Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Atvinnuauglýsingar Bifreiðastjóri Ferðaþjónusta fatlaðra í Kópavogi óskar að ráða bifreiðastjóra með rútupróf. Góð laun í boði. Uppl. í síma 860 0761 . Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnar- stræti 107, Akureyri, sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Hafnarstræti 79, íb. 01-0301, Akureyri (214-6929), þingl. eig. GFG ehf, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf, aðalstöðv., og Sýslumaður- inn á Akureyri, föstudaginn 14. desember 2007 kl. 10:00. Hafnarstræti 79, íbúðarherbergi 01-0101, Akureyri (214-6927), þingl. eig. GFG ehf, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf, aðalstöðv., og Sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 14. desember 2007 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 10. desember 2007, Eyþór Þorbergsson, ftr. Til sölu Hugbúnaðarfyrirtæki til sölu stöðugar tekjur Til sölu er framsækið hugbúnaðarfyrirtæki með einstaka vöru. Varan hefur verið í þróun í nokkur ár og hefur dreifingarsamningur verið undirritaður við eitt öflugasta fyrirtæki landsins varðandi dreifingu á Íslandi. Varan á erindi inn á bæði heimilismarkað sem og fyrirtækjamarkað Viðskiptasambönd hafa þegar verið mynduð erlendis og er sókn á erlenda markaði áætluð í náinni framtíð. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir einn eða fleiri einstaklinga með reynslu eða þekkingu á hugbúnaði og markaðssetningu. Einnig er þetta kjörið fyrir lítið eða meðalstórt hugbúnaðarfyrirtæki, sem vildi bæta þessu inn í vöruval sitt. Verðhugmynd 17-20 milljónir. Áhugasamir sendi nafn og símanúmer á box@mbl.is merkt ,,H - 20956”. Tilkynningar Auglýsing um deiliskipulag í Eyjafjarðarsveit Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Reykárhverfi austan Eyjafjarðarbrautar vestri. Svæðið afmarkast af lóð Hrafnagilsskóla að sunnan og landamerkjunum að Grísará að norðan. Að vestan markast það af Eyjafjarðar- braut vestri og Eyjafjarðará að austan. Íbúðarsvæðið er um 5,2 ha að flatarmáli með götum og opnum svæðum. Á svæðinu verður heimilt að byggja 37 einbýlishús. Gert er ráð fyrir að svæðið byggist í þremur áföngum. Í fyrsta áfanga er unnt að byggja alls 15 hús og verður sá áfangi byggingarhæfur vorið 2008. Skipulagstillagan er auglýst með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. og verður til sýnis á skrifstofu Eyja- fjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi frá og með mánudeginum 10. des. 2007 til og með mánudagsins 9. jan. 2008. Frestur til að gera athugasemd við tillöguna er til kl. 16.00 mánudaginn 23. jan. 2008. Athugasemdir skulu vera skriflegar og þeim ber að skila á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst vera henni samþykkur. Eyjafjarðarsveit, 6. des. 2007, Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri. Meinleg prentvilla slæddist inn í minn- ingargrein sem Svavar Egilsson skrifaði um Jóhann í Morgun- blaðinu miðvikudaginn 5. desember. Rétt er greinin þannig: Jóhann Eymundsson ✝ Jóhann Ey-mundsson fædd- ist á Vatneyri við Patreksfjörð 3. september 1927. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 12. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 20. nóv- ember. Jóhann Eymunds- son, sem ég leit alltaf á sem tengdaföður minn, er fallinn frá. Kynni okkar Jóhanns hófust er ég giftist dótturdóttur hans Berglindi og hann kom í brúðkaup okkar alla leið vestur til Am- eríku. Ég kunni strax afskaplega vel við Jó- hann og röbbuðum við oft saman. Við þekkt- um sameiginlega margt skemmtilegt og áhugavert fólk og hafði ég gaman af að hlusta á Jóhann segja mér frá ýmsum uppátækjum þeirra og skemmtilegheitum. Jóhann var af- skaplega fróður um margt og góður sögumaður. Frásagnir hans urðu léttar, lifandi og skemmtilegar auk þess að fræða og upplýsa um það sem hann var að segja frá. Rann þá oft upp fyrir mér að fátt er nýtt undir sólinni og hlutir sem virðast gerast fyrirvaralaust hafa oft lang- an aðdraganda og mikla sögu. Ég minnist Jóhanns einnig sem þess trausta föður og fjölskyldumanns sem hann var. Það fylgdi því ánægja og traust að umgangast mann eins og Jóhann. Alltaf reiðubúinn að hjálpa til og gefa af sjálfum sér. Styrkur og stoð sínu fólki, í ólgusjó lífsins. Ég kveð þig með söknuði, elsku Jóhann, og þakka þér okkar góðu kynni og hvað þú reyndist mér og mínum ætíð vel. Hvíl í friði. Elsku Þórhalla, ég votta þér og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Svavar Egilsson. Vegna mistaka runnu tvær minning- argreinar um Ingi- björgu saman í Morg- unblaðinu 29. nóvember. Við birtum þær því aftur og biðjumst velvirðingar á mistök- unum. Andlát vina og skyldmenna kemur