Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ALKUNNA er að greiningar eru eitt að- alstarf lækna. Ég held að miklar kröfur séu gerðar til lækna eins og réttmætt er. Það er hins erfitt að greina margt með vissu og ómögulegt að gera aldr- ei mistök. En það er bara ein leið til að verða góður: Vinna, lesa, fræðast, vinna meira. Óvissa veldur því að ekki er öllum læknum gefið um að vinna gamla læknisstarfið – finnst það of erfitt. Tíb- ezkur málsháttur segir: „Enginn veit hvort kemur á undan, dauð- inn eða morgundag- urinn.“ Þessi óvissa er mörgum læknum ill- bærileg. Samt er það eitt aðalhlutverk læknis að létta sjúkdómsá- hyggjum af þeim, sem til hans leitar. Bera sjálfur byrði óviss- unnar. Skilja þannig við sjúklinginn, að áhyggjur hans séu minni og ekki meiri. Þetta eru ekki ný sannindi. „Primum non nocere.“ „Aðalatriðið er að skaða ekki.“ Prófessor í Lundi kenndi nemendum sín- um, að enginn sjúkdóm- ur væri svo slæmur að við læknar gætum ekki gert hann verri. „Ný greining- ardeild“ Nýlega var sagt frá nýrri greiningardeild hjá Íslenskri erfða- greiningu. Það var svo- lítið spaugilegt að heyra forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar and- mæla lagasetningu, sem spillt gæti starfsemi þessarar nýju deildar. Fyrir réttum tíu árum voru hann og núverandi ráðuneytisstjóri fjár- málaráðuneytisins að læðupokast við að smíða lög um miðlægan gagnagrunn á heilbrigð- issviði. Fyrirbrigði sem aldrei varð neitt annað en svikamylla og enginn vill nú kannast við að hafa komið nálægt. Um þessa greiningardeild Íslenskrar erfðagreiningar vil ég segja það, að hún er sjúkdómsvæðing óvissunnar, algerlega gagnslaus starfandi læknum og verra en það. Til þess uppfyllir hún ekki kröfur til greiningarprófa. Þetta ættu prófess- orar læknadeildar að geta sagt þjóð- inni nákvæmlega. Hvers vegna gera þeir það ekki? Þora þeir ekki? Eru þeir fastir í snöru hagsmunatengsla? Eða landlæknir? Þetta á þó að heita sérsvið hans. Raunar getur umrædd greining- ardeild komið að gagni: Við flokkun á stórum hópum, t.d. tryggingatökum. Fyrir rúmum áratug sótti ég um aðild að hóplíftryggingu lækna. Eftir að sauðirnir höfðu verið flokkaðir kom í ljós, að ég hafði lent í brottkasti og ekki þótt á vetur setjandi. Of lélegur til að fá að fylgja með hraustum lækn- um. Ekki veit ég hvernig hin nýja greiningardeild Íslenskrar erfða- greiningar hefði flokkað mig. Það eru hins vegar samstarfslæknarnir svo- kölluðu sem gert hafa þessa nýju starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar mögulega með því að safna á annað hundrað þúsund Íslendingum og blóði úr þeim. Það væri einkar viðeig- andi gæðavottun á þessa greining- ardeild að Íslensk erfðagreining byrj- aði á að framkvæma greiningarpróf á íslenzkum læknum og flokka þá fyrir hóplíftrygginguna fyrrnefndu. Í því fælust viss vísindi og ákveðið réttlæti. Sjúkdómsvæðing óttans Jóhann Tómasson skrifar um nýja þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar » Samt er þaðeitt aðal- hlutverk læknis að létta sjúk- dómsáhyggjum af þeim, sem til hans leitar. Bera sjálfur byrði óviss- unnar. Jóhann Tómasson Höfundur er læknir. AÐALNÁMSKRÁ leikskóla birtir hina opinberu stefnu um áherslur í leikskólastarfi og þar segir að málrækt skuli flétta inn í flesta þætti starfsins. Þar er enn fremur lögð áhersla á að leikskólafræði séu fremur þroskamiðuð en fagmiðuð með áherslu á leik barna sem náms- og þroska- leið. Í leikskólum er því unnið að samþættingu námssviða í gegnum leik og daglegar at- hafnir. Málörvun er þar engin undantekn- ing enda einkennir það mál ungra barna að vera bundið stund og stað og í samhengi