Morgunblaðið - 03.12.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 25
Elsku mamma.
Takk fyrir allt sem þú
gafst okkur. Þú söngst
með okkur, þú fórst að
veiða með okkur, þú
gerðir allt með okkur. Þú varst besta
mamma í heimi.
Ég, Helena, pabbi og allir sem
þekktu þig eiga eftir að sakna þín
rosalega því að þú varst svo góð,
skemmtileg, og falleg bæði að utan
sem innan og besta mamma í heimi.
Ástarkveðja.
Mun elska þig að eilífu.
Rakel.
Elsku elsku Jóhanna, ég er búin að
reyna að skrifa til þín í nokkra daga,
það er bara erfitt að sjá á tölvuskjá-
inn þegar tárin leka stanslaust.
Þetta er bara svo ótrúlegt …
hvernig getur svona gerst? Ung kona
í blóma lífsins tekin frá okkur. Og frá
yndislegu stelpunum sínum. Þetta er
ósanngjarnt. Mig langaði helst að
fara út fyrir bæinn og öskra í smá-
tíma þegar ég fékk þessar hrikalegu
fréttir.
Maður fær lífið svo beint í æð þeg-
ar svona hlutir gerast.
Og það er ótrúlegt hvað tíminn líð-
ur hratt, við kynntumst í gegnum
stelpurnar okkar litlu. Þær voru svo
litlar báðar þegar þær byrjuðu á
Efstahjalla á leikskólanum aðeins
tveggja og hálfs, nánast jafngamlar,
20 dagar á milli þeirra, og þær gjör-
samlega smullu saman eins og þetta
hefði verið planað fyrir löngu. Ég
man hvað fóstrurnar á Efstahjalla
sögðu um þær: Þær eru eins og göm-
ul hjón … hehehe, tuðandi hvor í
annarri en aldrei að rífast, og alltaf
✝ Jóhanna Þor-björnsdóttir
fæddist í Reykjavík
6. júlí 1965. Hún lést
á krabbameinsdeild
Landspítalans 7.
október síðastliðinn
og var jarðsungin
frá Fossvogskirkju
17. október.
bestu bestu vinkonur.
Og Jóhanna mín, þær
munu alltaf vera vin-
konur ef ég fæ því ráð-
ið, og trúðu mér ég
mun ráða því.
Mér þykir svo rosa-
lega vænt um litluna
þína að mér finnst ég
eiga hluta í henni.
Rósa og Rakel hafa
alltaf verið eins og
englar saman, aldrei
neitt vesen, og þegar
þær eru hérna heima
hjá mér saman þá búa
þær yfirleitt til skemmtileg leikrit
sem þær sýna yngri stelpunum mín-
um við mikla lukku.
Ég þekkti ekki meiri húsmóður en
þig Jóhanna, ég meina, hver staujar
allt í dag? Haha, jú, þú. Þú varst al-
veg ótrúleg, alltaf allt hreint og fínt
þegar ég kom við hjá þér að ná í
Rósu, ótrúlega flott heimili. Og, já,
allt straujað.
Yfirleitt þegar ég kom við hjá þér
þá réttirðu mér fulla poka af fötum af
stelpunum þínum sem voru orðin of
lítil, takk, þú veist ekki hvað þú hefur
hjálpað mér mikið með öllum þessum
fatnaði sem þú hefur gefið mér í
gegnum árin.
Ég er rosalega þakklát fyrir að
leiðir okkar lágu saman í þessi sex ár.
Vá, ótrúlegt hvað þetta líður hratt,
stelpurnar okkar komnar í 2. bekk,
alveg að verða átta ára pæjur.
Elsku Jóhanna, ég skal knúsa og
kyssa Rakel í bak og fyrir þegar hún
er hérna hjá okkur fyrir þig, ég veit
að þú hefðir viljað það.
Svo er hún líka heppin að eiga góð-
an pabba sem passar hana vel og
góða stóra systur sem mun ekki líta
af henni.
Elsku Helena, það er hrikalegt að
þurfa að leggja svona lagað á unga
stúlku eins og þig. En þetta hefði
ekki verið lagt á þig nema þú gætir
það, svo ég veit að þú munt koma
sterkari út úr þessari sorg og passa
Rakel vel.
