Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 41 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, jóga kl. 9, hádegismatur kl. 12, postulínsmálning og útskurður kl. 13, lestrarhópur kl. 13.30 og kaffi 15. Árskógar 4 | Bað kl. 9.30, handa- vinna kl. 8-16, smíði/útskurður kl. 9- 16.30 og boccia kl. 9.45. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, almenn handavinna, vefnaður, fótaaðgerðir, línudans, kaffi. Bíóferð kl. 13.15, farið með rútu að sjá mynd- ina Veðramót eftir Guðnýju Hall- dórsd. Miðaverð 1.000 kr., rútugjald 500 kr. Skráning og greiðsla á skrif- stofunni, s. 535 2760. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í hand- mennt opin kl. 9-16, leiðb. (Halldóra) er við kl. 9-12. Framsögn kl. 14, leiðb. Guðný, félagsvist kl. 14. Félag eldri borgara Reykjavík | Skák kl. 13, félagsvist kl. 20. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55. Gler- og postulíns- málun kl. 9.30, handavinna kl. 10, jóga kl. 10.50, alkort kl. 13.30, jóla- fundur Glóðar kl. 20, Árni Björnsson dr.phil. ræðir um jólasiði og jólahald fyrr og nú. Íþróttakona & íþrótta- maður Glóðar heiðruð. Ernst Back- man mætir með harmonikkuna. Veit- ingar að hætti Glóðar. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga kl. 9.15, myndl.hópur kl. 9.30, ganga kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegisverður kl. 11.40, bútasaumur kl. 13, handavinna kl. 20. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustof- ur opnar kl. 9-16.30, m.a. gler- skurður/glerlist, létt ganga um El- liðaárdalinn kl. 10.30, þátttakendur í postulínsnámskeiði hittast kl. 14. Á morgun kl. 13 (mæting kl. 12.45) er lagt af stað í „ljósarúnt“ til Reykja- nesbæjar, m.a. heimsóknir á söfn og sýningar. S. 575 7720. Furugerði 1, félagsstarf | Aðst. við böðun kl. 9, bókband. Frjáls spila- mennska kl. 13, kaffiveitingar kl. 15. Hraunbær 105 | Handavinna, gler- skurður, hjúkrunarfræðingur kl. 9, boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, hádeg- ismatur kl. 12, bónusbíllinn kl. 12.15, kaffi kl. 15. Hárgreiðslustofan Blær opin alla daga, sími 894 6856. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, glerskurður frjálst kl. 13, brids kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9-13 hjá Sigrúnu. Jóga kl. 9-11, Björg F. Námskeið í myndlist kl. 13.30- 16.30 hjá Ágústu. Jólahelgistund kl. 14, kaffihlaðborð, jólasöngvar og undirspil, jólaþula og jólasveinn. Böðun fyrir hádegi. Hæðargarður 31 | Fundur í Bók- menntahópi í kvöld, Dagný Kristjáns- dóttir bókmenntafræðingur, spjallar um fyrstu íslensku kvenrithöfund- ana. Jólahlaðborðið á föstudag. Hús- ið opnað kl. 17. Miðasölu lýkur 12. des. Uppl. í s. 568 3132. Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Kópavogsskóla kl. 14.20. Uppl. í síma 564 1490 og 554 5330. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun, miðvikudag, kl. 13.30 er aðventuf- undur á Korpúlfsstöðum. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg- unkaffi og vísnaklúbbur kl. 9, boccia kvennaklúbbur kl. 10.15, handverks- og bókastofa kl. 13, „opið hús“, spil- að á spil kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin kl. 9-16, m. leiðb. (Daníel). Vinnustofan í handmennt opin m. leiðb. (Halldóra) kl. 13-16. Myndlistarnámskeið m. leiðb. (Hafdís) kl. 9-12. Þrykk og Postulín, leiðb. Hafdís, kl. 13-16. Leik- fimi, leiðb. Janick, kl. 10. Sjálfsbjörg | Uno-spil kl. 19.30 í fé- lagsheimili Sjálfsbjargar á höf- uðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta- aðgerðir, myndmennt kl. 9-16, enska kl. 10.15, hádegisverður kl. 11.45, les- hópur 13.30, spurt og spjallað/ myndbandasýning kl. 13, bútasaumur og spil kl. 13-16, kaffiveitingar kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, handavinnustofan opin allan daginn morgunstund, kl. 9.30, leikfimi kl. 10, upplestur kl. 12.30, hárgreiðslu- og handavinnustofa opin alla daga. Fé- lagsvist kl. 14. Kirkjustarf Áskirkja | Opið hús kl. 10-14, föndur. Bænastund í umsjá sóknarprests kl. 12. Hádegisverður með jólasniði eftir bænastundina. Ath. þetta er síðasta opna húsið fram að áramótum. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón- usta kl. 17.30. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11, kirkjustarf aldraðra kl. 12, litlu jólin, skipst á gjöfum. Æskulýðsstarf Meme fyrir 9.-10. bekk kl. 19.30- 21.30. www.digraneskirkja.is. Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun og bæn. Organisti er Guðný Einarsdóttir, um- sjón hefur Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. Kirkjustarf eldri borgara kl. 13, „jólastund“, lesin verður jólasaga, kaffiveitingar. Jólastund kirkjunnar og Gerðubergs verður 13. des. kl. 14 í Gerðubergi. Fríkirkjan Kefas | Almenn bæna- stund kl. 20.30. Hægt er að senda inn bænarefni á bjorg@kefas.is. Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30-16. Helgi- stund, handavinna, spilað og spjall- að. Kaffiveitingar. TTT fyrir 10-12 ára í Engjaskóla og Borgaskóla kl. 17-18. Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12.10. Stutt helgistund með alt- arisgöngu og bæn fyrir bænarefnum. Að helgistund lokinni gefst kostur á málsverði í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Hjallakirkja | Predikunarklúbbur presta kl. 9.15-11, í umsjá sr. Sig- urjóns Árna Eyjólfssonar héraðs- prests. Hjallakirkja | Bæna- og kyrrð- arstund kl. 18. KFUM og KFUK | Sameiginlegur að- ventufundur verður í AD KFUM og KFUK kl. 20 á Holtavegi 28. Sig- urbjörn Einarsson biskup er gestur kvöldsins og flytur hugvekju. Kvart- ett flytur tónlistaratriði. Veitingar. Laugarneskirkja | Jólafundur hjá TTT-hópnum kl. 16 (5.-6. bekkur). Síðasti kvöldsöngur fyrir jól kl. 20, Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn og sóknarprestur flytur guðsorð og bæn. Sigrún Magnúsdóttir leiðir sorgarhóp kl. 20.30 en sr. Bjarni býður upp á Biblíulestur. (8. janúar hefst 12 spora starf að nýju.) Vídalínskirkja, Garðasókn | Kyrrð- arstund í dag kl. 12. Tónlist og ritn- ingartextar lesnir frá kl. 12.10. Súpa og brauð kl. 12.30, 400 kr. Opið hús í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju í dag kl. 13- 16. Vist og brids, púttgræjur á staðn- um. Kaffi og meðlæti kl. 14.45. Akst- ur fyrir þá sem vilja, upplýsingar í síma 895 0169. dagbók Í dag er þriðjudagur 11. desember, 345. dagur ársins 2007 Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrnirunni. (Lúkas 6, 44.) Félagið MÍR, menning-artengsl Íslands og Rúss-lands er til húsa aðHverfisgötu 105. Félagið stendur fyrir kvikmyndasýningum á sunnudögum og verður síðasta sýn- ing á þessu ári þriðja sunnudag í aðventu. Ívar H. Jónsson er formaður fé- lagsins, og segir frá: „Í haust höfum við einkum sýnt stríðsmyndir í til- efni af því að liðin eru 65 ár frá orr- ustunni um Stalíngrad, sem olli straumhvörfum í átökum seinni heimsstyrjaldarinnar,“ segir Ívar. „Nú þegar styttist í jólin er eðli- legra að sýna efni af öðrum toga. Síðastliðinn sunnudag var sýnd kvikmynd um örlagaríkan tíma í ævi ballettdansarans Vaslav Nizh- inskij, en hinn 16. desember sýnum við svo hinn sívinsæla ballett Hnotubrjótinn við tónlist Tsjaíkovs- kíjs í flutningi listamanna Bolshoi- leikhússins.“ Félagið MÍR var stofnað í mars- mánuði 1950 til að efla menning- artengsl þjóða Íslands og Ráðs- stjórnarríkjanna þáverandi. „Að stofnun félagsins stóðu margir málsmetandi menntamenn, og voru í broddi fylkingar þeir Halldór Lax- ness, Þórbergur Þórðarson og Kristinn E. Andrésson,“ segir Ívar. „Félagið stendur í dag fyrir áhuga- verðri menningardagskrá, sýn- ingum myndefnis af ýmsu tagi og samkomum, og í haust var m.a. haldinn umræðufundur um rúss- nesk stjórnmál með sendiherra Rússlands á Íslandi, og tvö skálda- kvöld í nóvember, um Alexander Púshkín annars vegar og rúss- neskan vísindaskáldskap hins veg- ar.“ Félagið á einnig allveglegt bóka- safn, með nokkrum þúsundum binda bóka: „Þar er m.a. að finna öndvegisverk jöfra rússneskra bók- mennta, sem og verk nýrri höfunda, bæði á rússnesku og í enskum og íslenskum þýðingum. Safnið á einn- ig ágætt úrval af pólitískum bókum, s.s. um Lenín, marxisma, sósíalisma og kommúnisma,“ segir Ívar. Félagið er öllum opið og vel tekið á móti gestum: „Heimsókn í félagið getur opnað dyr að þeim mikla og litríka menningarheimi sem Rúss- land býr að, en saga landsins státar af ótrúlegum fjölda mikilla snillinga á öllum sviðum lista.“ Kvikmyndasýningar MÍR hefjast kl. 15 og er aðgangur ókeypis. Í sýningarhléi má kaupa léttar kaffi- veitingar. Nánari upplýsingar eru á www.mmedia.is/felmir. Menning | Jólaballett sýndur á bíósýningu MÍR á sunnudag kl. 15 Hnotubrjóturinn í MÍR  Ívar H. Jóns- son fæddist í Reykjavík 1927. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1947 og útskrif- aðist frá laga- deild HÍ 1953. Hann var blaða- maður á Þjóð- viljanum og rit- stjóri. Ívar varð síðar skrifstofustjóri Þjóðleikhússins og fjármálastjóri. Hann var einn stofn- enda MÍR og hefur verið formaður félagsins frá 1974. Ívar er kvæntur Ragnhildi Rósu Þórarinsdóttur kennara og eiga þau tvö börn. Tónlist Dómkirkjan | Jólatónleikar Tónlistarskól- ans í Reykjavík verða í dag og hefjast kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestrar og fundir Geðhjálp | Túngötu 7. Þunglyndishópur Geðhjálpar kemur saman kl. 20-21.30. Allir sem eiga eða hafa átt við þunglyndi að stríða eru velkomnir. Seðlabanki Íslands | Málstofa verður hald- in kl. 15 í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli. Málshefjandi er Bryndís Ásbjarnardóttir, fjármálahagfræðingur