Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. RÖKSTUDDAR UPPSAGNIR Krafa verkalýðshreyfingarinn-ar um að uppsagnir séu skrif-legar og rökstuddar er ósköp skiljanleg. Þetta er í sjálfu sér krafa um að almenn kurteisi ríki í sam- skiptum launþega og vinnuveitanda. Ef til uppsagnar kemur er eðlilegt að starfsmanni sé sagt hvers vegna og telja má víst að almennt þyki það sjálfsagt í fyrirtækjum nú á dögum. Stundum stendur starfsmaður sig ekki í starfi og þá er eðlilegt að hon- um sé sagt það. Stundum eru upp- sagnir óhjákvæmilegar vegna breyttrar markaðsstöðu fyrirtækis og þá er sjálfsagt að útskýra það fyrir þeim, sem sagt er upp. Auðvitað get- ur komið upp sú staða á vinnustað að starfsmanni sé sagt upp vegna örð- ugleika í samskiptum og þá er sjálf- sagt að skýra honum frá því. Það er heldur ekkert athugavert við að ástæður, hverjar sem þær eru, séu gefnar upp skriflega. Þó kann að vera í sumum tilvikum að starfsmað- ur sjálfur hafi ekki áhuga á því að ástæða uppsagnar sé gefin upp skrif- lega og eðlilegt að hann eigi það val. Í raun og veru kemur á óvart að verkalýðshreyfingin skuli telja nauð- synlegt að semja um svo sjálfsagða hluti í kjarasamningum. Þetta snýst um almenna kurteisi í samskiptum fólks í milli. Hins vegar kann vel að vera að verkalýðshreyfingin hafi þá reynslu af einhverjum atvinnurekendum að nauðsynlegt sé að öll samskipti við þá séu skrifleg. Ef svo er verður krafa verkalýðshreyfingarinnar að þessu leyti skiljanlegri. Það er engin spurning um að sam- skipti vinnuveitenda og launþega hafa gjörbreytzt á nokkrum áratug- um. Fyrir hálfri öld sáu yfirmenn ekki endilega ástæðu til að segja starfsmönnum frá því, hvers vegna þeir óskuðu eftir að þetta eða hitt yrði gert. Í hinu upplýsta þekking- arsamfélagi okkar daga er nánast óhugsandi að yfirmenn umgangist starfsmenn með þeim hætti. Fyrir hálfri öld voru fjölmörg at- riði í rekstri fyrirtækja talin leynd- armál, sem starfsmönnum þeirra kæmi ekki við. Nú er beinlínis erfitt að reka fyrirtæki án þess að gera starfsmönnum grein fyrir því, sem áður voru talin ógurleg leyndarmál í rekstri. Ef starfsmönnum er sagt upp vegna erfiðleika í rekstri er sjálfsagt að segja þeim það, svo að dæmi sé tekið. Hins vegar mega samskiptareglur af þessu tagi ekki koma í veg fyrir að fyrirtæki geti fækkað starfsfólki, ef þörf er á. Þá væri fjandinn laus í at- vinnulífinu. Það hefur verið talið bandarískum fyrirtækjum til fram- dráttar að þau geti nánast samstund- is fækkað fólki. En jafnframt hefur það verið talið draga úr samkeppn- ishæfni fyrirtækja í Evrópu að þau hafa ekki möguleika á að vera jafn snögg og hin bandarísku í þessum efnum. Hinn gullni meðalvegur ligg- ur einhvers staðar þarna á milli. MENNINGARSLYSI AFSTÝRT Undarleg óvirðing og skilnings-leysi virðist ríkja víða á Íslandi fyrir fortíðinni og öllu því, sem gam- alt er. Allt, sem komið er til ára sinna, skal út og nýtt koma í staðinn. Á Seyðisfirði varð næstum því menn- ingarslys í gær, en árvökulum bæj- arbúum tókst að koma í veg fyrir það á elleftu stundu. Í Vínbúðinni á Seyðisfirði eru 100 ára gamlar innréttingar. Í gær birt- ust verkamenn á vegum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins og hófust handa við að rífa innréttingarnar. Árvökulir bæjarbúar undir forustu Péturs Kristjánssonar, forstöðu- manns Tækniminjasafnsins á staðn- um, ákváðu að stöðva niðurrifið og gripu til aðgerða. Í fyrstu fengust þau svör hjá ÁTVR og fjármálaráðu- neytinu að ákvörðuninni um að rífa innréttingarnar yrði ekki haggað. Almennir borgarar á Seyðisfirði komu sér þá fyrir í búðinni til að hindra að verkamennirnir gætu bor- ið innréttingarnar út. Seyðisfjarðar- kaupstaður fór fram á lögbann á nið- urrifinu og virtist hafa