Elsku Gaui, Helena og Rakel, ég
samhryggist ykkur alveg svakalega
mikið. Guð gefur ykkur styrk til að
komast í gegnum þennan missi, guð
þarf greinilega á Jóhönnu að halda í
stærri og meiri verkefni. Hún var, jú,
einstök manneskja.
Elsku Jóhanna, gangi þér vel á
nýjum slóðum og ég hlakka til að
hitta þig aftur síðar. Saknaðar-
kveðja,
Katrín L. Rúnarsdóttir (Kata).
Hún Jóhanna mín er farin yfir
móðuna miklu. Ekki átti ég von á að
fá þessar fréttir. Þessi fallega,
greinda og skemmtilega stelpa sem
ég kynntist fyrir mörgum árum þeg-
ar við unnum saman í Landsbank-
anum, í Múlaútibúi.
Jóhanna var ákaflega vinsæl með-
al þeirra sem unnu í bankanum og
hún átti mjög gott með að kynnast
fólki. Aldrei heyrði ég hana hallmæla
neinum og hún tók það ákaflega
nærri sér ef hún varð vör við illindi á
einhvern hátt. Hver aldursmunurinn
var á fólki skipti hana engu máli þeg-
ar hún eignaðist vini. Jóhanna var
mjög þroskuð, sérstaklega fé-
lagslega, og ákaflega trygg þeim sem
hún bast vinaböndum. Jóhanna talaði
oft um Örnu vinkonu sína, hún var
eins og daglegur hluti af lífi hennar.
Ef eitthvað var í bígerð hjá Jóhönnu
þá virtist Arna vinkona hennar alltaf
vera með í því.
Síðast þegar ég hitti Jóhönnu var
hún í jólainnkaupum með elstu dótt-
ur sína sem hún var svo stolt af. Og
nú hef ég fengið að vita að hún hafði
eignast annað barn, auk stjúpbarna,
og verið í hamingjusamri sambúð
undanfarin ár. Þetta er mikill missir
fyrir fjölskylduna og börnin hennar
svo ung að þurfa að horfa á eftir móð-
ur sinni. Ég fyllist sorg þegar ég
hugsa út í það.
Með þessum örfáu orðum vil ég
senda samúðarkveðjur til foreldra,
eiginmanns og barna þótt ég þekki
þau ekki. Eins til Örnu vinkonu
hennar sem hún talaði svo oft um,
það var ekki erfitt að skynja að hún
var stór þáttur í lífi Jóhönnu. Einnig
til allra sem tengdust henni á einn
eða annan hátt.
Farðu í friði elsku Jóhanna mín.
Ég bið Guð að varðveita þig og
styrkja alla þá sem stóðu að þér og
eiga um sárt að binda. Megi Guð
varðveita minningu þína. Kveðja,
Drífa.
Jóhanna
Þorbjörnsdóttir
Hún var mér afar
kær og góð frænka.
Þórunn var ein af
þrem systrum föður
míns, sem hún kallaði
litla bróður. Hún var
fjölskyldu minni mjög
nærkomin og það var alltaf gott að fá
hana í heimsókn. Hún var skemmti-
leg og létt í lund þrátt fyrir að hún
væri með erfiðan sjúkdóm. Þórunn
var alltaf mjög áhugasöm að fylgjast
með mínum uppvexti og gaf sér góð-
an tíma með frænda sínum.
Ég á margar góðar minningar með
frænku. Hún fór oft með mig í leik-
hús, sund og einnig í kvikmyndahús.
Fyrsta kvikmyndin sem ég man eftir
var E.T. sem við fórum saman að sjá
í Laugarásbíó. Myndin var fyrir mig
ansi stormasöm og spilaði mikið á til-
finningar. Þá var ég átta ára og ég
man eftir hversu gott það var að hafa
trygga hönd að halda í.
Einnig fékk ég oft að koma og
heimsækja hana í vinnuna. Það var
afar spennandi, en hún vann hjá
rannsóknarlögreglunni. Þar gengum
við um og hún gaf sér tíma til að sýna
mér vinnustaðinn sinn.Nú eru liðin
allnokkur ár síðan. Nú er ég sjálfur
orðinn faðir og á þrjú börn. Þórunn
hefur reynst mér, konu minni og
börnum afar vel. Hún var mjög barn-
góð og hafði mikinn áhuga á að fylgj-
ast með börnunum mínum. Þar sem
við búum nú í Noregi, voru oft sím-
tölin á milli. Henni þótti afar vænt
um að heyra sögur frá börnunum
Þórunn J. Sigfúsdóttir
✝ Þórunn JónaSigfúsdóttir
fæddist í Reykjavík
6. maí 1941. Hún
lést þar 18. október
síðastliðinn og var
jarðsungin í kyrr-
þey 30. október.
okkar. Síðasta símtalið
var í sömu viku og hún
lést á heimili sínu. Ég
hringdi til frænku til
að segja henni hvernig
fæðing yngsta barns-
ins okkar gekk í vik-
unni þar á undan. Hún
var fámælt og sagðist
vera ansi slöpp. En
þrátt fyrir það var hún
spennt að heyra
hvernig hefði gengið.
