Morgunblaðið - 22.11.2007, Page 48

Morgunblaðið - 22.11.2007, Page 48
Er hægt að standast þessi hvolpaaugu? ... 52 » reykjavíkreykjavík VEFSÍÐAN Land og synir segir frá því að Anna og skapsveiflurnar sé á meðal 33 stuttra teiknimynda sem komnar eru á forvalslista vegna komandi Óskars- verðlauna. Úr þessum hópi verða valdar tíu myndir og þeim svo fækkað niður í fimm tilnefndar myndir. Til- nefningar verða kynntar 22. janúar næstkomandi en af- hending Óskarsverðlaunanna fer fram 24. febrúar á næsta ári. Hilmar Sigurðsson hjá CAOZ, sem framleiðir Önnu og skapsveiflurnar, segir að þetta sé töluverður heiður í sjálfu sér. Þúsundir mynda af sama toga séu framleiddar á hverju ári og því úr mörgum að velja. Hins vegar sé þetta bara forvalslisti og því engin ástæða til að slá um sig enn. Anna og skapsveiflurnar hlaut Edduna í flokki stuttmynda á síðasta ári en myndin hefur nú verið á stanslausu flakki á milli kvikmyndahátíða. Að sögn Hilmars eru þær líklega á fjórða tug, hátíðirnar þar sem myndin hefur verið sýnd og segir hann að myndin fái alla jafna mjög góð viðbrögð, ekki síst vegna þess að hún sé talin öðruvísi en aðrar kvikaðar myndir og vísar þá til persónusköpunarinnar sem sé óhefðbundin. Þættir byggðir á Önnu og skapsveiflunum koma út á þarnæsta ári en von er á mynddiski með stuttmyndinni nú um mánaðamótin. Þá er búið að selja sjónvarpsrétt- inn af myndinni til 14 landa. Anna á séns á Óskar Unglingaveikin Anna breytist úr fyrirmyndarbarni í ung- lingsófreskju.  Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum virð- ast Hara- systur eiga vísan frægð- arferil í Póllandi og í einu dagblað- anna í gær kom meira að segja fram að pólsk aðdáendasíða væri kannski í smíðum. Hvað næst? Að Hara þýðir kúkur á maltnesku? Nei, bíddu, það hefur líka komið fram. Hvað er eiginlega í gangi? Jú, systurnar koma fram í næsta und- anúrslitaþætti Laugardagslaganna og því hafa sumir bent á það að til- viljun ein ráði því ekki að fréttir um yfirvofandi heimsfrægð í Póllandi birtist nú í fjölmiðlum landsins. Hvað ætli umboðsmaður þeirra systra taki nú til bragðs fyrir úr- slitakeppnina, fari svo að systurnar komist áfram á laugardaginn? Umboðsmaður Íslands má fara að vara sig  Tónlist- arspekúlantar standa nú á gati gagnvart tónlist- arsigrum Brynj- ars Más Valdi- marssonar á vinsældalistum víða um heim. Hér á landi hefur Brynjar Már aðallega verið kennd- ur við hljómsveitina Snooze, þar sem hann stóð í fylkingarbrjósti ásamt rapppíunni Kristínu Ýr i Bjarnadóttur, en fyrir utan það hefur BMV, eins og hann vill láta kalla sig, verið fyrirferðarmestur sem útvarpsmaður á FM 95,7. Nýj- ustu fréttir af BMV eru þær að hann stendur í dyragættinni að heimslista nokkrum, The World Chart Show, en eftir því næst verð- ur komist safnar listinn saman vin- sældalistum helstu útvarpsstöðva heims og hrærir í einn. Einhver sagði að best væri að flauta Laug- ardagslögin af og senda bara BMV. Er ekki bara best að senda Brynjar Má? Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is HJALTI Andrason er óvenjulegur ungur maður. Sem fjölmiðlafulltrúi í franska sendiráðinu sér hann um að ímynd okkar á Frökkum sé ekki einvörðungu bundin við að þeir séu hvítlauks- elskir dónar sem hafi gaman af verkföllum. Á kvöldin leiðbeinir hann ungum leiðsögumönnum um eðli villtra dýra með dýrafræðikennslu í Leiðsöguskóla Íslands og á sumrin þegar lítið er að gera í sendiráðinu vinnur hann sem leið- sögumaður um landið og túlkur. En þá er ekki öll sagan sögð því nú hefur Hjalti búið til borðs- pil byggt á kvikmyndinni Astrópíu eftir Gunnar B. Guðmundsson, sem frumsýnd var í ágúst síð- astliðnum. „Þetta