Morgunblaðið - 11.12.2007, Side 52

Morgunblaðið - 11.12.2007, Side 52
ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 345. DAGUR ÁRSINS 2007 Niðurstaða PISA-könn- unar kemur ekki á óvart  Niðurstaða nýrrar PISA- könnunar kemur skólafólki ekki á óvart. Bent er á að flótti hafi verið úr kennarastétt vegna óánægju með laun, stórefla þurfi rannsóknir og kennarastarfið fái ekki þá virðingu sem það eigi skilið. » Miðopna Tvöfalt virði  Árangur af starfi Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar er mun meiri og arðbærari en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Söluvirði fasteigna í eigu ríkisins er talið geta orðið 20 milljarðar en var fyrir ári um 11 milljarðar. » 6 Engin heimild til að rífa  Lögregla setti bráðabirgðabann á niðurrif elstu verslunarinnréttinga landsins á Seyðisfirði í gær eftir að íbúar bæjarins komu í veg fyrir framkvæmdirnar. Fundað verður um málið í dag í fjármálaráðuneyt- inu. » Forsíða Ræður úrslitum  Óvænt stuðningsyfirlýsing Pútíns við forsetaframboð Dímítrí Medve- dev er talin munu ráða úrslitum í forsetakosningunum sem fram eiga að fara 2. mars nk. » 16   4 4 &4 4 & & 4 & 5 (6$) 0 $- ( 7 $$%$(0$   4  4"" 4 4" &4 4 & 4 &4" &4 / 8 2 ) 4   4 4""" &4 4  & 4 " & 9:;;<=> )?@=;>A7)BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA)8$8=EA< A:=)8$8=EA< )FA)8$8=EA< )3>))A%$G=<A8> H<B<A)8?$H@A )9= @3=< 7@A7>)3-)>?<;< Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „SAGNFRÆÐI hefur alltaf verið undirliggjandi þáttur í mínu lífi sem áhugamál, þótt ég hafi endað á að fara í nám í dýralækningum,“ segir Helgi Sigurðsson, er starfað hefur sem dýra- læknir í þrjá áratugi en settist á skólabekk fyr- ir fjórum árum og dúxaði nýverið í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann ætlar ekki að láta þar við sitja heldur hefur þegar hafið meist- aranám. „Ég er alæta á sagnfræði,“ segir Helgi að- spurður um áhugasvið sitt innan sagnfræð- innar. Í lokaritgerð sinni skrifaði hann um bar- áttuna við mæðiveiki hér á landi, um pólitískar ákvarðanir og framkvæmdir í tengslum við hana. Helgi segir það hafa verið tilviljun að hann fór aftur í nám eftir langt hlé. Hann segist sí- fellt velta sagnfræði fyrir sér, m.a. á ferðalög- um um heiminn. „Eitt sinn spurði konan mín mig af hverju ég færi ekki bara að læra sagn- fræði. Og ég tók hana á orðinu.“ En ætlar Helgi að starfa við sagnfræði í framtíðinni? „Ekki held ég það,“ segir hann. „Ég er bara í mínum dýralækningum eins og sagt er, en sagnfræðin er mitt áhugamál.“ Helgi hefur stundað fulla vinnu með há- skólanáminu. „Það er nú einu sinni þannig að þegar maður hefur mest að gera kemur maður mestu í framkvæmd,“ segir Helgi. „Þá er eins og maður skipuleggi sig betur og nýti tímann betur.“ Hann neitar því hins vegar ekki að hafa þurft að vakna fyrr á morgnana, en það kemur varla að sök þar sem hann segir námið hafa verið mjög gefandi. Dýralæknir til þrjátíu ára dúxar í sagnfræði við Háskóla Íslands Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Ég er alæta á sagnfræði“ Sagnfræðingur Dýralæknirinn Helgi tekur röntgenmynd af sjúklingi sínum. Samkvæmt venju heiðr- aði Sögufélag dúx ársins og að þessu sinni hlotnaðist Helga sá heiður.  