Ég heyrði hana hlæja
þegar ég sagði henni
frá því hversu langur
nýfæddur strákurinn hefði verið, að
fæturnir stóðu 2 cm út úr vigtinni og
það þurfti að nota bók og málband til
að mæla strákinn sem var 57 cm og
4665 gr.
Nú er kominn tími til að hringja í
frænku og segja henni frá nýjustu
fréttunum. Steinar er búinn að missa
tönn og Katrín er búin að senda allar
snuddurnar sínar til jólabarnanna.
En það er undarlegt að hugsa til þess
að það er enginn á hinum endanum.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt
lit og blöð niður lagði
líf mannlegt endar skjótt.
Ég lifi’ í Jesú nafni,
í Jesú nafni’ eg dey,
þó heilsa’ og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti’ eg segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
(Hallgrímur Pétursson.)
Eyþór Sigurðsson og fjölskylda.
Núna er þjáningum
þínum lokið, mamma,
eftir hetjulega baráttu
þína í tæp 3 ár. Ég
veit að nú ertu komin á einhvern af
þeim fallegu stöðum sem þú talaðir
um rétt áður en þú fórst.
Ég hef átt erfitt með að skrifa
minningargrein til þín vegna þess að
mér finnst engin orð í heiminum
nægilega merkileg fyrir þig, ekki
vegna þess að þú mundir ekki verða
ánægð, því ég veit að þú yrðir ánægð
með einn koss, heldur vegna þess að
mér finnst ekkert nógu merkilegt
fyrir þig.
Þú varst svo yndisleg mamma og
svo frábær og hæfileikarík kona.
Allt sem þú gerðir var svo gott og
fallegt.
Það er alveg sama hvert ég lít, þú
ert allsstaðar. Þú skildir svo mikið
eftir þig. Allir fallegu hlutirnir sem
þú gafst mér voru ekki bara ómerki-
legir hlutir, þeir voru svo mikið af
sjálfri þér. Þú hafðir einstakt lag á
að gera alla hluti í kringum þig svo
skemmtilega og merkilega. Fallega
hillan sem þú gafst mér í jólagjöf
með öllum litlu hlutunum er mér
Geirfinna Guðrún
Óladóttir
✝ Geirfinna Guð-rún Óladóttir
(Geira) fæddist á
Akranesi 8. júlí
1958. Hún andaðist
29. október síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Fríkirkjunni í
Reykjavík 2. nóv-
ember.
mjög dýrmæt því hver
einasti litli hlutur hef-
ur sína minningu.
Hringurinn sem þú
smíðaðir handa mér
mun fylgja mér hvert
fótmál.
Þú kenndir mér að
allt það góða og fallega
er að finna inn í manni
sjálfum, þú kenndir
mér að hafa trú á mér
og að ég geti allt sem
ég vil, þú kenndir mér
að gefast ekki upp, þú
kenndir mér að taka
engu sem sjálfsögðu, þú kenndir
mér að bera virðingu fyrir sjálfri
mér og öðrum en fyrst og fremst þá
kenndirðu mér að sjá allt það fallega
og góða í lífinu.
Þú varst alltaf að hugsa um okkur
Líf og alltaf vorum við ljósin í lífi
þínu eins og þú kallaðir okkur.
Stuttu áður en þú lést og varst orðin
mjög veik varstu samt alltaf að
hugsa um okkur stelpurnar þínar þó
svo að þú hefðir nóg með sjálfa þig.
Þú hringdir oft í mig til að láta í ljós
áhyggjur þínar um hitt og þetta hjá
mér og Eiði. Þú útskýrðir allt svo
fallega og útfrá hjartanu. Það eru
ekki til orð sem lýsa því hve yndisleg
þú varst.
