Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 17
KOMIN er út skýrsla frá Unicef,
Barnahjálparstofnun Sameinuðu
þjóðanna, þar sem greint er frá
því hvernig þjóðum heims hefur
gengið að ná þúsaldarmarkmiðum
SÞ.
Fram kemur, að á síðasta ári
hafi fjöldi barna, sem deyja innan
við 10 ára aldur, verið innan við
10 milljónir í fyrsta sinn í sögunni.
Á árunum 1990 til 2004 hafi 1,2
milljarðar manna fengið aðgang
að hreinu vatni og almennt hafi
börn þrifist betur en áður. Þá hafi
þeim börnum, sem ekki sækja
grunnskóla, fækkað og dregið
hafi nokkuð úr umskurði stúlku-
barna.
Þrátt fyrir þessar góðu fréttir
er ástandið víða slæmt og mikið
verk óunnið. Talið er, að 143 millj-
ónir barna þjáist af vannæringu
og árlega deyja 500.000 konur við
barnsburð, helmingurinn í Afríku.
Áætlað er, að 4,3 milljónir
manna hafi smitast af alnæmi á
síðasta ári og þar af voru 40%
smittilfellanna meðal ungs fólks.
Hagur barna hefur
heldur batnað víða
AP
Börnin Ástandið í málefnum barna er víða erfitt, ekki síst í Afríku, en þar
og annars staðar hafa þó orðið merkilegar framfarir á mörgum sviðum.
DÓMARI í Ástralíu hefur sætt
harðri gagnrýni fyrir væga dóma
yfir tíu ungum mönnum sem voru
sakfelldir fyrir að nauðga tíu ára
stúlku úr röðum frumbyggja í
Queensland. Enginn þeirra var
dæmdur í fangelsi og þeir fengu all-
ir skilorðsbundna dóma.
Dómarinn Sarah Bradley sagði
við sjö sakborninganna að fórnar-
lamb þeirra hefði „sennilega sam-
þykkt að eiga kynmök við ykkur
alla“.
Kevin Rudd, nýr forsætisráð-
herra Ástralíu, fordæmdi ákvörðun
dómarans. Yfirvöld í Queensland
hafa fyrirskipað rannsókn á öllum
refsidómum, sem kveðnir hafa ver-
ið upp síðustu tvö ár á svæðinu þar
sem stúlkunni var nauðgað, til að
kanna hvort frumbyggjar séu beitt-
ir misrétti í dómskerfinu.
Vægir dómar
gagnrýndir
GÓÐUR meirihluti danskra kjós-
enda ætlar að samþykkja nýjan
sáttmála Evrópusambandsins, 41%
á móti 17%. Aðrir hafa ekki gert
upp hug sinn. Kemur þetta fram í
nýrri skoðanakönnun.
Danir segja já
SJÖ af hverjum tíu Kaupmanna-
hafnarbúum eru á móti háhýsum í
borginni innan þess svæðis, sem
markast af síkjunum. Segjast þeir
ekki vilja eyðileggja borgina með
forljótum turnbyggingum.
Á móti háhýsum
MUAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líb-
ýu, fór í gær í fyrstu ferð sína til
Frakklands frá 1973 og ræddi við
Nicolas Sarkozy forseta, sem
kvaðst hafa hvatt hann til að „ná ár-
angri“ í mannréttindamálum.
Reuters
Umdeild heimsókn Nicolas Sark-
ozy heilsar Muammar Gaddafi.
Gaddafi í París
AÐ MINNSTA kosti 50 manns, fólk,
sem var að reyna að komast ólög-
lega til Evrópu, drukknaði undan
Tyrklandsströnd í gær og um 80
annarra er saknað. Var fólkið flest,
um 85 manns, á 15 metra löngum
báti, sem hvolfdi á Eyjahafi. Voru
flestir í hópnum frá Palestínu, Sóm-
alíu og Írak. Þá drukknuðu 40
manns við strönd Senegal.
AP
Mikið manntjón Lík á ströndinni.
Stórslys á
Eyjahafi
NOKKUR tímamót voru í Belgíu í
gær en þá var liðið hálft ár frá síð-
ustu kosningum án þess ný ríkis-
stjórn hefði verið mynduð. Er
ástæðan mikill ágreiningur með
Flæmingjum og Vallónum.
Stjórnlaus Belgía
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is
www.utflutningsrad.is
Á VIT HINS ÓÞEKKTA
Er hægt að æfa fyrir hið óvænta?
Hvernig áttu að hugsa þegar þú veist
ekkert hvað þú ert að gera?
Pata Degerman
Desemberfundur Útflutningsráðs, miðvikudaginn 12. des. 2007, kl. 8:30-10:00
Morgunverðarfundur á Hilton Reykjavík Nordica
Finnski ævintýramaðurinn Pata Degerman hefur stýrt leiðangursmönnum á Suður-
skautinu og í Himalayafjöllum, frumskógum Borneó og Amazon. Hann er einnig
vinsæll fyrirlesari sem nýtir reynslu sína af erfiðum aðstæðum í þágu atvinnulífsins
á sérlega skemmtilegan hátt.
Fyrirlestur hans er ætlaður stjórnendum sem vilja tileinka sér óhefðbundna
hugsun, raunhæfa markmiðasetningu og nýjar leiðir til að bregðast við
hinu óvænta.
Aðgangur ókeypis – boðið er upp á morgunverð.
Fyrirlesturinn er fluttur á ensku.
Nánari upplýsingar veitir Hermann Ottósson, forstöðumaður ráðgjafa- og
fræðslusviðs, hermann@utflutningsrad.is eða Bergur Ebbi Benediktsson,
bergur@utflutningsrad.is á skrifstofu Útflutningsráðs eða í síma 511 4000.