Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 27 SAMMÆLI er um það, m.a. á þingi Alþjóðaorkuráðsins í Róm í sl. mán- uði, að árangur í baráttu gegn hlýnun lofthjúpsins muni aðeins nást takist að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá raforkuframleiðslu og samgöngum á sjó, í lofti og á landi. Nægilegur ár- angur mun ekki nást nema ráðist verði í gríðarlegar fjárfestingar í hin- um alþjóðlega orkugeira til að knýja fram nýja og umhverfisvænni tækni en við búum við í dag. Það gildir jafnt um þróun nýrra orkugjafa sem leiðir til að fanga og farga kolefni úr and- rúmsloftinu. Það er hins vegar gerlegt, og á fyrr- nefndu Rómarþingi vakti það í senn undrun mína og ánægju hversu mörg hátæknifyrirtæki starfa til dæmis að því að þróa tækni til föngunar kol- efnis, og hversu margar leiðir virðast mögulegar til þess. Ein meginnið- urstaða Rómarþingsins var að þetta myndi kosta slíkar risafjárfestingar, að forsendan fyrir árangri væri að op- inberir aðilar legðust á eitt með einka- geiranum í samstarfsverkefnum. Því er þörf á skýrum og gegnsæjum lög- um og alþjóðlegum reglum um slíkt samstarf. Raforkuþörf heimsins er næstum stjarnfræðilega mikil. Til þess að mæta henni er áætlað að þurfi 20 þús- und milljarða dollara fjárfestingar fram til 2030. Sem dæmi má nefna að risaríkin Indland og Kína þurfa sem svarar einni Kárahnjúkavirkjun á þriggja daga fresti – eða 100 GW – ár- lega næstu áratugi. Því miður hefur raforkuiðnaðurinn ekki þróast jafn hratt og ýmis annar hátækniiðnaður á síðustu 30 árum. Á þingi alþjóðaorkuráðsins var m.a. vak- in athygli á því að meðan heilbrigð- isiðnaðurinn hefði gengið í gegnum níu tæknibyltingar á þessum tíma væri orkuiðnaðurinn enn að nýta í meginatriðum sömu tækni og fyrir þremur áratugum. Þannig blasir sú hætta við að mest af orkuþörf heims- ins verði mætt með gamalli tækni og talið að 85% raforkunnar verði fram- leitt með jarðefnaeldsneyti ef ekki verður gripið til tæknilegra nýjunga. Skyldur Íslands Íslendingar hafa hins vegar sér- stöðu í þessum efnum. Við höfum rutt nýjar brautir í raforkuvinnslu með jarðvarma og vatnsorku frá því að ol- íukreppan hófst á áttunda áratug síð- ustu aldar. Sjálfur hef ég bjargfasta trú á því að okkar bíði stórt hlutverk í virkjun jarðorku og vatnsorku víða um heim á næstu áratugum. Okkur ber skylda til þess að leggja okkar litla lóð á þá vogarskál sem eykur hlut grænnar orku í raforkuframleiðslu heimsins og gefur öðrum þjóðum – ekki síst í þróunarlöndum – hlutdeild í þeirri þekkingu og tækni sem við höf- um aflað okkur. Við kunnum að vera lítil þjóð, en í þessu efni erum við stór. Sú tækni og reynsla, sem við höfum aflað okkur á sviði endurnýjanlegrar orku, gæti orðið langþýðingarmesta framlag okkar á heimsvísu í baráttu þjóðanna gegn hlýnun jarðar. Í þessu efni hefur Ísland siðferðilega skyldu gagnvart umheiminum. Nýlega kom í ljós að Ísland er nú í efsta sæti á lífskjaralista Þróun- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Samhliða var upplýst að raf- orkunotkun á mann er hvergi eins mikil og á Íslandi. Þarna er samhengi á milli. Alþjóðlegar tölur sýna að það eru sterk tengsl milli raforkuneyslu og efnahagslegrar þróunar. Fram á miðja öldina er gert ráð fyrir að jarð- arbúum fjölgi um 2-3 