Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 36
✝ Kristinn VeigarSigurðsson fæddist í Keflavík 30. september 2003. Hann andaðist af slysförum 1. desem- ber síðastliðinn. Móðir hans er Anna Guðbjörg Kristinsdóttir, f. 11. febrúar 1982, mað- ur hennar er Birgir Stefánsson. For- eldrar Önnu Guð- bjargar eru Krist- inn Guðmundsson, f. 20. maí 1963 og Dagmar Kristín Hauksdóttir, f. 29. maí 1964. Faðir Kristins Veigars er Sig- urður Óskar Sólmundarson, f. 3. desember 1969, kona hans er Vil- borg Rós Eckard. Foreldrar Sigurðar Óskars eru Sól- mundur A. Jóhanns- son, f. 7. september 1935, d. 23. janúar 2006 og Hulda Sig- urðardóttir, f. 3. febrúar 1937. Systk- ini Kristins Veigars eru Tanja Íris, Odd- ur Bergþór, Ingi Rafn, Viktoría Rún , Agnes Helga, Arnór Máni og Arna Sóley. Útför Kristins Veigars verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefsta athöfnin klukkan 14. Litli drengurinn minn er dáinn, hvað getur maður sagt? Ekkert. Hvað getur maður gert? Ekkert. Að syrgja litla barnið sitt er hlutverk sem engan langar að lenda í, en við ráðum ekki. Kiddi var aðdáandi alls sem var með hjólum og mótorum, hann var varla farinn að labba þegar hann var búin læra á hlaupahjólið. Þegar hann sá eða heyrði í mótorhjóli var hann kominn þangað. Að fá að fara hring með pabba í rallbílnum var al- gjört æði, hann sat þar í barnabíl- beltunum eins og hann sagði, með hjálminn og sá ekkert út, samt frá- bært. Spurði svo Örnu Sóleyju og Vilborgu hvort þær hefðu verið hræddar. Ferðalög: Sundlaugar voru áhugamál út af fyrir sig og fór- um við í flestar sundlaugar sem urðu á vegi okkar á ferðalögum og renni- brautirnar urðu ekki útundan. Að fá að klifra í trjám, klifra upp á fjall, aldrei að stoppa, það var hans mottó. Elsku Kristinn Veigar, takk fyrir þann tíma sem við fengum með þér. Ómetanlegt. Þú varst snillingur í að bræða mann með knúsi og kossi. Mig lang- ar að enda þetta á einu knúsi og kossi. Ástarkveðja pabbi. Elsku Kiddi litli, drengurinn hennar ömmu sinnar, kveðjuorðin verða ekki mörg hér en við hittumst í draumaheimi og þú segir ömmu öll ævintýrin þín þar. Guð geymi þig. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Ástar- og saknaðarkveðja, Amma Hulda. Fyrir tveimur árum komu þau inn í líf mitt Arna Sóley og Kristinn Veigar, litlir englar með litla fætur og bjartar raddir. Ekki bara eign- aðist ég góðan mann heldur líka þau sem bónus við mín tvö, Odd og Vikt- oríu. Framtíðin virtist svo björt og lifandi framundan, en svo breytist lífið á augnabliki og litli drengurinn okkar er hrifinn burtu frá okkur. Eftir situr svöðusár sem gerir okkur erfitt um andardrátt, hægir á spor- um okkar og slekkur á hlátrinum okkar. Það er allt svo hljótt. Hugsanir sækja á okkur, enginn lítill rauðhærður drengur lengur í lífi okkar sem biður um kex, klifrar upp í hæstu trén, stelst inn í ólæsta bíla, vekur okkur á morgnana fyrir allar aldir, buslar í baði, hleypur allt- af, labbar aldrei … Það er allt svo hljótt og við erum öll svo sorgmædd. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú græt- ur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Það var hann Kiddi svo sannar- lega, gleði okkar. Hvernig segir maður bless við gleðina? – Með kökk í hálsinum, tár í augunum og óend- anlegu þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Guð geymi þig, ástin okkar. Ástar- og saknaðar- kveðja, þín Vilborg. Þegar okkur bárust þær fréttir að Kiddi litli hafði lent í alvarlegu slysi óraði okkur ekki fyrir því að hann færi frá okkur. Að við fengum svona stuttan tíma til að þekkja þennan yndislega dreng fyllir hjörtu okkar ómældri sorg og söknuði. Við eigum eftir að sakna þín, elsku