tekist að stöðva það. Innréttingarnar voru settar upp í Konráðsverslun í Mjóafirði 1897 og fluttar í krambúð Thorvalds Ims- lands eða Imslandsverslun á Seyð- isfirði 1918 og hafa staðið þar óbreyttar síðan. Á Íslandi er ekki mikið um bygg- ingarsögulegar minjar og það þarf að vinna markvisst að því að vernda það sem enn stendur. Það á ekki að- eins við um heilar byggingar heldur einnig innréttingar og frágang. Ekki er langt síðan allar innrétt- ingar voru rifnar út úr Naustinu við Vesturgötu. Naustið var rótgróinn veitingastaður í Reykjavík og inn- réttingarnar settu sérstakan svip á staðinn. Ekkert var gert til að varð- veita þær. Fyrir utan gamla Naustið standa nú kínverskar súlur. Mörgum brá í brún þegar forláta hringdyr á Hótel Borg voru látnar víkja fyrir rafknúnum glerdyrum. Þessar gömlu viðarhringdyr töluðu ef til vill ekki upphátt, en í þeim var engu að síður með einhverjum hætti saga allra þeirra, sem búið hafa á Borginni fyrr og síðar. Dyrnar voru ef til vill aðeins lítill hluti af bygging- unni allri en engu að síður stórsér á henni eftir breytinguna. Síðan er það annar kapítuli hvernig umhorfs er í veitingasal Borgarinnar um þessar mundir. Aðgerðir bæjarbúa á Seyðisfirði í gær eru til fyrirmyndar en engu að síður vaknar enn einu sinni sú spurn- ing hvers vegna ekki er borin meiri virðing fyrir sögulegum minjum á Ís- landi. ÁTVR er ekki fyrirtæki án sögu og hefur rekið áfengisverslun á Seyðisfirði frá 1922. Innan stofnun- arinnar virðist hins vegar ekkert vera til sem heitir sögulegt minni. Það er slæmt. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Niðurstaða nýrrar PISA-könnunar kemur skólafólki ekki á óvart. Þannig Bjarkar Huldudóttur á að flótti hafi verið úr kennarastétt að undanförnu s stórefla þurfi rannsóknir á skólastarfinu og kennarastarfið fái ekki þá virð Kemur engum á óva „AUÐVITAÐ á maður alltaf að taka allar svona athuganir alvarlega og velta fyrir sér niðurstöðunum, en maður má samt ekki fara á taugum þó að niðurstaðan sé ekki eins og menn hefðu óskað eftir,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands, um nýju PISA-könnunina um námsárangur 15 ára ung- linga í löndum OECD sem kynnt var fyrir skemmstu. Samkvæmt könnuninni hefur frammistöðu ís- lenskra grunnskólanema í lestri hrakað frá árinu 2000. Almennt reyndist Ísland undir meðaltali í rannsókninni. Í samtali við Morgunblaðið segir Eiríkur marga samverkandi þætti hafa áhrif á þró- unina hérlendis. „Ég held að það sem ráði ef til vill úrslitum sé agaleysið í samfélaginu, því skólarnir eru að takast á við gífurlegan aga- vanda. Ég held jafnframt að virðingarleysið í samfélaginu í garð skólanna hafi neikvæð áhrif,“ segir Eiríkur og bendir á að víða er- lendis einkennist viðhorf samfélagsins til skólakerfisins af miklu meiri virðingu. Að mati Eiríks þarf, þegar leitað er skýr- inga á frammistöðu grunnskólanemenda í PISA-könnuninni, að skoða hvaða breytingar átt hafi sér stað í skólakerfinu sjálfu. „Það liggur fyrir að frá árinu 2000, frá þeim tíma er árangrinum byrjar að hraka, hefur ríkt bull- andi óánægja meðal starfsfólks grunnskólans. Það leiðir af sjálfu sér að ef meirihluti starfs- manna er hundóánægður þá hlýtur það að koma fram með einhverjum hætti og bitna á starfinu,“ segir Eiríkur og bendir á að óánægja kennara snúi ekki aðeins að launa- kjörum sínum heldur einnig vinnutíma. „Vert er að minnast þess að í árslok 2000 var gerð grundvallarbreyting á vinnutímaskilgreiningu grunnskólakennara. Sá vinnutími sem þá var tekinn upp hefur verið mjög umdeildur meðal kennara.