milljarða. Aukist raforkuframleiðsla ekki meir en hún hefur gert síðustu áratugi má gera ráð fyrir að 90% þeirra barna sem fæðast fram til 2050 hafi aðgang að minni orku en 1.000 kWh á ári – en það er sá orkuþröskuldur sem þarf að komast yfir til þess að sigrast á sárustu fá- tækt. Vatnsaflið er mikilvæg leið Öruggur aðgangur að orku á við- ráðanlegu verði er réttlát krafa sem hljómar til okkar úr Afríku, Asíu og Suður-Ameríku – og frá eyja- samfélögum um allan hnöttinn. Vatns- aflið fékk um tíma á sig slæma ímynd vegna stórvirkra stíflumannvirkja og virkjunarlóna. Við höfum ekki farið varhluta af þeirri umræðu hér á Ís- landi. Virkjun vatnsafls er eigi að síð- ur besta leiðin sem völ er á í dag til að svara kröfu fátækra og hungraðra í heiminum um orku. Meiri skilningur er að skapast á þessu hjá alþjóðasamtökum og umhverfissam- tökum en verið hefur um skeið, um leið og virkjunarfyrirtæki vita að þau þurfa að taka mark á framkominni gangrýni. Þegar við setjum vatnsorkumálin í al- þjóðlegt samhengi er vert að hafa í huga ný- leg orð frelsisleiðtog- ans Nelsons Mandela: „Vandamálið er þrátt fyrir allt ekki stíflurnar. Það er hungr- ið. Það er þorstinn. Það er myrkrið í þorpunum. Það er skortur á rennandi vatni, ljósum og hreinlætisaðstöðu í þorpum og kofum til sveita. Það er tíminn sem eytt er í að safna vatni. Það er raunveruleg og knýjandi þörf fyrir orku í öllum merkingum þess orðs. Í stað þess að benda á stíflur sem blóraböggul eða allsherjarlausn verð- um við að læra að svara: „Þetta snert- ir okkur öll sameiginlega!“ Við verð- um öll að glíma við þær erfiðu spurningar sem við stöndum frammi fyrir.“ Sérstaða Íslands Við Íslendingar höfum sérstöðu sem felst meðal annars í því að við höf- um þegar mætt 75%-80% af orkuþörf okkar með endurnýjanlegum orku- gjöfum. Níutíu og níu komma nítíu og fimm prósent af öllu rafmagni okkar eru framleidd með grænni, endurnýj- anlegri orku, og við höfum tekið að okkur framleiðslu á orkufrekum málmum með umhverfisvænustu að- ferðum sem þekkjast – enda losun á hvert framleitt tonn með því minnsta sem gerist, skv. upplýsingum um- hverfisráðuneytisins. Við höfum einnig sett okkur að vera meðal fyrstu þjóða í heimi til þess að nýta rafmagn, vetni eða aðra end- urnýjanlega orkugjafa í samgöngum okkar á sjó og landi í stað jarð- efnaeldsneytis. Veigamikil sérstaða felst einnig í því að við erum að hefja mikla útrás á sviði vatnsafls og jarðvarma í þróun- arríkjum, sem gæti í tiltölulega náinni framtíð leitt til verulegrar minnkunar á þörfum viðkomandi þjóða til að losa kolefni. Jafnframt erum við að þróa nýja gegnumbrotstækni, djúpboranir, sem kynnu að leiða til byltingar á möguleikum orkuframleiðslu úr jarð- varma. Þetta, ásamt jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem við kostum, ásamt sértækum þróunarverkefnum utanríkisráðuneytisins á ýmsum ey- ríkjum, þar sem jarðvarma er að finna, ber að sjálfsögðu að meta sem framlag Íslendinga og sérstöðu. Í þessu efni verða menn að hafa í huga að þó að möguleika á vinnslu jarðhita sé að finna í fjölmörgum ríkj- um heims þá er jarðorka enn ekki komin á radar heimsins. Það er hins vegar hlutverk okkar Íslendinga að vekja athygli umheimsins á þessum miklu möguleikum. Skýr stefna í 10 liðum Það er nauðsynlegt