Kiddi. Þú varst alltaf svo full- ur af fjöri og þú og Arna Sóley voruð sólargeislarnir sem við hittum alltaf aðra hverja helgi þegar þið komuð til pabba ykkar og Vilborgar. Við vorum dugleg að koma í heimsókn um leið og helgin ykkar kom og þá var sko mikið fjör. Minningin um þig og Óskar Karl á trampólíninu situr föst í huga okkar. Hann næstum höfði hærri en þú, en þú varst svo snöggur og snar að þú vippaðir þér alltaf upp á trampólínið og tosaðir hann svo upp, eða einhver þurfti að lyfta honum til þín. Oddur stóri bróðir þinn var svo hrifinn af litla bróður sínum og leyfði þér að spila með sér í tölvunni og skemmtilegast var nú að fara niður og fá að vekja hann. Viktoría var svo dugleg að leika við þig og Örnu Sóley og klæða ykkur í allskonar múnderingu. Síð- ast þegar við vorum öll saman voru þið öll í kjólum með svartar varir og augnskugga, svakalega varstu stolt- ur þegar þið komuð fram að sýna okkur fullorðna fólkinu. Að manni skyldi detta það í hug að þennan dag ætti maður ekki eftir að sjá þig aftur hlaupandi um. Mikill söknuður um kraftmikla fallega drenginn okkar situr nú í hjörtum okkar. Við munum verða dugleg að halda minningu þinni í lífi okkar. Það eru nú ekki fáar mynd- irnar sem hjálpa okkur að muna bet- ur og róa hjörtu okkar. Þó við kveðj- um þig að sinni muntu alltaf verða með okkur og alltaf munum við það að einn lítill drengur sem fyllti hjörtu okkar af ást varð að fara frá okkur allt of snemma. Við biðjum Guð um að styrkja Önnu mömmu þína og Birgi, Óskar pabba þinn og Vilborgu, Odd, Agnesi og Örnu Sól- ey, og fóstursystkini þín, allar ömm- ur þínar og afa, frændsystkini þín og alla aðra sem fengu að þekkja þig. Því mikill er söknuðurinn í hjörtum allra og minning um lítinn fjögurra ára dreng sem við elskuðum öll svo mikið. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) Oddný amma og Richard afi, Rakel, Óskar Karl og Sigríður. Kolbrún, Dagný og Brynjar Már. Litli bróðursonur minn, guðsonur og nafni er dáinn. Ég horfi á þessa setningu sem ég er búin að skrifa og hvað getur maður sagt, það eru eng- in orð nógu sterk til að lýsa sorginni sem hvílir á fjölskyldum litla Kidda Veigars. Svo margar minningar en þó svo fáar, alltof fáar. Óskar bróðir, faðir Kidda kom austur á Stöðvarfjörð 15 ára gamall og var heimalningurinn okkar Palla í nokkur ár, við höfum stundum grín- ast með að hann sé elsta barnið okk- ar. Fljótlega eftir að hann fór suður aftur hóf hann sambúð með Vilborgu og eignaðist með henni Odd Berg- þór, þau slitu samvistum þremur ár- um síðar en leiðir þeirra lágu aftur saman árið 2005 þá var Vilborg búin að eignast Viktoríu Rún. Anna móð- ir Kidda kom inn í fjölskylduna okk- ar aðeins 18 ára gömul og með eina litla snúllu með sér hana Agnesi Helgu, saman eignuðust Óskar og Anna svo Örnu Sóleyju og Kristin Veigar sem við kveðjum í dag aðeins fjögurra ára gamlan. Sambúðarslit Önnu og Óskars árið 2004 gerðu það að verkum að tengslin við Agnesi litlu slitnuðu smátt og smátt, hún fór til föðurfjölskyldu sinnar um helgar og í fríum á meðan Arna Sóley og Kiddi Veigar fóru til Óskars og hans fjölskyldu. Anna eignaðist svo nýja fjölskyldu með Birgi sem fyrir átti börnin Tönju, Inga og Arnór. Þau eru því mörg systkinin sem sjá á eft- ir og syrgja lítinn bróður. Þegar Óskar og Anna báðu mig að vera guðmóðir drengsins þeirra var það mikill heiður en fá svo nafna að auki í félagi við Kidda afa var ólýs- anlegt. Kiddi Veigar var kraftmikill og duglegur strákur frá fæðingu og ef hann gerði eitthvað af sér var öruggt að einhver sagði: „þú ert ekki ólíkur honum Kidda afa þínum núna“ eða „þetta hefurðu frá henni Hönnu Veigu frænku þinni“ svo nafnið bar hann með rentu. Óskar