Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 21 SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÉG HEF áhuga á því að miðla til annarra fróðleik og áhuga mínum á sögu svæðisins,“ segir Sigrún Jónsd. Franklín, kennari og svæð- isleiðsögumaður, sem gefur hefur út ritið Sagna- slóðir á Reykja- nesi. Ritið byggir á upplýs- ingum frá sagnakvöldum sem hún stóð fyrir í sveitar- félögunum á Suðurnesjum tvo síðustu vet- ur. Sigrún hefur brennandi áhuga á Reykjanesi sem útivistarsvæði og sögu svæðisins. Hún er ættuð af Suðurnesjum í móðurætt og bjó í Grindavík einn vetur fyrir nokkrum árum. Þá kynntist hún gönguhóp sem nefnist FERLIR, en hann var upphaflega skipaður mönnum úr rannsóknar- deild lögreglunnar í Reykjavík og hefur alla tíð verið undir forystu Ómars Smára Ármannssonar lög- reglumanns. Fljótlega bættist fleira áhugafólk í hópinn, Sigrún þar á meðal. Vildi nýta þekkinguna Saman hefur þessi hópur gengið um Reykjanesskagann alla laugar- daga í leit að náttúru- og menning- arminjum. Ferðir gönguhópsins eru orðnar yfir tólf hundruð og Ómar Smári skráir lýsingar á öll- um ferðum og ýmsan annan fróð- leik á heimasíðu hópsins, ferlir.is. Síðan er orðin mikill upplýsinga- banki sem Sigrún og fleiri hafa leit- að í. Sigrún fór í svæðisleiðsög- unám á vegum Leiðsöguskóla Íslands og hóf jafnframt nám í Há- skóla Íslands, fyrst í þjóðfræði og síðan MA-nám í hagnýtri menning- armiðlun. Flest verkefni hennar í náminu hafa tengst Reykjanes- skaganum. Hún hefur meðal ann- ars tekið viðtöl við nokkra Suður- nesjamenn og lokaverkefni hennar í hagnýtri menningarmiðlun er út- gáfa ritsins Sagnaslóðir á Reykja- nesi I. Fólkið sem tók þátt í svæðisleið- sögunáminu, sextán manns, tengist flestum stöðum Suðurnesja og hef- ur allt brennandi áhuga á svæðinu, auk þess sem það kynntist vel inn- byrðis. Sigrún vildi nýta þekkingu þess til að miðla menningarlegu efni í öllum byggðarkjörnum svæð- isins. Hún efndi til átta sagna- kvölda víðsvegar um svæðið á tímabilinu frá desember 2005 og fram í apríl á þessu ári þar sem svæðisleiðsögumennirnir sögðu frá sínum stöðum og málefnum sem þeir höfðu sérstaklega kynnt sér. Sagnakvöldin heppnuðust vel. Þannig komu 125 gestir á fjöl- mennasta kvöldið sem haldið var í Grindavík. Sigrún tók saman efnið frá sagnakvöldunum og hefur nú gefið það út á bók undir nafni fyrirtækis síns, sjf menningarmiðlunar. Til- gangur þess er að opna augu fólks og vekja áhuga þess á þessum for- vitnilegu slóðum. Hún hugsar mál- ið þannig að áhugafólk geti kynnt sér efnið í ró og næði heima hjá sér og tekið síðan bókina með og ekið til einhverra þeirra staða sem fjallað er um og notið leiðsagnar hennar um sögu, minjar og lands- lag í gönguferð. Ritið er 141 blaðsíða að lengd, prýtt fjölda ljósmynda. Það er til sölu í upplýsingamiðstöðvum á Suðurnesjum og helstu verslunum Eymundssonar og Hagkaupa. Sigrún er byrjuð á annarri um- ferð sagnakvölda og stefnir að út- gáfu annars bindis Sagnaslóða að henni lokinni, vorið 2009. Af stað á Reykjanesið Sigrún hefur unnið að ýmsum öðrum verkefnum á þessu sviði. Hún hefur skipulagt gönguferðir, Af stað á Reykjanesið, frá því sum- arið 2006. Oft hafa þessar ferðir verið farnar í tengslum við hátíðir sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Þátttaka hefur verið góð, þannig voru tæplega hundrað manns í einni