Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 44
Að þessu sinni eru kló- settin með ægilegasta móti, svo skelfilega illa lykt- andi kamrar …46 » reykjavíkreykjavík „ÉG má ekki upplýsa hver vann keppnina en ég get sagt þér að við unnum ekki,“ segir Svavar Knútur Kristinsson, söngvari Hrauns og strandaglópur á Standstead- flugvelli, en hljómsveit Svavars var ein fimm sveita sem komust í úrslit tónlistarkeppni BBC The Next Best Thing „En þetta var ólýsanlega skemmtileg ferð og það gekk allt upp hjá okkur. Við eignuðumst marga vini sem við eigum alveg ábyggilega eftir að starfa með í framtíðinni og þess má einnig geta að sigursveitin er að öllum líkindum á leiðinni hingað til lands á næsta ári.“ Eins og áður hefur komið fram verður úrslitakeppnin sýnd á BBC nú á fimmtudag og þá kemur í ljós hver bar sigur úr býtum í keppninni. Þrátt fyrir ítrekaðar veiðitilraunir verður Svavari ekki landað, enda samningsbundinn BBC um að upp- lýsa ekki um sigurvegarann. „Því miður, þetta kemur allt í ljós.“ Góð ferð, en þó ekki til fjár Morgunblaðið/Golli Hraun Svavar Knútur, Loftur, Hjalti, Guðmundur og Jón Geir skemmta Úlfhildi Stefaníu. Sveitin er afskaplega ánægð með Lundúnaferðina.  Nú þegar árinu er um það bil að ljúka eru árslistar yfir bestu plötur, lög eða annað farnir að birtast hér og þar og ekki síst á ein- stökum blogg- síðum áhugamanna um tónlist. Einn þeirra er Dr. Gunni, sem setti af stað kosningu á bloggsíðu sinni, með þeim formerkjum þó að hann valdi sjálfur plöturnar sem komu til greina. Hvað íslensku plöturnar varðar var það Mugison sem sigr- aði með Mugiboogie en þar á eftir komu Sprengjuhöllin með Tímana okkar og Megas með plöturnar sín- ar tvær. Í erlenda flokknum var það platan Neon Bible með kanadísku rokksveitinni Arcade Fire sem var hlutskörpust og skaut hún þar með In Rainbows með Radiohead ref fyrir rass. Fastir liðir eins og venjulega  Tíundi þátt- ur Laugardags- laganna var sýndur nú á laugardaginn og með sigur af hólmi fór Mar- grét Kristín Sigurðardóttir (Fabúla) með lag sitt „Don’t Wake Me Up“ í flutningi Ragn- heiðar Gröndal. Ekki er hægt að segja að keppnin hafi verið mjög hörð í þetta skiptið þar sem lag Guðmundar var heldur dauflegt í flutningi Þóru Gísladótt- ur og svo var eins og Andrea Gylfa- dóttir væri einfaldlega ekki í söng- formi þetta kvöld, þótt atriðið hafi svo sem staðið fyrir sínu. Ragnheiður Gröndal náði hins vegar að blása lífi í frekar ófrum- legt lag Fabúlu sem útskýrði sig- urinn með því að lagið væri breið- virkt – líkt og sýklalyf!? Rislítil Laugardagslög Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „ÉG sit yfir Þursalögum og er að útsetja þau,“ svarar Egill þegar blaðamaður truflar hann í mánudagsmorgunsárið með símhringingu. Ástæðan er Hymnalög, ný plata sem Egill gerir ásamt píanistanum Jónasi Þóri, og 12 tónar gefa út. Innihaldið er 21 sálmur, flestir úr hinni Ís- lensku Sálmabók, auk tveggja eftir Egil sjálfan. „Hann Lárus í 12 tónum fór þess á leit við mig að ég syngi þetta inn,“ útskýrir Egill. „Við skiptum sálmunum upp eftir árstíðunum; vor, sumar, haust og vetur. Þannig er uppleggið. Við endum við jólabilið.“ „Aðkoman hjá okkur er látlaus og Jónas út- setti þetta meira og minna á staðnum. Þannig að útsetningar eru nýjar, og eru á þann hátt að þetta hljómar ekki beint eins og sálmar heldur meira eins og lítil vísnalög. Það er ekki sungið með hárri, hátíðlegri raust og við forðumst há- timbraða meðferð. Við reyndum að finna þessi fínu lög sem þessir sálmar eru svo oft. Lögin standa því sem slík, enda vel samin og flott og engin tilviljun að þau hafa lifað. Við reyndum einhvern veginn að stilla þeim fram, og halda okkur sjálfum aftan við. Þetta á nefnilega til að fara fyrir ofan garð og neðan þar sem sálmarnir eru iðulega … ja … hátt stilltir (hlær).“ Guði til dýrðar Egill segir þann hvata vissulega skiljanlegan, enda verið að syngja Guði til dýrðar. „En ég hef t.d. aldrei skilið þegar „Nóttin var sú ágæt ein“, sem inniheldur línuna „Með vísna- söng ég vögguna þína hræri“, er sungin á þann hátt að það er ekki möguleiki að nokkurt barn geti sofið undir þessu!“ Önnur átt Margir þekktir sálmar prýða diskinn svo sem „Ástarfaðir himinhæða“, „Ó Jesú bróðir besti“, „Ó faðir gjör mig lítið ljós“ og „Hærra minn Guð til þín“. „Þessi plata hefur reyndar verið á teikniborð- inu hjá mér og mínum góða vini Jónasi í tíu ár,“ upplýsir Egill að lokum. „Og við höfum verið að flytja sálma í kirkjum landsins um árabil. En við ákváðum að fara þessa leið í plötuvinnslunni, að koma að þessu úr nokkuð annarri átt en tíðkast. Við erum ekkert að eiga við lögin, leyfum þeim að rúlla óhindrað og afslappað. Þetta var hug- myndin en ég læt að sjálfsögðu aðra dæma um hvernig til hefur tekist.“ Innileg andakt Egill Ólafsson og Jónas Þórir píanóleikari gefa út Hymnalög Morgunblaðið/Golli Vandvirkur „Þessi plata hefur reyndar verið á teikniborðinu hjá mér og mínum góða vini Jónasi í tíu ár,“ segir Egill. ■ Lau. 15. desember kl. 14 og 17 uppselt á báða tónleikana Jólatónleikar. Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskíj. Nemendur úr Listdansskóla Íslands dansa og trúðurinn Barbara segir söguna. Stúlkur úr Skólakór Kársness syngja jólalög í anddyrinu á undan tónleikunum og Barbara verður á sveimi. Opnað hálftíma fyrir tón- leikana. Hljómsveitarstjóri: Gary Berkson ■ Vínartónleikar Hinn árlegi og ómissandi gleðigjafi Sinfóníuhljómsveitarinnar í ársbyrjun. Fim. 3. janúar kl. 19.30 nokkur sæti laus, fös. 4. janúar kl. 19.30 nokkur sæti laus og lau. 5. janúar kl. 17 örfá sæti laus og kl. 21, laus sæti. ■ Fim. 10. janúar kl. 20.30 Ungir einleikarar Sigurvegarar í einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníu- hljómsveitarinnar þreyta frumraun sína með hljómsveitinni. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.