Morgunblaðið - 22.11.2007, Side 45

Morgunblaðið - 22.11.2007, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 45 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, jóga kl. 9, boccia kl. 10, útskurður og myndlist kl. 13-16.30, vídeóstund kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 9.30, handav. kl. 8-16, smíði/útskurður kl. 9-16.30, boccia kl. 9.45, leikfimi kl. 11, helgistund kl. 10.30 og myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, jóga, myndlist, morgunkaffi/ dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, bókband, kaffi. Dalbraut 18-20 | Postulínsnámskeið kl. 9-12. Lýður með harmonikkuna kl. 14, guðsþjónusta annan hvern fimmtudag. kl. 15.10. Félag eldri borgara í Kópavogi | Bingó í Gjá- bakka kl. 13.45. Kortaverð 100 kr. Vinnings- upphæðir fara eftir fjölda þátttakenda. Gleði- gjafarnir syngja í Gullsmára 23. nóvember kl. 14. Stjórnandi: Guðmundur Magnússon. Kaffiveit- ingar að söng loknum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, op- inn fundur í Stangarhyl 4, kl. 17, um stöðu aldr- aðra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra mætir á fundinn. Aðventuhátíð 30. nóvember. Félag kennara á eftirlaunum | EKKÓ-kórinn æf- ir í KHÍ kl. 17-19. Nýjar raddir velkomnar. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55, rammavefnaður kl. 9.15, málm- og silf- ursmíði kl. 9.30, róleg leikfimi kl. 13, bókband kl. 13, bingó kl. 13.45, myndlistarhópur kl. 16.30, stólajóga kl. 17, jóga á dýnum kl. 17.50. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, hádegisverður kl. 11.40, handa- vinna og brids kl. 13, jóga kl. 18.15. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatns- leikfimi kl. 12.40, karlaleikfimi kl. 13, boccia kl. 14, bókband kl.10, gler og leir kl. 13, handa- vinnuhorn kl. 13, gönguhópur frá Jónshúsi kl. 11. Óperukvöld í Garðabergi kl. 16, Töfraflautan eft- ir Mozart, lýsing Sigrún Hjálmtýsdóttir. Skrifs- stofa FEBG opin kl. 13-15. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Að- göngumiðasala á jólaskemmtunina í Hlégarði 29. nóvember stendur yfir á skrifstofu fé- lagsstarfsins á Hlaðhömrum, kl. 13-16 virka daga. Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund kl. 10.30, umsj. sr. Svavar Stefánsson. Frá hádegi vinnu- stofur opnar, m.a. myndlist og perlusaumur, um- sj. Nanna S. Baldursd. Á morgun kl. 10.30 er leikfimi (frítt) o.fl. í ÍR-heimilinu v/ Skógarsel, umsj. Júlíus Arnarsson íþróttakennari, kaffi- spjall. Furugerði 1, félagsstarf | Aðst. við böðun kl. 9, alm. handavinna, smíðar og útskurður. Sam- verustundin í salnum kl. 13.15. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur kl. 12, félagsvist kl. 14, kaffi kl. 15. Hárgreiðslustofan Blær opin alla daga sími 894-6856. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, bíómyndir kl. 10.30, leikfimi kl. 11.20, tréskurður kl. 13, bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Þorbjörgu kl. 9-16. Boccia kl. 10-11, félagsvist kl. 13.30, kaffiveitingar í hléi. Böðun fyrir hádegi, hádeg- isverður kl. 11.30. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Listasmiðjan með ýmsa möguleika í handverki. Leiðbeinendur Laufey Jónsdóttir og Selma Jónsdóttir. Hjördís Geirs með gítarinn kl. 13.30. Uppl. 568-3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun föstudag er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9:30 og Listasmiðjan á Korpúlfsstöðum er opin kl. 9-12 og 13-16 alla föstudaga. