Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 21
Morgunblaðið/Kristinn
u auga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.
er þörf þeim er víða ratar á Háskólatorginu.
balsson við vígsluna.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 21
Það er ójafnvægi í kolefn-isbúskap Jarðar og áhverju ári eykst magn kol-díoxíðs og annarra gróð-
urhúsalofttegunda í andrúmsloftinu.
Nú er magnið meira en það hefur
nokkurn tíma verið í um 300 þúsund
ára sögu mannsins sem tegundar.
Geta andrúmsloftsins
til að taka á móti
gróðurhúsaloftteg-
undum af mannavöld-
um án þess að það
valdi hættulegum
breytingum á lofts-
lagi Jarðar er tak-
mörkuð. Frá iðnbylt-
ingunni hefur magn
koldíoxíðs í andrúms-
loftinu af mannavöld-
um aukist um 35%.
Geta Jarðar til að
binda koldíoxíð fer
minnkandi og losun
eykst. Ef ekki næst víðtækt al-
þjóðlegt samkomulag um að breyta
þessari þróun er allt útlit fyrir að
uppsöfnun gróðurhúsaloftegunda í
andrúmsloftinu muni valda hættu-
legum breytingum á lífsskilyrðum
manna á Jörðinni.
Takmarka ber hitahækkun
við 2 gráður
Eitt mikilvægasta úrlausnarefni
samtímans er að svara þeirri spurn-
ingu hvernig þjóðir heims eigi að
takmarka og skipta á milli sín rétt-
inum til að losa gróðurhúsaloftteg-
undir út í andrúmsloftið. Þetta var
eitt meginviðfangsefni Kyotobók-
unarinnar sem gildir fyrir tímabilið
2009 til 2012. Í því samkomulagi
samþykktu liðlega 30 iðnríki efri
mörk fyrir sína losun. En þessi mörk
voru einungis lítið skref og leysa
ekki vandann. En tíminn til að
bregðast við er takmarkaður. Nú
þegar hefur meðalhiti Jarðar hækk-
að um liðlega hálfa gráðu og leitt hef-
ur verið líkum að því að ef hitastig
hækkar um meira en 2 gráður geti
komið til stigmagnandi breyting í
vistkerfum með afar hættulegum af-
leiðinum fyrir samfélagið. Nýleg
skýrsla breska hagfræðingsins Rich-
ard Stern sýnir að hærra hitastigi
fylgir afar mikill kostnaður fyrir
samfélagið. Til að koma veg fyrir 2
gráða hitahækkun þarf að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda um lið-
lega 50% fyrir miðja þessa öld. Enn
sem komið er vex losunin. Þannig
jókst losun 40 helstu iðnríkja heims
um 2,6% á árunum 2000 til 2005.
Stern fullyrðir að það sé ódýrara að
draga úr losun en mæta afleiðingum
hlýnunar.
Bandaríkjamenn hafa lengi verið
stórtækastir í losun og losuðu um
7,24 milljarða tonna á árinu 2005,
sem er liðlega 1/5 af heildarlosun af
mannavöldum á Jörðinni það ár.
Þetta nokkuð áþekkt því sem Kín-
verjar losuð sama ár.
Vonir eru bundnar við að ná megi
víðtæku samkomulagi
um aðgerðir og los-
unarmörk á loftslags-
ráðstefnu sem ráðgert
er að halda í Kaup-
mannahöfn síðla árs
2009.
Ábyrg nú og
í framtíðinni
Iðnríkin bera ábyrgð
á þeirri uppsöfnun gróð-
urhúsalofttegunda sem
átt hefur sér stað. En
ört vaxandi losun í þró-
unarlöndunum, einkum
Kína og Indlandi, verður ein helsta
uppspretta vaxandi gróðurhúsa-
lofttegunda í andrúmsloftinu á
næstu áratugum verði ekkert að
gert. Þróunarríkin halda réttilega
fram að núverandi ójafnvægi í kolef-
nabúskap Jarðar stafi af losun í iðn-
ríkjunum. Hver Bandaríkjamaður
losar árlega 18 sinnum meira magn
en hver Indverji. Iðnríkin benda á að
þó að þau myndu draga úr losun
sinni um 50 til 80% myndi það ekki
leysa vandann þar sem aukning los-
unar frá þróunarríkjunum yrði
væntanlega enn meiri en þessu
næmi. Vísað er til þess að þróun-
arlöndin hafa valdið um 2/3 hlutum
af vextinum undanfarin ár. Þessar
andstæður, þ.e. að þau ríki sem bera
ábyrgð á þróuninni fram til þess eru
ekki sömu ríki og væntanlega munu
losa mest í framtíðinni, gerir samn-
ingaviðræður vandasamar.