Tveimur dögum áður en þú lést
sátum við Líf inn í herbergi hjá þér,
þú varst orðin mikið veik en það var
eins og þú ferðaðist aftur í fortíðina.
Þú varst þá alltaf að spyrja um okk-
ur Líf , en fallegast fannst mér þeg-
ar þú spurðir hjúkkurnar hvort
stelpurnar þínar væru sofnaðar. Ég
held að þú hafir ekki viljað að við
sæjum þig þegar þú mundir deyja
enda tókstu síðustu andardrættina
þína þegar við Líf sofnuðum á rúm-
stokknum hjá þér. Elsku mamma,
þú munt lifa inní hjarta mínu og
Eiðs alla ævi og ég veit að þú munt
fylgjast með okkur og vísa okkur
veginn. Þú varst mikilvæg mann-
eskja í lífi Eiðs og hann saknar þín
mikið og spyr oft, oft um þig og vildi
ekki sætta sig við þá staðreynd að
amma væri ekki heima en nú er
hann farinn að segja: ,,Uss, ekki
hafa hátt, amma lúlla á himninum.“
Ég er svo þakklát að hafa fengið
að njóta þín í 22 ár og mun ég hafa
þig hjá mér í hjarta mínu og halda
minningu þinni á lofti fyrir Eið.
Eins og ég sagði alltaf þegar ég
var lítil:
„Mamman á þessa belbu“ (stelpu).
Það mun ekkert breytast, elsku
mamma.
Þín stelpa,
Tinna
Vigdís Jónsdóttir
frá Stóru-Hildisey í
Austur-Landeyjum er látin, 82 ára að
aldri. Ég kynntist Vigdísi ekki per-
sónulega fyrr en á síðari hluta ævi
hennar, eftir að hún kom á Selfoss.
Hún flutti ung að heiman, og bjó
mestan hluta starfsævi sinnar í
Reykjavík. Alltaf vissi ég þó af Vig-
dísi, mér er í barnsminni þegar hún
kom í jólamessu í Krosskirkju, þegar
hún var í jólafríi, hjá bróður sínum og
hans fjölskyldu í Stóru-Hildisey, hvað
hún var einhvern veginn öðruvísi.
Hún var glæsileg kona, grönn og tígu-
leg í fasi, vel snyrt og fallega klædd. Í
minningunni var hún með uppsett hár
og dökk á brún og brá, einhver heims-
Vigdís Jónsdóttir
✝ Vigdís Jóns-dóttir fæddist í
Stóru-Hildisey í
Austur-Landeyjum
15. júlí 1925. Hún
lést á vistheimilinu
Kumbaravogi á
Stokkseyri 31. okt.
síðastliðinn. Vigdís
var jarðsungin frá
Krosskirkju í
Austur-Landeyjum
10. nóvember sl.
borgarabragur yfir
henni. Hún var mikill
Rangæingur í sér, og
sérstaklega bar hún hag
sinnar heimasveitar,
Austur-Landeyja, og
íbúanna hér fyrir brjósti.
Okkar persónulegu
kynni hófust þegar hún
eitt sinn hringdi í mig,
vegna minningargjafar,
sem hún og ættmenni
hennar ætluðu að gefa til
Krosskirkju, sem þau og
gerðu. Hún bar mikinn
hlýhug til sinnar gömlu
sóknarkirkju og vildi hag hennar sem
mestan. Síðar gaf hún kirkjunni nýja
Biblíu, sem staðsett er í Systkinahúsi.
Einnig peningagjafir, sem notaðar
voru til kaupa á ýmsum munum í sam-
ráði við hana, m.a. krossi á altarið og
nýjum dregli á kirkjugólfið o.fl. Fyrir
þetta allt er þakkað hér. Vigdís var
mjög trúuð kona, og ævinlega þegar
hún hringdi spurði hún um heilsufar
hér í sveitinni, um líðan mína og fjöl-
skyldu minnar og sagðist minnast
okkar í bænum sínum.
Ég kveð Vigdísi með virðingu og
þökk. Veri hún Guði falin.
Guðrún Aradóttir.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR SVEINSSON
húsasmiður,
Skógargerði 7,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn
24. nóvember.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðju-
daginn 4. desember kl. 13.00.
Ásdís Aðalsteinsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir, Halldór Baldursson,
Hermína Dóra Ólafsdóttir,
Aðalsteinn Ólafsson
og barnabörn.