byrjaði á því að myndin sló í gegn í kvikmyndahúsum og í kjölfarið fóru framleið- endur að velta því fyrir sér hvort þeir gætu ekki gert eitthvað meira með þetta,“ segir Hjalti. „Ég hef verið að leika mér við að búa til spil, það er nokkuð sem mér finnst gaman að gera í frítímanum. Þannig að ég greip tækifærið og tók þetta að mér,“ segir Hjalti sem hefur verið áhugamaður um borðspil frá því hann var barn. „Ég hef aldrei gefið spil út, en ég hef verið að leika mér við þetta síðan ég var krakki. Ég gerði fyrsta spilið mitt þegar ég var svona níu ára gamall, það var búið til úr frönskum lest- armiðum, en var alveg ótrúlega skemmtilegt og við vinirnir spiluðuð það alveg heillengi,“ segir hann og hlær. „Það þarf ekki mikið þegar mað- ur er níu ára.“ Eitthvað fyrir alla Spilið er stórt um sig og segir Hjalti það til komið vegna þess að mikið hafi verið lagt upp úr gæðum spilaborðsins. Þá eru reglurnar sem fylgja mjög ítarlegar og segir höfundurinn ástæðu fyrir því. „Markmið mitt var alls ekki að búa til spil í anda Matador, þar sem maður kast- ar teningi og fer áfram jafnmarga reiti og ten- ingurinn segir til um, og svo er það bara búið. Matador er með einfaldar reglur og það er nán- ast engin ákvörðunartaka. Markmið mitt var hins vegar að búa til spil sem er í anda æv- intýramennsku, og til þess að ná því þarf það að vera aðeins flóknara en til dæmis Risk eða Matador. Um leið var markmiðið samt að gera spilið eins einfalt og mögulegt var,“ segir Hjalti og bætir því við að spilið taki ekki mjög langan tíma í spilun. „Ætli þetta taki ekki svona tvo tíma, þetta er svona kvöldstund. En það tekur auðvitað lengri tíma fyrst, á meðan maður er að læra reglurnar.“ Aðspurður segir Hjalti að Astrópíuspilið ætti að geta höfðað til allra. „Það var líka markmið frá upphafi, að búa til spil fyrir alla, en ekki ein- blína á einhvern hóp eins og hlutverkaspilara. Þótt þetta sé í sama anda er þetta miklu einfald- ara. Við miðuðum við að tíu ára börn gætu spil- að þetta, ef maður skýrir þetta fyrir þeim geta þau vel spilað þetta og skilið reglurnar.“ Félagsleg skemmtun En getur borðspil staðist samkeppnina frá nú- tíma-afþreyingu á borð við tölvuleiki? „Ég held að spilið standist samkeppnina af því að þetta er allt annað mál. Vissulega eru tölvu- leikir flottir, maður lifir sig inn í þá, tölvan hugsar fyrir öllu og maður þarf ekki að raða spilaborðinu upp og svona. En það kemur ekki í staðinn fyrir að spila borðspil sem er meira fé- lagslegt, fólk kemur saman, situr við borð og skemmtir sér saman á sama stað.“ Ekki í anda Matador Hjalti Andrason er höfundur Astrópíuspilsins sem kom út fyrir skömmu Morgunblaðið/Frikki Spilakarl „Ég gerði fyrsta spilið mitt þegar ég var svona níu ára gamall,“ segir Hjalti. ■ Í kvöld kl. 19.30 Pétur Gautur Tónlist Griegs við stórvirki Ibsens. Nótt á Nornastóli eftir Mussorgsky og Ævintýri Ugluspegils eftir Richard Strauss. Stjórnandi: Petri Sakari Einsöngvari: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Sögumaður: Gunnar Eyjólfsson ■ Fim. 29. nóvember kl. 19.30 Adés og Stravinskíj. Dáðasta tónskáld Breta af yngri kynslóðinni, Thomas Adés, sækir okkur heim og stýrir hljómsveitinni og Hamrahlíðarkórunum í verkum Stravinskíjs og sínum eigin. ■ Fös. 7. desember kl. 19.30 Lífið kallar. Styrktartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar og FL Group. Uppselt. ■ Lau. 15. desember kl. 14 nokkur sæti laus og kl. 17 Jólatónleikar. Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskíj. Nemendur úr Listdansskóla Íslands dansa og trúðurinn Barbara segir söguna. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.