“ Eiríkur veltir upp þeirri spurningu hvort það að skora hátt í PISA-könnuninni sé stað- festing á því að skólastarf í viðkomandi landi sé gott eða betra en í öðru landi. „Í um- ræðunni að undanförnu hefur mikið verið horft til Finnlands. Það er hins vegar ekki hægt að fullyrða að nemendur sem koma út úr grunnskólakerfinu í Finnlandi muni pluma sig betur í lífinu heldur en nemendurnir sem komi út úr íslenska skólakerfinu. Hins vegar er öruggt mál að efling og bæting á kenn- aramenntuninni mun skila sér í því að þeir sem útskrifast með slíka menntun eru líklegri til þess að geta tekið á öllum þeim málum sem upp koma í skólum, bæði faglegum sem og fé- lagslegum. Með því að efla grunn hvers og eins kennara verða þeir betur í stakk búnir til að takast á við það sem efst er á baugi á hverj- um tíma.“ Óánægja með kjör hefur áhrif Eiríkur Jónsson lega e verke góða til.“ Í sa hættu málam PISA hérlen oftúlk grípi styðji að ger saka s skapl að efl og ef unum mynd það þ áður e „AUÐVITAÐ væri skemmtilegra ef við skor- uðum hærra en við gerum í könnuninni, en ég vil ekki líta á þetta sem neitt stóráfall. Ég held að íslenskir skólar séu ekki slæmir, langt frá því. Ég held að þeir séu að mörgu leyti mjög góðir. En þeir geta verið betri,“ segir Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, og varar við því að fólk dragi of ein- hliða ályktanir. „Þetta er auðvitað mjög flókið samspil margra hluta bæði innan skólans og utan, þ.e. í samfélaginu,“ segir Ólafur og bendir á að í könnun PISA felist líka mæling á samfélaginu. „Við erum alltaf að reyna að bæta skóla- kerfið og skólastarfið,“ segir Ólafur og tekur fram að hann telji nýtt frumvarp mennta- málaráðherra geta orðið þar til bóta. Ekki síst sé mikilvægt að lengja kennaranámið. „Við höfum hér í KHÍ lengi talið að það væri meiri en full ástæða til að lengja og bæta kennaranámið á Íslandi, en það er með því stysta sem gerist í þeim löndum sem við vilj- um bera okkur saman við, þ.e. aðeins 3 ár,“ segir Ólafur og bendir á að Finnar, sem komu best út úr PISA-könnuninni, hafi árið 1979 verið fyrstir Evrópuþjóða til að gera form- lega kröfu um meistarapróf fyrir kennara. Ólafur bendir á að lenging kennaranámsins ein og sér sé ekki nóg, því auk þess þurfi að stórauka rannsóknir á skólastarfi og bæta kjör kennara. „Þeir sem stunda þessi störf þurfa að finna að samfélaginu sé ekki sama Skortur á virði Ólafur bæði k skólan efnum hverja komið að bre við eru vanda starfsm isskor hérlen sem en grunn skólum „Ein aði. Þa stofna án þes Margr grunn legt og myndi En um of könnu ákveðn ekki v lífsham börn b árangr inni í l vegar „ÞAÐ þarf engum að koma á óvart að árangur sé á niðurleið og við dölum, því allt skólakerfið hefur verið í öldudal árum saman á meðan góðærið hefur ríkt,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskólastjóri og höfundur Hjallastefnunnar, um nýj- ustu PISA-könnunina. Bendir hún á að ákveðinn atgervisflótti hafi verið úr kennarastörfum á síðustu misserum, sem skýrist af slökum kjörum, virðing- arleysi fyrir kennarastarf- inu og skorti á sjálfstæði skóla og athafnafrelsi. Bendir hún á að samfélagið búi við það að æ færri vilji sinna grunnverkefnum stofnana og ýmist mennti eða starfsframi sig burt frá fólki. „PISA-könnunin styður það sem allt skóla- fólk veit. Við verðum að ná samlegðaráhrifum í uppeldi og menntun allt frá yngstu börn- unum og upp úr,“ segir Margrét Pála og bend- ir á að lenging kennaranámsins, sem mikið hefur verið til umræðu að undanförnu, muni ekki ein og sér skila betri skólum. „Við þurfum að draga úr miðstýringu skólanna, stórauka frelsi opinberu skólanna, fá miklu fleiri sjálf- stæða skóla sem fara nýjar leiðir, gera kennslu og skólastarf að spennandi við- skiptatækifæri, stórefla þróunarstarf, bæta kjör kennara, auka bjargráð innan skólanna, Skólakerfið í öl Margrét Pála Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.