alltaf jafnóvænt þó að ef til vill megi búast við slíkum tíðindum þegar ald- ur færist yfir eða þegar um erfið veikindi er að ræða. Nú hafa mág- konur mínar tvær andast með skömmu millibili. Kristín Hjörvar andaðist eftir skamma sjúkrahús- legu fyrir um það bil mánuði og Ingi- björg varð bráðkvödd hinn 3. þessa mánaðar. Enginn átti von á að svo stutt yrði á milli þeirra systra né að fráfall Ingu bæri svo brátt að. Inga eins og allir kunnugir kölluðu hana var fædd 5. ágúst 1926 og var því orðin 81 árs. Hún ólst upp hér í Reykjavík og átti hér heima alla sína ævi. Ég kynntist Ingu fyrir tæpum 60 árum er ég tengdist fjölskyldunni. Aldrei hefur borið skugga á þau Ingibjörg Karlsdóttir ✝ Ingibjörg Karls-dóttir fæddist 5. ágúst 1926. Hún lést á bráðamóttöku Landspítalans við Hringbraut 3. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigs- kirkju 9. nóvember. kynni og hefur hún reynst ljúf og góð og hið mesta tryggða- tröll. Eru hér þakkað- ar allar þær góðu sam- verustundir í gegnum tíðina sem við hjónin áttum með henni og Jens heitnum, eigin- manni hennar. Þau áttu það sammerkt að vera vinföst og trygg- lynd. Heimili hennar hefur ávallt verið til fyrirmyndar um snyrtimennsku og liggur mikið eftir hana af hannyrð- um sem einnig er að finna hjá vanda- mönnum, vinum og kunningjum. Móttökur voru ávallt rausnarlegar þegar tekið var á móti gestum. Þau hjón áttu það sammerkt að mega ekki vamm sitt vita í stóru né smáu og máttu ekkert aumt sjá. Inga starfaði við ýmis verslunarstörf áður en hún giftist eiginmanni sínum. En eftir að hún stofnaði heimili varð það aðalstarfsvettvangur hennar sem hún lagði metnað í að búa sem best. Tvö myndar börn eignuðust þau hjón sem eru foreldrum sínum til sóma og eitt barnabarn sem kveður nú ömmu sína. Þeim og öðrum ást- vinum vottum við hjónin okkar inni- legustu samúð. Þegar litið er yfir farinn veg er margs að minnast og margt að þakka fyrir. Góðar minn- ingar græða sár þeirra sem eftir lifa. Blessuð sé minning Ingu. Garðar Sigurðsson. Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það farið. (Jón Helgason.) Góð vinkona er kvödd, Ingibjörg Karlsdóttir, eða Inga eins og hún var kölluð af vinum sínum og fjölskyldu. Inga var góður vinur vina sinna, lagði gott til allra mála, hafði góða nærveru, eins og sagt er. Inga tók ekki þátt í þrasi né deilum gærdags- ins, og lét fátt raska ró sinni. Hún hafði ákveðnar skoðanir á ýmsum málum, og lét þær óspart í ljós á sinn hógværa hátt. Saumaklúbburinn okkar var stofnaður haustið 1940 af nokkrum 14 ára ungmeyjum og Inga var ein þeirra. Í dag er klúbburinn orðinn 67 ára og fimm sitja eftir og minnast góðra daga. Fyrir tveim ár- um missti Inga eiginmann sinn, Jens Guðmund, eftir 58 ára farsælt hjóna- band. Þau eignuðust tvö börn, Karl og Kristínu, sem eru góðir og glæsi- legir einstaklingar sem bera fagurt vitni um góða foreldra. Inga missti systur sína, Kristínu (Stínu), fyrir stuttu – mjög kært var með þeim systrum, báðar áttu það sameigin- legt að vera miklar hannyrðakonur. Fyrir nokkru minnkuðu mæðgurnar, Inga og Kristín, við sig húsnæði og fluttu í fallega íbúð við Dalbraut, þær voru búnar að koma sér vel fyrir og voru mjög ánægðar. Þangað var gott að koma, alltaf sama góða and- rúmsloftið og snyrtimennskan í fyr- irrúmi. Handavinnan hennar Ingu prýddi heimilið. Inga sparaði ekki að nota glæsilega útsaumuðu dúkana sína við hvert tækifæri. Stundum vorum við vinkonurnar dálítið smeykar um að hella niður, og ef svo bar við tók Inga öllu með stakri ró og sagði – ekkert mál, ekkert mál. Svona var Inga, alltaf jákvæð á hverju sem gekk. Við vottum börn- um hennar, tengdadóttur, barna- barni, systrum, tengdafólki og öllum ættingjum hennar okkar dýpstu samúð. Við kveðjum Ingu og þökk- um henni fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og biðjum góð- an guð að umvefja hana kærleika sínum. Saumaklúbburinn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar ✝ Hugeilar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, Ragnheiðar Ingibjargar Ásmundsdóttur, Bröttugötu 4 b, Borgarnesi, Guð blessi ykkur öll. Ásmundur Jóhannsson, Rúna Didriksen, Jóhannes Gylfi Jóhannsson, Ása Guðmundsdóttir, Björn Jóhannsson, Sæunn Jónsdóttir, Jóhann Már Jóhannsson, Guðrún Sigurbentsdóttir, Gísli Margeir Jóhannsson, Tryggvi Jóhannsson, Sesselja Björnsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, stjúpföður, afa og langafa, SVEINBJÖRNS H. JÓHANNSSONAR, Fífuhvamsvegi 11, Kópavogi. Ragna S. Gunnarsdóttir, Melkorka Sveinbjörnsdóttir, Ingvi B. Jónsson, Jón Gestur Sveinbjörnsson, Sigurást Karelsdóttir, Gunnar Berg Sigurjónsson, Sesselja Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.