hefur alltaf verið duglegur að koma með fjölskylduna í heimsókn á Stöðvarfjörð og Kiddi Veigar hélt yfirleitt uppi fjörinu, í sumar var hann t.d. kominn langleiðina upp í 5 metra háa ösp í garðinum hjá okkur og Arna Sóley ekki langt undan, hún var að passa að hann dytti ekki! Eða í fyrra þegar hann keyrði af stað á bílnum okkar – við gleymdum nefni- lega að taka lyklana úr og læsa. En ef hann fékk frið gat hann líka leikið með einn bíl í marga klukkutíma og heyrðist ekki í honum annað en brumm, brumm. Það eru svo margar minningar þó að ævin hans Kidda hafi verið stutt og erfitt að velja úr til að setja á blað. Þær geymast í hjartanu ævilangt. Elsku Óskar, Vilborg, Anna, Biggi, Tanja, Oddur, Ingi, Viktoría, Agnes, Arnór, Arna Sóley, Hulda amma, Dagga amma, Kiddi afi og aðrir aðstandendur, ég bið góðan guð að veita ykkur styrk til að kveðja í dag og bið hann að hugga ykkur í sorginni. Elsku Kiddi Veigar, prinsinn minn, sofðu rótt og guð geymi þig. Jóhanna (Hanna Veiga). Hugurinn og sálin eru brotin, Kiddi litli er dáinn og við syrgjum þennan litla dreng sem átti stað í hjarta allra sem honum fengu að kynnast, hann var einstaklega glað- legt barn og mikill vinnumaður. Kristinn Veigar Sigurðsson 36 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elskulegur sonur minn og faðir okkar, JÓN ÓSKAR PÉTURSSON, lést á heimili sínu í Danmörku miðvikudaginn 21. nóvember. Útförin hefur farið fram og var hann jarðsettur þriðjudaginn 27. nóvember í Hornum í Danmörku. Minningarathöfn verður frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 12. desember kl. 15.00. Kristín María Jónsdóttir, Ásbjörn Arnar Jónsson, Kristinn Þór Jónsson, Elín Jónsdóttir Collstrup, Anja Jónsdóttir Collstrup. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ KRISTRÚN NÍELSDÓTTIR, áður til heimilis á Stýrimannastíg 14, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 4. desember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. janúar kl. 15:00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á KRAFT, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra, s. 540 1990. Páll Stefánsson, Halldóra Viktorsdóttir, Soffía Stefánsdóttir, Georg Ólafsson, Hildur Stefánsdóttir, Sigurgeir Kjartansson, börn og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, STEFANÍA STEFÁNSDÓTTIR, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að morgni laugardagsins 8. desember. Dóra Skúladóttir, Þorvarður Brynjólfsson, Bergþóra Skúladóttir, Sigurður Guðmundsson, Magnús Skúlason, Ingunn Jónsdóttir, Jóhanna Skúladóttir, Sigurður Pálsson, Sigríður Þyri Skúladóttir, Úlfar Hróarsson, Árný Skúladóttir. ✝ Elsku hjartans eiginmaður minn, pabbi okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, JÓN GUNNAR GRJETARSSON, Brunnstíg 4, Hafnarfirði, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugar- daginn 8. desember. Jarðarförin fer fram í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 17. desember kl. 15:00. Anna Borg Harðardóttir, Andri Jónsson, Sandra Jónsdóttir, Tinna Jónsdóttir, Grétar Þorsteinsson, Sandra Jóhannsdóttir, Nína Karen, Hjörtur Þór og Selma Björk Grétarsbörn, Hörður S. Óskarsson, Anna Margrét Friðbjarnardóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR (GÓGÓ) frá Oddsflöt í Grunnavík, Túngötu 18, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði laugardaginn 8. desember. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 15. desember kl. 14.00. Ingi Einar Jóhannesson, Jóhannes Bekk Ingason, Alda Svanhildur Gísladóttir, Elvar Guðmundur Ingason, Dagný Selma Geirsdóttir, Brynjar Ingason, Guðbjörg Ragnheiður Jónsdóttir og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.