Morgunblaðið - 22.11.2007, Page 27

Morgunblaðið - 22.11.2007, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 27 Í tilefni af degi íslenskrar tungufinnst Hólmfríði Bjartmarsdóttur eða Fíu á Sandi við hæfi að yrkja hefðbundið „og hvað er hefð bundnara en ást og brást“. Hafðu ekki áhyggjur heimurinn er stór löng eru þau löndin og líka mikill sjór. „Aldrei kemur aftur sá er einu sinni fór.“ Hafðu ekki áhyggjur haltu þinni ró þó gatan útúr garðinum sé gróin bæði og mjó. „Aldrei komi aftur sá er einusinni dó.“ Hafðu ekki áhyggjur hér mun gleði fást gaman var að lifa gleði og sanna ást. Allir þurfa að yrkja ljóð um ástina sem brást. Séra Hjálmar Jónsson orti er hann heyrði þetta inn á Leirinn, póstlista hagyrðinga: Ljóð hefur síst á listann skort, ljómandi stef með birtu og yl og Fía á Sandi ekki ort annað jafnfagurt hingað til. Hjálmar Freysteinsson orti einnig í tilefni af degi íslenskrar tungu, en svolítið í öðrum dúr: Íslenska tungan er æðisgengin, algjört hit Á svona degi segir enginn shit. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af íslenskri tungu HEIMSÓKN á jólamarkað er ómissandi hluti af aðventunni í huga margra og þeir sem eru á faralds- fæti í desembermánuði gætu gert ýmislegt vitlausara en að kanna hvort jólamarkað sé að finna í ná- grenninu. Ferðavefurinn Standby birti nýlega lista yfir áhugaverða jólamarkaði í Evrópu.  Baden Baden í Þýskalandi. Dag- ana 26. nóv.-26. des. Á hinum ár- lega „Christkindelsmarkt“ er að finna meira en 50 sölubása sem selja allt frá handverki til leikfanga.  Brussel í Belgíu. 1. des.-1. jan. Sannkallað vetrarævintýri af ævin- týralegri stærðargráðu. Parísarhjól- ið er skreytt með 18.000 ljósa seríu og hér má finna ýmiskonar sælkera- fæðu, handgert jólaskraut og skart.  Brixen á Ítalíu. 30. nóv.-6. jan. Ilmurinn af glögg og kanilkökum berst fyrir vit gesta sem geta fundið á markaðnum gjafir og sætindi af ýmsum gerðum.  Maastricht í Hollandi. 1. des.-6. jan. Jólamarkaðurinn er hluti af „Vrijthof“-vetrargleðinni og þar er að finna parísarhjól og skautasvell og svo að sjálfsögðu hefðbundin jóla- varning.  Gautaborg í Svíþjóð. 16. nóv.-23. des. Líkt og Tívolí í Kaupmanna- höfn, þá er Liseberg-skemmti- garðurinn í Gautaborg vettvangur árlegs jólamarkaðar sem skreyttur er með fimm milljónum ljósapera. Hér má finna sælgæti, mat, jóla- skraut og handverk.  Strassbourg í Frakklandi. 24. nóv.-24. des. Á hverju ári frá því 1570 hefur Christkindelsmärik- markaðurinn verið haldinn í borg- inni og er hann elsti jólamarkaður í Frakklandi.  Kaupmannahöfn í Danmörku. 15. nóv.-30. des. Jólamarkaðurinn í Tí- volí í Kaupmannahöfn er ómissandi viðkomustaður fyrir þá sem heim- sækja borgina á aðventunni. Jólamark- aðir fyrir ferðalanga Ljósmynd/Tourist Office Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn Tívólíið fær á sig jólablæ á aðventunni. SNÆFELLSJÖKULL DRANGAJÖKULL REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Njóttu dagsins - taktu flugið Aðeins nokkur skref á Netinu og þú ferð á loft Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð. Njóttu dagins, taktu flugið og smelltu þér á flugfelag.is flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 3 77 33 0 5/ 07

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.