Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 29
Fréttir í tölvupósti MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 29 Á UNDANFÖRNUM árum hafa í æ ríkari mæli borist fréttir frá ýms- um stofnunum almannaþjónust- unnar þar sem fram kemur að það vanti fólk til starfa. Þær stéttir sem oftast hafa verið nefndar í þessu sambandi eru sjúkraliðar og hjúkr- unarfræðingar þótt einnig eigi þetta við um fjölmargar aðrar stéttir og starfshópa. Fréttir af manneklu hafa borist af sjúkrahúsum, stofnunum fyrir aldraða, stofnunum fyrir fatl- aða og nú í sumar einnig frá löggæsl- unni. Þessar staðreyndir allar ættu að vera yfirvöldum og þar með við- semjendum launafólks innan al- mannaþjónustunnar sem blikkandi viðvörunarljós. Vandinn vindur upp á sig Í ályktun sem nýafstaðinn aðal- fundur BSRB sendi frá sér er bein- línis talað um að víða stefni í hreint neyðarástand. Þar segir m.a.: „Ljóst er að gera þarf stórátak til þess að efla grunnþjónustu samfélagsins ef ekki á illa að fara. Mjög alvarlegar blikur eru nú á lofti. Sums staðar er manneklan slík að horfir beinlínis til landauðnar. Á sjúkrahúsum og dval- arheimilum fyrir aldraða, á stofn- unum fyrir fatlaða, innan löggæsl- unnar og víðar í grunnþjónustu samfélagsins verður sífellt erfiðara að ráða fólk til starfa á þeim kjörum og við þau skilyrði sem starfsfólki eru búin. Manneklan veldur síðan enn meira álagi á starfsfólkið og vinda erfiðleikarnir þannig upp á sig. Samfélagið þarf að horfast í augu við þá staðreynd að ef lengur verður látið reka á reiðanum stefnir í óefni, ef ekki neyðarástand.“ Enda þótt manneklan í sjúkra- og aðhlynningarstörfum hafi í för með sér alvarlegustu afleiðingarnar og geti hreinlega leitt til neyðarástands fyrir skjólstæðinga velferðarþjón- ustunnar verður einnig að skoða af miklu raunsæi hvað gerist ef erf- iðleikum er háð að manna almenn skrifstofustörf. Án skipulagningar starfseminnar, bókhalds og annars utanumhalds um rekstur skapast fljótlega ringulreið. Fjármálastofn- anir sem á undanförnum árum hafa vaxið og dafnað sem aldrei fyrr soga nú til sín starfsfólk og oftast á mun betri launakjörum en ríki og sveit- arfélög bjóða upp á. Ef launakjörin á þessum sviðum opinberrar stjórn- sýslu verða ekki löguð í komandi kjarasamningum er ljóst að ríki og sveitarfélög geta ekki keppt við einkamarkaðinn. Þessa er t.a.m. tví- mælalaust farið að gæta hjá Reykja- víkurborg og er það á ábyrgð kjör- inna forsvarsmanna borgarinnar að gæta hagsmuna hennar sem at- vinnurekanda. BSRB hvetur til framfarasóknar Það sem hér hefur verið nefnt er fyrst og fremst til varnar starfsemi á vegum hins opinbera. Varað er við því að ef ekki er tekið markvisst á kjaramálum starfsfólks innan sam- félagsþjónustunnar muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Í rauninni er það frá- leitt að við skulum nú í byrjun 21. aldarinnar – þegar ríkidæmi þjóð- arinnar hefur aldrei verið meira – þurfa að leggjast í vörn fyrir velferðarkerfið. Í reynd ættum við að vera í stórfelldri sókn á öllum sviðum velferð- arþjónustunnar því þegar allt kemur til alls nýtur samfélagið sem heild góðs af. Því öfl- ugra velferðarkerfi sem við byggjum upp þeim mun betra verður þjóð- félag okkar. Það er til hagsbóta fyrir alla, einstaklinginn, fjölskylduna og fyrirtækin að hafa góð sjúkrahús, dvalarheimili fyrir aldraða, góða skóla, góðar almenningssamgöngur, löggæslu, brunavarnir, raforku- og vatnsveitur og annað sem telst til grunnþjónustu í nútímasamfélagi. Í þessum anda ályktaði fyrr- nefndur aðalfundur BSRB. Þar sagði