Morgunblaðið - 03.12.2007, Page 24

Morgunblaðið - 03.12.2007, Page 24
24 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Pétur Magn-ússon, rafvirkja- meistari og vél- stjóri, fæddist á Selskerjum í Múla- hreppi í Austur- Barðastrandarsýslu 3.7. 1916. Hann lést á Landspítalanum 20.11. síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Pét- ursson, bóndi á Innri-Bakka í Tálknafirði, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 6.3. 1884, d. 1970, og Björg Guðmundsdóttir ljósmóðir, f. 23.6. 1885, d. 1962. Systkini Pét- urs eru Guðmundur endurskoð- andi, f. 1917, d. 2006, Kristján, f. 1920, d. 1922, Gunnar skipstjóri, f. 30.5. 1943, börn a) Pétur Heiðar, f. 10.12. 1966, sambýliskona Rósíta, f. 1970, dóttir hans er Kristín, f. 1994, og b) Þyri Sölva, f. 5.10. 1971. 3) Magnús, f. 23.9. 1948, kvæntur Júlíönnu Friðjónsdóttur, f. 23.10. 1952, börn a) Berglind, f. 8.11. 1978, í sambúð með Atla Má, f. 1977, b) Hafrún Hlín 27.9. 1980, sambýlismaður Jón Geir, f. 1979. 4) Guðfinna, f. 27.3. 1956, gift Guð- manni Bjarnasyni, f. 28.4. 1956, börn a) Ragnheiður Rósa, f. 6.6. 1979, sambýlismaður Stígur, f. 1974, og b) Bjarni Ólafur, f. 27.4. 1988. Pétur var fyrst til sjós eftir að hann flutti til Reykjavíkur, var í lögreglunni á stríðsárunum, lærði svo rafvirkjun og starfaði við það í 20 ár, fór þá í Vélstjóraskólann og aftur til sjós. Síðustu starfsárin var hann vélstjóri á Kirkjusandi. Útför Péturs verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 1922, Kristján húsa- smíðameistari, f 1923, d. 1986, Jakob fiskifræðingur, f. 1926, og Sigríður húsmóðir, f. 1928. Pétur kvæntist 3.7. 1941 Ragnheiði Hall- grímsdóttur hús- móður, f. á Hvann- stóði á Borgarfirði eystra 26.7. 1917. Foreldrar hennar voru Guðfinna Hall- grímsdóttir hús- móðir og verkakona, f. 15.5. 1896, d. 1979, og Hall- grímur Ólafsson bóndi, f. 26.10. 1888, d. 1981. Pétur og Ragnheið- ur bjuggu alla tíð í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Hallgrímur Rafn, f. 27.5. 1942. 2) Björg, f. Við kveðjum afa okkar með sökn- uði og trega, og viljum minnast hans með nokkrum orðum. Fyrstu minningarnar tengjast Steinagerði 8 sem afi og amma byggðu sjálf á sínum tíma með myndarskap. Þar var leikið í garð- inum, sofið á milli ömmu og afa og þaðan var farið í skemmtiferðir á grænum Saab sem gott var að sitja í og sleikja ís. Afi var duglegur að taka okkur með í alls kyns ferðir. Man ég þegar við fórum í sund með honum og hann synti eins og selur með okk- ur á bakinu, og þegar við stóðum við vatn og kennt var að þræða orm á öngul, allt með þolinmæði og hægð þó sumir væru að flýta sér. Afi undi sér við lestur ef færi gafst og var Kiljan í miklum metum. Hann hlakkaði til að komast á eftirlaun og geta sinnt lestri betur enda búinn að safna að sér bókum um langa tíð. Því miður þá tapaði hann svo sjón að þetta rættist ekki eins og til stóð en hann tók því með æðruleysi eins og svo mörgu öðru. Ekki heyrðum við hann kvarta. Seinna fór hann að missa mátt í fótum en afi var svo ótrúlega duglegur, það var ekkert sem hann afi okkar gat ekki. Amma og afi voru gift í 65 ár og alltaf var jafn gott að koma til þeirra á Háaleitisbrautina eftir þau fluttu úr Steinagerði. Alltaf var jafn vel tekið á móti okkur og spurt frétta. Amma á eftir að sakna þín mikið en við verðum dugleg að heimsækja hana og hugsa um hana. Við þökkum samfylgdina elsku afi, það eru forréttindi að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá okkur. Þyri Sölva og Pétur Heiðar. Við erum ein af þeim fáu heppnu sem hafa notið þess að eiga afa og ömmu svona lengi. Afi var hetja, hann var fyrstur Ís- lendinga til að fá viðurkenningu fyrir mannbjörg á sjó og vorum við mjög stolt af því þegar afi og amma sögðu okkur söguna af því þegar afi kastaði sér út í ólgusjó og bjargaði manni sem hafði dottið útbyrðis. Afi