Morgunblaðið - 11.12.2007, Page 42

Morgunblaðið - 11.12.2007, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kjarabætur til öryrkja Jæja, loksins tilkynnti ríkisstjórnin verulegar kjarabætur til öryrkja en aðallega aldraðra. Afnám tekjuteng- ingar maka við bætur öryrkja er gríð- arlega stórt skref og að öryrkjar og aldraðir megi hafa 100 þúsund á mán- uði án þess að bætur skerðist er alveg meiriháttar búbót. Ég sé ástæðu til að þakka ríkisstjórninni fyrir þessar aðgerðir og óska þeim sem fá þessar kjarabætur til hamingju. Hins vegar verð ég að benda á og mótmæla harkalega ýmsu. Fyrst ber að nefna að þegar öryrkjar fá nú tækifæri til að hafa 100 þúsund á mánuði án þess að bætur skerðist verður kominn upp sú staða að heildarlaun öryrkjans verða orðin meiri en fyrir orkutap og þar af leiðandi taka lífeyrissjóðirnir til sinna ráða og skerða lífeyrissjóðs- tekjur. Ég hélt líka að ríkisstjórnin og Öryrkjabandalagið myndu fyrst beita sér fyrir því að bæta hag þeirra öryrkja sem minnt mega sín. Ég vil benda á að sennilega eru 6-7 þúsund öryrkjar sem eru einhleypir sem fá ekki eina einustu krónu út úr aðgerð- um ríkisstjórnarinnar. Enn stærri hópur öryrkja er það mikið fatlaður bæði líkamlega og andlega að hann getur alls ekkert unnið. Hvaða gagn hafa þessir gríðarlega stóru hópar ör- yrkja af því að það verði 100 þúsund króna frítekjumark launatekna? Ekki hefur sá gríðarlega stóri hópur ein- hleypra öryrkja neitt gagn af afnámi tekjutengingar maka. Ég ætla nú að fara þess á leit við ríkisstjórnina og Öryrkjabandalagið að þau beiti sér fyrir því að þeir sem eru skildir út- undan í þessum aðgerðum fái alveg jafnmiklar kjarabætur og áðurnefnd- ir hópar og það ekki seinna en á næsta ári. Það má gera með því að þær mörgu þúsundir einhleypra ör- yrkja og þeirra sem geta ekki unnið fái helmingshækkun á grunnlífeyri Tryggingastofnunar eða úr 25 þús- undum í 50 þúsund á mánuði. Auk þess með því að til dæmis 80-100 þús- und krónur lífeyrissjóðstekna verði ekki til að skerða bætur Trygg- ingastofnunar. Ef þetta réttlætismál yrði framkvæmt þá yrðum ég og þús- undir annarra öryrkja afskaplega glöð. En ef ekkert verður gert fyrir þennan stóra hóp öryrkja þá eru þeir öryrkjar sem minnst mega sín eina ferðina enn skildir útundan í ískulda velferðarkerfis ríkasta og „besta ríkis heims“ samkvæmt rannsóknum. Lífeyrisþegi Þessi unga snót er að búa til eitthvað úr snjónum og er niðursokkin í vinnu sína. Gleymir stund og stað, algjörlega einbeitt í augnablikinu, ósnortin af fegurð umhverfisins, skarkala, ys og þys umhverfisins. Morgunblaðið/Frikki Leikið viðTjörnina í Reykjavík Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ER BÚINN AÐ SAFNA HELLING AF ORKU... OG ÉG LÉT HANA Í KASSA HÉRNA EINHVERS STAÐAR ÞÚ MISSKILUR ÞETTA KALLI *SNÖKT* ÉG GET EKKERT GERT AÐ ÞVÍ ÞÓ AÐ SYSTIR ÞÍN ELTI MIG ÚT UM ALLT. VILTU AÐ ÉG SEGI HENNI AÐ FARA? ÉG VIL EKKI AÐ HÚN SÉ AÐ ELTA MIG! ÉG ÞOLI EKKI LITLAR STELPUR ÞETTA Á EFTIR AÐ VERA LÖNG NÓTT HJARTAÐ Í MÉR TEKUR KIPP Í HVERT SKIPTI SEM ÉG HEYRI EITTHVAÐ HLJÓÐ. ÉG GET EKKI SOFNAÐ ÞEGAR EINHVER BRÝST INN TIL ÞÍN ÞÁ HVERFUR ÖLL ÖRYGGISKENND. EF MANNI FINNST MAÐUR EKKI VERA ÖRUGGUR HEIMA HJÁ SÉR... HVAR GETUR MAÐUR ÞÁ VERIÐ ÖRUGGUR? KANNSKI ÆTTUM VIÐ AÐ FLYTJA EITTHVERT ÚT Í ÓBYGGÐIR... VÍKINGAR VELKOMNIR HANN HLÝTUR AÐ VERA NÝR Í BÆNUM ATLI... NÁÐU MÚSINNI! ÞAÐ ER EKKI NÓG AÐ MÉR VEGNI VEL... KÖTTUM VERÐUR AÐ VEGNA ILLA JÁ, HANN ER AÐ SPILA FÓTBOLTA... OG HANN ER BROSANDI ÚT AÐ EYRUM Á ÞESSARI MYND ÞÁ HEF ÉG EKKI ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ HANN SÉ EKKI AÐ SKEMMTA SÉR EINS GOTT AÐ INTERNETIÐ VAR EKKI KOMIÐ ÞEGAR ÉG VAR LÍTILL LALLI, ÞAÐ ER KOMIN MYND AF KALLA Á VEFSÍÐUNA ÞEIRRA! EN ÉG HEF SAMT ÁHYGGJUR AF HREINLÆTINU ÞARNA... ÞETTA ER FJÓRÐI DAGURINN Í RÖÐ SEM ÉG SÉ HANN Í SAMA BOLNUM GÓÐAN DAGINN ELSKAN! *GEISP* HVAR HEFUR ÞÚ VERIÐ, PETER? ÉG HEF VERIÐ TÝNDUR Í LOS ANGELES EN ÉG RATAÐI SAMT AFTUR TIL ÞÍN HETJAN MÍN HÚN MÁ EKKI VITA AÐ ÉG HAFI NÆSTUM VERIÐ SKOTINN dagbók|velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.