Samningaviðræður um hvað á að
taka við af Kyotobókuninni eru hafn-
ar og vonast er til að á samn-
ingafundi í Balí nú í desember náist
samkomulag um fyrirkomulag og
markmið samningaferlis sem stefnt
yrði að að ljúka á Kaupmannahafn-
arráðstefnunni í árslok 2009. Eitt
helsta viðfangsefni samninga-
viðræðnanna verður eflaust spurn-
ing um hvernig eigi að deila byrð-
unum.
Hvað er réttlát skipting byrða?
Búast má við því að margir reyni
nú að móta hugmyndir um skiptingu
byrða. Nýlega birti heimspeking-
urinn Peter Singer grein þar sem
hann bendir á leið til lausnar sem að
hans mati er bæði réttlát og einföld í
framkvæmd. Í fyrsta lagi, segir Pet-
er Singer, þarf að fastbinda leyfilega
hámarkslosun gróðurhúsaloftteg-
unda. Hann telur að miða eigi mörk-
in við að hitastig af mannvöldum
hækki ekki meira en sem nemur 2
gráðum. Þar næst á að deila leyfi-
legu magni á samanlagðan mann-
fjölda á Jörðinni. Svo skal leyfilegu
magni deilt á einstök ríki í samræmi
við mannfjölda þeirra. Til að auð-
velda aðlögun skal heimilt að eiga
viðskipti með losunarkvóta milli
landa. Singer telur að við svo fyr-
irkomulag búi allir Jarðarbúar við
sama rétt til að losa. Hann telur
þetta lausn sem þróunarlöndin muni
geta sætt sig við. Hann telur einnig
að iðnríkin geti sátt við unað þar sem
þau hafi fjárhagslega getu til að afla
sér losunarheimilda meðan á aðlög-
un stendur.
Tvö tonn á hvern Íslending
Meðallosun í heiminum í dag af
mannavöldum er um 4 tonn á ári á
íbúa. Til að ná markmiðum um að
koma í veg fyrir að hitastig hækki
um meira en 2 gráður af mannavöld-
um þyrfti að lækka það í 2 tonn á ári
hægt og bítandi fram til ársins 2050,
en þá er ekki tekið tillit til vaxandi
mannfjölda. Miðað við 300.000 íbúa á
Íslandi yrðu losunarheimildir Ís-
lands um 600.000 skv. tillögu Sin-
gers. Til samanburðar má benda á
að losunarmörk Íslands í Kyotobók-
uninni eru um 3,6 milljón tonn á ári,
auk þess sem á tímabilinu 2009 til
2012 eru í gildi ákvæði um 1,6 millj-
óna tonna árlega losun vegna nýrrar
stóriðju.
Samkvæmt athugun sem sam-
tökin Landvernd létu vinna mætti
með góðu móti með markvissum að-
gerðum binda árlega kolefni sem
svarar til um 1 milljónar tonna á ári.
Þannig gæti heildarlosunarheimild
Íslands orðið á grundvelli hug-
myndar Singers um 1,6 milljón tonn
gróðurhúsalofttegunda á ári. Það
yrði óumflýjanlegt að auka orku-
nýtni og notkun mengunarminni
orkugjafa á Íslandi afar rösklega til
þess að ná þessum markmiðum. En
einnig mætti kaupa losunarkvóta til
að gera aðlögunina viðráðanlegri.