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögustund og spjall kl. 9.45, boccia karlaklúbbur kl. 10.30, handverks og bókastofa opin kl. 13, postulíns- málun kl. 13, boccia kvennaklúbbur kl. 13.30, kaffiveitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Smíðastofan kl. 9-16, vinnust. í handm. kl. 9-12. m/leiðb. Halldóru frá kl. 9-12. Leirlistarnámskeið kl. 9-12, boccia kl. 10, hug- mynda- og listastofa kl. 13-16 með Halldóru og Hafdísi. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu | Skák kl. 19, í félagsheimili Sjálf- bjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Slysavarnadeildin Hraunprýði | Jólafundur í Skútunni 27. nóv. kl. 19.30. Söngur, lestur úr bók, happdrætti og hugvekja. Aðgöngumiðar verða seldir í Versl. Kakí, Strandgötu 9-11, fimmtu-, föstu- og laugard. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-10, boccia kl. 9.15-14, aðstoð v/böðun, kl. 9.15- 15.30, handavinna kl. 10-12, spænska framh. kl. 11.45-12.45, hádegisverður kl. 13-15, kóræfing kl. 13-14, leikfimi kl. 14.30-15.45, kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | smiðja kl. 8.30, bók- band kl. 9, handavinnustofan opin kl. 9.00- 16.30. hárgreiðslu og fótaaðgerðarstofur opnar alla daga frá kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, upplestur kl. 12.30, mósaík gerð kl. 13, frjáls spil kl. 13-16.30. Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera kl. 10, kl. 13 opinn salurinn, leikfimi kl. 13.15, bingó/ félagsvist kl. 14.30, Kirkjustarf Áskirkja | Foreldrasamvera kl. 10, tónlist fyrir ungbörn, söngstund með organista kl. 14, sam- kirkjuleg bænastund á ensku kl. 16.30, fylgt er bænakveri „True life in God“. Samvera með nýbúum, spjall, súpa og brauð kl. 17.30, klúbbur 8 og 9 ára kl. 17.30 og kl. 18 TTT-starfið, efni fundanna er Survivor-ratleikur. Breiðholtskirkja | Biblíulestur í umsjá dr. Sig- urjóns Árna Eyjólfssonar kl. 20. Digraneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Leikfimi ÍAK kl. 11, bænastund kl, 12, 6-9 ára starf kl. 16-17. Æskulýðsstarf Meme fyrir 8. bekk kl. 19.30-21.30. www.digraneskirkja.is Dómkirkjan | Opið hús í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Kaffi á könnunni. Kvöldkirkjan er opin kl. 20-22. Bænastund er kl. 20.30 og 21.30. Kveik- ið á bænakerti, skrifið bænir, prestur á staðn- um. Grafarvogskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12, samverustundir og fyrirlestrar. Kaffi á könn- unni, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir 10-12 ára kl. 15-16 í Víkurskóla. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Org- elleikur, íhugun, bænir. Málsverður í safnaðarsal efir stundina. Háteigskirkja | Íhugunartónlist, orð Guðs, bæn- ir, kvöldmáltíð Drottins, fyrirbæn með handa- yfirlagningu og smurningu kl. 20. Vinafundir kl. 14 í Setrinu í október og nóvember. Hjallakirkja | Opið hús fyrir eldri borgara kl. 12- 14. Léttur hádegisverður og samverustund. Laugarneskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður á eftir, samvera eldri borgara kl. 14, barnakór Laugarness syngur, kaffiveitingar. Umsjón hafa sóknarprestur, kirkjuvörður og þjónustuhópur kirkjunnar. Adrenalín gegn ras- isma kl. 17, 9. og 10. bekkur. Neskirkja | Foreldramorgunn kl. 10. Mataræði ungbarna. Hjúkrunarfræðingur kemur í heim- sókn. Kaffi. Njarðvíkurkirkja | Foreldramorgunn kl. 10.30. í safnaðarheimilinu. Umsjón hefur Þorbjörg Kristín Þorgrímsdóttir. Ytri-Njarðvíkurkirkja | Spilakvöld aldraðra og öryrkja 22. nóvember kl. 20. Umsjón hafa fé- lagar í Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríður Helga Sigurðardóttir, Gunnhildur Halla Baldursdóttir og sóknarprestur. 