Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 22
|þriðjudagur|11. 12. 2007| mbl.is
Fagmannlegur Töddi kælir heita sykurbráðina í langri bunu.
S
terk lakkríslykt tekur á
móti gestum þegar gengið
er niður stigann í kjallara
Bústaðakirkju þennan
dag. Þar í neðra, nánar til-
tekið í eldhúsi félagsmiðstöðvarinnar
Bústaða, sitja tveir unglingspiltar
sælir á svip og eru að pota eit-
urgrænum molum í sinn plastpokann
hvor. Þetta er afrakstur undangeng-
inna mínútna, sem það tók að móta og
klippa niður seigfljótandi sykur af
bestu sort. Þeirra er með jarð-
arberjabragði, þrátt fyrir litinn.
„Þau biðu sex á hurðinni þegar ég
opnaði og þegar við erum með yngri
hóp er röð út á götu,“ útskýrir Andri
Ómarsson verkefnastjóri. Undan-
farnar vikur hefur hann staðið fyrir
brjóstsykursgerð í Bústöðum á
fimmtudögum og föstudögum.
Brjóstsykursgerðin hefur slegið í
gegn svo um munar því bókað er í alla
hópa fram að áramótum en Andri og
kollegi hans úr Tónabæ, Þröstur
„Töddi“ Sigurðsson segjast sjá til að
sömu krakkarnir komi ekki aftur og
aftur. „Við erum búnir að gera þetta í
sex vikur og það hefur alltaf verið nýr
hópur í hvert sinn,“ útskýrir Þröstur
en hann stýrir líka brjóstsykursgerð í
Tónabæ.
Brjóstsykursgerðina lærði Andri í
Danmörku þar sem hann var við nám
í tómstundafræði síðastliðinn vetur.
„Í sjálfu sér er aðferðin og upp-
skriftin einföld,“ segir hann þar sem
hann veltir sykurbráðinni milli
tveggja spaða. „Hins vegar getur
þetta verið svolítið hættulegt því efn-
ið sem við erum að vinna með er
svakalega heitt.“
Finna hitann frá sykrinum
Efnið sem hann talar um er blanda
af sykri, þrúgusykri og vatni sem hit-
að er upp í 165 gráður áður en því er
hellt á hitaþolinn dúk. Þar er því velt
milli spaðanna og sett í sítrónusýra,
bragðefni og litarefni. Bráðin er svo
kæld með því að láta hana renna í
langri bunu milli spaðanna á dúkinn á
ný. Þegar hún hefur kólnað svo mikið
að hún er farin að stífna og hægt er að
snerta hana með góðu móti fá krakk-
arnir hana í hendur til að móta og
klippa niður í hæfilega mola.
Eins og vera ber er dálítill gaura-
Fjörug Hlynur, Hallgrímur, Tómas og Ágústa skemmta sér konunglega við brjóstsykursframleiðsluna.
Kátur Tómas hampar góssinu.
Góður á litinn
– súr á bragðið
Í félagsmiðstöðinni Bústöðum bíða ungling-
arnir í röðum eftir því að handleika litríkan syk-
ur og móta úr honum mola. Bergþóra Njála
Guðmundsdóttir komst að því að heimagerður
brjóstsykur hentar vel til stríðni.
Skæri Einfaldast er að klippa niður
sykurinn þegar hann fer að harðna.
Morgunblaðið/Ómar
Marglitur Ólafur, Andri og Kormákur önnum kafnir við sykurinn.
daglegtlíf
Desember er tími uppgjöra og þá
sjá nemendur í mörgum skólum
hvort erfiði haustsins hefur skilað
árangri. Til skamms tíma í Vest-
mannaeyjum var það Framhalds-
skólinn sem sat einn að því að út-
skrifa nemendur í desember en
með fjölbreyttara námsframboði,
ekki síst í gegnum fjarnám, fjölgar
útskriftarnemum í Eyjum.
Á fimmtudaginn útskrifaði útibú
Háskólans á Bifröst í Vestmanna-
eyjum átta nemendur af námskeiði
í upplýsingatækni og bókhaldi í
fjarnámi. Námið tók tvo mánuði og
lauk með prófum sem tekin voru í
Eyjum. Gátu nemendur halað niður
fyrirlestra eftir þörfum heima hjá
sér og nýtt þá þegar þeim hentaði.
Ágúst Einarsson, rektor Háskólans
á Bifröst, útskrifaði nemendurna
sem eru þeir fyrstu sem ljúka námi
frá útibúinu í Eyjum sem var stofn-
að í haust. „Það er í gegnum mennt-
un og menningu sem við höldum
jafnvægi í byggð landsins, því með
menntun koma störfin og með
menningu hin félagslega umgjörð
sem við viljum búa í. Þetta eru lyk-
ilhugtökin, menntun og menning, en
ekki atvinnumál með úreltri sýn og
skilgreiningum,“ sagði Ágúst við
þetta tækifæri.
Á laugardaginn útskrifaði Fram-
haldsskólinn svo 28 manns, 27
karla og eina konu af svokölluðu
pungaprófi sem gefur réttinda til
að stjórna 30 tonna bátum. Þetta
er samtals 106 stunda nám auk
prófa sem nemendur tóku sama
dag. Það athyglisverða er að helm-
ingur nemenda er frá Dalvík þar
sem þeir stunduðu sitt nám en
kennt var frá Eyjum. Mættu þeir
allir á laugardaginn og tóku við
skírteinum sínum eins og nemend-
urnir í Eyjum.
Morgunblaðið/Ómar Garðarson
Pungapróf Nemendur frá Dalvík mættu til Eyja og tóku við prófskírteinum.
VESTMANNAEYJAR
Ómar Garðarsson blaðamaður
úr bæjarlífinu
91, 105 og 130 hö.
ÓDÝRIR
OG GÓÐIR
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 568 6411
WWW.RAFVORUR.IS · RAFVORUR@RAFVORUR.IS