Morgunblaðið - 03.12.2007, Síða 27

Morgunblaðið - 03.12.2007, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 27 Starf á endurskoðunar skrifstofu Viðskiptafræðingur /bókari Lítil endurskoðunarskrifstofa óskar eftir að ráða tvo starfsmenn, viðskiptafræðing og bókara. Hlutastörf koma til greina og eins vinna með háskólanámi. Fjölbreytt verkefni í góðu starfsumhverfi. Gott tækifæri fyrir fólk sem vill öðlast reynslu og færni í bókhaldi, uppgjörsvinnu, endurskoðun og skatta- málum. Umsóknir, sem innihalda upplýsingar sem máli skipta, óskast sendar á netf: threp@threp.is Atvinnuauglýsingar Rizzo! Pizzeria, Grensásvegi Óskum eftir að ráða starfsfólk í afgreiðslu, bíl- stjóra og vana pizzubakara. Um er að ræða hlutastörf og 100% störf í vaktavinnu. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Uppl. í síma 661 2000, Sverrir. Bifreiðastjóri Ferðaþjónusta fatlaðra í Kópavogi óskar eftir að ráða bifreiðastjóra. Upplýsingar fást í síma 860 0761 . Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrif- stofu embættisins að Hafnarstræti 1, Ísafirði, sem hér segir: Fjarðargata 35a, 01-0101, fastanr. 212-5522, Ísafirði, þingl. eig. Bárður Olsen, gerðarbeiðendur Ísafjarðarbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., fimmtudaginn 6. desember 2007 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 30. nóvember 2007. Tilboð/Útboð Lóðir & lagnir Einn verktaki í allt verkið Tökum að okkur verk fyrir fyrirtæki, stofnanir, húsfélög og einstaklinga. Grunnar, dren, skolplagnir, jarðvegsskipti, efnissala og smágröfuleiga o.fl. Gerum föst verðtilboð. Guðjón, s. 897 2288. Félagslíf MÍMIR 6007031219 III° I.O.O.F. 19  18812038  J.v. I.O.O.F. 10  1881238  0 HEKLA 6007120319 VI GIMLI 6007120319 l Margt er í minninga heimi mun þar ljós þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Elsku Helga, lífshlaupi þínu er nú lokið, eftir langa og vinnusama ævi, en fyrir níu árum fluttirðu suður til dóttur þinnar Guðnýjar og fjölskyldu, og áttir þú ánægjulegt ævikvöld með fjölskyldu þinni og fylgdist vel með langömmubörnunum, vaxa úr grasi. Helga Kristinsdóttir ✝ Helga Krist-insdóttir fædd- ist á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit 10. apríl 1918. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 18. sept- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kapellu 3. október. Það var mjög kær- leiksríkt samband á milli ykkar mæðgn- anna, sem var yndis- legt. Það var alltaf jafn gaman að koma í heim- sókn til ykkar. Ég þakka þér góð kynni og vináttu og tryggð, alla tíð við mig og fjöl- skyldu mína. Hér átt þú blómsveig bundinn af elsku hlýrri þökk og blikandi tárum. Hann fölnar ei en fagur geymist í hjörtum allra ástvina þinna. Elsku vinir mínir Guðný, Gunther, Helga, Sonia og fjölskyldur, innilegar samúðakveðjur til ykkar allra. Bless- uð sé minning hennar. María G. og fjölskylda. Eitt fegursta bæj- arstæði á landinu þyk- ir mér vera að Odd- geirshólum í Flóa og hjálpast þar að frum- smíð náttúrunnar, klettaborgin sem rís upp frá sléttunni miklu, sem á upptök sín frá Hestfjalli í Gríms- nesi. Síðan hafa tvær síðustu kynslóðir ábúenda byggt smekklega bæjaröð og reisulega, að þörfum fólksins á bæjunum og þarfar og fjölbreytileg- ar byggingar fyrir glæsilegt búfé og afurðasamt, í grænum túnflákanum. Það mun hafa verið árið 1906 að prestsdóttirin í Hruna í Hruna- mannahreppi þurfti á nýju jarðnæði að halda, þar sem faðir hennar hafði ekki lengur umráð yfir prestssetr- inu, en hún var þá nýgift unnusta sínum, Árna Árnasyni í Hörgsholti. Ungu hjónunum tókst ekki að fá jarðnæði sem þeim líkaði í sveitinni, en loks tókst þeim að fá jörðina Oddgeirshóla í Hraungerðishreppi til eignar og ábúðar og einmitt nú, á þessum árum, er lokið 100 ára bar- áttu