göngunni. Þá er hún að undirbúa útgáfu leiðalýsinga fyrir helstu þjóðleiðir. Þær eru unnar út frá númeruðum og gps-staðsettum stikum sem Ferðamálasamtök Suðurnesja eru að koma upp á helstu þjóðleiðum. Göngufólk getur staldrað við hjá tilteknum stikum og lesið stað- bundinn fróðleik um náttúruna og mannlífið. Loks má nefna að Sig- rún hefur unnið að ýmsum verk- efnum fyrir Grindavíkurbæ sem verkefnastjóri í menningarmiðlun, meðal annars hefur hún skipulagt ýmsa atburði sem tengjast ferða- málum og sögu. Sigrún Jónsd. Franklín hefur gefið út rit um sagnaslóðir á Reykjanesi Hef áhuga á að miðla fróðleik Af stað á Reykjanesið Nestisstopp í Eldvörpum, í gönguferð sem Sigrún Jónsd. Franklín skipulagði í nágrenni Grindavíkur. Sigrún Jónsd. Franklín Reykjanesbær | Áætlað er að á aðventunni muni um 200 eldri borgarar af höfuðborgarsvæðinu fara í skipulagðar skoð- unarferðir í Reykjanes- bæ í þeim tilgangi að skoða skemmtilegar jólaskreytingar. Reykjanesbær, lista- og menningarmiðstöð Duushúsa, Bátasafn Gríms Karlssonar, Fé- lag eldri borgara í Reykjanesbæ og SBK standa fyrir þessum hópferðum sem hóf- ust í gær. Tilgangur ferðanna er að njóta birtu jólaljósanna í jólabænum Reykjanes- bæ í svartasta skammdeginu. Reykjanesbær hefur staðið fyrir sam- keppni um ljósahús bæjarins og veitt við- urkenningar fyrir fallegustu skreyting- arnar. Hús og götur sem fá verðlaun og tilnefningar eru merkt inn á kort sem gestir geta nálgast á vef Reykjanesbæjar og bensínstöðvum. Úrslit í samkeppninni verða kynnt á morgun, miðvikudag. Skoða jólaljósin í Reykjanesbæ Grindavík | Síldarvinnslan hefur tilkynnt Grindavíkurbæ að ekki standi til að endur- byggja fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins í Grindavík. Þegar bréf þess efnis var lagt fram í bæjarráði lýsti bæjarráð yfir von- brigðum með þessa ákvörðun fyrirtækis- ins. Fiskimjölsverksmiðja Fiskimjöls og lýs- is í Grindavík, sem þá var í eigu Samherja, brann í byrjun árs 2005. Verksmiðjuhús- næðið komst síðar í eigu Síldarvinnslunn- ar í Neskaupstað. Bæjarráð leggur í bókun sinni áherslu á að nú þegar verði hafist handa við að hreinsa svæðið. Bæjaryfirvöld lýsa sig reiðubúin til að funda um frágang og ráð- stöfun svæðisins. Verksmiðjan ekki endurbyggð Eftir Sigurð Sigmundsson Flúðir | Það var 86 ára gömul kona, Þóra S. Bjarnadóttir, fyrr- verandi húsfreyja í Reykjadal, sem tók fyrstu skóflustunguna í nýju iðnaðarhverfi á Flúðum. Tilefnið var að hún ól son sinn, Úlfar Harð- arson, hönnuð og vélvirkja, fyrir 62 árum. Barnabarnabarn Þóru settist svo upp í stóra gröfu og hóf að grafa fyrir um 600 fermetra húsi sem er jafnframt fyrsta húsið í nýja hverf- inu. Þess má geta að Úlfar var jafnframt fyrstur til að byggja í eldra iðnaðarhverfinu, áhaldahúsið Steðja, sem byggt var árið 1979. Úlfar mun leigja Gröfutækni ehf. sem er í eigu sona hans, Harðar og Þórarins, meginhluta húsnæðisins. Í hinu nýskipulagða hverfi er gert ráð fyrir 24 lóðum undir iðn- aðarhúsnæði. Svæðið er norðan við flugvöllinn á Flúðum. 