Morgunblaðið - 03.12.2007, Page 9

Morgunblaðið - 03.12.2007, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 9 FRÉTTIR Nýjar vörur Mbl 924851 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Gjafakort í jólapakkann ÚTHLUTUN styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði vegna ársins 2008 er lokið og þar með þrítugustu og fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Úthlutað var að þessu sinni 55 styrkjum að fjárhæð samtals 25.300.000 kr. Eftirtaldir aðilar hlutu hæstu styrkina, eða eina milljón króna hver: Ljósmyndasafnið á Ísa- firði, Minjasafn Egils Ólafssonar, Landnáms- setur Íslands ehf., Kvæðamannafélagið Iðunn og Stofnun Árna Magnússonar. Alls bárust 106 umsóknir um styrki samtals að fjárhæð um 123 milljónir króna. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til stofn- ana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hef- ur tekið í arf. Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verk- efna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau. Morgunblaðið/Jón Svavarsson 25 milljónum úthlutað úr Þjóðhátíðarsjóði upp á á næsta ári eru Tunguá í Lund- arreykjardal, Straumarnir í Borgar- firði, en í júní verða þeir seldir með Munaðarnessvæðinu í Norðurá, nokkur holl í Langá á Mýrum, og Hróarslækur, sem rennur í Ytri- Rangá. Ný silungsveiðisvæði eru Presthvammur í Laxá í Aðaldal og veiðisvæðið á Suðurlandi sem kallast Voli, Baugstaðaós og Tungu-Bár en það er leigt ásamt Stangaveiðifélagi Selfoss. Veitt og sleppt í Svalbarðsá Tungufljót í Skaftártungu er eitt vinsælasta sjóbirtingsveiðisvæði landsins. Venjulega er veitt til 20. október en nú hefur stjórn SVFR, sem leigir veiðisvæðið, ákveðið að SÖLUSKRÁ Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrir 2008 er komin út. Að sögn Guðmundar Stefáns Marías- sonar, sem kjörinn var formaður fé- lagsins á aðalfundi um liðna helgi, er um að ræða viðamestu skrá sem gefin hefur verið út til þessa, með mesta fjölbreytileikann í veiðileyfum. Sagði hann töluvert aukið framboð á veiði- leyfum, bæði fyrir lax og silung. Þá er í fyrsta sinn boðið upp á leyfi í Noregi, í ánni Orkla, þar sem er góð stórlax- avon. Félagsmönnum hefur fjölgað gífurlega á síðustu misserum og sagði Guðmundur Stefán mikla áherslu lagða á að fjölga veiðisvæðum í sam- ræmi við það. Boðið væri upp á um 18.000 stangardaga, eða tæplega sex á hvern félagsmann. Hefur framboð stangardaga aukist gífurlega síðustu árin. Tók hann sem dæmi að árið 1993 hefði stangardagar verið tæplega þrír á hvern félaga. „Við höfum reynt að standa á móti verðhækkunum og það hefur tekist ágætlega. Hækkun milli ára er nú um 10% að meðaltali. Flest svæði hækka í samræmi við vísitölu, önnur eitthvað meira en þá er um endurnýjaða samninga að ræða. Sogið hækkar um 12-16% umfram vísitölu, en segja má að sú upphæð sé framlag í netaupp- kaupasjóðinn.“ Ný laxveiðisvæði sem SVFR býður skylt verði að sleppa öllum veiddum fiski í októbermánuði. Fleiri leigutakar hafa boðað hertar og breyttar reglur á sínum veiðisvæð- um. Lax ehf., sem leigir margar kunn- ustu veiðiár landsins, hefur tilkynnt að frá og með næsta sumri verði að sleppa öllum veiddum laxi í Sval- barðsá. Vesturdalsá fer aftur á mark- að, eftir að hafa verið friðuð að mestu um skeið vegna rannsóknarverkefnis. Er þegar uppselt í ána en þar verður einnig skylt að sleppa öllum fiski og ennfremur er settur kvóti á veidda fiska. Kvótinn mun ekki hafa verið ákveðinn. Í Selá í Vopnafirði verður sex laxa kvóti á hverri vakt, þar af má hirða einn lax sé þess óskað. Að sex fiskum veiddum ber að hætta veiðum. Aukið framboð veiðileyfa hjá Stangaveiðifélaginu Veitt og sleppt á fleiri veiðisvæðum, kvóti minnkaður á öðrum Veiði Sölvi Ólafsson landar hér vænni bleikju nærri Gunnbjarnarhyl. STANGVEIÐI Morgunblaðið/Einar Falur MEIRIHLUTI íbúa Álftaness styð- ur nýja skipulagstillögu um mið- svæði Álftaness sem nefnd hefur verið „Grænn miðbær“. Þetta er ein helsta niðurstaða könnunar sem Capacent Gallup gerði nýlega fyrir bæjaryfirvöld. Í henni var spurt um viðhorf Álft- nesinga til helstu álitamála sem upp hafa komið við útfærslu á skipulagi nýs miðbæjar. Könnunin var gerð til að kanna hug bæjarbúa sem best og tryggja að bæjarstjórn og íbúar verði sam- stiga við uppbyggingu nýs miðbæj- ar. Samkvæmt könnuninni er meiri- hluti bæjarbúa hlynntur tillögu um opin svæði, garða og stíga í stað stórra einkalóða. Sama á við um bíl- hýsi neðanjarðar, styttingu Breiðu- mýrar og byggingu bensínsjálfsala. Flestir eru líka á því að tillögurnar komi til móts við óskir og þarfir íbúa um þjónustu og uppbyggingu at- vinnulífs. Mjótt var á mununum þegar spurt var um áform um menningar- og náttúrufræðasetur ásamt ráðstefnu- hóteli sunnan Suðurnesvegar. Þar eru álíka margir með og á móti. Í úrtaki könnunarinnar voru 720 íbúar á Álftanesi, 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 51,7%. Styðja „Grænan miðbæ“ Skoðanakönnun meðal íbúa Álftaness

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.