við að gjöra þessa jörð byggi- lega og meira en það, gera jörðina að glæsilegu höfuðbóli með ágæt- lega ræktuðum bústofni og góðri af- komu og mannvænlegu fólki. Í Oddgeirshólum var alltaf mann- margt heimili og margt sér til gam- ans gert og arfleifðin frá prestsetr- inu í Hruna leyndi sér ekki. Flest börnin voru ágætlega hagmælt og þar urðu oft til skemmtilegir kvið- lingar. Guðmundur átti mjög létt með að koma með smellnar stökur í glöðum hópi á ferðalögum og svo var hann snillingur að segja sögur og var mjög minnugur á marga kát- lega viðburði. Einn af sterkustu burðarásunum í þessari sigurgöngu fólksins í Odd- geirshólum hefur nú lokið sínum þjóðnýtu störfum þar. Þetta er Guð- mundur Árnason fæddur í Odd- geirshólum árið 1916 og varð nú í ágúst í sumar 91 árs og fékk þá á af- mælisdaginn Árna son sinn til að bjóða mér með sér í bíltúr um hag- ana, þar sem hluti fjárstofnsins var á beit, og þarna mátti sjá eitt mesta ræktunarafrek sem hér hefur verið unnið á síðastliðinni öld. Sauðféð er núna í Oddgeirshólum um 360 á vetrarfóðrum og telst það nú einhver ræktaðasti fjárstofn í landinu. Á aðalfundi fjárræktarfélaganna árið 1988 hlaut fjárbúið í Oddgeirs- hólum fyrst sauðfjárbúa verðlaun fyrir frábært kynbótastarf í sauð- fjárrækt. Á leið okkar sáum við kúahópinn og blasti þar við okkur mikill rækt- unarárangur, enda hafa Oddgeirs- hólar hlotið tvívegis síðustu 15 árin verðlaun fyrir besta sæðingarnautið á landinu. Við ókum einnig fram hjá rétt þar sem ung hross biðu þess að verða Guðmundur Árnason ✝ GuðmundurÁrnason fæddist í Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi 27. ágúst 1916. Hann lést 27. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hraungerðis- kirkju 2. nóvember. tekin í þjálfun um kvöldið, en í Oddgeirs- hólum hafa lengi verið nokkrir úrvals reið- hestar. Árið 1949 kom ung þýsk stúlka frá Lü- beck að Oddgeirshól- um, Ilse Wallman að nafni. Guðmundur og Ilse feldu hugi saman og þau giftust um haustið. Ilse hafði eignast telpu áður en hún fór til Íslands. Þau Ilse og Guðmund- ur fengu telpuna til Íslands, en hún var þá þriggja ára og ólst upp sem eitt af börnum þeirra. Þau eignuðust svo þrjá efnilega syni, og tveir þeirra eru nú bændur í Oddgeirs- hólum og afkomendurnir eru orðnir 20, en tveir létust innan við tvítugt, en öll voru þau dugnaðarfólk og góð- ir Íslendingar. Við Guðmundur í Oddgeirshólum vorum jafnaldrar og höfum átt mjög langt og gott samstarf og vil ég nú að leiðarlokum færa honum innileg- ar þakkir fyrir góða hjálp, sem hann veitti mér, um leið vil ég færa Guð- mundi innilegar þakkir fyrir öll hans góðu störf í búfjárkynbótunum. Það gleður mig þó mest að afkom- endur Guðmundar vinna áfram af óbiluðum áhuga í kynbótastarfinu. Blessuð sé minningin um Guð- mund í Oddgeirshólum. Hjalti Gestsson. Elsku afi, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn. Að horfa upp í bæ og sjá þig ekki í glugganum, þar sem þú sast og horfðir fram í sveit eða þegar þú sast á fjóspall- inum. Fylgdist alltaf vel með, hvort sem það var á bænum, næstu bæj- um eða þjóðfélagsmál, svo ekki sé minnst á hversu vel þú fylgdist með okkur öllum barnabörnunum þínum. Hafðir alltaf mikinn áhuga á því sem við vorum að gera, skóla, vinnu, íþróttum og fleira. Tókst aldrei neinn framyfir annan og sýndir okk- ur öllum mikla hlýju. Við vorum svo heppin að fá að alast upp á sama hlaði og þú. Geng- um inn og út eins og okkar annað heimili. Þú varst alla tíð mjög góður maður og vitur. Fáir menn kunna svo margar sögurnar, sannar eða lognar en þú varst viskubanki, bók- staflega. Það var alltaf hægt að fara til þín og ræða við þig um allt milli himins og jarðar. Hafðir alltaf eitt- hvað um málið að segja og endaðir oftast á einhverri sögu eða vísu