við þær athafnir sem fram- kvæmdar eru hverju sinni. Lögð er rík áhersla á að leikskólakennarar tileinki sér auðugt mál- far og setji mál sitt fram á þann hátt að það kalli á virkni barnsins; noti t.d. opn- ar spurningar s.s: Hvers vegna ætli…? Hvað gætir þú…? Slíkt kallar á samræður og gerir kröfur um að barnið svari með setningu, taki af- stöðu eða setji fram tilgátu. Mikil áhersla er lögð á talmálsþjálfun í margs konar skipulögðu starfi og frjálsum leik barnanna þar sem markvisst er stutt við fjölbreytta mál- þjálfun og vaxandi málkennd barnanna. Við slíkar aðstæður reynir á marga eiginleika málsins s.s. mál- fræði, orðaforða, merkingu hugtaka og að byggja upp atburðarás í frá- sögn. Myndaðir eru hópar með börnum sem þurfa hvatningu og stuðning þar sem markvisst er unnið með spil, bækur, samræður og æfingar talfær- anna. Fyrir utan hinar skipulögðu stundir eru tækifærin í daglegri umönnum barnanna nýtt til að leggja inn margvísleg heiti, hugtök og blæ- brigðamun einstakra fyrirbæra. Matmálstímar nýtast einstaklega vel til samræðna og mikil áhersla er lögð á daglegar sögustundir þar sem umræða um efni bókanna er ekki síð- ur mikilvæg en sögurnar sjálfar auk þess sem börnin eru oft hvött til að koma fram fyrir hópinn og segja frá einhverju sem þeim er hugleikið. Lestur vandaðra bóka, vísna og þula eflir mjög málvitund og -skilning barnanna og verður aldrei ofbrýnt mikilvægi þessa bæði heima fyrir og í skólum. Söngur, rím og taktleikir eru mikið notaðir en þeir auka næmi barnanna fyrir eiginleikum málsins og auðvelda þeim að skynja einstök atkvæði orða. Ýmis spil nýtast til að þjálfa mynd- un fleirtölu, greina kyn hluta eða skýra frá atburðarás og hreyfileikir eru notaðir til að tengja saman virkni barnsins og hugtök um afstöðu og hreyfingu. Svonefndir hlutverkaleikir skipa stóran sess í starfinu og eru taldir ein af öflugustu leiðunum fyrir barn til að nota málið sem sjálfstætt táknkerfi. Stór hluti leiksins felst í samræðum barnanna þar sem þau ráða ráðum sínum og skipuleggja um leið og leikið er. Skilningur leikskóla- kennara á uppeldis- hlutverki sínu og ábyrgð hvað móðurmálið varðar er samofinn öðrum þátt- um starfsins. Það má segja að þegar tækifæri líðandi stundar eru grip- in verði málræktin eins og rauður þráður í gegn- um allt starfið. Það er hins vegar háð því að kennarar hafi næmt auga fyrir tækifær- unum, hafi sjálfir sterka málvitund og í valdi sínu að nýta tækifærin sem gefast. Aðeins þá verður leikskólinn það styðj- andi málumhverfi sem honum ber að vera og gefur börnum næg tæki- færi til að byggja upp sterka málkennd. Þau vinnubrögð sem hér er lýst gera oft á tíð- um mun meiri kröfur á kennara en hefð- bundnar kennsluaðferð- ir enda kristallast hér áherslur einstaklingsmiðaðs náms þar sem hverju barni er mætt þar sem það er statt hverju sinni. Í leikskólanum er frekar horft til þess hvað barn segir en hvernig það er sagt. Það þýðir þó ekki að börnin séu ekki leiðrétt. Leiðréttingar eru þó settar fram á mjög varfærinn hátt í ljósi þess að börnin eru bundin al- hæfingum um einstaka málfræði- reglur og ráða ekki við að leiðrétta mál sitt. Því er lögð áhersla á að veita því athygli sem barnið segir en koma að málfarsleiðréttingum með því að endurtaka setninguna rétta. Barn segir t.d. „Þarna er fuglur“. Þá segir sá fullorðni gjarnan „Já, alveg rétt, þarna er fugl“. Barnið fær þau skila- boð að það sem það sagði sé sann- arlega allrar athygli vert um leið og endurtekningin gefur því rétta orð- mynd sem það tileinkar sér smám saman til að losna undan klafa alhæf- ingarinnar. Með því að leggja áherslu á þjálfun barna í tjáningu og