á fjármálasviði Seðlabankans, og ber erindi hennar heitið: Eru tengsl á milli flökts í hlutabréfaverði og gengis krónunnar? Fyrirlestrar og fundir Vináttufélag Íslands og Kanada | Björn Jónsson, fv. prófastur, mun fjalla um bók sína: „Fyrsti vestur-íslenski femínistinn: Þættir úr baráttusögu Margrétar J. Bene- diktsdóttur“. Fyrirlesturinn er á vegum Vináttufélags Ís- lands og Kanada og fer fram fimmtudaginn 13. desember kl. 20 í Odda, Háskóla Ís- lands, stofu 106. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA- samtakanna er 895 1050. Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson unnu annað árið í röð Íslandsmótið í Butler var haldið laugardaginn 8. janúar. Jón Baldursson og Þorlákur Jóns- son byrjuðu mótið ekki vel því þeir voru neðstir eftir 1. umferð. Þeir bitu í skjaldarrendurnar og voru komnir á toppinn eftir 5 umferðir. Þeir létu forystuna aldrei af hendi eftir það og voru með örugga forystu allt mót- ið og enduðu með 118 stig Í 2. sæti voru þeir Gylfi Baldurs- son og Hermann Friðriksson með 81 stig og í 3. sæti urðu Guðmundur Baldursson og Steinberg Ríkharðs- son með 54 stig Þorsteinn Berg, for- seti BSÍ, afhenti verðlaunin í móts- lok. Bridsfélag Hafnarfjarðar Sveit Guðlaugs Bessasonar leiðir eftir 2 umferðir af 9 í aðalsveita- keppni BH. Hún hefur 40 stig einu stigi á undan sveit Vina. Jafnar í 3. sæti eru sveitir Miðvikudagsklúbbs- ins og Hrundar Einarsdóttur. Mánudaginn 10. desember verða spilaðar 3. og 4. umferð í aðalsveita- keppninni en 17. desember er árlegi jólatvímenningur félagsins. Bridsfélag Hafnarfjarðar spilar á mánudögum kl. 19.30 í Hampiðju- húsinu, Flatahrauni 3. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson. Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 2.12. lauk þriggja kvölda tvímenningskeppni hjá Breiðfirðingum. Mjög hörð og jöfn barátta var um efstu sætin. Lokastaðan varð þessi: Jón H. Jónsson-Bergljót Gunnarsd. 1076 Þorleifur Þórarins.-Haraldur Sverriss. 1074 Björgvin Kjartans.-Bergljót Aðalstd. 1071 Jón Jóhannsson-Birgir Kristjánss. 1058 Sveinn Sveinsson-Gunnar Guðmss. 1043 Hæsta skor kvöldsinsí N/S: Björn Björnsson-Ólöf Ólafsdóttir 370 Garðar V. Jónsson-Þorgeir Ingólfsson 366 Jón H Jónsson-Bergljót Gunnarsd. 361 Austur/Vestur Sveinn Sveinss.-Gunnar Guðmundss. 386 Þorleifur Þórarinss.-Haraldur Sverriss. 363 Sigfús Skúlason-Óli Gíslason 350 Síðasta spilakvöld í Breiðfirðinga- búð fyrir jól verður sunnudaginn 9. des. Við byrjum aftur á nýju ári sunnudaginn 13/1. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. Fyrsta sætið frátekið – Keppni um annað sætið Mánudaginn 3. desember spiluðu Borgfirðingar fimmta og næstsíð- asta kvöldið í aðaltvímenningnum. Þó fyrsta sætið sé löngu frátekið þá er nú komin veruleg spenna um hvaða par hreppir annað sætið. Fimm pör eru í einum hnapp og munu öll gera tilkall til sætisins. Bestu skor kvöldsins fengu: Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Péturss. 97 Flemming Jessen – Guðm. Þorsteinss. 96 Dóra Axelsdóttir – Rúnar Ragnarss. 83 Staðan eftir fimm kvöld: Guðni Hallgrímss. – Gísli Ólafsson 397 Anna Einarsdóttir – Kristján Axelss. 