að hafa í huga þetta samhengi milli fátæktar og hungurs, gífurlegrar orkuþarfar heimsins og skorts á umhverfisvænni tækni til orkuframleiðslu þegar stefna Íslands í loftslagsmálum er mótuð. Ríkisstjórnin hefur nú samþykkt stefnu á þessu sviði, sem vakið hefur athygli erlendra umhverfissamtaka, og fylgt verður eftir á Balí í Indónesíu. Í reynd er í stefnunni að finna aðgerð- arlista í tíu liðum sem birtur er með þessari grein. Samhliða því sem reynt verður að afla fylgis við þessa stefnu á alþjóðavettvangi mun umhverf- isráðherra hafa forystu um gerð að- gerðaáætlunar til þess að hrinda henni fram hér á landi. Þjóðir heims þurfa að samþykkja aðgerðir sem miða að því að hitastig hækki ekki meira en 2°C miðað við stöðuna fyrir iðnbyltingu. Til þess þarf að minnka útblástur gróðurhúsa- lofttegunda um 25-40% fyrir 2020. Óvíst er hve mikla skerðingu á losun Íslendingar þurfa að taka á sig þegar búið er að taka tillit til aðgerða, sem hægt er að meta sem ígildi skerðingar á losun. Það er eðlilega skoðun ríkisstjórn- arinnar að allar þjóðir heims þurfi að vera með í bindandi samkomulagi um minni losun eftir 2012. Við munum styðja af öllu afli viðleitni til þess. Því fleiri ríki sem koma með, þeim mun meiri líkur eru á árangri. Afstaða Ástrala vekur bjartar vonir. Jafn- framt benda síðustu fregnir til að skörð séu að myndast í andstöðumúr Bandaríkjamanna og ekki er ólíklegt að forsetakosningar þar í landi leiði til breytinga á afstöðu ríkisstjórnar landsins til aðildar að næsta samningi. Það yrði stórkostlegt spor fram á við. Kolefnis- og geirakvótar Það er afar brýnt að losun kolefnis sé verðlögð í framtíðinni og verðið myndist á markaði. Ríkisstjórnin vill því stuðla að eflingu heimsmarkaðs og ýta undir viðskipti með kolefni. Líkt og Norðmenn viljum við að til- lit sé tekið til sérstöðu landanna og efnahagslegrar stöðu. Það gæti þýtt, ef samþykkt yrði, að Íslendingar yrðu sökum sterkrar efnahagslegrar stöðu skuldbundnir til að leggja fram fé til sértækra aðgerða gegn losun gróð- urhúsaloftegunda. Í þessu felst einnig að Íslendingar gætu hugsanlega feng- ið metið inn í það dæmi framtak sitt varðandi loftslagsvænar aðgerðir í öðrum löndum, svo sem byggingu jarðorkuvera eða vatnsaflsvirkjana sem draga úr losun. Hér gæti verið um mjög mikilvægt atriði að ræða miðað við þau miklu áform sem ein- kenna útrás Íslendinga á orkusviði, bæði í jarðorku og vatnsafli. Á vegum ríkisstjórnarinnar hefur þegar verið tekið frumkvæði í al- þjóðlegri umræðu um heimskvóta eða svæðiskvóta á einstakar greinar. Það felur í sér að vissir geirar framleiðslu, s.s. stál, sement, og ál, fái tiltekinn kvóta. Ég reifaði mínar hugmyndir um þetta á þingi Alþjóðaorkuráðsins í Róm með þeim hætti að vísa til stjórn- kerfis fiskveiða á Íslandi. Gefnir yrðu út kvótar, sem væru framseljanlegir innan geirans, en ekki út fyrir hann, og jafnframt yrðu kvótar skertir ár- lega um tiltekið hlutfall, og þannig ýtt undir að fyrirtæki keyptu það sem þau vantar á markaðsverði. Að þessum hugmyndum var gerður góður rómur. Rannsóknir og regnskógar Það er ástæðulaust annað en að halda fram þýðingu sveigjanleika- ákvæða, eins og giltu í Kýótó- samkomulaginu. Á þessu stigi felur þetta ekki í sér samþykkt um að knýja fram hið svokallaða