að brýnt væri að gervöll vel- ferðarþjónustan væri „í stöðugri framför og veiti samfélaginu öllu þá bestu þjónustu sem völ er á“. Til að þetta megi takast verður að búa bet- ur að starfsfólki innan almannaþjón- ustunnar en nú er gert, bæði varð- andi launakjör og starfsskilyrði almennt. Stórbæta þarf kjör innan almannaþjónustunnar Garðar Hilmarsson og Kristín Á. Guðmundsdóttir skrifa um laun og kjör starfsmanna vel- ferðarþjónustunnar » Í reynd ættum við aðvera í sókn á öllum sviðum velferðarþjón- ustunnar því þegar allt kemur til alls nýtur samfélagið sem heild góðs af. Garðar Hilmarsson Garðar er formaður Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar og gjald- keri BSRB. Kristín er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Bæði eru í stjórn BSRB. Kristín Á. Guðmundsdóttir Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Fyrir veiðimanninn í fjölskyldunni þinni Krókhálsi 5 - Sími 517 8050 - Sportbudin.is - Síðumúla 8 - Sími 568 8410 - Veidihornid.is - Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 - Veidimadurinn.is - Munið vinsælu gjafabréfin okkar Ron Thompson Aquasafe vöðlupakki. Góðar öndunarvöðlur og skór. Fullt verð 28.990. Jólatilboð aðeins 19.995 Simms Classic Guide Gore-tex veiðijakki. Fullt verð 35.900. Jólatilboð aðeins 29.900. Simms Freestone veiðijakki. Vatnsheldur með útöndun. Verð aðeins 19.900 Ron Thompson veiðijakki. Vatnsheldur með útöndun. Fullt verð 12.900. Jólatilboð aðeins 9.995. Nýtt – NRS flotveiðivesti. Sérhönnuð flotvesti fyrir veiðimenn. Örugg vesti í alla veiði. Verð aðeins 12.980. Sage fluguveiðipakki. Fli og Launch 4ra hluta stöng í hólk. Gott LA hjól og RIO flugulína. Lífstíðarábyrgð frá framleiðanda á stöng. Frábært verð á alvöru fluguveiðipakka. Aðeins frá 34.900. Veiðiflugur Íslands. Biblía fluguhnýtarans. Bók sem allir áhugamenn um fluguveiði verða að eiga. Verð aðeins 3.995. The Scandinavian Speycast. Nýjasta myndin frá íslandsvininum Henrik Mortensen. Jólamynd veiðimannsins í ár. Eigum allar eldri myndirnar á DVD. Verð aðeins 3.990. Ron Thompson vöðlutaska. Nauðsynleg taska fyrir alla veiðimenn sem eiga vöðlur. Vatnsheldur botn. Motta til að standa á þegar farið er í og úr. Verð aðeins 3.995. Scierra Explorer veiðitaska. Afar vönduð og sterk veiðitaska undir allan veiðibúnaðinn. Vatnsheldur botn. Verð aðeins 6.995. Infac byssuskápar. Öruggir og traustir byssuskápar í mörgum stærðum. Rúmgóður og fallegur skápur fyrir 7 byssur. Aðeins 35.900. Atlas snjóþrúgur. Sterkbyggðar þrúgur sem henta vel íslenskum aðstæðum. 2 stillanlegir göngustafir og góð taska fylgir. Verð aðeins 19.980. Gerviandasett. 12 stokkendur; sofandi, vakandi og kafandi. Góður bakpoki, bönd og blýsökkur fylgja. Frábært verð. Aðeins 8.995 fyrir allt þetta. ProLogic skotveiðijakki. Vatnsheldur og hlýr jakki með útöndun. Áralöng góð reynsla á Íslandi. Verð aðeins 23.900 ProLogic skotveiðibuxur. Vatnsheldar og hlýjar smekkbuxur. Áralöng góð reynsla á Íslandi. Verð aðeins 17.900. ProLogic Thermo skotveiðihanskar. Vatnsheldir og hlýir. Verð aðeins 2.995. Einnig úr neopren. Verð aðeins 2.295. ProLogic skór. Vatnsheldir og hlýir skór með góðri útöndun. 3 gerðir. Bæjarins besta verð. Aðeins frá 9.995. Ameristep rúllubaggi. Vinsælasta felubirgið á markaðnum. Hvergi betra verð. Aðeins 16.880. Vandað hreinsisett fyrir haglabyssur. Burstar, stöng, olía og fleira í góðum kassa. Verð aðeins 4.880. Simms Freestone vöðlupakki. Góðar öndunarvöðlur og skór. Fullt verð 32.800. Jólatilboð aðeins 25.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.