hlustun sýnir leik- skólinn þroskaferli barnsins virðingu og styrkir um leið sjálfsmynd þess og trú á eigin getu. Börnin verða óhrædd við að tjá sig og öðlast færni í að hlusta á aðra. Áherslur Aðalnámskrár leikskóla eru í fullu samræmi við hugmyndir um það ferli sem málþroski barna fylgir. Ekki er lagt upp úr beinni kennslu enda viðurkennt að máltakan fylgi sínu eigin ferli þar sem börnin hafa meðfædda eiginleika til að vinna úr málumhverfinu. Þótt við getum ekki haft áhrif á feril máltökunnar þá hafa gæði málumhverfisins áhrif á þá færni sem börnin ná á þessu mik- ilvægasta skeiði málþroskans. Það er því mikils virði að kennarar hafi sjálf- ir góð tök á tungumálinu og færni til að miðla því til barnanna um leið og þeir sýna þroska þeirra virðingu og skilning. Takist okkur að byggja sterkan grunn málkenndar; sá fræjum virð- ingar og áhuga á móðurmálinu hjá börnunum og styrkja trú þeirra á eig- in getu til að nota það í samskiptum við aðra höfum við gefið þeim ómet- anlegt veganesti fyrir allt það nám og starf sem bíður þeirra á lífsleiðinni. Máltaka barna og áherslur í leikskólastarfi Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir skrifar um málkennslu í leik- skólum Ingibjörg M. Gunn- laugsdóttir » Við getumekki haft áhrif á ferli mál- tökunnar en gæði mál- umhverfisins hafa áhrif á þá færni sem börn- in ná á þessu mikilvægasta skeiði málþrosk- ans. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri. Á FULLTRÚARÁÐSFUNDI Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) 2. nóv. var sam- þykkt eftirfarandi ályktun: „Fulltrúaráð lýsir yfir áhyggjum af neyðarviðbúnaði Kefla- víkurflugvallar og hvet- ur ráðamenn til að- gerða. Síðan Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli tók við stjórn flugvallarins þann 1. október 2006, hefur stöðugt verið dregið úr örygg- iskröfum sem gerðar eru til flugvalla. Öryggisviðbúnaður Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur aldrei verið jafn lítill og nú, ör- yggi flugfarþega í neyð hefur farið úr því besta sem í boði er, í eitt það lé- legasta.“ Það vakti því undrun okkar þegar slökkviliðsstjóri Brunavarna Suð- urnesja (BS), Sigmundur Eyþórsson, sá ástæðu til þess að rakka niður ályktunina og skoðanir forsvars- manna LSS. Fyrir það fyrsta þá les hann ályktunina ekki rétt, í öðru lagi þá reynir hann að sverta nafn for- manns LSS og fulltrúaráðsins og í þriðja lagi þá afhjúpar hann ótrúlega vanþekkingu sína á brunavörnum á Keflavíkurflugvelli. Slökkviliðsstjóri BS segir m.a. í grein sinni. „Ætla má að formaðurinn virði „sína“ fé- lagsmenn á Suðurnesjum einskis þegar að hann metur „öryggis- viðbúnað“ á svæðinu, og fullyrðir að næsta viðbragð sé í 30 mínútna fjar- lægð frá flugvellinum?“ Næsta stóra atvinnuslökkvilið er í 30 mínútna fjarlægð frá Keflavík- urflugvelli. Í grein sinni spyr Sig- mundur um hvaða fagleg rök og sam- anburður liggi að baki ályktuninni. Samanburður á ICAO- og NFPA- stöðlum varðandi flugvelli. Það er ekki hægt að reka alþjóðaflugvöll öðruvísi en að uppfylla lágmörk ICAO sem Flugmálastjórn á Kefla- víkurflugvelli gerir, en lítið meira. Sigmundur fjallar um ýmsa starf- semi Slökkviliðsins á Keflavík- urflugvelli (SKF) og fullyrðir ým- islegt, meðal annars lætur hann að því liggja að það hefði verið eingöngu vegna þarfa hersins sem viðbúnaður slökkviliðsins var meiri áður. Flug- völlurinn var alþjóða- og herflug- völlur. Herinn setti reglurnar, en við- búnaðurinn var engu að síður líka vegna alþjóðaflugsins. Sigmundur fullyrðir einnig að há lágmarks- mönnun slökkviliðsins hafi einungis verið vegna orrustuflugvél- anna. Rangt, viðbún- aður var miðaður við lengd þeirra véla sem á flugvellinum lentu í þá samfelldu þrjá mánuði sem flestar hreyfingar voru árið á undan. Lengd F-15, sem er orrustuflugvélin sem slökkviliðsstjóri BS taldi ráða viðbúnaði, er 19,44 m. Til samanburðar er Boeing 757-200 47,32 m. Sigmundur segir: „Það verður að segjast að áhersla okkar og verkferl- ar stuðla að öryggi viðbragðsaðila t.d. að senda ekki slökkviliðsmenn inn í „mjög hættulegar aðstæður“ t.d. „inn í logandi flugvélaflak“.