íslenska ákvæði, enda er ferill samninganna í Balí ekki á því stigi að verið sé að ræða ein- stakar kröfur sérstakra ríkja. Athygli vekur að í stefnu Norðmanna – sem hinir norsku Vinstri grænu eru aðilar að, er einmitt tekið undir að sérstaða landa eigi að metast í krafti sveigj- anleikaákvæðanna. Skógrækt og endurheimt votlendis eiga að vera metin að fullu til bind- ingar eins og ríkisstjórnin leggur til. Skógrækt og landgræðsla eru í vexti hér á landi, og endurheimt votlendis gæti skipt máli inn á reikning minni losunar fram að 2020. Iðnríkin þurfa að stórefla fjárfest- ingar í rannsóknum á aðferðum til að fanga og farga kolefni, líkt og við Ís- lendingar höfum sjálfir hafið með al- þjóðlegri samvinnu innan vébanda Orkuveitu Reykjavíkur. Þar eru hafn- ar tilraunir til að leiða kolefni í borhol- um niður í basaltlög þar sem það breytist í steind, og varðveitist um ald- ur og ævi. Ráðast þarf í aðgerðir sem tryggja þróunarlöndum möguleika á að draga um helming úr eyðingu regnskóga, sem líta má á sem lungu heimsins, en þeir breyta koltvísýringi í súrefni. Nefna má að David Bellamy, sem kunnur er af plöntulífsþáttum í sjón- varpi, staðhæfir að bruni regnskóga næstu fimm árin samsvari allri losun flugumferðar í heiminum frá því Wright-bræður flugu fyrstu flugvél- inni árið 1903. Væri hægt að helminga eyðingu regnskóga væri um leið búið að tryggja að verulegur hluti mark- miða um skerðingar á losun til ársins 2020 næðust. Fyrir þetta verða iðnrík- in að greiða þróunarlöndunum. Metnaðarfull áætlun Þetta er hin metnaðarfulla áætlun ríkisstjórnarinnar. Náttúruvernd- arsamtökin fagna meginmarkmiðum, en vara við því að hægt sé að misnota geiranálgunina til hagsbóta fyrir stór- iðju. Ég dreg í efa að það sé rétt, ef sá háttur væri hafður á, sem ég lýsi að of- an sem minni persónulegu skoðun. Ég gæti bætt því við í framhaldi af slíkum hugleiðingum að ef til vill mætti í hin- um besta af öllum heimum tengja af- rakstur af kvótasölunni við úrbætur í þróunarlöndum. Verkefni okkar er að taka á þrótt- mikinn hátt þátt í því ferli sem nú er að hefjast og lýkur væntanlega í Kaup- mannahöfn árið 2009 með gerð nýs loftslagssamnings Sameinuðu þjóð- anna sem gengi í gildi árið 2012. Við eigum að vera virkir þátttakendur í að móta meginþættina heildarlausn og afla okkur bandamanna sem hafa skilning á sérstöðu Íslands og því framlagi sem þekking okkar á grænni orkuvinnslu gæti reynst á heimsvísu. Eftir Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson Höfundur er iðnaðarráðherra. 1. Ekki meira en 2°C hækkun Ríkisstjórnin mun berjast fyrir því að þjóðir heims samþykki aðgerðir sem miða að því að hitastig hækki ekki meira en 2°C miðað við stöðuna fyrir iðnbyltingu. 2. 25-40% skerðing fyrir 2020 Ísland styður almenna skerðingu á losun sem nemur 25-40% til 2020. 3. Allar þjóðir heims með Ríkisstjórnin styður af öllu afli viðleitni vestrænna iðnríkja til að allar þjóðir heims verði aðilar að bindandi samningi um minni losun. 4. Losun kolefnis verðlögð Ísland vill stuðla að því að losun kolefnis í heiminum sé verðlögð í fram- tíðinni og verðið myndist á markaði. 5. Tillit til sérstöðu og efnahags Ríkisstjórnin vill að tekið sé tillit til sérstöðu landa og efnahagslegrar stöðu. 