20 íbúðir í byggingu Um 20 hús og íbúðir eru í bygg- ingu á Flúðum. Í skipulagi svokall- aðs Sunnuhlíðarlands er gert ráð fyrir liðlega 100 íbúðarhúsum. Þetta land er í einkaeign og verður væntanlega selt fjárfestum. Í uppbyggingu er tjaldsvæði á um 15 hekturum lands. Þar er gert ráð fyrir nútíma þjónustu sem tengist hjólhýsum, fellihýsum o.fl. Unnið er að fráveituframkvæmd- um sem tengjast þessum nýju hverfum og er áætlað að 1. og 2. áfanga þeirra framkvæmda verði lokið í janúar næstkomandi. Fyrsta húsið á nýju iðnaðarsvæði á Flúðum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Framkvæmdir Þóra S. Bjarnadóttir, 86 ára, tekur fyrstu skóflustungu að húsi sem sonur hennar byggir í nýju iðnaðarhverfi á Flúðum. LANDIÐ Eftir Örn Þórarinsson Dýrafjörður | Fjölskylda Elíasar Þórarinssonar, skálds og bátasmiðs á Sveinseyri, hefur safnað saman kveðskap hans og frásögnum og gefið út. ,,Klukkan er að verða þrjú að nóttu. Það er kalt í smíðahúsinu. Fimmta umfarið er nú loksins búið, og í daufri skímunni frá Aladínlampanum virðir listamaður- inn fyrir sér handverk sitt. Hann stendur við stjórn- borðskinnunginn og horfir aftur eftir sköpunarverkinu, metur í huganum hve mikið þarf að afsúða í næsta um- fari til að þessi eini sanni tónn náist. Drengnum, sem reynt var að nota til hjálpar við smíð- ina, er orðið ískalt á tánum í óupphituðu húsinu, en þó faðir hans sé hættur að hefla eða saga, þá getur orðið nokkur bið í það að haldið verði heim í rúm. Þetta eru nefnilega þau augnablik sem ljóðin fæðast. Oftar en ekki, eru vísurnar skrifaðar á afgangs borðbút með tréblý- antsstúf, nú eða þá bara á vegginn. Endrum og eins er brugðið upp vasabók, en þær verða nú sjaldan langlífar, dvöl þeirra í rassvasanum er erfið, og þegar langt um líður eru þær orðnar næsta kringl- óttar, það er að segja skörpustu hornin eru að mestu horfin. Af skiljanlegum ástæðum, er erfitt að lesa þær hálfum mannsaldri eftir að þær eru skrifaðar með blý- antsstubbum, ef þær þá finnast yfirleitt.“ Þetta er úr formálanum að bókunum um ævi Elíasar Þórarinssonar, bónda á Hrauni og Arnarnúpi í Keldudal og síðar að Sveinseyri við Dýrafjörð. Elías var lands- kunnur hagyrðingur og samdi gamanvísur fyrir ýmiss tækifæri auk þess að semja leikritið Blóðeitrun sem sýnt var á Þingeyri og hlaut góða dóma. Fjölskyldan vann verkið Elías fæddist 2. maí 1926 og lést um aldur fram árið 1988. Hann var búinn að hafa á orði að safna því saman sem hann hafði samið og gefa út á bók. Honum vannst ekki tími til þess. Hinsvegar fór fjölskylda hans fljótlega að vinna í því að safna saman kveðskap og frásögnum Elíasar. Má segja að formálinn lýsi vel þeim aðstæðum sem við var að fást þegar efnissöfnun hófst. Það var Kristjana S. Vagnsdóttir á Þingeyri, eiginkona Elíasar, sem mest vann í að safna efninu saman en einnig tóku börn þeirra og tengdabörn þátt, ekki síst þegar kom að því að raða efninu saman og slá inn í tölvu. Úr þessu urðu fjórar bækur alls um 1.300 blaðsíður og sáu Hrafngerður Ösp Elíasdóttir og Siggeir Stefánsson um allan kostnað við útgáfuna. Bækurnar heita Andbyr og lýsa þær einkar vel starfi skáldbóndans sem hafði í raun aldrei tíma til að helga sig listinni meðan hann lifði. Fjölskylda Elíasar tók þá ákvörðun að annast sjálf sölu á bókinni og jafnframt að ef um hagnað af útgáfunni yrði að ræða skyldi hann renna í þyrlusjóð Landhelgisgæslunnar. Andbyr skáldbóndans Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Minningar Skúli Arnbjörn Elíasson sýnir bækurnar með kveðskap og frásögnum Elíasar Þórarinssonar. Fjölskyldan gefur út ævi- minningar Elíasar skálds og bátasmiðs á Sveinseyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.