195 Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 194 Jón H. Einarss. – Unnsteinn Arason 188 Dóra Axelsdóttir – Rúnar Ragnarss. 178 Guðjón – Guðmundur – Hólmsteinn 170 Miðvikudagsklúbburinn Miðvikudaginn 5. desember var spilaður eins kvölds Monrad Ba- rómeter með þátttöku 16 para. Spil- uð voru 28 spil og efstar voru Kristín Óskarsdóttir og Lilja Kristjánsdótt- ir með 59,9% skor. Þær fengu belg- ískt eðalkonfekt og jólakaffi frá Kaaber. Efstu pör voru: Kristín Óskarsd. – Lilja Kristjánsd. 59,9% Guðm. Baldurss. – Steinberg Rík.s. 59.0% Hrafnh. Skúlad. – Jörundur Þórðars. 59.0% Anna Jónsd. – Sigurrós Sigurðard. 55.0% Jón Jóhannss. – Sturlaugur Eyjólfss. .1% Steinberg og Hrafnhildur drógu um hvort parið fengi 2. verðlaun og dró Steinberg tígul 7 og Hrafnhildur tígul 6. Guðmundur og Steinberg fengu þá að launum gjafabréf á Am- erican Style og jólakaffi. Erla Sigurjónsdóttir og Sigfús Þórðarson voru dregin út og nældu sér í briddsbækur. Miðvikudagsklúbburinn spilar á miðvikudagskvöldum kl. 19 í hús- næði BSÍ að Síðumúla 37, 3ju hæð. Heimasíða félagsins er www.bridge.is/mid og keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson. Spennufall í Kópavogi Það fór eins og oft áður að formað- urinn gerði usla og brá að þessu sinni fæti fyrir Þórð og félaga, þannig að þeir urðu að láta sér lynda annað sætið í sveitakeppninni eftir að hafa leitt keppnina frá byrjun. Röð efstu sveita: Bernódus Kristinsson 121 Þórður Jörundsson 120 Vinir 109 Eiður M. Júlíusson 106 Loftur Pétursson 105 Með Bernódusi spiluðu Birgir Örn Steingrímsson, Hjálmar Pálsson, Hallgrímur Hallgrímsson, Ingvaldur Gústafsson og Kjartan Jóhannsson. Næsta fimmtudag verður eins kvölds tvímenningur með jólalegu verðlaunaívafi. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 7. desember var spil- að á 17 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S Jóhann Benediktss. – Pétur Antonss. 360 Magnús Oddsson – Óli Gíslason 359 Bjarnar Ingimars. – Friðrik Hermanns. 354 A/V Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 388 Ingimundur Jónss. – Helgi Einarss. 380 Sveinn Snorrason – Gústav Nilsson 370 Spilað verður þann 11. og 14. des- ember, en síðan verður frí til 8. jan- úar 2008. Þann 14 verður verðlauna- afhending fyrir stigakeppnina. Gylfi og Helgi í ham í Akureyrarmótinu Gylfi Pálsson og Helgi Steinsson endurheimtu forystuna á þriðja og næstsíðasta kvöldinu í Akureyrar- mótinu í tvímenning. Mjótt er þó á munum og spennandi lokakvöld framundan. Staða efstu para er nú þannig: Gylfi og Helgi 98 Pétur Guðjónsson og Jónas Róbertss. 90 Guðm. Halldórsson og Pétur Gíslason 70 Frímann Stefánss. og Reynir Helgason 48 Björn Þorláksson og Jón Björnsson 15 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is FRÉTTIR PRENTSMIÐJAN Oddi og UNICEF á Íslandi skrifuðu nýlega undir samn- ing um að Oddi styrki Barnahjálpina um 10 milljónir króna á næstu þrem- ur árum. Um leið lögðu starfsmenn Odda sitt af mörkum til UNICEF, úr sínum eigin vasa, með því að heita hver á annan í alls konar uppátækjum og furðulegheitum, segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Golli Oddi styrkir UNICEF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.