Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 8
MÁLÞING um forvarnir og að- gerðir gegn einelti og kynferðis- legri áreitni á vinnustöðum var ný- verið haldið á vegum Vinnueftirlitsins. Fór það fram í kjölfar þriggja undirbúningsfunda sem haldnir voru með stéttarfélög- um, þjónustuaðilum á sviði sál- félagslegra vinnuumhverfisþátta og þolendum eineltis. Í undirbúningsferlinu kom m.a. fram á fundum með stéttarfélögum að þolendur eineltis og kynferðis- legrar áreitni á vinnustöðum koma mjög seint til stéttarfélaganna. Nauðsynlegt sé að skýra aðkomu félaganna að málunum og að verk- lagsreglur verði að vera á öllum vinnustöðum, sem hægt sé að fylgja þegar slík mál komi upp. Þjónustuaðilar á sviði sálfélags- legra vinnuumhverfisþátta vildu m.a. leggja áherslu á að auka lög- fræðilega ráðgjöf frá Vinnueftirlit- inu og faglega umræðu um sál- félagslegt vinnuumhverfi, auk þess sem fagaðilar þurfi skýrar verk- lagsreglur til að geta sinnt ráðgjöf í eineltismálum. Á fundi með þolendum vildu þeir að stjórnvöld og ráðuneyti öxluðu meiri ábyrgð. Skjótari viðbrögð þyrfti við kvörtunum sem fram kæmu og að óviðunandi væri að gerendur héldu áfram á vinnustað en þolendur hrökkluðust burt. Stjórnendur sem beittu einelti ættu ekki að hafa mannaforráð. Á málþinginu fjallaði Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur um einelti frá sjónarhorni meðferðar- og þjónustuaðila í vinnuvernd. Hún lagði áherslu á alvarlegar heilsu- farslegar afleiðingar eineltis, sem iðulega fylgdu veikindafjarvistir og loks uppsagnir. Loks fjallaði Lára V. Júlíusdóttir hrl. um lögfræðilegt sjónarhorn eineltis. Vandinn fælist í huglægri afstöðu þolanda, þar sem henni fylgdu erfiðleikar við öflun sann- ana á neikvæðu atferli gerenda. Unnið verður úr niðurstöðum undirbúningsfundanna og mál- þingsins og þær kynntar stjórn Vinnueftirlitsins og félagsmála- ráðuneytinu. Móta úrlausnir vegna eineltis á vinnustöðum Stjórnvöld og ráðuneyti axli meiri ábyrgð Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÞAÐ er endanlega ljóst og hafið yf- ir allan vafa að Kosovo og Serbía geta ekki lifað saman innan eins rík- is í friði. Fyrir því höfum við þegar fengið nægar sannanir. Sá sem ætlar að synja Kosovo um sjálf- stæði er þá í raun og veru að þvinga þá í ríkjasambúð sem byggist á of- beldi. Þess vegna ber að viður- kenna sjálfstæði Kosovo.“ Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanrík- isráðherra, spurður hvort hann telji rétt að Íslendingar viðurkenni sjálf- stæði Kosovo eftir að Kosovo-Alb- anar lýsa yfir sjálfstæði eins og lík- legt er talið að þeir geri. Spurður um þau ummæli Árna Páls Árnasonar, varaformanns ut- anríkismálanefndar, að alþjóðasam- félagið eigi að taka á málinu enda séu aðstæður í Kosovo það flóknar og erfiðar að menn ættu ekki að nota það til þess að slá sig til riddara á Íslandi, segir Jón Baldvin, að vissulega séu aðstæður erfiðar. „Aðildarríki gömlu Júgóslavíu lentu í einhverri grimmilegustu og blóðugustu borgarastyrjöld sem um getur, sérstaklega á tímabilinu 1991-1995 og reyndar lengur. Þá stóðum við frammi fyrir þeirri spurningu hvort við ættum að bíða eftir því að deiluaðilar útkljáðu mál sín á vígvellinum,“ segir Jón Bald- vin, en árið 1991 viðurkenndu Ís- lendingar sjálfstæði Króatíu og Slóveníu sem þá lýstu sjálfstæði og sögðu sig úr lögum við gömlu Júgó- slavíu. Jón Baldvin segir að á þessum tíma hafi menn þurft að spyrja sig hvort ætti að láta serbneska hernum það eftir að úrskurða hvort Króatía fengi sjálfstæði eða ekki, eða hvort viðurkenna ætti staðreyndir. „Nefnilega þær að Króatía átti full- an rétt á sjálfstæði og það var ekki hægt að halda þessum ríkjum sam- an nema með ofbeldi,“ segir hann. „Við tókum þá, þá afstöðu að taka af skarið fyrstir þjóða, bæði að því er varðaði Slóveníu