6. Geirakvótar Ríkisstjórnin heldur fast á frumkvæði sínu um að vissir geirar fram- leiðslu, t.d. stál, sement og ál fái úthlutað tilteknum kvótum. 7. Sveigjanleiki eins og í Kýótó Ríkisstjórnin heldur fram gildi sveigjanleikaákvæða, eins og giltu í Kýótósamkomulaginu. 8. Skógur og votlendi metið til bindingar Ríkisstjórnin vill einbeita sér að því að fá skógrækt og endurheimt vot- lendis að fullu metin til bindingar. 9. Rannsóknir á föngun og förgun kolefnis Ísland mun hvetja til þess af krafti að iðnríkin stórefli fjárfestingar í rannsóknum á aðferðum til að fanga og farga kolefni. 10. Helmingun á eyðingu regnskóga Ríkisstjórnin vill stuðla að því að ráðist verði í aðgerðir sem tryggja þróunarlöndum möguleika á að draga um helming úr eyðingu regn- skóga. Loftslagsstefna ríkisstjórnar – Balí Skýr rödd Íslands á Balí benda viðmælendur Silju sökum óánægju með laun, ðingu sem það eigi skilið. Morgunblaðið/Golli art og það virði þessi störf launalega ásamt því að við- urkenna mikilvægi starfs- ins. Að mínu mati hefur vantað töluvert á það hér á Íslandi. Kennarastarfið fær ekki þá virðingu sem þetta starf á skilið. Ég held að allt of margir telji að þetta sé einfaldara starf heldur en það raunveru- er. Þetta er mjög krefjandi og flókið efni. Það segir sig sjálft að ef fólk vill fá skóla verður það líka að kosta einhverju amtali við Morgunblaðið segir Ólafur ulegt ef almenningur, yfirvöld, stjórn- menn eða fjölmiðlar taka niðurstöðum A-könnunarinnar sem dóm um það að ndis sé allt í kalda koli, enda sé það mikil kun. „Það er svo hættulegt að menn einhverja svona einfalda niðurstöðu og i fordóma sína með henni. Það sem þarf ra núna og hefur alltaf þurft er að rann- skólastarf. Nám og kennsla eru af- ega flókin fyrirbæri. Það sem vantar er la menntarannsóknir. Þetta er alveg eins við fengjum slæma niðurstöðu af spítöl- m um heilsu og heilbrigði þjóðarinnar, þá du allir væntanlega vera sammála um að yrfti að rannsaka þær niðurstöður betur en gripið væri til einhverra aðgerða.“ ingu Proppé kjaralega en líka til þess að grunn- nir geta farið að útvista ákveðnum verk- m og kaupa af sjálfstæðum aðilum ein- a kennsluþjónustu. Hvar sem við getum ð því við þurfum við að taka á málum til egða þennan kaðal samlegðaráhrifa, því um nú að súpa seyðið af langvarandi a í skólakerfi einsleitni, stöðugs aðhalds, mannaskorts, peningaleysis og atgerv- rts,“ segir Margrét Pála og bendir á að ndis hafi of lengi ríkt einokun á menntun ndurspeglist t.d. í því að aðeins 1,5% nskólabarna séu í einkareknum grunn- m. nokun veldur einsleitni og minni metn- að er alltaf varasamt þegar skólar eða anir eru áskrifendur að skjólstæðingum ss að þurfa að hafa fyrir neinu,“ segir rét Pála og telur að væru 10-15% allra nskóla einkareknir skólar með fullt fag- g rekstrarlegt frelsi í sínum höndum i það hvetja aðra til dáða að mati Margrétar Pálu má ekki horfa á námsárangur einan og sér. „Í PISA- uninni er einvörðungu verið að mæla na þekkingar- og getuþætti. Þarna er erið að mæla sjálfstraust, lífsgleði og mingju barna, sem ég tel íslensk skóla- búa yfir í ríku mæli. Þeir sem munu ná ri í lífinu eru þeir sem halda sjálfsmynd- lagi, en slakur námsárangur getur hins auðvitað grafið undan henni.“ ldudal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.