Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ALÞÝÐUSAMBAND Íslands vill að sett verði inn í næstu kjarasamninga ákvæði um að atvinnurek- endum beri að rökstyðja uppsagnir starfsfólks, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ. ASÍ fundaði í gær með Samtökum atvinnulífs- ins þar sem formlegt samkomulag um sameiginleg- ar áherslur aðildarfélaga ASÍ í komandi kjaravið- ræðum var kynnt atvinnurekendum, en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt samkomulag er gert. Gylfi bendir á að þrátt fyrir að lagðar hafi verið fram sameiginlegar áherslur hvíli meginábyrgð á gerð kjarasamninga á landssamböndunum innan ASÍ. Gylfi segir að eitt stóru málanna í hinum sameig- inlegu áherslum þegar komi að samningsgerð við SA sé að uppsagnir starfsfólks verði rökstuddar. Gerðar hafi verið kröfur til stjórnvalda að innleiða Ennfremur komi fram í samkomulaginu að setja þurfi ákvæði í kjarasamninga til þess að vinna gegn kynbundnum launamun. Til greina komi að semja um að atvinnurekanda sé óheimilt samkvæmt kjarasamningi að krefjast launaleyndar. Þetta þýði ekki sjálfkrafa að fólki verði gert að birta laun sín, heldur fái það sjálft að ákveða hvort það kýs að gera það. Gylfi segir að ASÍ vinni að því þessa dagana að móta áherslur í félags- og efnahagsmálum. Þær verði kynntar stjórnvöldum á fundi í vikunni, en ekki sé búið að tímasetja þann fund. ASÍ og SA hafa unnið að tillögum um að stofna svonefndan Áfallatryggingasjóð sem er m.a. ætlað að fjármagna bætur til launþega sem eiga við lang- vinn veikindi að stríða. Gylfi segir niðurstöðu ekki komna í það mál. „Það eru áfram þreifingar í gangi milli okkar og atvinnurekenda um hvernig hann getur litið út. Það hafa verið um það skiptar skoð- anir,“ segir Gylfi. samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) um þessi mál. ASÍ hafi komið þeim skilaboðum á framfæri að það séu reiðubúið að semja um meg- inefni þessarar samþykktar í kjarasamningi. Í þessu felist að þegar atvinnurekandi segi starfs- manni upp þurfi það að vera gert skriflega um mán- aðamót og tilgreina þurfi ástæðuna. „Það er stórt prinsippmál að fá þetta inn í kjarasamninga.“ Hann segir að í samkomulaginu komi einnig fram tillaga um að búinn verði til rammi utan um fyr- irtækjasamninga þar sem hluti launa sé greiddur í erlendri mynt. Gylfi nefnir einnig að verkalýðshreyfingunni hafi fundist atvinnurekendur ganga langt í því að setja samkeppnishamlandi ákvæði í ráðningarsamninga. Stundum kunni að vera ástæða til þess að setja slík ákvæði um stjórnendur fyrirtækja en það eigi síður við um almenna starfsmenn, sem kunni að lenda í því að geta ekki unnið í sínu fagi í allt að 18 mánuði. Uppsagnir verði rökstuddar  ASÍ kynnti SA sameiginlegar áherslur aðildarfélaga í komandi kjarasamningum  Langt gengið í að setja samkeppnishamlandi ákvæði í ráðningarsamninga Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is VIÐ reyndum að takmarka skaðann og viljum fá þessa menn að samn- ingaborðinu og til að standa skil á því sem þeir hafa þegar brotið af sér. Semja þarf við þá um húsið og hvernig beri að haga sér gagnvart því í framtíðinni. Innréttingarnar fara ekki úr þessu húsi,“ sagði Pétur Kristjánsson, forstöðumaður Tækni- minjasafns Austurlands, í húsakynn- um Hafnargötu 11 á Seyðisfirði í gær. ÁTVR sendi smiði í gærmorg- un til að rífa niður elstu verslunar- innréttingar sem enn eru heillegar í landinu og undir reglum húsafriðun- ar, en áfengisverslun var starfrækt í húsinu frá 1960 og þar til fyrir þrem- ur árum og er það í eigu ÁTVR. Íbúar á Seyðisfirði fjölmenntu með Pétur í broddi fylkingar í húsið til að varna frekara niðurrifi og stóðu vaktina uns lögregla kom á staðinn, setti bráðabirgðabann á fram- kvæmdir, rýmdi og innsiglaði húsið. Innréttingar höfðu þá verið rifnar lausar og stórsá á þeim. Pétur segir að til hafi staðið hjá ÁTVR að flytja innréttingarnar til Reykjavíkur og geyma þær þar í upphituðum gámi. Í samráði við Húsafriðunarnefnd og Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjavörð kall- aði hann til lögreglu. Hafnargata 11, Imslandsverslun, lýtur lögum um húsafriðun. Húsið var byggt árið 1918 og innrétting- arnar eru frá 1897 og komu upphaf- lega úr Konráðsverslun í Mjóafirði. Húsið var nefnt eftir krambúð Thor- valds Imsland og frá 1922 var þar áfengisverslun, sú eina milli Selfoss og Akureyrar og var afgreitt yfir borðið uns henni var lokað 2004. Í nokkur ár hefur verið áhugi fyrir varðveislu hússins og í drögum að fjárlagafrumvarpi ríkisins fyrir næsta ár segir að samið skuli við bæjaryfirvöld á Seyðisfirði um ráð- stöfun fasteignarinnar. Elstu verslunarinnréttingar landsins voru stórskemmdar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Stóð vaktina Pétur Kristjánsson, forstöðumaður Tækniminjasafns Aust- urlands, í Imslandsverslun þar sem niðurrif verslunarinnréttinga fór fram. Seyðfirðingar vörnuðu frekara niðurrifi Í HNOTSKURN »Áfengis- og tóbaksverslunríkisins lét hefja niðurrif 110 ára gamalla innréttinga úr fyrr- um vínbúð sinni á Hafnargötu 11 á Seyðisfirði í gær. » Íbúar komu í veg fyrir frek-ara niðurrif uns lögregla setti lögbann á framkvæmdir. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is NIKULÁS Úlfar Másson, for- stöðumaður Húsafriðunarnefndar, segir að engin heimild hafi verið fyrir hendi til að taka niður inn- réttingarnar. Húsafriðunarnefnd hefði samþykkt árið 2005 að flytja mætti húsið með innréttingum neð- ar í götuna, en engin heimild hefði verið gefin fyrir því að fjarlægja innréttingarnar úr húsinu. „Það segir í 6. gr. laga um húsa- friðun að eigendur húsa sem byggð eru fyrir 1918 eigi að leita álits Húsafriðunarnefndar áður en þeir breyta húsum sínum, flytja eða rífa, eins og segir í lögunum,“ sagði Nikulás. Hann sagði að inn- réttingarnar hefðu verið fluttar úr verslun í Mjóafirði um 1917-18 í þetta hús á Seyðisfirði sem þá hefði verið nýbyggt. „Verndargildi þessara innrétt- inga er mjög mikið. Samkvæmt húsakönnun sem Þóra Guðmunds- dóttir gerði á Seyðisfirði er þetta elsta verslunarinnrétting sem til er á landinu og ég hef enga ástæðu til þess að rengja það,“ sagði hann. Nikulás sagði einnig að að sínu mati ætti að varðveita innrétting- arnar á sínum stað og nýta þær helst áfram sem verslunarinnrétt- ingar. Menningarsögulegt slys Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður sagði að það hefði ekki átt að taka þessar innrétt- ingar niður. Að hennar mati væri ekki heimild til þess, auk þess sem alls ekki ætti að flytja þær frá Seyðisfirði. Margrét bætti því við að það væri í raun og veru menningar- sögulegt slys ef þessar innrétt- ingar yrðu fjarlægðar úr húsinu. Seyðisfjörður hefði staðið sig mjög vel í húsverndunarmálum og sýnt þar mikinn metnað. Þetta væru gamlar og vel með farnar innrétt- ingar og þær ættu heima þar sem þær væru. „Þær eru mikils virði í þessu umhverfi og í þessari heild sem er varðveitt á Seyðisfirði, þannig að mér finnst það mjög slæmar fréttir að það eigi að fjar- lægja þessar innréttingar og ég veit að það er ekki í samræmi við lög,“ sagði Margrét. Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði að fundað yrði um þetta mál í fjármálaráðu- neytinu fyrir hádegi í dag og ekki yrði af frekari framkvæmdum fyrr en málið hefði verið skoðað betur. Ívar J. Arndal. forstjóri ÁTVR, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi ekkert hafa um málið að segja á þessu stigi. Engin heimild fyrir niðurrifi innréttinganna Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistara og golfkennara Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistar a GOLF ENN BETRABETRA G O LF A rnar M ár Ó lafsson og Ú lfar Jónsson 11/20/07 11:46:42 PM Jólabók golfarans! Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson Fæst í helstu bókabúðum og víðar! Verð kr. 3.490,- m/vsk MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: „Við nánustu aðstandendur mannsins sem var í öðrum bílnum sem lenti í slysinu við Straumsvík föstudaginn 7. desember hörmum þau skrif sem birst hafa á bloggsíð- um mbl.is. Við viljum lýsa því yfir að þau eru ekki frá okkur komin og skrifin eru síst í anda hins slasaða. Við tökum undir orð konu hins mannsins sem slasaðist alvarlega og skrifaði yfirlýsingu sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 9. des- ember um að betur færi að fólk legð- ist á eitt með því að senda hinum slösuðu góðar hugsanir og óskir um góðan bata. Aðstandendur.“ Bílslys – yfirlýsing ♦♦♦ NORSKI herinn hefur undanfarna daga haft eftirlit með rússneskri flotadeild sem hélt úr Barentshafi 6. desember sl. og er á leið til Miðjarðarhafsins þar sem efnt verður til sameiginlegra æfinga með Svartahafsflotanum. Flug- móðurskipið Kuznetsov fer í broddi fylkingar ellefu skipa og 47 herflugvéla en þetta er lengsti leiðangur Kuznetsov frá 1996 og æfingarnar í Miðjarðarhafinu verða þær umfangsmestu sem rússneski flotinn efnir til frá því að kalda stríðinu lauk. Flotadeildin fer líklega framhjá austurströnd Íslands í dag en vit- að er að Rússarnir hyggjast nota ferðina suður úr til æfinga. Þórir Ibsen, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu í utanrík- isráðuneytinu, segir Íslendinga ekki hafa sérstakan viðbúnað vegna ferða Rússanna framhjá landinu. Rússarnir séu að sigla um alþjóðlegt hafsvæði, flotadeildir hafi eins og kaupskip rétt til að sigla um efnahagslögsögu ríkja. „Við fylgjumst einfaldlega með. Ef þeir setja þotur sínar í loftið og þær fara að fljúga inn á okkar eft- irlitssvæði fylgjumst við með þeim í gegnum radarkerfið og verðum í samvinnu við Norðmenn og Breta um viðbrögð.“ Rússnesk flotadeild fer framhjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.