og Króatíu og viðurkenndum sjálfstæði þeirra. Hafi menn haft efasemdir um það fyrirfram þá var það rétt stefna. Um það efast enginn lengur,“ segir Jón Baldvin. „Ber að viðurkenna sjálfstæði Kosovo“ Rétt á sínum tíma að viðurkenna sjálfstæði Króatíu og Slóveníu Reuters Við öllu búnir NATO hefur sextán þúsund manna herafla í Kosovo. Jón Baldvin Hannibalsson Í HNOTSKURN »Jón Baldvin Hannibalssonvar utanríkisráðherra 1988- 1995. »Á þeim tíma studdu Íslend-ingar sjálfstæðisyfirlýsingar Eystrasaltsríkjanna árið 1990 og Króatíu og Slóveníu sem lýstu sjálfstæði árið 1991. »Fulltrúar allra stjórn-málaflokka í utanrík- ismálanefnd Alþingis vilja stíga varlega til jarðar í Kosovo- málinu. 8 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FÉLAG íslenskra gullsmiða og ABC barnahjálp hafa undirritað samn- ing. Hálsmenið Kærleikur, sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um skírnargjöf sem FÍG og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir, verður selt í völdum verslunum til styrktar ABC barnahjálp. ABC fær að lágmarki 1000 kr. fyrir hvert selt hálsmen. Í fyrravetur efndu FÍG og SI til samkeppni meðal gullsmiða og gull- smíðanema um hönnun og smíði skírnargjafar eða gjafar í tilefni nafngiftar og hlaut Kærleikur 1. verðlaun. Hönnun og smíði gripsins var í höndum Sólborgar S. Sigurð- ardóttur og Svövu Bjarkar Jóns- dóttur hjá Gulli og Silfri ehf. Hlutur ABC af hálsmenunum fer óskiptur í „Móðir-barn á lífi verk- efnið“ í N-Úganda, sem miðar að því að hjálpa ungum barnshafandi stúlkum og mæðrum á unglings- aldri að halda áfram námi ásamt því að hugsa um börnin sín. Verk- efnið er stutt með sölu hálsmena, en auk þess er hægt er að leggja fram- lög til verkefnisins inn á reikning 1155-15-41416, kt. 690688-1589. Sölustaðir eru: GÞ Skartgripir og úr, Bankastræti 12; Gullkistan skrautgripaverslun, Frakkastíg 10; Gullkúnst Helgu, Laugavegi 13; Gull og silfursmiðjan Erna, Skip- holti 3; Tímadjásn skartgripaversl- un, Grímsbæ; Axel Eiríksson Gull- úrið, Álfabakka 16; Gullsmiðja Óla, Smáralind; Gullsmiðjan, Lækj- argötu 34C; Nonni Gull, Strandgötu 37; J.B. ehf. Úr og Skart, Kaup- vangsstræti 4; Carat, Smáralind og um borð í vélum Iceland Express. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kærleikur Guðrún Margrét Pálsdóttir, formaður ABC, Sólborg S. Sigurð- ardóttir, annar hönnuða Kærleiks, og Haukur Valdimarsson, formaður FÍG. ABC barnahjálp fær tekjur af sölu á kærleikshálsmeni NÝR leikskóli hefur verið opnaður í Kópavogi. Leikskólinn, sem hlotið hefur nafnið Baugur, stendur við Baugakór. Í Kópavogsbæ eru nú 22 leikskólar, þar af þrír einkareknir. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri færði starfsfólki leikskólans, leik- skólabörnunum og foreldrum þeirra hamingjuóskir. Húsið var svo blessað af sr. Guðmundi Karli Brynjarssyni. Dögg Gunnarsdóttir, formaður foreldrafélagsins á Baugi, afhenti leikskólanum mynd að gjöf sem táknar nafn skólans og einkunnarorð, en hún er samsett úr teikningum eftir leikskólabörnin. Sex deildir verða í Baugi, þar af ein sem er sérstaklega hönnuð til að taka við allra yngstu leikskólabörn- unum. Alls munu 120 börn dvelja á leikskólanum. Hugmyndafræði skólans tekur mið af starfsaðferð sem kennd er við Reggio Emilia á Ítalíu. Einkunnarorð leikskólans eru skynjun, uppgötvun og þekk- ing. Leikskólastjóri er Margrét Magnúsdóttir. Morgunblaðið/Ómar Vígsla Thelma Rós Héðinsdóttir og Hákon Gunnarsson, bæði 5 ára, opna nýja leikskólann formlega. Baugur opn- aður í Kópavogi SAMKVÆMT skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúru- verndarsamtök Íslands á tímabilinu 31. október til 11. nóvember sl. telja 78% aðspurðra í könnuninni að stjórnvöld geri lítið til að draga úr út- streymi mengandi efna sem valda gróðurhúsaáhrifum og