“ CAO telur að slökkvistarf verði að hefjast innan þriggja mínútna en mælir jafnframt með að það hefjist innan tveggja mín- útna og að allt slökkvistarf miðist að því að koma fólki frá flugvél á lífi. Fyrsta viðbragð skiptir öllu hvað lífs- líkur fólks í flugslysi varðar og ein- mitt þess vegna eru til sérmenntuð flugvallarslökkvilið. Varðandi nágrannaslökkviliðin segir slökkviliðsstjóri BS eftirfar- andi: „Í slíku tilfelli yrði öflugt við- bótarviðbragð slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna nágranna slökkviliða og björgunarsveita innan svæðisins, komið á slysavettvang innan fárra mínútna.“ SFK eru lágmark 4 mín- útur að fara frá slökkvistöð að þeim brautarenda sem lengst er frá stöð- inni. 4 mínútur eru fáar mínútur. Samkvæmt flugslysaáætlun hefur BS engan tímaramma varðandi mæt- ingu. Þannig að allt tal um að BS mæti sem öflugt slökkvilið, er óháð tíma, sem er lykilatriði í viðbragði við flugslysi. Reynslan sýnir að viðbragð hjá BS er ekki alltaf eins ábyggilegt og menn vilja vera láta og dæmi eru um að einungis 4 menn hafi mætt í útkall fyrir utan þá 4 sem eru á vakt. 30 manns lítur vel út í greininni, en er ekki raunveruleikinn annar? Sigmundur virðist ekki gera grein- armun á verklagsreglum flugvall- arslökkviliða og húsabrunaslökkvil- iða og kemur það á óvart þar sem hann starfaði í slökkviliði SKF um tíma. Flugvélar veita eldi ekki mikið viðnám. Ef 80% farþega geta komist út af eigin rammleik og það er reykur í farþegarými og eldur laus fyrir ut- an, þá á, samkvæmt grein slökkviliðs- stjóra BS, að bíða með að fara inn í vélina þangað til að eldurinn fyrir ut- an hefur verið slökktur. Hvað tekur það margar mínútur? Það þarf ekki að orðlengja örlög þeirra sem inni eru. Ekki verður skilið af skrifum slökkviliðsstjóra BS að hann hafi haft fyrir því að kynna sér málið áður en hann hófst handa við að gera lítið úr LSS og ráðast á tilraunir þess til að bæta öryggi í flugsamgöngum. Til- gangur LSS með ályktuninni er að stuðla að betra flugöryggi og um- ræðu um þær breytingar sem átt hafa sér stað á Keflavíkurflugvelli. Það væri ekki fagmannlegt af LSS að láta eins og ekkert hefði í skorist. Sigmundur ákveður hinsvegar að gera það og gengur enn lengra þar sem hann reynir að breiða yfir versn- andi stöðu í öryggismálum. Það væri nær að Sigmundur tæki þátt í þeirri viðleitni slökkviliðsmanna á Keflavík- urflugvelli að hafa sem best mannað slökkvilið ásamt tækjum og búnaði heldur en að gagnrýna og brjóta nið- ur réttmætar og faglegar ábend- ingar. Slökkviliðsstjóri BS sem fer ekki eftir lögum um brunamál og ræður til starfa aðila sem uppfylla ekki þær kröfur sem þar eru gerðar, telst varla marktækur gagnrýnandi. Ályktunin stendur, ráðamenn eiga næsta leik. Öryggi flugfarþega á Keflavíkurflugvelli Borgar Valgeirsson er ósam- mála Sigmundi Eyþórssyni um öryggisviðbúnað á Keflavík- urflugvelli » Slökkviliðsstjóri BS,sem fer ekki eftir lögum um brunamál og ræður til starfa aðila sem uppfylla ekki þær kröfur sem þar eru gerðar, telst varla marktækur. Borgar Valgeirsson Höfundur er formaður deildar LSS á Keflavíkurflugvelli. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.