100 ára mörk,
magni skipt eftir getu
Sænska fyrirtækið Vattenfall er
stórtækt í orkuframleiðslu í Evrópu
og forstjóri þess, Lars G. Josefsson,
hefur verið atkvæðamikill í um-
ræðunni um loftslagsbreytingar. Jo-
sefsson hefur lagt fram hugmyndir
um hvernig má skipta réttinum til
aðgangs að andrúmsloftinu. Hann
vill gera áætlun til 100 ára með það
markmið að á því tímabili verði los-
un gróðurhúsalofttegunda af
mannavöldum ekki meiri en 1.600
milljarðar tonna. Þetta telur hann
vera þau mörk sem muni koma í veg
fyrir hættulegar breytingar á lofts-
laginu. Þessu magni á að dreifa á ár-
in 100 og á löndin 180. Deila á byrð-
unum á þeim grundvelli að öll lönd
eigi rétt til efnahagslegrar framþró-
unar. Þetta felur í sér að fátækustu
þróunarlöndin þurfa ekki að draga
úr losun en þau sem lengra eru kom-
in í efnahagslegri framþróun taka á
sig vaxandi byrðar. Samkvæmt út-
reikningum Josefsson gætu iðnríkin
skipulagt losunarmörkin með þeim
hætti að losun nái hámarki árið 2025
en tæki svo dýfu og félli hægt og bít-
andi fram til ársins 2100. Þróun-
arlöndin hefðu hins vegar los-
unarferli þar sem hámark losunar
yrði árið 2040 en félli svo nokkuð
mikið fram til ársins 2100.
Bandaríkin, Indland
og Kína ráði úrslitum
Ýmsar aðrar hugmyndir hafa ver-
ið viðraðar á undanförnum árum. En
helsta forsenda þess að komast megi
að einhverri niðurstöðu er afstaða
Bandaríkjanna. Bandaríkin neituðu
að staðfesta Kyotobókunina og und-
anfarin ár hafa stjórnvöld í Wash-
ington ekki léð máls á að semja um
losunarmörk. En það kann að vera
að sú afstaða sé að breytast. Leiðin
frá Balí til Kaupmannhafnar verður
löng og ströng fyrir samningamenn-
ina og líklega veltur niðurstaðan
mest á því hvaða afstöðu Bandarík-
in, Kína og Indland taka til þeirra
hugmynda um lausn sem fram
kunna að koma á næstu misserum.
Ekki hef ég heyrt hvaða augum
þessi ríki líta þær hugmyndir sem
hér hafa verið nefndar.
Sanngjörn skipting andrúmsloftsins
Eftir Tryggva Felixson »Eitt mikilvægastaúrlausnarefni sam-
tímans er að svara
þeirri spurningu hvern-
ig þjóðir heims eiga að
takmarka og skipta á
milli sín réttinum til að
losa gróðurhúsaloft-
tegundir út í and-
rúmsloftið.
Tryggvi Felixson
Höfundur er auðlindahagfræðingur og
tók þátt í samningaviðræðum um
Kyotobókunina á árunum 1995 til 1997.
Í dag er alþjóðadagur fatlaðra.Fáum dylst að gríðarlegarumbætur hafa átt sér stað ímálefnum þeirra hér á landi
undanfarinn aldarfjórðung. Fram-
förum í málaflokknum má líkja við
byltingu. Það á ekki einungis við um
bætta þjónustu við fatlaða heldur
einnig breytt hugarfar gagnvart
þeim, réttindum þeirra og aðbúnaði
og möguleikum á virkri þátttöku í
samfélaginu.
Verkefnaflutningur frá
ríki til sveitarfélaga
Sé horft yfir sviðið framundan ber
hæst fyrirhugaðar breytingar á
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga í þjónustu við fatlaða. Fyrir
liggur samkomulag ríkisins og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga um
viðræður þess efnis að sveitarfélög
taki í auknum mæli við verkefnum
ríkisins á því sviði. Verkefnahópar
starfa nú á vegum félagsmálaráðu-
neytisins að því viðfangsefni og er
niðurstöðu að vænta innan skamms.