elskaði sjóinn og allt sem hon- um tengdist og voru ófáir „sunnu- dagsbíltúrar“ teknir niður á höfn að skoða skip og þar sem sjónin var far- in að daprast þá bað hann okkur að lesa nöfnin á skipunum fyrir sig, sem við gerðum, og ef afi þekkti skipið kom einhver fróðleikur. Við eigum mikið af minningum sem við munum varðveita vel og eru margar þeirra tengdar sumarbú- staðnum þeirra afa og ömmu á Arn- arstapa. Við áttum margar góðar stundir þar með þeim, þar sem afi, fíni maðurinn, fór í sveitagallann, með snæri sem belti, vinnuslopp, bréfpoka á hausnum sem hatt og fór út að slá með orfi og ljá. Eða þegar Bjarni átti að skilja fiskana sína eftir hjá afa uppi í bústað, hann treysti ekki afa fyrir fiskunum sínum því hann vissi að fiskur var það besta sem afi fékk og Bjarni var svo hræddur um að afi myndi borða þá. En þegar við komum aftur upp í bú- stað þá voru fiskarnir á lífi og afi bú- inn að hugsa vel um þá. Elsku afi okkar, það er erfitt og sárt að þurfa að kveðja, en við viss- um að það var kominn tími. Þrátt fyrir það þá fannst okkur það samt svo óraunverulegt, fannst þetta ekki vera að gerast. Þó að komið sé að kveðjustund þá vitum við að þú verður alltaf hjá okk- ur til að fylgjast með og elska úr fjar- lægð. Við finnum mest til með ömmu, sem er nú ein eftir nærri 70 ár með þér, en þó vitum við að hún er ekki ein því þú vakir yfir henni. Þú getur líka treyst á það að við munum gera okkar besta til að hugsa um hana, heimsækja og hjálpa. Í bænum okkar, besti afi biðjum fyrir þér að Guð sem yfir öllu ræður, allt sem veit og sér leiði þig að ljóssins vegi lát’ þig finna að, engin sorg og enginn kvilli á þar samastað. Við biðjum þess í bænum okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen) Elsku afi, hvíl þú í friði. Ragnheiður og Bjarni. Pétur Magnússon Eftirfarandi grein birtist í blaðinu í gær en þá með rangri mynd. Við biðjum höfundinn Ástráð B. Hreiðarsson , lesendur blaðsins og aðstandendur afsökunar á þess- um mistökum. Kynni mín af Sigurði hófust þegar ég var læknanemi. Hann vakti at- hygli þessi snaggaralegi læknir, sem var nýkominn úr sérnámi í Ameríku og vissi allt um hormóna og inn- kirtlasjúkdóma. Seinna átti ég eftir að kynnast honum enn betur og þá sem starfs- bróður í sömu sérgrein og á sama vinnustað, lyflækningadeild Land- spítala, og einnig síðar á göngudeild sykursjúkra. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Sigurð. Hann mætti ávallt í vinnuna ótrúlega morgunhress beint úr sundlauginni og heita pottinum, leiftrandi af lífsgleði og krafti, sem ✝ Sigurður Þor-kell Guðmunds- son læknir fæddist 25. júní árið 1930. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni í Reykjavík 31. október síðastliðinn. Útför Sigurðar var gerð frá Nes- kirkju 13. nóvember sl. maður öfundaði hann af. Bjartsýnin og hið hlýja viðmót gerðu hann vinsælan hjá bæði samstarfsfólki og sjúklingunum, sem hann sinnti af alúð. Sigurður var tilfinn- ingaríkur og gat verið snöggur upp á lagið, en öldurnar lægði jafnskjótt. Sigurður var einn af frumkvöðlunum hér á landi í sinni sérgrein. Úr sérnáminu flutti hann hingað heim með sér nýja þekkingu sem gagnaðist fjölda sjúklinga og gerði þeim lífið bærilegra. Í Ameríku hafði hann rannsakað sérstaklega ofstarfsemi kalkkirtla og fjallaði sérfræðiritgerð hans um það efni. Eftir heimkomuna vann hann ötullega að rannsóknum á far- aldsfræði innkirtlasjúkdóma á Ís- landi. Sigurður var formaður Félags ís- lenskra lyflækna á árunum 1965-68 og bar ætíð hag þess félags mjög fyr- ir brjósti. Samkvæmt hefð voru lyf- læknaþingin ætíð haldin úti á landi, oft á náttúrufögrum stöðum. Sigurð- ur var manna glaðastur ef golfvöllur var í nánd og hægt að taka nokkrar holur milli atriða. Að liðnum degi mátti svo heyra hans tæru tenórrödd berast út í vornóttina, er hann leiddi fjöldasöng þátttakenda. Á 13. þingi Félags íslenskra lyflækna, sem haldð var á Akureyri 1998, voru tveir læknar kjörnir heiðursfélagar, hinir fyrstu í sögu félagsins. Það voru þeir Sigurður Þ. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson. Það var mér, sem þáverandi for- manni félagsins, mikill heiður og ánægja að afhenda þeim félögum heiðursskjölin við þetta hátíðlega tækifæri. Sigurður var duglegur að rækta sambönd við erlenda kollega. Ég átti þess kost að starfa með honum við undirbúning 38. þings norrænna lyf- lækna, sem haldið var í Reykjavík 1982, en Sigurður var forseti þings- ins. Á þessum vettvangi naut hann sín vel og sjarmeraði fólk upp úr skónum með sínu opna og einlæga fasi. Sama var upp á teningnum á ár- legum fundum í þeim exklúsíva sel- skab „Icelandic Danish Diabetes Club“. Eftir að Sigurður hætti að geta mætt á þeim fundum hafa hinir dönsku kollegar óþreytandi spurt frétta af honum. Sigurður var í fullu fjöri þar til á síðasta ári að honum var óþyrmilega kippt úr leik af völdum heilablóðfalls. Þá var eins og lífsneistinn hefði slokknað. Samt var hann fárveikur að reyna að koma boðum til sjúkling- anna sinna til þess að tryggja að þeir yrðu áfram í öruggum höndum. Þannig var hann. Ég vil að leiðarlok- um þakka Sigurði samfylgdina. Við Anna sendum Ninnu, traust- um lífsförunaut hans til margra ára, ásamt Jórunni einkadóttur hans og fjölskyldu hlýjar samúðarkveðjur. Ástráður B. Hreiðarsson. Sigurður Þorkell Guðmundsson Mig langar með ör- fáum orðum að minn- ast látins heiðursmanns sem setti svo sannarlega svip sinn á samfélag- ið okkar, Selfoss. Hann var einn af samtíðarmönnum staðarins sem allir þekktu að góðu einu. Þórir Gunnars- son ketil- og plötusmiður, eða Dói eins og hann var kallaður af öllum, var mikill gæðamaður, hjálpsamur og greiðvikinn. Það voru örugglega margir sem til hans leituðu, í vand- ræðum sínum með bilaða hluti sem hann oftast gerði við eða sérsmíðaði ef þörf var á. Lengst af starfaði hann hjá Kaupfélagi Árnesinga, en hin síðari ár var bílskúrinn á Heiðarveg- inum hans aðalvettvangur. Það var alltaf gaman að koma í skúrinn til Dóa, sem var hlaðinn verkfærum og tækjum. Þar var nóg af verkefnum og margt fróðlegt að sjá. Þá var líka áhugavert að hlusta á hann spá í lífið og tilveruna og hugmyndir um fram- tíðina. Hann var víða heima og hafði skoðanir á mörgum hlutum og góðan húmor. Dói velti oft fyrir sér ýmsu og spurði til baka hvort þetta eða hitt gæti nú verið svona. Ég kom einu sinni sem oftar í skúrinn til Dóa ým- ist með hluti sem hann gerði við fyrir mig eða til að ræða við hann. Hann var einstaklega fær á sínu sviði og sannaði að ekki þurfti alltaf að henda hlutum þó bilaðir væru. Það var mikil gæfa að fá að kynn- ast þeim heiðurshjónum Dóa og Ólöfu konu hans. Fyrir utan það að sjá um klippingar á þeim í áratugi kynntumst við hjónin þeim á dans- námskeiðum, sem þau lögðu mikla rækt við og höfðu yndi af. Á nám- skeiðunum voru þau elst en yngst í anda, svo gaman þótti þeim að dans- menntinni og félagsskapnum. Á þorrablótum Hafnar í Tryggvaskála hér áður fyrr sá Ólöf um matseld í rúman áratug, og henni til halds og trausts var ávallt Dói. Þau voru mjög samrýnd og samstiga hjón og miklir Þórir Gunnarsson ✝ Þórir Gunn-arsson fæddist á Stokkseyri 19. sept- ember 1920. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 22. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Selfosskirkju 3. nóv- ember. Meira: mbl.is/ minningar mannvinir, sem dæmi um það buðu þau til sín einu sinni á ári ein- stæðingum til mikillar veislumáltíðar. Það varð Dóa mikið áfall að missa konu sína eftir erfið veikindi. Á síð- astliðnum árum var Dói allur að hressast og eitt af því sem hann hafði orð á var að hann hefði áhuga á að kom- ast í siglingu. Dói var heimsmaður í sér en jafnframt mikill Ís- lendingur og var afar annt um sjálf- stæði þjóðarinnar. Dói var trúaður maður og sagði skoðanir sínar, hann var snyrtimenni og smekklegur og hafði auga fyrir fallegum hlutum. Eitt af því sem við ræddum saman um var að á næsta ári eru sextíu ár síðan faðir minn stofnaði rakarastofu á Selfossi. Það var mat okkar beggja að Dói væri einn elsti viðskiptavinur stofunnar, hefði alla tíð skipt við hana. Ég er þakklátur fyrir að fá að kynnast þessum manni, sem kallaði sig stundum Dói.is – hann fylgdist með. Ég og við feðgar á stofunni vottum öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð um leið og við biðjum góðan Guð að varðveita minningu Dóa á Heiðarveginum. Björn Ingi Gíslason. Með þakklæti og virðingu langar mig að kveðja góðan vin minn Þóri, eða Dóa eins og ég var vön að kalla hann. Ég kynntist Dóa fyrir 5 árum þegar ég var að vinna í Krónunni, en þangað var hann vanur að koma og gera innkaup sín. Milli okkar Dóa þróaðist góð vinátta sem varði fram á síðasta dag. Dói var einstaklega ljúfur maður sem vildi engum illt. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni og var hann duglegur að hrósa fólki sem hann umgekkst. Dói var mjög trúað- ur maður og hjálpaði það honum mikið eftir að Ólöf kona hans féll frá, en hann saknaði hennar mikið. Síð- asta skiptið sem ég sá Dóa var þegar hann kom á hjólinu sínu, eins og svo oft áður, heim til mín með rós í hendi. Elsku Dói minn, takk fyrir allt, ég mun ávallt geyma rósina til minn- ingar um þig, ég veit að þú ert kom- inn á góðan stað þar sem Ólöf tekur á móti þér, blessuð sé minning þín. Þín vinkona Ester Bergmann Halldórsdóttir. Mánudaginn 29. október sl. bárust þær sorglegu fréttir til okk- ar bræðra að Gylfi Kristjánsson vinur okkar væri látinn. Kynni okkar af Gylfa má rekja tvo áratugi aftur í tím- ann. Fluguveiðin var Gylfa hjartfólg- in sem og mikill áhugi fyrir körfu- knattleik en þessi áhugamál voru okkur sammerkt í gegnum vináttuna. Gylfi var í fremstu röð fluguveiði- manna. Hann hannaði og hnýtti flug- ur svo listilega að nú á dögum brúka þúsundir Íslendinga flugur eftir Gylfa á hverju sumri. Sumarið var hans tími. Gylfi var náttúrubarn og mikill unnandi íslenskra sveita, bændur nutu virðingar hjá blaðamanninum en hann ferðaðist um sveitir norðan heiða í fjölmörg ár. Hann skrifaði fréttir og sagði sögur af fólki og at- burðum á þann hátt að unun var að lesa. Hann þekkti hverja þúfu, alla staðhætti og sögur á stórum svæðum. Alvöru maður, hjartastór og fylginn Gylfi Kristjánsson ✝ Gylfi Gísli Krist-jánsson fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1948. Hann lést á heimili sínu hinn 29. október síðastliðinn. Gylfi var jarð- sunginn frá Ak- ureyrarkirkju 8. nóvember sl. sér. Okkur bræðrum hefur verið tíðrætt um þennan stórmerkilega mann alla tíð. Hann hefur fylgt okkur til veiða í fjölda ára. Opn- að dýrmætar skjóður leyndarmála sem ein- göngu eru ætlaðar kærum vinum við veið- ar. Hann hefur kynnt okkur fyrir veiðisvæð- um, miðlað reynslu sinni og sagt sögur sem munu alltaf lifa. Gylfi Kristjánsson var sú manngerð sem gaf en ekki tók. Hún er tregablandin sú hugsun að ekki skuli lengur hlustað á Gylfa segja veiðisögur við árbakkann eða í veiðihúsi á kyrrlátu sumarkvöldi við fallega á. Einstök og djúp röddin, meitluð lífsreynslu, stórkostlegri frá- sagnagáfu og mikilli hnyttni mun ekki gleymast. Við ákváðum nýlega með Gylfa hvar við skyldum veiða saman næsta sumar. Við ákváðum að hittast við bakka Iðu að ári en einmitt þar ólst Gylfi upp sem veiðimaður. Við munum fara þessa ferð að ári, hlaðnir minningum um sannan vin. Gleði Gylfa yfir fjölskyldu sinni og ekki síst barnabörnum sínum var mikil og sterk. Missir fjölskyldunnar er mikill. Birnu, fjölskyldu Gylfa og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Teitur og Gunnar Örlygssynir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.