loftslagsbreyt- ingum. Rúm 13% aðspurðra töldu að stjórnvöld geri mikið og tæp 9% tóku ekki afstöðu. „Þessi niðurstaða bendir til að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi ekki tekist að sannfæra almenning um stjórnvöld taki loftslagsvandann alvarlega. Fyrir liggja markmið stjórnvalda um 50- 75% nettósamdrátt fyrir 2050 en aðgerðaáætlun um hvernig skuli dregið úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi bíður vorsins. Til að öðlast tiltrú almennings verður ríkisstjórn Íslands að sýna í verki að hún hyggist fylgja eftir heima fyrir að samningsmarkmið hennar á vettvangi Samein- uðu þjóðanna – að iðnríki dragi úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 25-40% fyrir 2020 í því augnamiði að meðalhitnun andrúmsloftsins verði haldið undir en 2°C. Jafnframt er brýnt að stjórnvöld upplýsi almenning um loftslagsbreytingar,“ segir í frétt frá Náttúruverndarsamtökunum. Stjórnvöld gera ekki nóg NÝTT sjókort af Austfjörðum er komið út. Kortið, sem gert er eftir nýjum mælingum, leysir af hólmi eldra kort sem gefið var út í Kaup- mannahöfn árið 1944 og byggði að mestu á mælingum frá árinu 1897. Útkoma kortsins er mikilsverður atburður fyrir sjófarendur við Ís- land sem fá nú í hendur kort sem byggir á nýjustu upplýsingum um svæðið. Nýja kortið er byggt á dýptarmælingum sem gerðar voru á mælingabátnum Baldri á árunum 2003 og 2004. Nýtt sjókort SAMEIGINLEGUR aðventufundur KFUM og KFUK verður í kvöld, þriðjudagskvöldið 11. desember, kl. 20. Dr. Sigurbjörn Einarsson bisk- up er sérstakur gestur kvöldsins og flytur hann hugvekju kvöldsins. Upphafsbæn hefur Kristín M. Möll- er. Kvartett flytur tónlistaratriði og Ragnheiður Sverrisdóttir stjórn- ar samverunni. Kaffiveitingar eftir fundinn. Fundurinn fer fram í fé- lagshúsinu á Holtavegi 28. Allir eru hjartanlega velkomnir. Aðventufundur 38% bifreiða í Reykjavík reyndust vera á negldum hjólbörðum þriðju- daginn 4. desember sl. Á sama tíma í fyrra voru 40% ökutækja á nagla- dekkjum. Árleg talning var gerð í 49. viku ársins og skiptist hlutfallið þannig að 38% ökutækja voru á negldum dekkjum og 62% á öðrum dekkjum. Hlutfall negldra dekkja hefur tilhneigingu til að hækka eft- ir því sem líður á veturinn en það hefur hækkað verulega frá því um miðjan nóvember því þá voru 25% ökutækja á negldum dekkjum. Fleiri á nöglum Pristina. AFP. | Nokkur þúsund ung- menni komu saman í miðborg Pristina í gær til að þrýsta á póli- tíska leiðtoga Kosovo-Albana um að standa við fyrirheit sín um að lýsa yf- ir sjálfstæði Kosovo, nú þegar við- ræður við Serba um samkomulag um framtíð héraðsins eru runnar út í sandinn. Utanríkisráðherrar Evr- ópusambandsins ræddu málið á fundi í Brussel í gær en svo virðist sem öll aðildarríkin nema eitt séu komin á þá skoðun að rétt sé að ESB viðurkenni sjálfstæði Kosovo. Skender Hyseni, sem sæti átti í samninganefnd Kosovo-Albana, sagði ráðamenn í Pristina nú ætla að ræða við bandamenn sína á Vestur- löndum um framhaldið, en ljóst þyk- ir að Albanar, sem eru um 90% íbúa Kosovo, hyggist lýsa yfir sjálfstæði. Albanar segja að ekki þurfi að bíða lengi eftir slíkri yfirlýsingu en þó vilja þeir bíða þess að grænt ljós frá ESB liggi endanlega fyrir. Banda- ríkin hafa þegar lýst því yfir að þau muni styðja sjálfstæði Kosovo og Carl Bildt, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, sagði í Brussel í gær að sam- staða ríkti því sem næst meðal ESB- ríkjanna 27, aðeins eitt ríki gæti ekki fallist á að ESB styddi sjálfstæði til handa Kosovo í nokkrum skrefum. Stendur Kýpurstjórn hörð á því að hún muni ekki viðurkenna einhliða yfirlýsingu Kosovo-Albana. Eitt ESB-ríki á móti  ESB-ríkin eru nú næstum öll reiðubúin að viðurkenna sjálfstæði Kosovo  Aðeins Kýpverjar malda enn í móinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.