Jólasveinar|24 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» SKOÐANIR» Staksteinar: Össur, Svandís og … Forystugreinar: Rökstuddar upp- sagnir | Menningarslysi afstýrt Ljósvaki: Hvað er rétt klukka …? UMRÆÐAN» Stórbæta þarf kjör innan … Máltaka barna og áherslur í … Áfengi er engin venjuleg söluvara Jákvætt eða neikvætt trúfrelsi Heitast 6°C | Kaldast 0°C Sunnan- og suðvest- an 8-13 metrar á sek- úndu og rigning með köflum. Úrkomulítið um landið norðanvert. » 10 Teiknimyndin Bee Movie var mest sótt í kvikmyndahúsum landsins um nýliðna helgi, Beowulf kom þar á eftir. » 47 KVIKMYNDIR» Bee Movie og Beowulf FÓLK» Hreinar og óhreinar stjörnur. » 45 Meðlimir hljóm- sveitarinnar Akron/ Family áttu auðvelt með að ná salnum á sitt band en hvar var fólkið? » 47 DÓMUR» Fá þrjár stjörnur TÓNLIST» Jónas Sen segir frá tón- leikaferð með Björk. » 46 TÓNLIST» Egill Ólafsson gefur út sálmaplötu. » 44 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Jón Gunnar Grjetarsson látinn 2. … til dóttur sinnar 3. Karlar líkjast hundum meira … 4. Hætt við niðurrif verslunar INGVAR E. Sigurðsson vann Napa- pijri-verðlaunin fyrir túlkun sína á rannsóknarlögreglumanninum Er- lendi í kvikmynd Baltasar Kormáks, Mýrinni, á kvikmyndahátíðinni Cour- mayeur Noir sem lauk á Ítalíu um nýliðna helgi. „Þetta er bara skemmtilegt og auðvitað gaman þegar íslensk mynd vekur þessa athygli,“ segir Ingvar. Tólf kvikmyndir, þar á meðal Mýr- in, kepptu um aðalverðlaun hátíð- arinnar, Svarta ljónið, sem þýska myndin Der Andere Junge eftir Vok- er Einrauch hreppti að þessu sinni. „Allir þeir leikarar sem eru með hlutverk í myndunum sem keppa til aðalverðlaunanna eiga möguleika á þessum verðlaunum sem ég fékk svo ég átti ekki von á þeim.“ Þema Courma- yeur Noir-hátíð- arinnar er spenna, njósnir, hryllings- og No- ir-stíllinn. „Í fyrra fékk Börn sérstök dómnefnd- arverðlaun á há- tíðinni og síðan fær Mýrin verðlaun núna, það vakti eftirtekt að íslensk mynd fengi verð- laun tvö ár í röð. Eftir sýninguna á Mýrinni kom fólk til mín og sagði hvað það væri stórkostlegt að það kæmu gimsteinar hvað eftir annað frá Íslandi,“ segir Ingvar. Ingvar fékk Napapijri- verðlaunin fyrir Erlend Ingvar E. Sigurðsson MÖRGUM borgarbúum þykir Hverf- isgatan vera í niðurníðslu. Sumir eru þó bjartsýnir á framtíð götunnar og telja fólk eiga eftir að flykkjast þang- að í framtíðinni með verslanir og gall- erí, sérstaklega eftir að Listaháskóla Íslands var úthlutað lóð í miðbænum. En þegar gatan er gengin í dag er hún dapurleg að sjá og verslunar- menn við hana eru ekki ánægðir. „Ég man nú ekki til þess að borgin hafi gert neitt sérstakt fyrir Hverfisgöt- una, þeir líta bara á hana sem umferð- aræð, ekki sem hluta af miðbænum, ekki fær hún jólaljós eins og Lauga- vegurinn og Skólavörðustígurinn. Það leyfa allir svæðinu að drabbast niður,“ segir Sigurður Sigurðsson í versluninni 2001. | 48 Dapurleg götumynd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.