tengdri umræðuefninu. Svo komstu alltaf þegar við vorum búin að reka kýrnar, þá varstu á morgunrúntin- um að skyggnast eftir tófu eða jafn- vel tjaldshreiðri, kipptir okkur upp í og við rúntuðum um landareignina og sögurnar runnu upp úr þér. Oft fórum við upp í bæ til þín og við spil- uðum ólsen ólsen, horfðum á sjón- varpið með þér og þú gafst okkur mjólk og kex. Það var samt ekki það sem var aðalatriðið heldur var það návist þín og viska sem dró okkur til þín. Manni leið alltaf betur eftir að hafa verið hjá þér, ef manni leið illa þá fór maður upp í bæ til þín, jafnvel ekki til að ræða neitt, bara sitja og finna friðinn, sem fylgdi þér. Við munum alltaf minnast þessara stunda og mikill missir er að þú sért fallinn frá. Blessuð sé minning þín. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þín sonarbörn, Sandra, Árni Steinn, Kristrún og Elín Inga Steinþórsbörn. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. ók.) Látinn er góður vinur minn, Guð- mundur Árnason, bóndi í Oddgeirs- hólum í Flóa. Hann fæddist í Odd- geirshólum og bjó þar alla tíð. Sonur Elínar St. Briem og Árna Árnason- ar. Við lát föður síns 1936 tóku þeir bræður Guðmundur, Ólafur og Jó- hann við búinu með móður sinni. Faðir minn kynntist þeim bræðr- um þegar þeir komu á vertíð til Eyja hver á eftir öðrum og unnu við út- gerð föðurbróður síns Kjartans Guðmundssonar ljósm. Foreldrar mínir báru mikinn vinarhug til Odd- geirshólafólksins. Þaðan kom alltaf jólahangikjötið sem fyllti húsið dásamlegum ilmi og við pabbi feng- um okkur smáflís á aðventunni. Elín St. Briem var mæt og merk kona sem varð velgjörðarmaður minn, þegar hún fóstraði mig á sínu góða heimili í fimm sumur eftir móð- urmissi. Svo kær var hún að yngsta dóttir mín ber nafn hennar. Ég átti góða daga á Oddgeirshól- um hjá góðu fólki. Þar var rekið myndarlegt félagsbú, regla var á öll- um hlutum úti og inni, allir höfðu verk að vinna eftir getu. Þeir bræð- ur skiptu með sér verkum, Guð- mundur sá um ærnar sem löngu eru landsfrægar, Ólafur um kýrnar og Jóhann um vélar og bíla, saman ræktuðu þeir land og bú. Þeir leiðbeindu unglingum og börnum sem voru á heimilinu, það var á við góðan skóla að dvelja í Oddgeirshólum. Oft var tekið í tafl eða spil og ógleymanlegt er þegar spilað var við Pál á Litlu-Reykjum. Guðmundur var þá nýgiftur Ilse sinni, von var á fyrsta barninu og lít- il hnáta, Angelika, þriggja ára dóttir Ilse, lífgaði upp á tilveruna. Guð- mundur gekk henni í föðurstað. Þrjá syni eignuðust Ilse og Guðmundur, Árna, Magnús og Steinþór. Guðmundur var laghentur og smiður góður, hann reisti nýtt hús á hlaðinu fyrir sitt fólk. Þar var mjög gestkvæmt enda gott að vera gestur þeirra hjóna. Þau áttu farsæla sam- búð uns Ilse lést 2003. Guðmundur Árnason var sístarfandi meðan heilsan leyfði, var stálminnugur, hafði yndi af lestri góðra bóka og alls konar fróðleik í útvarpi. Hann hafði létta lund og góða nærveru, glampi kom í augun þegar hann tal- aði um barnabörnin sín, ekki síst hana Elínu litlu Steinþórsdóttur. Hann kvaddi sáttur við Guð og menn. Ég og fjölskylda mín kveðjum Guðmund Árnason með þakklæti og virðingu og biðjum Guð að blessa minningu hans. Ástvinum eru sendar samúðar- kveðjur. Hrönn V. Hannesdóttir. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN E. HALLSSON Brekkuhvammi 2 , Búðardal lést á dvalarheimilinu Silfurtúni að kveldi 30. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Hjarðarholts- kirkju laugardaginn 8. desember, kl.13.00. Hallur S. Jónsson Lóa Björk Hallsdóttir Ingunn Þóra Hallsdóttir Jón Eggert Hallsson Helgi Rafn Hallsson og barnabarnabörn Kristín S. Sigurðardóttir Einar Þór Einarsson Ólafur Ingi Grettisson Stella Kristmannsdóttir Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.