Verkefnið er yfirgripsmikið þar sem
þjónusta við fatlað fólk nær til á
þriðja þúsund einstaklinga og fjöl-
skyldna þeirra. Meginatriðið er að
færa þjónustuna nær notendum
hennar, í heimabyggð
þeirra, og samþætta
hana annarri fé-
lagslegri þjónustu
sveitarfélaga. Mark-
miðið er meðal annars
að auka skilvirkni og
hagkvæmni og auka
áhrif notenda á til-
högun þjónustunnar.
Biðlistum eytt –
börn í forgang
Af öðrum brýnum
verkefnum sem unnið
er að má nefna áætlun um að eyða á
næstu 24 mánuðum biðlistum eftir
greiningu hjá Greiningar- og ráð-
gjafarstöð ríkisins. Það er gríðarlegt
átak og munu 240 börn og fjöl-
skyldur þeirra njóta ávinningsins.
Átakið mun flýta fyrir því að börn
um land allt fái þjónustu við hæfi og
tryggja þarf að þeirri auknu þjón-
ustuþörf sem átakið skapar verði
mætt. Tíminn er dýrmætur þegar
þroskaferli barna og unglinga er
annars vegar. Þetta átak mun án efa
skila sér í auknum lífsgæðum barna
og fjölskyldna þeirra.
Öflugra öryggisnet
Ég hef lagt fram á Alþingi frum-
varp um breytingar á lögum um
greiðslur til langveikra eða alvar-
legra fatlaðra barna.
Þar er mælt fyrir um
endurskoðun á
greiðslukerfi sem kom-
ið var á fót árið 2006.
Markmiðið er að
tryggja betri þjónustu
og aðbúnað við lang-
veik börn og foreldra
þeirra. Reynslan hefur
sýnt að þeir lenda oft í
fjárþröng þar sem
tækifærin til tekjuöfl-
unar takmarkast af
umönnun barnanna.
Ég tel þetta afar brýnt hagsmuna-
mál og að í frumvarpinu felist mik-
ilvæg réttarbót miðað við gildandi
lög. Í framhaldinu verður unnið að
því að bæta félagslega þjónustu fyrir
langveik börn til samræmis við rétt
fatlaðra barna.
Réttindi fatlaðra tryggð
Réttindagæsla fatlaðra hefur um
árabil verið meðal helstu áherslu-
atriða þeirra sem láta sig málefni
fatlaðra varða. Þá er átt við að fatlað
fólk, sem einatt á erfitt með að gæta
hagsmuna sinna sjálft, njóti til þess
aðstoðar. Rannsóknir benda til að
fatlað fólk verði oftar en aðrir fyrir
kynferðislegu ofbeldi og öðru of-
beldi. Ég hef nýverið falið starfshópi
að fjalla um þessi mál. Þá skal getið
hins mikilvæga sáttmála Sameinuðu
þjóðanna um réttindi fólks með fötl-
un. Hann var undirritaður af Íslands
hálfu 30. mars síðastliðinn. Nefnd
starfar nú að því að kanna hvort lög
og reglugerðir hér á landi uppfylli
kröfur sáttmálans þannig að Ísland
geti orðið meðal þeirra 20 þjóða
heims sem fyrstar fullgilda sáttmála
Sameinuðu þjóðanna.
Átak í búsetumálum
og stoðþjónustu
Áherslur félagsmálaráðuneytisins
á árinu 2008 í þjónustu við þá sem
búa við fötlun eru fyrst og fremst á
þjónustu við fötluð börn, búsetumál
og ýmiss konar stoðþjónustu eins og
liðveislu og skammtímaþjónustu.
Veruleg aukning verður á fram-
lögum í þennan málaflokk á næsta
ári enda þurfum við að gera enn bet-
ur til að bæta þjónustu við fatlaða og
að því er stefnt.
Dagurinn í dag á erindi við okkur
öll því málefni fatlaðra eru málefni
samfélagsins í heild.
Alþjóðadagur fatlaðra
Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur
» Stefnt er að því að Ísland verði
meðal þeirra 20 þjóða
sem fyrstar fullgilda
sáttmála Sameinuðu
þjóðanna um málefni
fatlaðra.
Jóhanna Sigurðardóttir
Höfundur er félagsmálaráðherra.