna og samanlagður afgangur af rekstri A- og B-hluta bæjarins (bæjarsjóðs sjálfs og fyr- irtækja bæjarins) um 146 milljónir króna. Áætlað er að verja 300 millj- ónum króna til framkvæmda. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2008 fór fram í vikunni. „Einkenni áætlunar- innar eru traustur rekstur og miklar framkvæmdir án nýrrar lántöku.“ Engin ný lán Um áætlaðar niðurstöðutölur, sem áður er getið, segir: Þetta er afar jákvæð og góð nið- urstaða sem byggist einkum á því að tekist hafi að halda vel utan um rekstur sveitarfélagsins, að aukin umsvif í sveitarfélaginu skapi meiri tekjur og að á undanförnum árum hafi lán verið greidd niður og ekki hafa verið tekin ný langtímalán, þó að framkvæmdir hafi verið miklar. Veltufé frá rekstri er 322 milljónir kr. eða um 25% af heildartekjum. „Það sýnir hvað reksturinn skilur eftir til fjárfestinga og/eða til greiðslu afborgana á langtímaskuld- um og sýnir jafnframt rekstrarhæfi sveitarfélagsins.“ Heildartekjur sveitarfélagsins eru áætlaðar um 1,2 milljarðar króna, og að í reksturinn, án fjármagnsliða, fari ríflega milljarður. Helstu tekju- liðir eru útsvarstekjur sem áætlað er að verði um 468 milljónir. Þá hefur verið áætlað fyrir lækkun útsvars- tekna vegna þorskniðurskurðar sem talinn er verða 21 milljón sbr. skýrslu Hagfræðistofnunar. Þá er gert ráð fyrir að heildarframlög Jöfnunarsjóðs verði um 419 milljónir króna og að fasteignaskattar á árinu verði um 124 milljónir. Ekki er gert ráð fyrir lántöku á árinu 2008 en afborganir langtíma- lána eru um 75 milljónir kr. Áætlað er að framkvæma fyrir tæplega 300 milljónir á árinu 2008. Þar eru helstar framkvæmdir við stofnanir upp á ríflega 40 milljónir, þ.e. viðbygging og endurnýjun á leikskólanum Fagrahvammi, lyfta og önnur aðgengismál í Ráðhúsi auk framkvæmda á efstu hæð þess. Nefna má að 43 milljónir fara til frá- veituframkvæmda og er þeim þá lok- ið á Dalvík. Þá er áætlað að verja um 32 milljónum til gatnagerðarfram- kvæmda og gert er ráð fyrir nokkru fé til viðhalds og uppbyggingar leik- svæða. Auk þessa eru áætlaðar framkvæmdir við hafnirnar. 300 milljónir til framkvæmda Ljósmynd/Hörður Geirsson Í HNOTSKURN »Nýtt íþróttahús á að rísa áDalvík innan skamms. Í fyrsta áfanga þess verða settar 150 milljónir á næsta ári.NEMENDUR 9. bekkjar Lundarskóla unnu að verk- efnum í tilefni forvarnardagsins eins og aðrir í gær. Þremenningarnir á myndinni eru Aníta Rán Stef- ánsdóttir, Áskell Viðar Bjarnason og Vilborg Fönn Tómasdóttir, sem setja þarna saman tillögur varðandi forvarnir. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri og Bryndís Arnardóttir forvarnarfulltrúi sóttu Lund- arskóla heim í bítið og hlýddu á hugmyndir nemenda. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hugmyndir að forvörnum FJÖLMENNI var á almennum íbúafundi í Hrísey í gær á vegum hverfisnefndar staðarins. Að sögn Kristins Árnasonar formanns voru skiptar skoðanir um ýmislegt en fundurinn mjög málefnalegur. Mikill áhugi er á því í Hrísey að staðurinn verði eins vistvænn og kostur er og í gær var kynnt Stað- ardagskrá 21 fyrir eyna. „Bílum hef- ur fjölgað nokkuð síðustu tvö til þjú ár, við viljum helst að bílaeign minnki og það eru vinsamleg tilmæli nefndarinnar. Því hefur verið ágæt- lega tekið,“ sagði Kristinn. Hitt aðalmál fundarins var sú hug- mynd fyrirtækisins Sæfangs að koma upp hausaþurrkun í Hrísey en töluverð andstaða er við það í ljósi lyktarinnar sem starfseminni fylgir. Sumir telja það ekki gott fyrir ímynd hins vistvæna samfélags, en Kristinn segir að þótt menn greini á í málinu sé umræðan málefnaleg. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, tekur undir það. „Ég fann fyrir fundinn að það eru átök manna á milli um þetta mál en umræðan var engu að síður mjög málefnaleg,“ sagði hún við Morgunblaðið. Mjög málefnalegur fundur Rætt um Staðardagskrá 21, atvinnumál, ferðamál í Hrísey

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.