80ára afmæli. Áttræður er ídag 22. nóvember, Trausti Eyjólfsson, hárskeri og ökukenn- ari. Hann er að heiman með fjöl- skyldu sinni og fagnar tímamót- unum. Laugardaginn 24. nóvember tekur hann á móti vin- um og vandamönnum á heimili dóttur sinnar í Ljósalandi 25 á milli kl. 16 og 19. Brúðkaup | 18. ágúst síðastliðin gengu í hjónaband, í Kópavogs- kirkju, Oscar Angel Lopez og Berglind Lopez Gísladóttir. dagbók Í dag er fimmtudagur 22. nóvember, 326. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Því getum við öruggir sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér? (Hebr. 13, 6.) Sagnfræðingafélag Íslands býð-ur til fyrirlestrar í Þjóðminja-safninu í dag kl. 12.05. Þarætlar Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra að flytja er- indið Minn staður er hér þar sem Evr- ópa endar. „Yfirskriftina fæ ég lánaða úr ljóði eftir Hannes Pétursson, og hún vísar til stöðu Íslands, innan Evrópu en samt á mörkum hennar,“ segir Ingibjörg Sól- rún. „Við Íslendingar hljótum að skil- greina stöðu íslensks samfélags með tilliti til þess að við erum hluti af Evr- ópu. Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið má segja að tekið hafi verið afgerandi skref í þá átt að tengja Ísland sterkari böndum við Evrópu.“ Í erindi sínu segist Ingibjörg Sólrún ætla að líta um öxl: „Ég ætla að fara yf- ir þann ávinning sem við höfum haft af EES-samningnum, skoða þá pólitísku umræðu sem var í kringum samnings- gerðina og hvort hrakspár hafi ræst.“ Til að skilja betur stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna ætlar Ingibjörg Sólrún að skoða það sem hún kallar goðsagnir í sjálfsmynd þjóðarinnar: „Þessar goðsagnir eru mjög lífseigar í íslenskri utanríkisumræðu. Fyrst má nefna goðsögnina um ásælni erlends valds í íslenskt land, sem undirliggj- andi er í allri umræðu þegar áætlanir eru uppi um að binda trúss okkar við önnur ríki, hvort heldur er í varn- armálum eða viðskiptamálum,“ segir hún. „Hin goðsögnin er sú að smáþjóð- in Ísland skipti engu máli á al- þjóðavettvangi, og að við getum ekki haft áhrif í félagsskap stærri þjóða. Þessi goðsögn tengist kannski því að menn líti svo á að enginn geti haft áhrif nema hann hafi vald til að fylgja óskum sínum eftir.“ Í erindi sínu kemur Ingibjörg Sólrún einnig inn á mismunandi hugmyndir um sjálfstæði þjóðarinnar: „Smáríki eru yfirleitt innan áhrifasvæðis stærri ríkja eða ríkjasambanda, og er Ísland þar engin undantekning. Norskar aldir voru í sögu þjóðarinnar, ensk öld, þýsk öld, og danskar aldir. Má jafnvel kalla 20. öldina ameríska öld, og hver veit nema 21. öldin verði evrópska öldin,“ segir hún. „Mikilvægt er að skilja að smáríki þurfa alltaf á ákveðnu skjóli að halda frá stærri ríkjum og ríkja- samböndum sem þó þarf alls ekki að stefna sjálfstæði og fullveldi þjóð- arinnar í hættu.“ Sagnfræði | Fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins heldur áfram í dag Litið um öxl á jaðri Evrópu  Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir fæddist í Reykja- vík 1954. Hún lauk BA í sagnfr. og bókm. frá HÍ 1979, stundaði nám við Hafnarháskóla 1979-81 og cand. mag. nám í sagnfr. við HÍ 1983. Ingibjörg Sólrún á að baki langan feril í borgarstjórn og á Alþingi, og hefur verið formaður Samfylkingarinnar frá 2005. Hún var skipuð utanríkisráðherra í maí 2007. Eiginm. hennar er Hjörleifur Svein- björnsson þýð. og eiga þau tvo syni. Tónlist Háskólabíó | Sinfóníuhljómsveitin flytur Till Eulen- spiegel eftir Strauss, Nótt á nornastóli eftir Mussorgs- kíj og valda kafla úr Pétri Gaut eftir Grieg með hjálp Gunnars Eyjólfssonar. Petri Sakari stjórnar og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur. Miðasala á www.sinfonia- .is og í síma 545-2500. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30. Uppákomur Bókasafn Hafnarfjarðar | Upplestur úr jólabókum kl. 20. Edda Andrésdóttir, Yrsa Sigurðardóttir, Þráinn Bertelsson, Lóa Aldísardóttir og Vigdís Grímsdóttir lesa. Kaffihúsastemning í samstarfi við Súfistann sem selur veitingar. Fyrirlestrar og fundir Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins | Sagnfræðinga- félagið kynnir: Ingibjörg S. Gísladóttir utanrík- isráðherra heldur hádegisfyrirlestur kl. 12.05-12.55 sem heitir „Minn staður er hér þar sem Evrópa endar“. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Geðhjálp | Sjálfshjálparhópur þeirra sem þjást af kvíða er starfræktur kl. 18. Hópurinn er opinn öllum sem eiga við áðurnefnt vandamál að stríða. Landakot | Fræðslunefnd RHLÖ heldur fyrirlestur kl. 15, í kennslusalnum á 7. hæð á Landakoti. Guðrún Val- gerður Stefánsdóttir, lektor KHÍ, fjallar um Lífssögur Íslendinga með þroskahömlun sem fæddir eru á fyrri helmingi 20. aldar. Sent út með fjarfundabúnaði. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA-samtakanna er 895- 1050. AUSTURRÍSKI skíðakappinn Georg Streitberger skíðar til æfingabúða en hann er að undirbúa sig fyrir heimsbikarmót í Lake Louise í Alberta- fylki í Kanada. Skíðað í sólskini Reuters FRÉTTIR NÝ NORRÆN vefgátt um vel- ferðarmál, www.nordically.org, hefur verið opnuð. Þar má lesa um heilsu, félagsmál, menntun og starfsemi á Norðurlöndum. Fjórar stofnanir sem heyra und- ir Norrænu ráðherranefndina standa að vefnum. Markmiðið hafi verið að skapa vettvang til að miðla reynslu af velferðarþjónustu til Norður- landabúa og annarra, segir Inge Ovesen framkvæmdastjóri Nor- rænu samstarfsnefndarinnar um málefni fatlaðra, en stofnun- in er ein af fjórum sem taka þátt í verkefninu. Vefgáttin var í upphafi verk- efni um rannsóknir í velferðar- málum og samstarf norrænna stofnana á félags- og heilbrigð- issviðinu; Norrænu samstarfs- nefndarinnar um málefni fatl- aðra, NSH, Norræna lýðheilsu- háskólans, NHV og norrænu menntaáætlunarinnar um þróun félagslegarar þjónustu, NO- PUS. Seinna bættist Nordic Institute for Advanced Training in Occupational Health, NIVA, í hópinn. Ólíkar áherslur stofnananna gera vefgáttina fjölbreytta með fréttum og upplýsingum um nor- ræna velferðarkerfið. Starfs- menn frá þátttökustofnununum uppfæra síðuna. Markhópur vef- gáttarinnar eru norrænir emb- ættismenn, fræðimenn og aðrir sem starfa við eða fjalla um vel- ferðarmál. Auk faglegra upplýsinga verða birtar fréttir á vefnum, upplýsingar um menntun, ráð- stefnur og útgefið efni. Jafn- framt gefst kostur á því að svara fréttum og mynda eigið tengsl- anet um áhugaverð efni. Nafnið, Nordically, sameinar norræn sjónarmið og norrænt samstarf „Nordic Ally“. Á vef- gáttinni er boðið upp á nýstár- legt norrænt samstarf og nor- rænt notagildi fyrir þátttakendur. Við vonum að vef- gáttin verði upphafssíða allra sem áhuga hafa á norrænum vel- ferðarmálum, segir Inge Ove- sen. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðunni nordi- cally.org Ný norræn vefgátt um velferðarmál

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.